Dagblaðið - 08.02.1977, Síða 15

Dagblaðið - 08.02.1977, Síða 15
15 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977. MAÐURINN GETUR EKKI VERIDQNN TIL LENGDAR Peter Falk búinn að ná sér í eina ungaogsæta, en hann gerði vel við fyrri konuna þegar þau skildu Peter Falk, sem við þekkjum kannske betur undir nafninu Colombo, samþykkti að greiða fyrrverandi konu sinni 2,4 milljónir dala (rúml. 480 millj- ónir ísl. kr.) meðlagsgreiðslu aðeins fáeinum dögum áður en hún gekk i hjónaband á nýjan leik. Peter Falk er talinn hafa gert mjög vel við fyrrverandi eiginkonu sína Alyce eftir að hann fékk skilnað frá henni Hún fékk 650 þúsund dali strax (rúml. 130 millj. ísl. kr.), stór- hýsi þeirra hjóna í Beverly Hills sem metið er á 500 þús. dali, annað stórhýsi í New Jersey en þar eru foreldrar hennar nú búsettir. Alyce á einnig að fá helminginn af arð- inum af þremur sjónvarpskvik- myndum fyrrverandi eigin- mannsifls. Alýce er einnig nefnd í erfða- skrá Peters, þar sem hann ánafnar henni eina milljón dala. Falk hjónin áttu tvær dætur, Jacqueline sem er tíu ára og Catherine sex ára. í ljós kom að Peter Falk átti útistandandi 80 þúsund dali sem vinir hans skulduðu honum. Meðal þeirra var leikar- inn og leikstjórinn John Cassa- vetes sem skuldar honum 55 þúsund dali. Þeir Cassavetes og Peter Falk hafa nýlega leikið saman í kvikmynd, sem nú er verið að sýna um gjörvöll Bandaríkin. Myndin fjallar um tvo glæpa- menn sem sátu á svikráðum hvor við annan. Nú er liðið um það bil ár síðan Peter skildi við Alyce. Þegar hann flutti að heiman lýsti hann því yfir að hann hugsaði sér gott til glóðarinnar stóðu,“ sagði hún. ,,Mér datt í hug að það kæmi honum kann- ske illa að við sæjumst saman á almannafæri en þetta fór allt Ijómandi vel.“ Leiðir Sheru og Peters liggja einnig saman annars staðar en í einkalífinu því hún hefur fengið það hlutverk að leika á móti honum í sjónvarpsmynd sagði Shera. „Hann hefur ekki trú á því að eyða tima sínum í að ræða við fólk sem honum líkar ekki við. Hann tekur sér aldrei neitt fyrir hendur végna þess eins að honum sé sagt að gera það. Hann er mjög einlægur í öllu tilliti og fer sínar eigin leiðir.“ Shera, sem er fyrrverandi Peter Falk — alias Columbo — með nýju vinkonu sinni Shera Danese. Peter og Shera koma á frumsýningu f Hollywood... Hún er yfir sig ástfangin í Peter... og tilbúin að dansa með honum í gegnum lifið. að vera algerlega frjáls og óháður, en ekkert löngu síðar kynntist hann ungri stúlku. Það er Shera Danese tuttugu og sex ára gömul leikkona og fyrrverandi fegurðardrottning. Peter og Shera eru saman öllum stundum og hann fékk sér íbúð sem er ekki nema tvö hundruð metra frá íbúð hennar. Nánir vinir Peters hafa sagt að hann virðist nú ham- ingjusamur í fyrsta sinn siðan hann skyldi við Alyce, en þau voru gift í sextán ár. „Hann er dásamlegur maður,“ sagði Shera í viðtali við bandariskt blað á dögunum. „Ef ég hugleiddi að ganga í hjónaband væri Peter eini maðurinn sem kæmi til greina sem eiginmaður fyrir mig.“ Peter hefur aftur á móti harðneitað að gefa nokkrar upplýsingar varðandi einkalíf sitt. „Það má vel vera að hann sýnist vera óvingjarnlegur við þá sem hann ekki þekkir. En Peter er þannig að hann er sannkallaður vinur vina sinna,“ fegurðardrottning frá Pennsyl- vaniu hitti Peter dag nokkurn þegar hún var að bíða eftir reynslumyndatöku i Holly- wood. „Ég man ekki greinilega um hvað við töluðum þegar við hitt- umst fyrst en ég fann strax að það var eitthvað milli okkar og ég féll fyrir honum á stund- inni,“ sagði Shera. Það liðu nokkrir mánuðir þar til hún heyrði frá honum og þá hafði hann fengið skilnaðinn frá Alyce. „Hann hafði upp á símanúm- erinu mínu og dag nokkurn hringdi hann til mín og bauð mér út að borða um kvöldið." Shera sagði að hann hefði verið frekar druslulega til fara þegar hann kom í óhrjálegum bil sínum, sem er Mercedes Benz. Þau snæddu á rólegum veitingastað í San Fernando dalnum. „Ég var hálf taugaóstyrk á þessu fyrsta stefnumóti okkar því mér var ekki alveg ljóst hvernig hjónabandsmál hans „Það var búið að ráða aðra leikkonu í hlutverkið, en hún boðaði forföll á síðustu stundu. Þá var það einhver sem stakk upp á mér í hlutverkið en ég hef frétt fyrir víst að það var ekki Peter sem átti hugmynd- ina um að ráða mig f hlut- verkið,“ sagði Shera. Hún hefur sagt að þar til hún hitti Peter hafi leiklistin átt allan hug hennar. „En síðan ég hitti Peter finnst mér að mesti glansinn hafi farið af leiklistinni. í öllu falli þá er Peter eini maðurinn sem ég gæti hugsað mér að vera með — og reyndar sá eini sem gæti fengið mig til þess að leggja leiklistina á hilluna.“ Shera sagði i þessu blaðavið- tali að Peter væri ekki mikið fyrir að stunda næturklúbbalíf. „Við erum hamingjusömust þegar við erum tvö saman og gerum hversdagslega hluti sem venjulegt fólk tekur sér fyrir hendur, svo sem að fara í gönguferðir, lesa góðar bækur og horfa á sjónvarpið.“ Forsætisráðherrafrú íhungurverkfalli Sólveig Fálldin, eiginkona sænska forsætisráðherrans, fór í hungurverkfall um daginn. Hún var að mótmæla því að sænska ríkið hefur látið undir höfuð leggjast að styrkja listir í Norrland. Þarna er hún að fá sér sopa af ávaxtasafa eftir að hungurverkfallinu lauk heima í eldhúsinu hjá sér. Náttúran býr til listaverk Náttúran á það til að skáka manninum þegar um er að ræða listaverk. Þessar skemmtilegu vetrarmyndir fengum við frá Noregi en þar hefur verið mikið fannfergi og vetrarríki eins og annars staðar í hinum vestræna heimi. Veturinn virðist ekki gera það endasleppt og verður líklega einhver mcsti fimbulvetur sem um getur í manna minnum. Enn virðist ekkert lát vera á kuldanum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.