Dagblaðið - 09.02.1977, Side 12
Stórskyttan Klempe! er meðal leikmanna Slask — Hann lék hér í nóvember gegn
FH og skoraði 13 mörk. Hér skorar hann eitt, sendir knöttinn yfir tvo Hafnfirðinga.
DB-mynd Bjarnleifur.
Slask og lands-
liðið leika víða
— Pólska meistaraliðið kemur íkvöld.
LeikuríReykjavík, Hafnarfirði ogá Akureyri
og Akranesi við íslenzka landsliðið
yfir B-keppnina. Ekki aðeins opinberu
starfsmennina í liðinu — og þetta
gengur allt ljómandi vel fyrir sig. Við
bíðum spenntir eftir heimsókn pólsku
meistaranna og vikudvöl liðsins hér ætti
að verða mikil lyftistöng. Það mun haga
leikaðferðum sínum hér samkvæmt ósk-
um Januszar — og allt kapp lagt, á að
heimsóknin nýtist íslenzka landsliðinu
sem bezt, sagði Sigurður Jónsson að lok-
um.
HSÍ berast enn gjafir. í gær var hringt
frá Seyðisfirði. Það var Theódór Ölafs-
son á Sæbjörgu frá Vestmannaeyjum, og
hann tilkynnti 50 þúsund kr. gjöf frá
skipshöfninni.
DAGBLAÐIÐ. MXÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1977.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Það var B-landslið
Vest ur-Þjódverja!
—skrifa þýzku blöðin um landsleiki íslands og Þýzkalands.
Axel og Ólafur ístappi ívegabréfaskoðun í Frankfurt.
Það hefur lítið verið skrifað í
þýzku blöðin um landsleiki Is-
lands og Vestur-Þýzkalands í
handknattleiknum — smáfréttir í
flestum blöðuin, þar sem aðal-
áherzlan er lögð á, að B-lið
Vestur-Þýzkalands hafi tapað á
Íslandi. Gummersbach-
leikmennirnir Brand og Deckarm
hefðu ekki getað farið til ísiands
og auk þess Ehret, sagði Axel
Axelsson, þegar við ræddum við
hann í gær í Minden.
Þrátt fyrir töpin kemur sums
staðar fram, að margt gott hafi
komið fram hjá vestur-þýzka
liðinu og markvarzla Rauer hafi
verið hreint frábær. Die Welt
segir, að íslenzka landsliðið með
Dankersen-leikmennina Axelsson
og Jónsson hafi leikið vel, beinlín-j
is gosið — blómstrað.
Annars gekk ferðin hjá okkur
Ólafi ekki of vel heim á mánudag,
þar sem við áttum að mæta á
þýðingarmikla æfingu hjá
Dankersen þá um kvöldið vegna
Evrópuleiksins í Moskvu. Við
fórum frá Reykjavík á mánudags-
morgun ásamt leikmanni Danker-
sen, sem lék með vestur-þýzka
landsliðinu í Reykjavík, og flogið
Luxemborg-Frankfurt, sagði Axel
ennfremur. Vegna leiksins í
Byggung s/f
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda félagsins á Eiðs-
granda óskar félagið eftir að kaupa eða leigja:
1. Byggingakrana, notaðan eða nýjan.
2. Steypumót (stál) fyrir veggi og loft, notuð eða ný.
Byggjum ódýrt—
Byggjum með Byggung
Byggung s/f — Furugerði 19, Rvík —■ Sími 30121
Moskvu voru vegabréf allra leik-
manna Dankersen lögð inn í
sendiráð sovézkra í Bonn, en tals-
verðan tíma tekur að fá vega-
bréfsáritun til Sovétríkjanna eins
og allir vita. Þegar við fórum frá
Þýzkalandi til íslands fengum við
Ólafur áritað bréf frá íslenzka
sendiráðinu í Bonn um það
hverjir við værum, en þar voru
ekki myndir. Þetta gekk vel í sam-
bandi við förina til íslands — en
snurða hljóp á þráðinn, þegar við
komum til Frankfurt á mánudag.
Þýzki leikmaðurinn komst þar
einfaldlega í gegn, erí við ölafur
vorum stöðvaðir í vegabréfaskoð-
uninni. Þeir tóku þar ekki bréfið
frá íslenzka sendiráðinu gilt — og
vildu heldur ekki hringja í það.
