Dagblaðið - 23.02.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977.
Smith forsætisráðherra
Ródesiustjórnar reynir að
halda völdum með því að etja
safnaðarmeðiimum saman.
í prentaðri yfirlýsingu, sem
biskupinn sendi frá sér í
síðustu viku, sagði hann, að
stefna ríkisstjórnarinnar væri í
engu frábrugðin stefnu nasista
í Þýzkalandi hér um árið,
aðeins aðferðirnar væru
frábrugðnar.
Vilja að pófinn
skerist í leikinn
Ummæli þessi vöktu mikla
reiði hvítra kaþólikka og einn
áhrifamikill klúbbur þeirra,
Cihcester-klúbburinn, sendi
skeyti til Páfagarðs, þar sem
þess var krafizt, að páfinn
kallaði biskupinn heim.
Að sögn fréttaskýrenda
virðist eins og stefna biskups-
ins eigi sér formæléndur fáa í
fjölmiðlum og meðal venju-
legra hvítra Ródesiumanna.
Hvað hvítum mönnum í
Ródesíu viðvíkur eru þeir í
stríði gegn hverjum þeim sem
veitir „óvininum" aðstoð og
hver sá, sem það gerir, á ekki
meðaumkun þeirra í vændum.
Nýjasta dæmið um óvildar-
hug venjulegra kirkjugesta
gagnvart trúarleiðtogum sín-
um kom i ljós við minningar-
hátíð um hvítu trúboðana sjö,
sem myrtir voru í árás á
trúboðsstöð þeirra nú fyrir
skömmu.
Við messuna hóf svartur
prestur, Isadore Chikore, að
ráðast á ríkisstjórnina í ræðu,
þar sem hann sagði m.a., að
ríkisstjórnin „neitaði þeim um
rétt“, sem væru í meirihluta í
landinu.
Hópur hvítra manna yfirgaf
kirkjuna um leið. Er þeir géngu
út mátti heyra einn þeirra
segja: „Af hverju handtaka
þeir ekki þennan svarta hóru-
unga??“
Skœruliðar myrtu
Ríkisstjórnin i Ródesíu og
eini eftirlifandi trúboðinn, sem
lenti í árásinni, hafa sagt, að
skæruliðar hafi myrt
trúboðana.
Skæruliðaleiðtoginn Robert
Mugaba, sem stjórnar þjóð-
frelsishreyfingu Zimbabwe í
Mósambique og er einnig
kaþólskur, sagði eftir árásina,
að Selous, sérstök deild innan
Ródesiuhers, hefði framið
ódæðið.
Lamont biskup sendi frá sér
yfirlýsijigu, sem var berorð
eins og venjulega. Sagði hann,
að hann vissl ekki hverjir
hefðu framið verknaðinn, en
hann sagði að ríkisstjórnin
bærióbeinaábyrgð £ öllu saman,
þar eð hún neitaði svörtum
mönnum um eðlileg mann-
réttindi.
Sjólfhelda
Um leið og átökin i landinu
hafa aukizt undanfarin ár.
hefur kirkjan lent í sjálfheldu
á milli þjóðernistilfinningar
svartra og hvítra manna.
Skæruliðar hafa margsinnis
leitað til trúboðsstöðvanna um
mat, klæði og sjúkrahjálp, sér-
staklega í afskekktari héruðum
landsins. Er Lamont biskup
neitaði að gefa upplýsingar um
slikt, var honum stefnt fyrir
rétt.
Annar kaþólskur prestur,
séra Paul Egli, hefur nýverið
áfrýjað fimm ára fangelsis-
dómi, sem hann hlaut fyrir að
neita að gefa upplýsingar um
ferðir skæruliða.
Fjöldi trúboðsstöðva
St. Pauls-trúboðsstöðin, um
65 km frá Salisbury, er
einkennandi fyrir 133 meiri
háttar miðstöðvar kirkjunnar,
sem eru dreifðar um allt landið,
mestur hlutinn þó í ættbálka-
héruðum svartra manna.
Eins og aðrar trúboðsstöðvar
lætur St. Pauls-trúboðsstöðin
lítið yfir sér. Hún er tilkomu-
lítil, ógirt og óvarin og
nemendur og kennarar búa við
þröngan kost.
í flestum tilfellum verða
stöðvar þessar miðstöðvar
menningar- og heilsugæzlu i
héruðunum og gegna því
þýðingarmiklu hlutverki.
