Dagblaðið - 16.02.1977, Side 11

Dagblaðið - 16.02.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977. — og hugarfars sem hún lýsir veriö sönn saga — þótt hún verði lyginni líkust þegar allt þetta er komið saman i eina frásögn. Kannski má segja sem svo að þetta frásöguform sé hér notað til útúrsnúnings og eftirhermu: til að lýsa og gera um leið gys að frásagnarefni og viðhorfum. skoðun og tilfinningamálum sem altíð eru i sögum og samtíð. Andstæður sveitar og borgar. fyrsta reynsla sveitamanns á mölinni. hinar fornu dyggðir og freistingar nútímalífs, eru eitt- hvert hið frægasta efni í skáld- skap, einnig í mörgum sam- tíðarsögum, enda munu margir lesendur úr sömu kyn- slóð og þær Gunna og Tóta/Anna og Katrin eiga að baki sér sambærilega reynslu við það sem hér er lýst. En með þessum hætti verður hin skoplega og skringilega frá- sögn af systrunum tveimur á refilstigum reykjavíkurlífs fleyg og fyndin paródía ein- hvers helsta viðfangsefnis i bók menntum samtíðarinnar: kyn- slóðaskilanna um stríðið, um- skipta þjóðfélagsins á öldinni sem oft er lýst hátíðlegum orðum um hið forna bænda- og sveitasamfélag sem í einu vet- fangi verður að nútíma borgar- og iðnaðar-þjóðfélagi. Og vel á það við að sú ólokna saga falli botnlaus niður að lokum. Óðurinn til þorpsins Ettir að sögu systranna sleppir fer eins og áður var sagt fáum og einföldum atburðum fram í nútíð sögunnar uns hefst annars konar endurminning eða upprifjun: Anna freistar þess að sökkva sér niður í hug Hermanns, sonar síns, sem að sínu leyti er niðursokkinn í Önnu. ■ Eins og áður má sjálfsagt tala um „frumsnið veruleika“ á þvi sem úr þessu hugarkafi kemur: sögu Önnu frá bernsku til full- oróinsaldurs. af ætt hennar og uppruna, æsku í þorpinu við sjóinn. hjúskap og búskap og barneign með Má eiginmanni, og öðru því skylduliði i Ásgarði og Valhöll, pólunum tveimur í sagnaheimi Guðbergs Bergs- sonar. En leitun hygg ég að sé á lesanda sem því haldi fram að þessi frásögn sé ,,raunsæ“ i neinni skiljanlegri eða tíðkan- legri merkingu þess orðs. Úr efnivið þorpslýsingarinnar og þorpsfólksins er hér samin ein- hvers konar súrrealísk fanta- sia, óður til þorpsins í hjarta- stað höfundarins og skáld- skapar hans. En einnig hér er dregin saman með paródiskum hætti íslandssaga áratuganna eftir stríð og eins konar háðs- mynd margskonar bókmennta sem freista þess að lýsa með raunsæjum hætti þjóðfélags- legri þróun þessara tíma. Það er t.a.m. mikil dýrð að lesa hér málflutning Gvendar í Skúrn- um, sérvitrings sem flytur mál- stað byltingar og sósíalisma inn í þorpið uns kaninn og kaupið rýma þeirri hugsjóninni í burt. Hvað nœst? Það má nú vera að ýmsir les- endur Guðbergs Bergssonar hafi átt þess von eftir fyrri bækur í þessum flokki, Það sefur í djúpinu og Hermann og Dídí, að því lengra sem kæmi fram í verkið þeim mun fastari skipan kæmist á þá heimsmynd og mannshugar sem sögur hans allar saman draga upp. Hætt er við að þeir lesendur hafi orðið fyrir vonbrigðum af Það rís úr djúpinu í haust. Líklega gefst sagan þá best ef maður gengur að henni öldungis fyrirhyggju- og áhyggjulaust til að gera sér gott af þeim undrum og ósköp- um máls og stíls, mannlýsinga og atburða, sannra og loginna söguefna sem þar er að hafa. En eins og í hinum fyrri stór- virkjum Guðbergs. svo mögn- uðu lífi sem þau eru gædd. virðist það í nýju sögunni. það sem af henni er. ennþá óleystur vandi hans að koma skiljanlegu fullnaðarformi á skáldheim sinn. Kannski það verði þessu næst. Það er eins og fyrri dag: lesandi má eiga á öllu von. Og hlakkar til. Því að þótt ímvndunarafl hans sé kannski litið ber hann samt leynt sk.vn- bragð á skáldskap og listir. 11 Um „niðurgreiðslur” til störiðju á raforkuverði Gísli Jónsson prófessor ritaði nýlega grein í Dagblaðið um raforkuverð til stóriðju og birtir hann þar útreikninga sína á því, sem hann kallar „raunverð og reikniverð Lands- virkjunar 1974-1976.