Sögðu að hver sem er gæti búið til
slík bréf. Flugvélin til Dankersen
átti að fara innan skamms — og
við misstum af henni. Stóðum
þarna i stappi á flugvellinum í
Frankfurt fram eftir öllum degi.
Komumst loks af stað um kvöldið
og vorum komnir heim til Minden
um miðnættið, þreyttir og svekkt-
ir eftir 18 tíma ferð frá Islandi.
Ekkert varð því af, að við
kæmumst á æfinguna þýðingar-
miklu — og ég var ekkert of
ánægður með það vegna atvik-
anna, sem áttu sér stað í sam-
bandi við mig hjá Dankersen,
þegar ég fór í íslandsförina, sagði
Axel.
En við mættum svo á æfingu
hjá liðinu í kvöld, þriðjudags-
kvöld, og þar var fyrst aðalum-
ræðuefnið stirfnin í vegabréfs-
skoðuninni í Frankfurt. Allir
voru ánægðir, að við vorum
komnir aftur og höfðum sloppið
við meiðsli. Þjálfarinn í ljómandi
skapi og ekkert minnzt á at-
burðina fyrir íslandsförina. Það
var síðan æft stíft og lengi, m.a.
leikið við lið úr 2. deild. Á
fimmtudag heldur Dankersen-
liðið til Moskvu og síðari Evrópu-
leikurinn við Mai verður á föstu-
dagskvöld, sagði Axel að lokum,
en þess má geta, að í fyrri leikn-
um í Minden sigraði Dankersen
með fimm marka mun.
Pólska meistaraliðið Slask er væntan-
legt hingað til lands í kvöid og sam-
kvæmt símtali, sem Janusz Czerwinski
átti við Pólverja í gær, munu Siaskmenn
styrkja lið sitt með þremur mönnum.
Meðal þeirra verður „bezti markvörður
heims“, sem ekki hefur tima til að leika
með pólska landsliðinu og tveir aðrir
iandsliðsmenn. Ekki er vitað um nöfn
þeirra. Það er því mjög sterkt lið, sem
við erum að fá hingað í heimsókn til
æfinga og leikja með íslenzka lands-
liðinu, sagði Sigurður Jónsson, for-
maður HSÍ, þegar blaðið ræddi við hann
í morgun.
Við höfum ákveðið dagskrá fyrir
pólska liðið og íslenzka landsliðið á
meðan á heimsókninni stendur. Þar
verða fímm opinberir leikir — fjórir úti
álandi.
Annað kvöld, fimmtudag, mun íslenzka
landsliðið leika við Slask í Laugardals-
höll. Leikurinn hefst kl. 8.30. Á föstudag
fer Slask til Akureyrar og leikur við KA
þá um kvöldið, en svo við íslenzka lands-
liðið á laugardag á Akureyri. Á sunnu-
dag verður leikið í Hafnarfirði og á
mánudag á Akranesi og í báðum
leikjunum leikur landsliðið við Slask.
Við vonum að þetta mælist vel fyrir á
landsbyggðinni, sagði Sigurður enn-
fremur.
Æfingar verða svo alla dagana með
leikmönnum Slask. Nú byrja
æfingarnar ihjá íslenzka landsliðinu kl.
10 á morgnana og við höfum fengið fri
fyrir alla leikmenn landsliðsins fram
Dundee leikur
við Aberdeen
— i skozku bikarkeppninni
Síðasta leiknum í þriðju um-
ferð skozku bikarkeppninnar í
knattspyrnu tókst að ljúka í gær.
Þá sigraði Dundee St. Johnstone
Newcastle
kaupir
Newcastle keypti í gær Ralph
Callaghan frá skozka liðinu
Hearts -fyrir 80 þúsund sterlings-
pund. Callaghan hefur leikið með
Hearts í fimm ár við góðan orð-
stír. Talið er öruggt að hann leiki
með Newcastle gegn Middiesbro
á laugardag, en tveir framverðir
Newcastle eiga nú við meiðsli að
stríða. Það eru þeir Tommy Craig
og Tommy Cassidy. Báðir lands-
iiðsmenn. Craig skozkur, Cassidy
írskur.
með 4-2. Laugardaginn 20.
október verður f jórða umferð háð
og þá leika þessi lið saman.
