Dagblaðið - 08.02.1977, Side 1
frjálst,
oháð
dagblað
RÍTSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022.
Niðurstaða úttektar iðnaðarráðuneytisins:
GRÆNT UÓS A KRÖFLU
Grænt ljós hefur verið gefió
á áframhaldandi framkvæmdir
viö Kröflu meó þeim fram-
kvæmdahraða sem veriö hefur.
Þetta varð niðurstaða úttektar
iðnaðarráðuneytisins. Páll
Flygering, ráðuneytisstjóri
iðnaðarráðuneytisins. sagði í
morgun, að skilja mætti niður-
stöðurnar þannig, að gefið væri
grænt ljós.
í skýrslunni eru ekki gerðar
neinar tillögur um breytingar,
að sögn Páls Flygering. Þannig
er frantkvæmdahraði ekki
gagnrýndur. Páll sagði að
skýrslan fjallaði um hvernig
verkið stendur. Þar kæmi ekk-
ert fram sem kæmi mönnum á
óvart. Skýrslan mun væntan-
lega lögð fyrir ríkisstjórnina í
dag.
Að sögn Guðmundar Pálma-
Sonar jarðeðlisfræðings í Orku-
stofnun í morgun er skýrslan á
ábyrgð iðnaðarráðuneytisins,
þótt samstarf hafi verið haft við
Orkustofnun og aðra sem að
þessu standa.
-HH
--------- ^
3. ARG.
— ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977. — 32. TBL.
LÆKJARTORGI
Mannlifinu á l.ækjartorgi fer
ekki hnignandi þrátt fyrir að
torgið se ekki lengur sá
miðpunktur í borginni sem það
eitt sinn var. í góðvtðrinu gefst
gott ráðrúm til að hreinsa glugga,
húsmóðirin vinstra megin á
myndinni gefur sér tíma til að
skoða listaverk í Klausturhólum,
ungur maður skoðar útsölugóssið
i Bonaparte, rukkarinn lengst til
hægri heldur sinu striki og mótor-
hjólakappinn tekur sér smá hvíld.
G.S./DBm.vnd: Bjarnleifur.
MANNLÍFIÐ Á
Sigurður RE slær
nýtt íslandsmet
„Siðasta soiarnring komu 37
skip með 13000 tonn en frá
miðnætti hafa 5 skip tilkynnt
sig til viðbótar með 2150 t,"
sagði Andrés Finnbogason í
samtali við DB.
Sigurður RE var á leið til
Vestmannaeyja með 1300 tonn,
en það er stærsti farmur sem
loðnuskip hefur komið með til
lands. Fyrra metið átti
Sigurður einnig en það var
1100 tonn.
Veiðiveður hefur verið gott á
miðunum sl. sólarhring og
eru því nær öil skipin á leið til
lands eða bíða eftir löndun. Nú
er landað allt frá Siglufirði, á
Austfjarðarhöfnum og til Vest-
mannaeyja.
Aflahæstu skipin eru þessi:
Sigurður RE 7200 tonn,
Gtrðmundur RE 7045, Börkur
frá Neskaupsstað 6640 tonn,
Gísli Arni 6450 tonn og Grind-
víkingur með 6450 tonn. -KP.
Skömmu eftir áramótin kom Sigurður RE með 1100 tonn til Eyja,
sem var metfarmur þá, og tók Ragnar Sigurðsson þá þessa mynd.
Skipstjórinn sagði í viðtali við DB að skipið bæri a.m.k. 200 tonn
í viðbót, sem nú er komið á daginn.
Hlaupið í Skaftá
fer enn vaxandi
Hlaupið í Skaftá fór vaxandi
í nótt og virtist enn vera að
aukast í morgun, að sögn
Böðvars Kristjánssonar í
Skaftárdal á Síðu en hann er
gæziumaður vatnamælinga þar
eystra.
„Mælirinn er orðinn
óvirkur. stíflaðist af leðju og
drullu þegar vatnið fór upp
fyrir þrjá metra,“ sagði
Böðvar í samtali við DB i
morgun. „Vatnið hefur hækkað
um það bil um metra hér við
brúna og á meðan erum við
alveg lokuð inni hér í Skaftár-
dal.“
Böðvar sagðist ekki geta gert
sér grein fyrir því hvort
hlaupið hefði náð hámarki eða
myndi gera það í dag. „Vatnið
hefur oft verið meira í
hlaupum," sagði Böðvar, ,,en
það virðist óneitanlega vera
mikið núna, enda var vatn í
ánni með alminnsta móti áður
en hlaupið hófst.“
Skaftá var að mestu undir
þykkum ís þegar hlaupið hófst í
fyrrakvöld og stíflast hún nú af
jakahröngli og sprengir af sér
með töluverðum gauragangi á
víxl. -OV.
Nikkan
virðist sí-
fellt
vinsæl
— sjábls.4
Enn göngum við
fyrir erlenda
bankastjóra:
18 þúsund
krónur
á mannsbarn
— bls. 5
Norrænt
sjónvarp —
beint inn á
íslenzkheimili
bls.9
Skattafrum-
varpið ekki lög-
festáþessu
þingi
— Jdn Skaftason,
alþingismaður--
- bls. 8
Beittu
Bretar
pynting-
um?
— sjá erl.fréttir
bls.6-7