Dagblaðið - 23.02.1977, Page 12

Dagblaðið - 23.02.1977, Page 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977. 12 I Iþróttir íþróttir Jþróttir fþróttir Iþróttir Bandaríska blökkustúlkan Roselyn Bryant hefur sett hvert heimsmetið á fæt- ur öðru á innanhússmótum í Bandaríkj- unum og Kanada að undanförnu — og einnig sigrað pólsku konuna, Irenu Szerw- insku, með yfirburðum. Myndin að ofan var tekin, þegar Roselyn sleit marksnúr- una eftir 500 jarda hlaup í San Diego í Kaiiforníu og setti nýtt heimsmet. Hijóp á 1:03.3 mín. 13 ára og heimsmet! Þrettán ára stúlka í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli í sundinu að undanförnu. Hún heitir Chyndia Wood- head og er spáð stórkostlegum frama — ekki að ástæðulausu. í gær setti hún nýtt heimsmet í 1650 jarda skriðsundi. Synti vegalengdina á 16:25.18 mín. og bætti eidra heimsmetið, sem Shirley Babashof átti um tvær sek- úndur. Hvort tveggja árangur á 25 metra braut. Bandaríkin munu innan skamms heyja landskeppni við Sovétríkin í sundi í Moskvu — og hin 13 ára Woodhead hefur verð valin í bandariska landsliðið. ASTON VILLAIURSLITIN GEGN EVERTON A WEMBLEY — Sigraði QPR 3-0 í þriðja leik liðanna í deildarbikarnum í gær Brian Little, enski landsliðs- maðurinn hjá Aston Villa, var stór í gær á Highbury í Lundún- um. Skoraði bá þrennu gegn QPR í þriðja leik iiðanna í undanúrslit- um enska deildabikarsins. Astoii Villa sigraði með 3-0 og leikur því til úrslita við Everton á Wembley í næsta mánuði. 'Villa hefur tvisvar sigrað í þeirri keppni. 1961 og 1975 og tvívegis að auki komizt í úrslit, 1963 og 1971. Ekkert lið hefur náð slíkum árangri í deildabikarnum. Ever- ton hefur aidrei áður leikið til' úrsiita í keppninni. Á 21. mín. skoraði Aston Villa fyrsta markið gegn QPR í gær. Don Masson rann í leðjunni á Highbury. Dennis Mortimer náði knettinum og gaf á Little, sem skoraði auðveldlega. Á 27. mín. skoraði hann annað markið eftir mistök Phil Parkes markvarðar QPR — og á síðustu mínútu leiksins fullkomnaði hann þrennu sína. Renndi knettinum í mark innanfótar eftir snjallan undir- búning Mortimers. í heild var þetta heldur slakur leikur og langt frá því, sem fyrir- fram hafði verið búizt við af þess- um skemmtilegu liðum. Það var þó aldrei vafi á hvort liðið var betra eftir að Little hafði skorað fyrsta markið. Urslit í öðrum leikjum í ensku knattspyrnunni í gær urðu þessi: 3. deild Chester—Gillingham 1-0 C. Palace—Portsmouth 2-1 York—Lincoln 2-2 íþróttir RITSTJORN: HALLUR SÍMONARSON Við sigurinn komst Crystal Palace í fjórða sæti í 3. deild. Fjögur efstu liðin þar komast i 2. deild. 4. deild Brentford—Rochdale 3-2 Newport—Colchester 1-2 Forráðamenn Derby voru í samningaviðræðum við Brian Clough og aðstoðarmann hans Peter Taylor fram eftir degi í gær. Klukkan fjögur kom hins Austurrískir í efstu sætum Tveir Austurríkismenn voru í efstu sætunúm á mikiu stórsvigs- móti í Póilandi í gær. Það var liður í Evrópukeppninni og keppnin var háð í Szczyrk i Suður-Póiiandi. Leonard Stock varð sigurvegari á 3:16.76 mín. Thomas Hauser annar á 3:16.95 mín. og Peter Schwendener, Sviss, 3ji á 3:17.07 mín. 1 fjórða sæti kom spánski olympíumeist- arinn frá leikunum i Sappiro i Japan 1972, Fransisco Ochoa á 3:17.69 mín. STIGIBJARGAÐ AVITA- KASTIEFTIR LEIKTIMA! —og Lugi er nú þremur stigum á eftir Hellas í Allsvenskan Lundariiðið Lugi bjargaði stigi á vítakasti, sem dæmt var þremur sekúndum fyrir leiksiok gegn Drott í Alisvenskan sl. fimmtu- dag. Hans Hansson tók vítið eftir' að leiktíma lauk og skoraði. Jafn- tefli varð því 18-18 í þessum síðasta leik i 18. umferð sænsku handknattieikskeppninnar. Leikið var i Lundi — og nú verður hlé á keppninni í All- svenskan þar til eftir B-keppnina í Austurríki. Keppnin hefst aftur 10. marz og þá lokið við fjórar síðustu umferðirnar. Síðan leika fjögur efstu liðin að venju um sænska meistaratitilinn. Það leit ekki út fyrir að Lugi isem lék án Jóns Hjaltalíns Magnússonar, ætlaði að ná í stig gegn Drott. Þegar aðeins sjö mínútur voru tii leiksloka var staðan 17-13 fyrir Drott. En Lugi tókst að vinna upp muninn og jafna eins og áður segir. Mark- vörður Drott — liðið er frá Halm- stad, þar sem Matthías Hallgríms- son leikur með Halmía í 2. deild í| knattspyrnunni — Mats Thomas4 son var skotmönnum Lugí ákaf-t lega erfiður í leiknum. Varði mjög vel. Hann gat þó ekki komiði í veg fyrir, að sænski landsliðs- maðurinn Claes Ribendahl hjá Lugi skoraði átta mörk. Torben Berggren skoraði f jögur og Hakonsson 3. Degi áður voru fimm leikir og þá kom mest á óvart að Frölunda sigraði Heim 20-18 í innbyrðisleik- Gautaborgarliðanna. Þá vann Guif Malmö 22-18 í leik, þar sem Bo Andersson hjá Guif skoraði lli mörk. Reyndar voru Sex þeirra úr vítaköstum. Staffan Westlund skoraði sex. Stokkhólmsliðið Hell- as var eina liðið, sem sigraði á; útivelli. Vann í Ystad 15-18. Þar skoruðu kapparnir kunnu hjá Hellas, Lennart Eriksson og Dan Eriksson, flest mörk. Lennart sjö — Dan fjögur. Hellas hefur nú góða forustu á ný í Allsvenskan. Saab sigraði Vikingarna 22-18 og þar skoraði Björn Andersson níu af mörkum Saab. Hann leikur sinn hundraðasta landsleik fyrir Sviþjóð í B-keppninni í Austur- ríki eins og þeir Geir Hallsteins- son, Viðar Símonarson og Ölafur H. Jónsson fyrir ísland. Hjá Vikingarna skoraði Bent Hakons- son tíu mörk. Tvö þeirra úr vítum. Þd varð jafntefli í leik Lidingö og Kristinstad 19-19. Lennart Ebbige skoraði 10 af mörkum Kristianstad. Staðan í Allsvenskan er nú þannig — en næst verður leikið eins og áður segir 10. marz. Hellas 18 11 2 5 358-329 24 LUGI 18 9 3 6 378-342 21 Heim 18 9 3 6 378-352 21 GUIF 18 9 2 7 376-361 20 Krist.st. 18 9 2 7 366-356 20 Lidingö 18 8 3 7 359-357 19 Drott 18 8 2 8 372-367 18 Ystad 18 6 5 7 366-354 17 Saab 18 6 5 7 344-363 17 Vikingar. 18 8 1 9 352-375 17 Malmö 18 6 2 10 324-351 14 Frölunda 18 3 2 3 293-359 8 vegar fréttatilkynning frá Derby. Clough verður áfram hjá Notting- ham Forest. Jafnframt sagði stjórnarmaður Derby að ákvörðun Clough í lokin hefði komið þeim á óvart. Þeir hjá Derby hefðu verið mjög bjart- sýnir á að hann mundi taka við liðinu á ný. í viðtali við BBC i gær vildi Clough ekki gefa neina skýringu á því hvers vegna hannj vildi ekki fara til Derby. í gær- kvöldi var svo skýrt frá því, að núverandi framkvæmdastjóri Derby, Colin Murphy, hefði verið ráðinn út leiktímabilið Sá 103. hjá Beckenbauer Fimm af heimsmeisturum Vestur-Þýzkalands Ieika iands- leik i knattspyrnu gegn Frakk- landi i kvöld í París. Það eru þeir Franz Beckenbauer, sem leikur sinn 103. landsleik, Sepp Maier, markvörður, Berti Voght, Bonhoff og Holzenbein. Leik- menn beggja landa leggja mikið upp úr þessum leik. Franska liðið er ungt að árum. Meðalaldur leikmanna 24 ár — og fjórir leikmenn liðsins eru frá meistaraliðinu St. Etienne. 