Dagblaðið - 08.02.1977, Page 10

Dagblaðið - 08.02.1977, Page 10
10 frfálst, úháð dagblað Útgefandi DagblaAiA hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingolfsdottir, Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Katrín Pálsdóttir, Krístin Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjolfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Mar E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. i lausasolu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Spenna eða streita Líklegt má telja, að meiri spenna ríki í fjármálum venjulegs íslendings en hjá hliðstæðum ein- staklingum meðal annarra þjóða. Hér láta menn húsbyggingar steypa sér í súpu lausaskulda og líta upp frá því á hinn framlengda víxil sem mátt þeirra hluta, er gera skal. Hér gera menn allt á víxlum, kaupa bíl og sólar- landaferð, kvænast og jarða. Einkafjármál íslendingsins minna stundum á fjármál erlendra fyrirtækja. Þau eru svo umfangsmikil, að erfitt er að átta sig á, að það eru venjulegar launatekjur, sem standa undir þeim. Enda leiðir þessi fjármálaspenna til þess, að íslendingar kunna almennt öðrum þjóðum betur á leikreglur f jármálanna. Einkum er það þáttur húsbygginganna í þessu braski almennings, sem leiðir til dreif- ingar þjóðarauðsins á miklu fleiri hendur en þekkist í nágrannalöndunum. Á íslandi ríkir meiri eignajöfnuður en í öðrum löndum á svip- uðu þróunarstigi efnahagsmála. Þessi spenna hefur ekki bara kosti. Sumir þrífast vel við hana, en aðrir miður. Hjá sumum leiðir hún til streitu, sem kemur fram í drykkjuskap, hjónaskilnaði og öðru einkennis- böli nútímans. Og oftast skilur spennan eftir einhver ör, þótt hún leiði ekki til streitu. Unga fólkið gengur berserksgang við að koma sér upp íbúð á aðeins 5—10 árum. Þessi íbúð á eftir að endast í 100 ár og gagnast þremur kynslóðum íslendinga. Og svo vaknar sumt af þessu fólki upp við, að það er orðið þreytt og miðaldra eftir 5—10 ára þrælkun húsbyggingar og víxlaframlenginga. Meiri líkur væru á, að þátttaka unga fólksins í þessum fjármáladansi yrði því fremur hvatn- ing en martröð, ef unnt væri að dreifa bygg- ingarkostnaði á fleiri ár, fá meira af löngum lánum á borð við húsnæðismálastjórnarlán. Þar vantar að vísu alltaf fé. En peningarnir eru til í kerfinu, því að menn afla sér þeirra með víxla- slætti. Þaö þarf bara að færa þessa peninga til, svo að úr þeim verði varanlegri lán. Veltuhraði þessara peninga mundi að vísu minnka. En væri um leið breytt reglum um húsnæðismálastjórnarlán á þann hátt, að hagkvæmt yrði fyrir fólk að kaupa notað hús- næði, nýttist núverandi húsnæði betur en áður og minna þyrfti að byggja. Nú standa þessar gömlu íbúðir meira eða minna auðar í hinum grónari hlutum Reykjavíkur. Það reynist flestum hollt að fá erfið og ábyrgðarmikil verkefni að glínia við. Oftast vaxa menn af hverri raun, ef raunirnar eru ekki óhóflegar. Húsbyggingar og fjármálaerill ungs fólks geta í sjálfu sér verið holl, ef aðstæðurnar verða ekki óbærilegar. Því miður virðist kosta sífellt meira átak að koma þaki yfir höfuðiö. Þessi þróun er þegar orðin hættu- leg og á eftir að verða enn hættulegri, ef ekki er gripið í taumana. Mestu máli skiptir, að spennan sé skemmti- leg og valdi ekki streitu. Spennulaust líf er sjálfsagt dauflegt og litlaust. En allt gott má ofgera. r v. r DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977. - \ M ¥ ■*■ Klám bakarínn íBonn: ¥ ¥ ¥ H Hamborg: klámsjoppurnar eru hver við aðra — eins og víðar um Vestur-Þýzkaland. Nú er líka hægt að éta klámið, ekki aðeins skoða það. Notkun tilbúins áburðar ÍSLAND, H0LLAND 0G JAPAN EIGA HEIMSMETIÐ V 1. Fyrir atbeina sólarljóssins vinna plöntur lífræn efni úr ólífrænum. Þær vinna kolvetni og eggjahvítuefni úr koltví- sýringi andrúmsloftsins, vatni og jarðefnurmí all-rikum mæli úr sjö jarðefnum, köfnunar- efni, kalí, fosfór, kalsíum, súlfúr, magnesíum og járni; i litlum mæli úr nokkrum öðrum jarðefnum: bóron, mangan, molybdenum, zinki, kopar, klóri og í enn minna mæli úr nokkrum öðrum. Áætlað hefur verið. að á jörðinni allri nemi' vinnsa plantna af lífrænunt efnum árliga llxlO10 tonnum, þ.e. 110 milljörðum tonna. 