Kaþólski söfnuðurinn er nú
allt að 550 þúsund manns á
móti 150 þúsund í anglíakirkju
Afríkana.
Dunstan Meyerscogh, eini eftiriifandi trúboðinn i trúboðsstöðinnl eftir ðrásina, reynir að hugga
sóknarbörn sín.
boðstólum leikir sem ekki sjást
að jafnaði annarstaðar og í
senn við hæfi leikendanna og á
valdi þeirra að fara með þá að
eigin hætti.
Af skólaleikjum í vetur hef
ég ekki séð nema Drekann sem
Leikfélag Menntaskólans við
Hamrahlíð er að sýna um þess-
ar mundir. Evgeni Schwarts er
rússneskur höfundur, Drekinn,
að mér skilst saminn í stríðslok-
in, felur í sér ádeilu á einræði
og ofbeldi sem þá var hentugt
að beina eða þykjast beina gegn
þjóðverjum. Ekki dugði það
Schwarts þó betur en 'svo að
verk hans voru víst i meira eða
minna banni mestallan stalíns-
tímann. Aður hefur Drekinn
verið fluttur i útvarpið.
Drekinn er að ýmsu leyti hag-
anlegur skólaleikur, efnið sótt
til ævintýra, mannlýsingar ein-
faldir persónugervingar, at-
burðarásin ljós og skýr. Og sýn-
ingin var ánægjuleg: skólinn á
augljóslega á að skipa ýmsu
hæfileikafólki í leiklist og
myndlist og tónlist, góðum leik-
sal sem vel nýttist í sýningunni
og sýnilega hafði þátttakendum
notast vel leiðbeining Þórunn-
ar Sigurðardóttur. Af leikend-
um fannst mér kveða mest að
Karli Ágústi Olfssyni: drekan-
um sjálfum, sem ég gat ekki
betur séð en hefði eiginlega
leiklistargáfu til að bera og
Jakob S. Jónssyni sem sýndi
ansi skopleg tilþrif í gervi hins
sefasjúka borgarstjóra. Og líka
má nefna Björn Guðbrand
Jónsson:
Lanselot drekabana, Eirik'
Guðjónsson: hljóðfærasmiðinn
og Hrafnhildi Sveinsdóttur:
hattagerðarkonu.
Það er ógrynnis starf sem
nemendur inna af höndum i
sýningu sem þessari og áreiðan-
lega „jákvæðari vinna“ en
margt annað sem við er borið i
skólum. Sjálfsagt tengist hún
þeim visi að leiklistarkennslu
sem upp er komin isumumskól-
um og sanngjarnt virðist að
hún sé á einhvern hátt metin til
skólastarfs. Hitt er aftur annað
mál hvaða erindi skólaleikir
eiga eða geta átt við almenna
áhorfendur, óvandabundna
skólunum. Er ekki næga áhorf-
endur að finna meðal skóla-
fólksins sjálfs, aðstandenda
nemenda og skólanna og jafn-
aldra þeirra í öðrum skólum og
úti í bæ? En eigi að vera leik-
sýning þarf að sönnu áhorfend-
ur.
það var sem sé gaman að
koma í Hamrahlíð í þetta sinn.
Drekinn er móralskur leikur,
með „jákvæðum boðskap" sem
svo er nefndur. Drekinn er
igildi hins eilífa einræðisvalds,
innra með mönnum engu síður
en hið ylra og vaxa á hann þrjú
ný höfuð fyrir hvert sem höggv-
ið er af. Þá á nú aumingja
Lanselot bágt. Hvað verður um
hann? Drekinn endar ,,vel“ að
hætti ævintýra: Lanselot stend-
ur uppi sigurvegari og brúð-
gumi í leikslokin og harðstjórn-
arvaldinu hnekkt. Þvi miður
eru í leiknum sjálfum engin
rök merkjanleg fyrir öðru en
með valdatöku hans sé enn
einn harðst.iórinn kominntil, sá
þriðji og versti af þeim öllum.
En út í þá sálma var svo sem
ekki farið í Hamrahlið.
ÓLAFUR
JÓNSSON
Bók
menntir
kannski hafa meiri vandfýsni
til að bera á efni og efnismeð-
ferð.
