Dagblaðið - 16.02.1977, Side 15

Dagblaðið - 16.02.1977, Side 15
DAGBLADTf). MIDVTKUDAOITR Ifi FKRRÚAR 1977. § Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ÞorDergur skorar eitt af sex mörkum sfnum i leiknum. Hlutverkum snúið við. Klempei horfir á Viggó skora. Stórleikur ungu piltanna tryggði sigur gegn Slask — Gunnar Einarsson varði betur en „bezti markvörður heims” — Þorbergur Aðalsteinsson lék eins og herforingi—st jórnaði spilinu og skoraði mest og Viggó Sigurðsson sá um Klempel Frábær frammistaða þriggja af yngstu strákunum í íslenzka landsliðinu í handknattleiknum — pilta, sem lítil tækifæri hafa fengið í landsieikjunum undan- farið, Gunnars Einarssonar, Haukum, Þorbergs Aðalsteins- sonar og Viggós Sigurðssonar, báðir úr Vikingi, var öðru fremur ástæðan tii þess að pólska meistaraiiðið Siask fór ekki ósigrað heim. i gærkvöid sigraði íslenzka landsiiðið Slask með 19- 17 i fimmta og síðasta æfingaleik liðanna. Leikið var í Laugardals- höll. Mikil forföll voru í íslenzka liðinu, Geir Hallsteinsson var á varamannabekkjum, en lék ekki — og þeir Jón Karlsson, fyrirliði, Viðar Símonarson og Ölafur Benediktsson, markvörður, léku ekki vegna smámeiðsla. Það kom því í hlut yngri leikmannanna að halda uppi merki Islands, og það gerðu þeir svo sannarlega. Nutu auðvitað til þess aðstoðar leik- reyndra kappa, einkum þó Björg- vins Björgvinssonar, sem var frábær að venju. Þetta var ekki neinn stórleikur — og þreyta talsvert einkennandi hjá ýmsum. Það kom einnig fram hjá pólsku leikmönnunum. Fimm leikir á örfáum dögum — auk æfinganna — settu einnig mörk sín á leik þeirra. En spenna var allmikil í síðari hálfleiknum og örfáir áhorfendur þá vei með á nótunum. En það gleðilega í ieiknum var frammistaða piltanna ungu sem áður er minnzt á. Þar var enga þreytu að sjá — og þeir sönnuðu vel að þeir geta orðið áhrifamiklir í leik íslenzka landsliðsins, þegar tækifæri gefst Markvarzla Gunnars Einarsson- ar var hreint frábær allan leikinn, sjaldan hefur sézt betri markvarzla á fjölum Laugardals- haliarinnar. Hann skyggði á Czymczak í pólska markinu — markmann sem talinn er sá bezti í heimi. Hreint undravert var hve Gunnar varði oft frá Pólverjunum fríum á línu eða eftir hraðupphlaup. Þá sló Þor- bergur í gegn í leik með lands- liðinu en þessi kornungi Víkingur er einnig í unglingaiandsliði Islands. I fjarveru Geirs stjórnaði hann spili íslenzka liðsins með miklum ágætum, það svo að um tíma höfðu pólsku leikmennirnir hann í mjög strangri gæzlu. Nánast tekinn úr umferð. Og hann skoraði einnig flest mörk íslenzka liðsins — sex — og tiest þeirra hjá markverðinum fræga. Auk þess varði Czymczak stundum snilldarlega frá honum. Viggó Sigurðsson fékk það hlutverk, að hafa leikmanninn fræga, Klempel, í gæzlu. Það tókst Viggó mjög vel, Klempel skoraði aðeins tvö mörk meðan Viggó gætti hans — en þegar Viggó fór út af i smátíma gerði Klempel sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk, eitt þeirra úr vítum. Auk þess var Viggó mjög virkur í sóknarleikn- um — en var þó heldur óheppinn með markskot. Reyndi fjórum sinnum. Skoraði eitt mark en þrisvar small knötturinn í stöngum pólska marksins Þar munaði aðeins millimetrum. Þá átti Viggó nær allar þær línu- sendingar á Björgvin sem gáfu mörk eða vítaköst. Hlutur Gunn- ars, Þorbergs og Viggós yijaði oft í Laugardalshöllinni í gær. Það var mikið jafnræði með liðunum framan af — og mikið