2. Vatn nemur um 70-90% af þyngd lifandi platna. Þurr- efnið, sem eftir verður, þegar vatn hefur gufað upp úr þeim, mynda nær einvörðungu lifræn efnasambönd, kolvetni og eggjahvítuefni. Þegar eldur er borinn að þurrefninu, verða jarðefni þess eftir í öskunni. Heimildir eru ekki um nákvæma efnagreiningu íslenskra plantna, jafnvel ekki heys, sem er helsta uppskeran hér á landi. Samt sem áður hafa rannsóknir á efnasamsetningu heys farið árlega fram í öllum landsfjórðungum, hátt á þriðja áratug. Munu þær hafa verið gerðar að þessum hætti: (a) Magn köfnunarefnis í heyi er fyrst ákvarðað. Það er síðan talið nema föstum hundraðs- hluta af þurrefni heys (að venju 16% af þurrefni töðu). (b). Ut frá magni köfnunar- efnisí heyi er magn eggjahvítu efna þess síðan áætlað í einu lagi (og nefnt „hráprótein"). (c). Þá er ákvarðað magn helstu jarðefna í heyi: fosfór, kalsíum, magnesíum, kalí og natríum (og jafnvel fleiri)(d) Loks er magn kolvetna í heyi áætlað i einu lagi sem afgangs- stærð. Á hlutföllum milli þess- ara efna er nokkur munur frá ári til árs. 3. Jarðvegur landsins hefur allur myndast eftir ísöld, svo að hann er í hæsta lagi 10.000 ára gamall, og hefur jarðvegurinn myndast fyrir margþætta veðrun. Mjög hefur kveðið að molnun bergs, sem er ör hér- lendis, en 60% af yfirborði landsins eru nakið berg eða bergefni. Jafnframt hefur sest í jarðveginn linnulaust áfok. Aftur á móti fer kemisk veðrun fram við tiltölulega lágt hitastig, svo að hún verður seinvirk, þótt blágrýti og - Vinsamleg athugas Grein mín unt flúor, sem birt var í Dagbl. 26. janúar sl., hafði frá minni hendi yfirskriftina „Flúor í drykkjarvatn. Er það heilsuvænlegasta leiðin gegn tannskemmdum?“ Fyrirsögn blaðsins er jafnrétt. En ég tel að ekki eigi að breyta fyrirsögn- um án samþykkis. Ég undirritaði greinina eins og aðrar greinar mínar — án titils. Eg skrifaði ekki sem „kennari" heldur sem áhuga- maðurv og af ærnu tilefni hef ég áhuga fyrir heilbrigðismál- um yfirleitt. Og þar sem ég hafði aflað mér ýmsra gagna um flúorinn taldi ég mér skylt, þar sem ég hafði fregnað að flúorblanda ætti vatn Reykvík- inga, að benda á þær hættur sem hann felur í sér. Og er ég hafði skrifað greinina lánaði ég gögnin öðrum áhugamanni, S. Herlufsen, sem skrifaði ágæta grein í Morgunbl. Þar með voru upplýsingar kornnar fyrir margra augu. Og þær upphring- ingar sem ég hef fengið sýna að upplýsingarnar hafa komið mörgum óþægilega á óvart. Hér er alvarlegt dæmi sem sannar það sem ég hef áður bent á að almenningur á og þarf að fylgj- ast betur með heil- brigðismálum en hann gerir, þar sem þau snerta hvert mannsbarn í landinu. Og ekki einungis. þau sem fædd eru. heldur og hin óbornu, þar sem heilbigði þeirra er, án efa, háð heilbrigði foreldranna, ekki síst móðurinnar. Og þegar sú staðreynd er höfð i huga, að vaxandi hundraðs- hluti þjóðartekna rennur til heilbrigðismála -— án þess að heilsufar yfirleitt batni, er ljóst að alvarlegar veilur hljóta að vera í „kerfinu". Á það hafa læknar bent, sem um þessi mál hafa skrifað. Og það er vel að áhugi hér.eins og í nágranna- löndum okkar, er vaxandi. En svo er að sjá, sem við séum seinni til átaka. í Danmörku og Svíþjóð hefur mjög harðri gagnrýni verið beint að þröngsýni heilbrigðis- og lyfjavalda. Rökstudd ádeila, árum saman, hefur með vax- andi fylgi verið rædd á þingi beggja þjóðanna. Og í Dan- mörku gengu í gildi um ára- mótin 1975/76 lög, þar sem fram er tekið, að „Loven om- fatter ikke levneds- og nydelsesmidler ... samt kosttil- skud... (vitaminer, mineraler m.v.). En hér hafa verið gerðar mjög róttækar tilraunir til að banna öll slík efni, utan apó- teka. Reynt að gera næringar- efni að lyfjum til að helga apótekum einkarétt á að selja þau. — Og enn er verið að gera tilraun til að banna eða binda apótekum það sem frjálst er annars staðar. Hér skal þröng- sýnin leidd til öndvegis og kór- ónuð með bannstefnu lyfja- valda. Eða eigum við heldur að kalla það umhyggju? En heimur versnandi fer — þeim fer ört fjölgandi sem skilja ekki þessa sérstæðu umhyggju og telja sig hafa fullan rétt til að

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.