Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977. s ..... 1 Gæzlan að kaupa eina af fullkomnustu þyrlum heims: Sannkallað tryllitæki —er álit sérf ræðinga og f ramleiðenda Nýja þyrlan sem Landhelgis- gæzlan hefur hug á að kaupa, eins og fram kom í frétt í DB á miðvikudaginn var, virðist vera sannkallað tryllitæki af þyrlu að vera. I World Airnews var fyrir skömmu grein um þessa tegund, sem nefnist Sikorsky S-76. Þrátt fyrir að vélin er ekki komin í framleiðslu, eru 24 rekstraraðilar þegar búnir að tryggja sér samtals 84 vélar, þ.á m. Gæzlan eina. Þyrlur eru dýrar í innkaup- um og dýrar í rekstri, þótt þar sé að sjálfsögðu stundum mun- ur á. Það sem ræður hvað mest þessum góðu undirtektum við S-76 mun fyrst og fremst vera að Sikorsky-verksmiðjurnar hafa einkum hannað hana fyrir Eins og sjá má dregur þyrlan upp hjólin á flugi til að draga úr loftmótstöðu og spara elds- neyti. almennt flug en ekki herflug, eins og flestar þyrlur. í kjölfar þessa hefur höfuðáherzlan ver- ið lögð á mikla nýtingu pláss um borð, burðarþol og sem allra lægstan rekstrar- og við- haldskostnað. Verksmiðjurnar fullyrða að S-76 geti borið meiri þunga lengri leið fyrir minni kostnað en nokkru önnur þyrla í hennar flokki. Unnt verður að fá vél- arnar í ýmsum útfærslum eftir óskum kaupenda. Sem dæmi um getu vélarinn- ar getur hún borið 12 farþega auk tveggja manna áhafnar eða tæplega 1,2 tonn með áhöfn einni, 400 sjómílna leið á 125 hnúta meðalhraða og á þá hálfr- ar klukkustundar varaeldsneyt- isbirgðir eftir. Eru þessar tölur miðaðar við 32 stiga hita á Celcius en í veðráttu eins og hér kæmist vélin talsvert lengra. Sem dæmi um frekari eigin- leika má nefna að þyrlan getur klifrað 150 fet upp á minútu fullhlaðin, með aðeins annan skrúfuþotuhreyfilinn í gangi. Hreyflarnir gefa 700 hestöfl hvor og léttleiki vélarinnar og straumlínulag sparar verulega eldsneyti. Aðalskrúfan er fjög- urra blaða, sérstaklega byggð þannig að lítill sem enginn titr- ingur er í þyrlunni. Unnt er að fá hvers kyns björgunar- og vinnubúnað i vél- ina jafnframt því sem hægt er Ein failega máiuð og óvenju snyrtileg af þyrlu að vera, enda er framleiðsian m.a. hugsuð með það fyrir augum að fara inn á einkaflugvélamarkað auðkýfinga. að fá lúxusinnréttiegu. Þá er hægt að fá. hana búna þotu- hreyflum til að auka hraða, fleiri eldsneytisgeymum til að auka fluglengd o.s.frv. Auk þess sem Sikorsky- verksmiðjurnar bandarísku eru einhverjar oeztu þyrluverk- smiðjur í heimi er þetta talin einhver fullkomnasta smíði verksmiðjanna til þessa, hvað ótal tækniatriði og hagkvæmni snertir. Það kom fram f viðtali við Pétur Sigurðsson forstjóra Landhelgisgæzlunnar í DB fyrir skömmu, að áætlað kaup- verð þyrlunnar hingað væri eitthvað um 250 milljónir króna. Er hún væntanleg eftir „Þýðir ekki að deila við dómarann” — sagði bæjarfógeti sem vildi fá verðlaunaíbúðarhiísið undir lögreglustöð „Bæjarfógetinn, Jón Eysteins- son skrifaði bæjarstjórn bréf, þar sem hann sagðist ekki hafa fund- ið annað betra hús undir lögreglu- stöð en húsið að Hringbraut 57,“ sagði Karl Steinar Guðnason bæj- arstjórnarmaður í Keflávík. Hann bætti við að eftir að málið hafði verið reifað í bæjarstjórn hefðu allir verið sammála því að þetta kæmi ekki til greina. Ölafur Björnsson útgerðarmaður og bæj- arstjórnarmaður lét þau orð falla að það væri illt að missa hús sem svo mikillar fyrirgreiðslu hefói notið. sem leiguíbúðahús. til .þess að yfirvöld gætu nú rifið innan úr því innréttingarhar og breytt því í lögreglustöð. Þá kom það og upp á fundi Landspítalanum gefið málverk Nyju málverki hefur nú verið komið fyrir á dagstofu sængurkvennagangs Kvennadeildar Landspítal- ans. Er þetta málverk eftir Sigurð Kristjánsson, en frú Hólmfríður Löwe afhenti spítalanum það að gjöf hinn 9. þ.m. Málverkið er gefið til minningar um móður Hólm- fríðar, Pálínu Sæmundsdótt- ur ljósmóður, sem hefði orð- ið 90 ára þennan dag. Þetta hús fékk verólaun fyrir að vera fallegasta íbúð- arhús í Kefiavík í fyrra. Jón Eysteinsson bæjarfógeti vildi fá það sem lögreglu- stöð. DB-mynd Emm bæjarstjórnar að hús þetta væri inni í miðju íbúðarhverfi og var málinu vísað til byggingarnefnd- ar. Sagði Karl að þar hefði málið fengið sömu afgreiðslu og hjá bæjarstjórn. Karl sagði að lóð undir nýja lögreglustöð væri fyrir hendi rétt við slökkvistöðina í bænum, það væri samt vafasamt að lögreglan fengi að byggja vegna fjárskorts. „Farið var fram á að lögreglan fengi Hringbraut 57 i 3 ár, en það er mitt mat að það yrðu nokkuð löng 3 ár,“ sagði Karl Steinar. „Það þýðir ekki að deila við dómarann,“ sagöi Jón Eysteins- son bæjarfógeti. „Við erum hætt- ir við.“ Hann bætti við að þeir myndu auðvitað halda áfram að leita aó húsnæði, því að lögreglu- stöðin er orðin afar ófullnægjandi og fangaklefar nánast ónothæfir. Hann sagði að þeir hefðu verið að reyna það undanfarin 3-4 ár að fá fjárveitingu til þess að byggja nýja lögreglustöð, en án árangurs. Jón sagðist auðvitað hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessi málalok. Þetta væri óþarfa viðkvæmni í sambandi við húsið. Sáralitlu þyrfti að breyta í þvi, þótt lögreglan flytti þar inn. Margar lögreglustöðvar á landinu væru svipað staðsettar, húsið væri við aðalumferðargötu bæjar- ins og verzlun væri þar beint á móti. r GOLFTEPPI ^ f fyrir y heimili — stigahús — skrifstof ur AXMINSTER Grensásvegi 8 — Sími 30676 MORGUNSTUND GEFUR GULL í MUND MEÐ JKG - H VÍ LDARKOD DA 3 ÚTSÖLUSTAÐIR; HJÁLPARTÆKJBANKINN SKIPHOLTI 21 Fatabúdin, Skólavördustíg EVI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.