1 gær léku B-lið þjóðanna i Orleans í Frakklandi. Franska liðið sigraði með 1-0 og skoraði Alain Giresse sigurmarkið í fyrri hálfleik. Beckenbauer 103. landsleikurinn. UNGUNGARNIR STREYMAIFRJALSAR Það er greinilega mikil gróska í frjalsum íþróttum hér á landi. Ungiingar streyma á æfingar og í keppni. A meistaramóti íslands í yngstu aldursflokkunum, sem háð var í Hafnarfirði sl. sunnudag voru keppendur um 180. Agætur árang-( ur náðist í ýmsuin greinum. Guðni Tómasson, Armanni, setti nýtt íslandsmet í langstökki án atrennu i piltaflokki — 14 ára og yngri — stökk 2.76 metra. Mótió, senr frjálsíþróttadeild Fimleikafélags Hafnarf jarðar sá um framkvæmd á, var jafnframt stiga- keppni ntilli félaga. Þar sigraói FH með yfirburðum. Hlaut 130.5 stig. UMSB hlaut 58 stig, Leiknir 35,5 stig, ÍR 34 stig.USAH 33 stig, Árntann 22 stig, HSK 19 stig, UBK 15 og IBV 5 stig. Urslit í einstökum greinum urðu þessi: Piltar: Hástökk m. Stefán Þ. Stefánsson, ÍR 1.68 Kristján Kristjánsson, Leikni 1,55 Ásgrímur Guðmundsson, USAH 1,50 Þórður Jónsson. Leikni 1,40 Magnús Gíslason, IISK 1,40 Guðmundur Karlsson. FH 1.40 Langstökk án atr. m Guðni Tómasson íslm. Á'. 2.76 Stefán Stefánsson, IR 2.64 Kristján Blöndal. USAH 2,62 Kristján Kristjánsson. Leikni 2,60 Sigþór Ö. Jóhannsson, FH 2,55 Erlendur Bogason, IBV 2.42 Telpur: Hástökk íris Jónsdóttir. UBK m. 1.50 Sigrún Jónsdóttir, Leikni 1,40 Brynja Harðardóttir, Leikni 1,35 Ragnhildur Sigurðard., UMSB 1,35 íris Grönfeldt, UMSB 1,35 Kristrún Gunnarsd. Leikni 1,35 Langstökk án atr. m Ásthildur Sveinsdóttir, UMSB 2,51 íris Jónsdóttir, UBK 2.42 Hildur Kristjánsdóttir, FH 2,32 Guðfinna Konráðsdóttir UMSB 2,31 Guðbjörg Sigurðard., HSK 2.31 Magnea Rögnvaldsdóttir, ÍR- 2.29 Meyjar: Hástökk Þórdís Gísladóttir, ÍR Hildur Harðardóttir, FH Guðrún Berndsen, USAH Nanna Marteinsdóttir, Á Elínborg Jónsdóttir, USAH m 1,65 1,50 1,45 1,25' 1,25 Langstökk án atr. Þórdís Gísladóttir, ÍR Ellý Erlingsdóttir, FH Ingibjörg Kristjánsd., UMSB Þóra S. Stephensen, A Elínborg Jónsdóttir, USAH Guðrún Geirsdóttir, USAH m 2,49 2,42 2,32 2.31 2,25 2,17 Sveinar: Hástökk án atr. Pétur Sumarliðason, UMSB Sigurður P. Guðjónsson, FH Haraldur Ragnarsson, FH Eyjólfur Sigurðsson, FH Hjörtur Howser, FH Guðmundur Karlsson, FH m. 1,35 1,30 1,25 1,25 1,10 1,10 Langstökk án atr. Eyjólfur Sigurðsson, FH Sigurður P. Guðjónsson, FH Haraldur Ragnarsson, FH Pétur Sumarliðason, UMSB m. 2,76 2,75 2,72 2,67 Hjörtur Howser, FH Unnar Garðarsson, HSK 2,67 2,57 Sveinar: Hástökk Hjörtur Howser, FH Sigurður P. Guðjónsson, FH Pétur Sumarliðason, UMSB Árni Stefánsson, HSK Stefán Karlsson, FH "Magnús Haraldsson, FH Mikael Sigurðsson, FH Gestur: Guðm. R. Guðm., FH 1,70 1,65 1,55 1,50 1,50 1,50, 1,50 1,91 Sveinar: Þrístökk án atr. Sigurður P. Guðjónsson, FH Pétur Sumarliðason, UMSB Sigþór Ö. Jóhannsson, FH Hjörtur Howser, FH Haraldur Ragnarsson, FH Eyjólfur Sigurðsson, FH m 7,92 7,78 7,58 7,53 7,38 7.36

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.