Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977. 9 Japanski sérfræðing- urinn ánægður með útbúnað Kröflu Serfræomgur japanska fyi'ir- tækisins Mitsjubitsi, sem Kröfluvirkjun hefur keypt vél- ar af, var mjög jákvæóur um tæknilegan útbúnað virkjunar- innar og uppsetningu og lýsti ánægju með þessi atriði. Þetta kom fram í viðtölum, sem DB átti í gær við Jón G. Sólnes, formann Kröflunefndar og Sig- urð Sigfússon hjá Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen. Japaninn. Tahara að nafni, dvaldist hér í nokkra daga í síðustu viku og skoðaðí Kröflu- virkjun. Jón G. Sólnes sagði að hingaðkoma hans hefði verið i áframhaldi af för Kröflumanna til Japans fyrir skömmu. Hann hefði komið til að kynna sér aðstæður og líta á suma þætti framkvæmda. Þetta hefði að vísu ekki verið jarðvisindamað- ur, heldur sérfræðingur um tæknilegan búnað. Hann hefði mikla reynslu við uppsetningu slíkra véla. Sigurður sagði ennfremur að Japaninn hefði skýrt frá fram- kvæmdum við nýjustu stöð Jap- ana, gufuveitu, sem kæmist í gagnió í næsta mánuði. Þar væri ein 55 megavatta vél. 60 af hundraði þeirrar gufu, sem þar þyrfti til fullra afkasta væri komin. Þá seldi Mitsjubitsi til Filippseyja nokkrar 55 mega- vatta vélar og allan vélaútbún- að. Þar væri lítið farið að bora. Sigurður lét þess getið, að mjög algengt væri, að ekki lægi fyrir öll sú gufa, er þyrfti til fullnýt- ingar, þegar farið væri af stað. Hann sagði ennfremur, að nægileg orka væri á Kröflu- svæðinu en spurning væri hvar ætti að bora. -HH Kannski hún nái Fleksnes beint frá Osló eða Gautaborg einhvern tímann, daman á myndinni. Sjónvarpstækið hennar er annars fóðrað með minkaskinnum og kostar víst skiidinginn, en skinnin bæta þó vist ekkert móttöku tækis- ins. Það þarf kannski enga jarðstöð í framtíðinni: NORRÆN SJÓNVARPSDAG- SKRÁINN Á HVERT HEIMILIBEINT FRÁ GERVIHNETTI Aukaútbúnaður til möttöku á ekki að kosta nema 48-65 þúsund krönur Það er ekki fjarlægur draumur að sjónvarpshafar á Norðurlönd- um geti stillt tæki sín beint á dagskrárefni sjónvarpsstöðva hvar sem er á Norðurlöndum, með aðstoð gervihnattar sem ráð- gert er að Norðurlöndin eignist sameiginlega í þágu útvarps- og sjónvarpssendinga. Frumrannsóknum á þessum möguleikum er nú senn lokið, en þær voru gerðar af sænsku fyrir- tæki að beiðni Norræna iðnþróun- arsjóðsins. Niðurstöður frum- rannsóknanna verða lagðar fyrir fund Norðurlandaráðs í Helsinki í marzmánuði. Þar verður tekin af- staða til þess árangurs sem frum- rannsóknirnar leiddu til og fram- vinda málsins ákveðin. Frá þéssu máli er skýrt i mál- gagni danskra verkfræðinga, Ingeniören, og sagt að næsta skrefið verði að fá norrænum ríkisstofnunum og rannsóknar- stofum fyrirtækja ákveðna þætti frekari rannsókna á þröngum sviðum. Danska rafeindafræði- stofnunin hefur t.d. tekið þátt í rannsóknum á því, hvernig hver einstakur sjónvarpseigandi á Norðurlöndum geti náð beinu sambandi frá tæki sínu við sér- stakan gervihnött, er sendir út sjónvarpsdagskrár allra Norður- landaijna. Stofnunin hefur t.d. rannsakað hvaða tónbreytingaað- ferðir henta bezt við sendingu á mörgum útvarpsdagskrám sam- tímis gegnum gervihnött, svo að verulega góð tóngæði sending- anna séu tryggð. Beint samband Miðað er að því að norræni gervihnötturinn endursendi sjón- varpsefni svo skýrt, að mögulegt sé að taka við sendingum frá hon- um með aðstoð tækjabúnaðar, sem tengja má hvaða sjónvarps- tæki sem