Dagblaðið - 08.02.1977, Síða 13

Dagblaðið - 08.02.1977, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977. 13 Iþróitir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Jóhannes í baráttu við Jarvie. Aberdeen. Aftur kom Búbbi Celtic á bragðið — skoraði fyrsta markið Í5-1 sigri Celtic gegn Hearts Jóhannes Eðvaldsson var aftur á skotskónum i gærkvöld þegar Celtie mætti Hearts í aðal- deildinni skozku. Jóhannes skoraði fyrsta mark leiksins í 5-1 sigri Glasgowliðsins og virðist heldur en ekki hafa gripið tækifæri sitt með aðalliðinu — en hann kom inn á laugardag og skoraði einnig þá fyrsta mark leiksins. Celtic hefur nú örugga forustu aðaldeildinni — hefur hlotið tveimur stigum meira en Aber- deen og á tvo leiki til góða. ,,Já, það var ánægjulegt að sjá knöttinn hafna í markinu — ég skoraði af stuttu færi innan mark- teigs,“ sagði Jóhannes þegar við ræddum vi$ hann. ,,Ég er í góðri-þjálfun og hef undanfarið spilað með varaliðinu. A laugardag fekk ég sjensinn — en liðið hafði ávallt unnið áður og eðlilegt að Jock Stein breyti ekki viningsliði. Roddy McDonald meiddist fyrir um viku — og meiðslin tóku sig upp á laugar- dag. Það var í raun vitleysa að láta McDonald spila á laugardag — meiðslin tóku sig upp og urðu verri fyrir vikið. En hvað um það — nú er undir sjálfum mér komið að halda stöðu minni í liði Celtic. til þess þarf mikla vinnu og lukku að sjálfsögðu. Annars var bjarga.; á línu frá mér i gærkvöld — Joe Craig skallaði knöttinn til mín. Ég tók hann á brjóstið og skaut. Mark- vörðurinn hálfvarði og knöttur- inn á leið í netið, þegar bjargað var á línu,“ sagði Jóhannes að lokum. Auk Jóhannesar skoruðu Joe Craig, Ronnie Glavin, Kenny Dalglish og Andy Lynch fyrir Celtic. Urslitin á Skotlandi urðu í gær- kvöld: Aberdeen—Kilmarn. 2-0 Ayr—Dundee United Í-4 Celtic—Hearts 5-1 slö Slask út V-Þýzku meistararnir Gumm- ersbach láta ekki að sér hæða — i gærkvöld lék v-þýzka liðið við meistara Póllands — slask frá Wroslow, sem sló út FH. Gumm- erbach sigraði 23-20 eftir að hafa haft yfir 12-7 í leikhléi. Gumm- ersbach vann f.vrri leikinn í Þýzkalandi með 2 mörkum. Sennilega hefur stórskyttan Klempel ekki leikið með liði sínu — hann bvrjaði mjög vel í fyrri leiknum — skoraði 3 mörk en meiddist þá — já, Gummersbach bregzt hart við hlutunum. Feld- hoff 6 og Deckarm 5 voru mark- hæstir í liði Gummersbach — en ekki var getið um hvernjir voru drýgstir í liði Siask. KA bar hærri hlut gegn Þór Akureyri, 6. febrúar 1976. islandsmótiö, 2. deild. KA-Þór. Síðari leikur Akureyrar- félaganna, KA og Þórs var háður á laugardaginn að við- stöddu fjölmenni. Leikur þessi var þaó ömurlega slakur af beggja hálfu að bezt er að gleyma honum sem fyrst. En liði KA tókst að sigra eftir mikinn barning, gerðu 17 mörk gegn 16 mörkum Þórs. Leikurinn var mjög jafn allan leiktímann nema á kafla í fyrri hálfleik en þá hafði KA náð fimm marka forskoti. Þórsarar eða öllu heldur Sigtryggur Guð- laugsson náðu að minnka muninn niður í tvö mörk, en Sigtryggur gerði þá f jögur mörk í röð. Staðan í leikhléi var 11-9 KA í vil. Á 12. mín. síðari hálfleiks hafði liðsmönnum Þórs tekist að jafna, 13-13. Munaði síðan aldrei