“ Eins og við mátti búast, þá hefur grein Gísla orðið til þess að ný umferð er hafin í deilunum um raforkuverð til álverksmiðjunnar og nú vitnað til þess, að prófessor við Háskólann hafi nú fundið hinn eina sannleik í málinu. Loksins! segja menn og taka þá gjarnan það upp úr grein Gísla, sem passar inn í fyrirfram myndaðar skoðanir þeirra á málinu. Dagblaðið hef- ur birt alvöruþrunginn leiðara um málið og tveir þingmenn hafa meira að segja tekið sig til og flutt þingsályktunartillögu á Alþingi um að banna „niður- greiðs!u“ á raforku til stóriðju. Er annar þeirrar varaformaður Kröflunefndar! Það er þannig með tölvurnar, að séu þær fóðraðar á röngum forsendum, þá verður útkoman af útreikningum þeirra tóm vit- leysa, enda þótt reiknivélin sé í ágætu lagi sem slík. Eins er það með prófessora. Ef þeir gefa sér rangar for- sendur í útreikningum, þá verður útkoman skökk. Gísli gefur sér tvær veiga- miklar forsendur fyrir út- reikningum sínum. Sú fyrri er, að í raun og veru sé fram- leiðslukostnaður stórra virkjana pr. kwst. ekkert lægri en smárra. Hann vitnar 1 skýrslu, sem gerð var, þegar ákvörðunin var tekin um Búr- fellsvirkjun og segir að þar hafi „ekkert samhengi verið milli stærðar virkjunar og raforku- verðs.“ Um þetta efni kemst Gísli að annarri niðurstöðu en allir þeir, sem fjallað hafa um raforkuiðnað íslendinga á síðustu árum, jafnt sérfræðing- ar sem stjórnvöld. Allir aðrir lásu aðra niðurstöðu út úr skýrslunni, sem vitnað er til. Þar var að vísu dæmi um mjög ódýra stækkun á orkuverunum i Laxárgljúfrum í S.Þing., en allir vita víst, hvernig fór fyrir þeirri framkvæmd. Ef Gísli vill nú kanna gildi kenningar sinnar um fram- leiðslukostnað stórra og lítilla orkuvera, þá held ég að það væri ómaksins vert fyrir hann að bera t.d. saman kostnað við uppsett afl á kwst. í Sigöldu- virkjun annars vegar og í stækkun Skeiðsfossvirkjunar hins vegar, en báðar fram- kvæmdirnar eru byggðar á sama tíma. Þegar Gísli hefur komizt að framangreindri niðurstöðu um framleiðslukostnaðinn, þá gefur hann sér aðra forsendu, semsé að gjaldskrá Lands- virkjunar til almenningsveitna sé réttur mælikvarði til þess að jafna orkuverði eftir á á alla notendur jafnt, óháð nýtingar- tíma og afhendingarspennu. Auðvitað veit Gísli betur. Umrædd gjaldskrá er uppbyggð á þann hátt, að fyrst eru tekjurnar af orkusölu til stóriðju tiundaðar, en síðan er gjaldskráin ákvéðin út frá lág- markskröfum um afkomu orku- sölufyrirtækis og almennum verðlagssjónarmiðum stjórn- valda á hverjum tíma. Það þarf ekki mikla skynsemi til þess að draga þá ályktun. að ef álverið i Straumsvík greiddi meira fvrir raforkukaup sín, þá myndi hagur Landsvirkjunar batna og að hún gæti þá haft gjaldskrána til almenningsveitna lægri. En málið er ekki svo einfalt, að hægt sé að segja, að af þvi að almenningsveiturnar greiddu ekki sama verð og álverið, þá hafi þær greitt niður raforku- verðið til þess. Utreikningar Gísla virðast mér því ekki þjóna neinum til- gangi, öðrum en þjálfun í reikningi. Orkulind er ekki auðlind fyrr en hún er nýtt. Áratuga- rannsóknir hér á landi sýna, að hagkvæmustu valkostir tslendinga til að virkja orku- lindir sínar liggja í stór- virkjunum. En til þess að hægt sé að ráðast í stórvirkjanir, þarf að stækka orkumarkaðinn. Um þetta hafa ekki verið deilur í sjálfu sér. Ágreiningurinn hefur hins vegar verið um það, hvort auka eigi markaðinn með sölu til stóriðju eða hvort annar kostur sé fyrir hendi og hvort hafa eigi samskipti við erlenda aðila um orkusölu. Ef markaðurinn er aukinn með sölu til orkufreks iðnaðar, þá má líkja því við útflutnings- framleiðslu. Um verð raf- orkunnar gilda alþjóðleg Kjallarinn Björn Friðfinnsson að orkufrek iðjuver, sem verið hafa arðbær og náð hafa mikl- um afskriftum á undanförnum árum, geti nú þess vegna greitt meira fyrir raforku sína en áður. Auðvitað er það ósk allra landsmanna, að sem hæst verð fáist fyrir raforku til orkufreks iðnaðar og að orkusölusamning- um megi haga svo, að hægt sé markaðslögmál. Um raf- orkusöluna eru gerðir sérstakir samningar til nokkurra ára. Kaupendur eru yfirleitt fyrir- tæki, sem lítt eru bundin við landamæri einstakra ríkja og jafnvel þótt selt væri til alíslenzks fyrirtækis á sama sviði, þá giltu um það sörhu lögmál