um villur. Allar jafnteflistölur upp í 6-6 og íslenzka liðið yfirieitt á undan að skora. En þá tóku Slaskarar kipp og komust tvö mörk yfir, 8-6, síðan 9-7 og 10-8, en staðan í leikhléi var 10-9 fyrir Slask. FRAM MEISTARI Fram-stúlkurnar komu ákveðnar og sterkar til leiks gegn Val í úrsiitaleik Reykjavíkur- mótsins í handknattleik i Laugar- dalshöll í gærkvöld. Það var þriðji leikur í aukaúrslitum mótsins og Fram sigraði Val 11-8. Þegar keppninni lauk í vetur voru þrjú lið efst, Fram, Valur og KR — en í aukaúrslitum sigraði Fram bæði KR og Val og varð því Revkjavíkurmeistari kvenna 1976. Fram-liðið byrjaði leikinn mjög vel, skoraði þrjú fyrstu mörkin, og það var þessi byrjun sem öðru fremur tryggði Framstúlkunum sigur. Guðríður Guðjónsdóttir — dóttir Guðjóns þjálfara Fram, Jónssonar og landsliðsmanns hér áður fyrr og Sigríðar Sigurðar- dóttur, fyrirliða íslenzka liðsins, sem sigraði á NM hér á árum áður og var kjörinn „íþróttamaður ársins" — skoraði fyrsta mark Fram og einnig það 3., en Jóhanna Halldórsdóttir annað. í hálfleik var staðan 4-3 fyrir Fram — og tvívegis misnotaði Fram vítaköst í fyrri hálfleikn- um. í siðari hálfleiknum tókst Valsstúlkunum að jafna í 5-5 og einnig var jafnt 6-6. Þá náði Fram góðum leikkafla á ný, skoraði fjögur mörk í röð án þess aó Valur svaraði fyrir sig, 10-6, og úrslit voru ráðin. Lokatölur 11-8. Flest mörk Fram skoraði Oddný Sigsteinsdóttir, 5 — eitt víti — Guðríður og Jóhanna skoruðu tvö hvor, Kristín Orra- dóttir og Bergþóra Asmunds- dóttir eitt hvor. Fyrir Val skoraði Ragnheiður Blöndal mest, 3 — eitt víti — Harpa Guðmundsdóttir og Björg Jónsdóttir 2 hvor og Halldóra Magnúsdóttir eitt — víti. Klempel skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik, 11-9, en síðan lokaði Gunnar algjörlega markinu hjá sér í langan tíma; sama hvað Pólverjarnir reyndu næstu 12 mínúturnar. Gunnar varði allt — og auk þess misnotaði Pólverji víti. Hinum megin skoraði Þorbergur þrívegis, Björgvin og Viggó sitt markið hvor og staðan breyttist úr 11-9 fyrir Slaks í 14-11 fyrir Island. Þetta var góður kafli — og síðari hálfleikurinn var miklu betur leikinn. Pólsku leikmennirnir voru engan veginn hrifnir hvern- ig til gekk — og reyndu allt þeir máttu til að jafna leikinn. Það tókst þeim líka. Jöfnuðu I 15-15 en Þorbjörn, víti, og Þorbergur með tveimur mörkum náðu aftur þriggja marka forustu. Þá voru 6 mín. til leiksloka og þegar þrjár mín. voru eftir var eins marks munur, 18-17. En tveimur mín. fyrir leikslok skoraði Þorbjörn Guðmundsson 19. mark tslands, sem jafnframt var siðasta markið í æfingaleikjunum við Slask. I morgun héldu Pólverjarnir til Póllands eftir vel heppnaða för hingað. Það var mikið hægt af þessum frábæru leikmönnum að læra — og liðið með iánsmönnun- um þremur ekki siðra en pólska landsliðið, en samspilaðra. Mörk tslands f leiknum skoruðu Þorbergur 6, Þorbjörn 5 — tvö víti — Björgvin 3, Agúst Svavarsson 2, Ólafur Einarsson 2 — bæði víti — og Viggó Sigurðsson 1. Auk þessara leik- manna iéku Þórarinn Ragnarsson og Bjarni Guðmundsson. Hjá Slask skoruðu þeir Klempel og Sokotowski fimm mörk hvor, og eitt marka Klempels var úr víti. Maczuiski skoraði fjögur. Dómarar voru Björn Kristjánsson og Óli Olsen. •hsfm. Helga Magnúsdóttir og Jóhanna Haiidórsdóttir með verðlaunagrip Reykjavíkurmótsins á höfði Guðjóns þjáifara. DB-mynd Bjarnieifur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.