nema einu marki allt til leiksloka. Á örlagaríkri stundu í síðari. hálf- leik mistókust tvö víti hjá KA- liðinu með stuttu millibili. Annað fór í stöng en hitt fór framhjá. Sem fyrr sagði var þessi leikur mjög slakur og þá sérstaklega hjá KA. Hafa þeir vart sýnt verri leik í langan tíma. Aragrúi sókna fór forgörðum og skothæfni leik- manna var í lágmarki. Markverðir liðanna vörðu nokkuð vel og það á réttu augnabliki. Mörk Þórs gerðu eftirtaldir: Sigtryggur Guðlaugsson 7 (2 víti), Þorbjörn Jensson 6, Einar Björnsson, Ragn- ar Sverrisson og Elías Jónasson gerðu eitt mark hver. Beztu menn liðsins voru þeir Sigtryggur og Tryggvi Gunnarsson í markinu. Mörk KA gerðu þeir .Hörður Hilmarsson 5, Sigurður Sigúrðsson 3 (2 víti), Þorleifur Ananíasson 3, Armann Sverrisson 2 (1 víti), Guðmundur Lárusson 2 og þeir Albert Ágústsson og Al- freð Gíslason gerðu eitt mark hvor. Liðið var nokkuð jafnt. Magnús Gauti varði vel, þeir Jó- hann, Hermann og Alfreð voru góðir í vörn og Þorleifur stendur alltaf fyrir sínu. Höröur var nokk- uð góöur og gerði mjög lagleg mörk. Dómarar voru þeir Björn Kristjánsson og Öli Ölsen. Voru þeir ekki eins góðir og undir- ritaður hafði búizt við, slepptu oft alvarlegum brotum og voru ekki sjálfum sér samkvæmir. -STA. Elías hættur hjá Þór Elías Jónasson, fyrrum leik- maður með Haukum, er hættur þjálfun og leik með liði Þórs frá Akureyri. Hann hefur sem kunnugt er þjálfað annarrardeildarlið félagsins og 1. deildarlið kvenna og gert þar margt vel. Leikurinn gegn KA á laugardaginn var hans síðasti leikur. Eftir því sem undirritaður kemst næst kom upp missætti milli hans annars vegar og stjórn- ar handknattleiksdeildar hins vegar. -STA. Cryuff f ékk reisupassann Johan Cryuff fékk reisupass- ann í leik Barcelona og Malaga í spánsku deildakeppninni á laug- ardag. Þetta er í annað sinn sem Cryuff er rekinn af velli — í bæði skiptin i liði Bareelona og bæði skiptin gegn Malaga. Þrátt fyrir að Cryuff værí rekinn af velli sigraði Barcelona 2-1 — en Cryuff var rekinn af velli á 83. mínútu — þá hafði hann skorað að því er virtist gott mark — en dómarinn dæmdi það af. Þetta átti hinn snjalli leikmaður erfitt með að sætta sig við — maidaði í móinn og fékk rauða spjaldið. Staða efstu liða á Spáni er nú eftir 21 umferð. Barcelona 30 stig — Atletico Madrid 29 — Valencia 25 og Real Sociedad 25. Cryuff mun annað kvöld leika með hollenzka landsliðinu á Wembley — ásamt frægum köppum — 8 úr liðinu er varð annað i HM ’74. Það má nefna Neeskens, Rep, Rensenbrink, Krol og Suurbier. Englendingar hafa átt í erfið- leikum með lið sitt — þeir Phil Thompson og Trevor Francis hafa orðið að draga sig til baka vegna meiðsla. í þeirra stað hefur Don Revie valið Dave Watson frá Manchester City og Paul Madele.v, Leeds. Auglýsinga- skrifstofa óskar að ráða starfsfólk sem fyrst. Æskileg er starfsreynsla við gerð aug- lýsinga. Einnig kemur til greina ráðning starfskrafts sem hefur góða vélrit- unar- og íslenzkukunnáttu. Umsóknir, sem greini aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist afgreiðslu Dagblaðsins, Þverholti 2, merkt „Strax 123“.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.