vegna markaðsaðstöðu þess. Þá má nefna, að af markaðslögmálum leiðir, að staðarval iðjuvers hefur veru- leg áhrif á, hvaða orkuverð það getur greitt og að væntanlega er hægt að ná hærra raforku- verði í samningum við fyrir- tæki, sem starfað hefur um langan tíma og náð til að af- skrifa fjárfestingu sína á viðkomandi stað en frá fyrir- tæki. sem hugmyndin er, að byggt verði upp frá grunni. Þetta atriði kemur mjög fram í umræðum Norðmanna um þess- ar mundir, þar sem menn telja. að færa raforkuverðið til hækkunar með stuttu millibili. En þetta eru óskir, sem ekki er víst að náist fram að fullu í fyrstu samningum enda þótt aðstaða okkar fari nú batnandi vegna áhrifa orkukreppunnar í heiminum. Ég held að það hljóti að vera mikilvægt fyrir landsmenn, að þeir geti samtímis metið kosti og galla orkuvers og iðjuvers, sem því fylgir, en að við þurf- um ekki að lenda í þeirri samningsaðstöðu að verða að semja um orkusölu til stóriðju þegar orkuverið er að fullu byggt, en raforkumarkaður ekki fenginn fyrir það. Lág- marksverð okkar til stóriðju á rafmagnsframleiðslu orku- versins, er auðvitað það verð. sem nægir orkuverinu, án þess að þurfi að selja al- menningsveitum rafmagn á hærra verði en gilt hefði um orkukaup þeirra án b.vggingar orkuversins, þ.e. að kostnaðar- verð alm. notkunar sé óháð því hvort selt er til stóriðju eða ekki. Það er svo samninga- manna okkar og stjórnvalda að ná fram sem hæstu verði umframþað lágmarksverð og ég tel að þann hagnað, sem af slíku hlýzt eigi fyrst og fremst að nota til að treysta áfram- haldandi uppbyggingu raf- orkuiðnaðar 1 landinu. Það er nauðsynlegt að auka eiginfjár- myndun orkuveranna til þess að þau séu síður háð erlendum lánsfjármörkuðum. tslendingar eiga miklar auðlindir fólgnar í aukinni nýtingu orkulinda landsins, auðlindir, sem vaxandi þjóð þarfnast til að treysta lífskjör sín á komandi árum. Okkur er það nauðsynlegt að auka rann- sóknir og undirbúning orku- framkvæmda jafnt á sviði verk- fræði, umhverfismála, fjár- hags- og félagsmála og að koma á markvissara heildarskipulagi orkumála og iðnaðar. Gera þarf áætlanir fram í tímann um uppbyggingu orkuvera og orku- freks iðnaðar, þannig að þau mál beri ekki ætíð þannig að, að Alþingi og rikisstjórn séu í tímahraki um ákvörðun. Við þurfum að fylgjast vel með örkubúskap Islendinga og við þurfum að vera búin að komast að niðurstöðu um valkosti orkufrekra iðngreina og staðar- val iðjuvera áður en farið er að ræða um nýtt orkuver og næstu samninga um raforku til orku- freks iðnaðar. Heildsöluverð raforku er hér á landi sambærilegt við verð í nágrannalöndum okkar. Smásöluverð er hins vegar hærra og veldur þar mestu um, að ein króna af hverjum þrem- ur, sem notandinn greiðir, rennur til ríkisins í skatta og tolla. Sá munur, sem þá er eftir, stafar að meginhluta til af örri uppbyggingu dreifikerfisins án þess að nægilega hafi verið hugað að fjármagni og fjár- magnskjörum til þess að standa undir þeirri uppbyggingu. Gísli Jónsson hefur áhuga á uppbyggingu íslenzks raforku- iðnaðar og hann hefur lengi verið við hann riðinn. Það nægir þó ekki til þess, að hann hafi getað sýnt fram á það með fræðilegum rökum, að raforku- salan til álversins í Straumsvík hafi hækkað eða muni hækka verð raforku til almennings- veitna. Það væri hins vegar áhugavert æfingaverkefni fyrir nemendur í verkfræði- og .viðskiptadeildum Háskólans að setja upp reiknimódel fyrir raf- orkuverð annars vegar til orku- freks iðnaðar og hins vegar til almennra nota og að sjá nverng það breytist með mis- munandi gildi einstakra þátta. Þá væri samt vonandi að for- sendurnar yrðu þá betur grundaðar, en fram kemur í grein Gísla. Við ritun þessa greinarkorns hefur sú hugsun orðið áleitnari — hvar væri íslenzkur raforku- iðnaður staddur í dag án ákvörðunarinnar um Búrfells- virkjun og það sem af henni hefur leitt? Hvaða verðmætum hefði þjóðin misst af, ef smá- virkjanaleiðin hefði þá verið valin? Ég læt lesendum eftir að svara þessum spurningum. Björn Friðfinnsson viðskiptafræðingur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.