Þá má sem sé láta sér nægja
hina einföldu, glaðlegu og ein-
att' broslegu atburðarás sög-
unnar um kerlinguna og strák-
inn og kynni þeirra, hænurnar í
skúrnum, hálfkarað húsið og
heilsulausan karlinn og krakk-
ana þeirra kerlingar, kunn-
ingja hennar á vinnustað og
ferðir í bæinn. En ekki þarf
sérlega athugulan lesanda til að
sjá að miklu meira efni felst
undir niðri eða á milli hinna
hversdagslegu atburða og fólks
í sögunni. Kannski bæði kerl-
ingín og strákurinn séu i ver-
unni svo sem aukapersónur í
frásögninni? En það er hin orð-
vara, rauntrúa frásagnaraðferð
sem gefur þessari „sögu á bak
við söguna" líf í augum les-
anda. gæðir frásögnina nýrri
efnislegri vídd.
Smámsaman kynnist sögu-
kona Markúsi litla nánar: þá
teiknast um leið upp alveg ljós-
lifandi barnslýsing í frásögn-
inni. Markús er þá móðurlaus,
alinn upp hjá ömmu sinni sem
komin er að fótum fram, horf-
inn þaðan í skjól frænku sinn-
ar, en þaðan heimtir móðir
hans hann til sín að sögulokum.
Fer þá ekki allt vel? Er ekki
Markús litli best kominn með
mömmu sinni? Það er vonandi.
En það veit það enginn. Honum
hafði vel gefist það traust sem
hann fann í gamalli ömmu og
einmana frænku. En hver
verða afdrif hans eftir að því
sleppir? Enginn veit.
Sjálf lýsir sagan að vísu
miklu trausti á mátt lífsins
sjálfs, lífsmáttinn eins og hann
birtist í fari Markúsar litla
sjálfs og erfiðiskvenna af al-
þýðustétt sem sagan lýsir beint
og óbeint, Stínu i vinnunni og
gömlu konunnar í kjallaranum,
Rikku frænku og ömmu gömlu,
ungra stúlkna í strætó og á
vinnustað, og ekki síst sögu-
konu sjálfrar, í og af frásögn
hennar. En um mömmu Mark-
úsar og framtíð sjálfs hans seg-
ir hún ekki par.
Enda er Markús ekki bara
barn í sögu, þótt hann sé þar
lifandi kominn, og endanleg
örlög hans skipta kannski ekki
mestu máli. Líka er saga Mark-
úsar dæmi upp á miklu víðtæk-
ara vandamál sem saga eins
barns aldrei fær lýst til hlítar,
hvernig sem hún fer: allra
þeirra óskilgetnu barna, barna
getinna af börnum, sem alin
eru á vergang þótt þau aldrei
svelti né skorti þá aðhlynning
sem barnavernd og skóli láta í
té. Hvað verður um öll þessi
börn? Það kann að vera
tímabært, og þó fyrr hefði ver-
ið að leiða hugann að því efni
eftir fréttir af öllum vitfirrtum
sakamálum fólks á unglings-
aldri árið sem leið. En þannig
séð er Kerlingarslóðir Líneyjar
Jóhannesdóttur sannarlega
tímabær saga, og hefur meir að
segja en mörg ærustufull
„ádeilan", þótt ekki hafi mér
vitanlega verið mikið orð á sög-
unni gert á við annað á hinum
glaumsama metsölumarkaði
jólanna.
Að því efni beinist hvert
haust mikil eftirtekt í blöðum
og útvarpi, hvaða bækur seljist
nú best, þótt „metsalan" sé að
mestu heimatilbúin og ákveðin
fyrirfram af forsjálum útgef-
anda sem vel þekkir smekk les-
enda sinna og mátt auglýsinga.
Ekki veit ég hvaða bækur seld-
ust best í haust, en varla hafa
þær allar veriðmikils verðar.
Til þess á meðal annars að
vega á móti þessu markaðs-
gengi bókmennta var fyrir
nokkrum árum reynt á vegum
dagblaðanna að tilnefna árlega
„bestu bók“ hvers liðins árs og
veita þeim nokkra viðurkenn-
ingu. Það féll niður þegar
Morgunblaðið taldi það ekki
Iengur samkvæmt hagsmunum
sínum að eiga hlut að slíkri
verðlaunaveitingu. En hver
skyldi hafa verið ,,besta“ bókin
í fyrra. Það veit auðvitað eng-
inn. Og ekki veit ég hvernig
Kerlingarslóðum hefði farnast í
atkvæðagreiðslu gagnrýnenda
um bókmenntaverðlaun blað-
anna.
En ætli það hafi samt margar
miklu betri bækur komið út í
fyrra? Ekki held ég það.