er. Hinn nauðsynlegi aukaútbún- aður til móttöku efnis frá gervi- hnettinum er skálarlaga loftnet með hóflegu þvermáli (70-100 sentímetrar) ásamt tíðni- og tón- breyti. Loftnetið tekur á móti' sjónvarps-merkjamálinu ál2 GHz- bandinu. Tíðni- og tónbreytirinn breytir þessum merkjum þannig að þau eiga að koma skýrt út á sjónvarpstækinu með sérstakri tengingu við UHF loftsnetsmót- takara sjónvarpstækisins. Það er trú vísindamannanna núna, að fá megi aukaútbúnað- inn, þ.e. loftnetið og tíðni- og tón- breytinn, fyrir 1500-2000 krónur danskar, eða sem svarar 48-65 þúsund íslenzkum krónum. Evrópuhnöttur 1980 Þau áform og markmið sem stjórnvöld á Norðurlöndum nú fjalla um varðandi þetta eru enn- þá lengra komin hjá ESA — Geimrannsóknarstöð Evrópu. Á Norðurlöndum er enn sem komið er aðeins rætt um möguleika á slíku samnorrænu sjónvarps- og útvarpskerfi. Hjá ESA eru málin komin svo langt að eert er ráð fyrir að síðari hluta árs 1980 verði sendur út í geiminn tilrauna- gervihnöttur, sem á að hafa þá sömu eiginleika og stefnt er að í áformum manna á Norðurlönd- um. Norræni iðnþróunarsjóðurinn hefur það verk að vinna að efla þau mál á sviði iðntækni sem gagna mega tveimur eða fleiri hinna norrænu landa. Sjóðurinn hefur haft frumkvæði að því sem gert hefur verið í þessu máli og líklegt er að hlutverk hans verði stærra á því sviði. Danska blaðið sem við höfum ofangreinda frétt eftir, segir ennfremur að sjóður- inn hafi 12 milljónir sænskra króna til ráðstöfunar á þessu ári, eða um 540 milljónir íslenzkra króna. Var framlag til hans hækk- að um 20%. En þetta er heildar- ráðstöfunarfé sjóðsins til iðnþró- unarmála. Vera má að hluta þess fjár verði varið til einstakra þátta rannsókna varðandi sjónvarps- málin sameiginlegu og gervi- hnöttinn. -ASt. Áhuginn á f jarskiptum milli landa: 500 KYNNTU SÉR STARF Steypubflaróskast Höf um kaupendur að gódum, ódýrum steypubflum Markaðstorgið, Einholti 8 Sími: 28590 Kvöldsími: 74575 RADÍÓÁHUGAMANNA ,,Það komu um fimm hundruð manns á sýningu okkar í húsi Slysavarnafélagsins. til að kynn- ast starfsemi radióamatöra." sagði Guðjón Einarsson, en hann er í Félagi íslenzkra radíóama- töra. sem á þrjátíu ára afmæii um þessar mundir. Guðjón sagði, að fólk hefði sýnt mikinn áhuga og um fimmtíu manns hefðu látið skrá sig á nám- skeið á vegum félagsins. Allir sem ganga í félagið og vilja verða full- gildir meðlimir þurfa að gangast undir próf, sem nefnt er nýliða- próf. Samkvæmt reglugerðum Pósts & síma er krafizt lágmarks- þekkingar í radiófræði og radíó- reglugerðum. Auk þess verða menn að geta tekið á móti morsi á 35 stafa hraða á minútu. Aldurs- takmarkið til að gangast undir þetta próf eru fjórtán ár. Alþjóðasamtök radíóamatöra hafa sent á loft tvo fjarskipta- hnetti, sem félagsmenn hafa smíðað sjálfir. Það má einnig geta þess að flestir radióamatörar smíða sín tæki sjálfir. Islenzkir radíóamatörar hafa náð sambandi bæði til Evrópu, Bandaríkjanna og víðar. en náðst hefur samband við menn sem hafa verið staddir bæði á norður- pólnum og suðurpólnum. Rætt er um all't milli himins og jarðar, að undanskildum stjórnmálum, sagði Guðjón. ' Meðlimir í íslenzka félaginu eru um eitt hundrað. en virkir meðlimir eru á milli tuttugu og þrjátíu. -KP Veitum viðskiptavinum okkar 10% AFSLÁTT af öllum vörum verzlunarinnar þessa viku — Allt nýjar vörur Verzlunin MADAM Glæsibæ - Sími 83210

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.