Queen of South — Alloa
Dundee — Aberdeen
Motherwell — St. Mirren
Hearts — Clydebank
East Fife — Albion
Arbroth — Hibernian
Rangers — Elgin City
Celtie — Ayr United
Nokkrir leikir voru háðir í
ensku knattspyrnunni í gær, en
þó varð enn einu sinni að fresta
leik hjá Orient. Liðið átti að leika
við Blackpool í 2. deild, en völlur
Orient í Lundúnum var ekki tal-
inn í leikhæfu ástandi frekar en
'svo oft áður í vetur. Úrslit í
öðrum leikjum urðu þessi:
3. deild
Preston — Swindon 2-0
4. deild
Halifax —Torquay 2-0
Scunthorpe — Barnsley 1-2
GÓLFTEPPI
fyrir
heimili—stigahús—skrifstofur
AXMINSTER
Grensásvegi 8 — Sími 30676
KR vann
Ármann
KR sigraði Armann 9-5 í
Reykjavíkurmótinu í sundknatt-
leik í gærkvöld. Ólafur Þ. Gunn-
iaugsson skoraði sex af mörkum
KR. Hafþór Guðmundsson tvö og
Vilhjálmur Þorgeirsson eitt. Hjá
Ægi var Guðjón Ólafsson marka-
hæstur. Næsti leikur mótsins
verður annan miðvikudag. Þá
leika KR — Armann og þá lýkur
f.vrri umferð mótsins.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1977.
13
Iþróttir
íþróttir
íþróttir
Iþróttir
KERFIÐ ER ÞUNGTIV0FUM:
9
Enn hefur ekki verið ráðið
f stöður landsliðsmannanna
Okkur — fjórum skólastjórum
— var tilkynnt formlega frá
menntamálaráðuneytinu sl.
sunnudagskvöld, að f jórir íþrótta-
kennarar, sem leika með islenzka
landsiiðinu í handknattieik,
hefðu fengið leyfi frá störfum
fram yfir B-keppnina í Austur-
ríki, sagði Asgeir Guðmundsson,
skólastjóri Hiíðaskóla, við blaðið
í morgun — og gat þess jafn-
framt, að engar ráðstafanir hefðu
verið gerðar til að ráða aðra
íþróttakennara í þeirra stað.
Hefði því íþróttakennsia fallið
niður í sumum þeirra skóla, sem
umræddir landsliðsmenn starfa
við.
Eg hafði samband við fræðslu-
máladeild menntamálaráðuneyt-
isins, sagði Ásgeir ennfremur, og
deildarstjóri þar og íþróttafull-
trúi ríkisins tjáðu mér, að þeir
hefu ekki fengið fyrrmæli um að
gera tilraun til að leysa þetta
vandamál. Hjá mér í Hlíðaskóla
hefur orðið að fella niður alla
íþróttatíma drengjanna — og í
öðrum skólum, sem hlut eiga að
máli, hafa leikfimitímar fallið
niður, en tekizt hefur að leysa
vissa hluti í kennslunni. Þetta
ástand er óviðunandi, sagði
Áseeir að lokum, en tók skýrt
fram, að hann væri engan veginn
á móti því, að mönnum væri gefið
leyfi frá störfum til að geta
undirbúið sig betur fyrir
þýðingarmikla keppni. Hins
vegar finnst skólamönnum kulda-
lega að farið að gera engar ráð-
stafanir til að ráða menn í þeirra
stað.
Þess má geta, að þeir fjórir,
landsliðsmenn, sem eru íþrótta-'
kennarar að atvinnu og hafa
fengið leyfi frá störfum, eru Geir
Hallsteinsson, Viðar Símonarson,
Þórarinn Ragnarsson og Viggó
Sigurðsson. Geir kennir í Hafnar-
firði og þar hefur íþróttakennsla
ekki fallið niður — en hinir þrír
eru íþróttakennarar í Reykjavík.
við Hagaskóla, Hlíðaskóla og
Breiðholtsskóla. I þessum þremur
skólum hefur skapazt vandræða-
ástand í íþróttakennslunni — og
virðist þeim í menntamálaráðu-
neytinu alveg hafa yfirsézt sú hlið
málsins.
Okkur hér á Dagblaðinu finnst
að létt ætti að vera að bæta úr því.
Fá aðra íþróttakennara til að taka
að sér kennsluna þessar fjórar
vikur — og reyndar skrítið að
yfirmenn í menntamálaráðu-
neytinu skuli ekki hafa kippt
málinu í liðinn án þess, að
menntamálaráðherra gefi út ein-
hverja skipun í málinu. Það
liggur svo ljóst fyrir. Samþ.vkkt
ríkisstjórnarinnar að gefa opin-
berum starfsmönnum í landslið-
inu leyfi frá störfum fram yfir
B-keppnina. En gamla sagan
virðist alltaf endurtaka sig. Kerf-
ið er þungt í vöfum.
Til viðbótar framanskráðu má
geta þess að síðar í morgun frétti
blaðið að tveir umræddra íþrótta-
kennara, Geir Hallsteinsson og
Viggó Sigurðsson, hefðu útvegað
íþróttakennara í sinn stað við þá
skóla, sem þeir kenna.
-h sím.
FIMM BREYTINGAR A ENSKA
LANDSLIÐINU - EINN NÝLIÐI
—en England og Holland leika landsleik íknattspyrnu á Wembley íkvöld
Enski landsliðseinvaldurinn,
Don Revie, valdi í gær enska
landsiiðið í knattspyrnu, sem
ieikur við Holland á Wembley í
kvöld. Hann gerði fimm
breytingar á liði sínu frá HM-
leiknum við Ítalíu og valdi einn
nýliða, Trevor Francis hjá
Birmingham. Það vai kom á'
óvart, því á mánudag var tilkynnt
að Francis gæti ekki leikið vegna
meiðsla á tá. A æfingu í gær-
morgun gat Francis hins vegar
leikið eins og ekkert hefði í
skorizt og var því valinn. Revie
sagði. Ég hef oft áður valið
Francis í iandsiiðshópinn, en
hann hefur ailtaf fallið út vegna
meiðsia þar til nú. Francis er 22ja
ára og hefur leikið með Birming-
ham um langt árabil. Sýnt snilld-
arleiki að undanförnu.
Enska liðið verður þannig
skipað: — Clemence, Liverpool,
Clement, QPR, Beattie, Ipswich,
Watson og Doyle, Manch. City,
Brian Greenhoff. Manch. Utd..
Brooking, West Ham, Madeley.
Leeds, Francis, Birmingham,
Bowles, QPR og Keegan, Liver-
pool.
Hollenzka liðið verður þannig
skipað — Schrivers, Ajax,
Suurbier, Ajax, Kroll, Ajax, Rijs-
bergen, Fejenoord, Hovenkamp,
AZ ’67, Neeskens, Barcelona, Pet-
ers, NEC, Kerkhof, PSV, Cruyff.
Barcelona, Rep, Valencia og
Rensenbrink, Anderlecht.
Þeir Roy McFarland, Derby, og
Trevor Cherry, Leeds, voru ekki
valdir í enska liðið, þar sem þeir
eiga við meiðsli að stríða. Hins
vegar missti Mike Channon stöðu
sína til Francis, Mick Mills.
Ipswich, var látinn víkja fyrir
Beattie og Emlyn Hughes, Liver-
pool, missti einnig stöðu sína sem
miðvörður. Þar sem McFarland
datt úr ákvað Revie að velja báða
miðverði Manch. City. Watson og
Doyle. Watson leikur nú í fyrsta
sinn í landsliði síðan í nóvember
1975, en hafði þá verið fasta-
maður nokkuð lengi. Manch. City
er það liðið í 1. deild, sem fengið
hefur á sig fæst mörk — aðeins 16
í 23 leikjum — og því valdi ég
miðverði liðsins, sagði Revie við
blaðamenn. Mike Channon stóð
sig illa í leiknum á Ítalíu — en
hann er markhæstur þeira leik-
manna i landsleikjum, sem leikið
hafa að undanförnu í enska lands-
liðinu með 17 mörk í 38 lands-
leikjum.
Varamenn í enska landsliðinu
verða þeir Shilton, Stoke, Hugh-
es, Liverpool, Todd, Derby, Pear-
son, Manch. Utd. og Tueart,
Manch. City.
RITSTJORN:
HALLUR
SiMONARSON
■
|HE
.
> •.
. ,
*
á moféun
_
Stóra bíiablaöid
77 módelin af flestum helztu tegundunum
30 litmyndir og upplýsingar
Einkaviðtal við rally-kapþann RogerClark