Dagblaðið - 23.02.1977, Page 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977.
13
Iþróttir_______________íþróttir____________________íþróttir íþróttir )
Liðunum frægu, Arsenal og Newcastle, hefur ekki gengið of vel í
deildakeppninni ensku að undanförnu. Myndin að ofan var tekin í
viðureign félaganna á Highbury í Lundúnum 4. desember — einum
mesta markaieiknum i 1. deildinni i vetur. Arsenal sigraði með 5-3.
Ekki var þó skorað í þessu tilviki. Jimmy Rimmer, enski landsliðs-
markvörðurinn hjá Arsenai, varði skot Paul Cannell.
ENN KOM JOHANNES
CELHC Á SPORK)!
Skoraði fyrsta mark Celtic gegn Partick ígærkvöld og Celtic sigraði 4-2 á útivelli.
Jóhannes sendi knöttinn einnig f mark Celtic með „þrumuf leyg”
Þetta var ákaflega auðveldur
sigur hjá Celtic í gær gegn
Partick Thistle á Firhillleik-
vellinum í norðvestur hverfi
Glasgowborgar. Celtic sigraði
með 4-2 og var komið í 4-0 áður en
Partick skoraði sitt f.vrsta mark í
leiknum, sagði Jóhannes Eðvalds-
son, þegar Dagblaðið ræddi við
hann i morgun.
— Ég skoraði fyrsta mark
Celtic í leiknum fljótlega og það
er í þriðja skipti í síðustu fimm
leikjunum, sem ég skora fyrsta
mark Celtic. En undir lok leiksins
varð mér á að senda knöttinn í
eigið mark, sagði Jóhannes enn-
fremur.
— Það var alveg furðulegt
mark — sjálfsmark. Það var kom-
ið mikið hvassviðri í lok leiksins
og vindurinn stóð á Celtic-markið.
Ég hrasaði í drullunni á vellinum,
þegar ég hljóp að knettinum, og
hann féll ..dauður" rétt hjá mér.
Alan Hansen. framherji Partick
kom aðvífandi og hætta var mikil
— en mér tókst að teygja fram
fótinn og sparka í knöttinn. Hann
hófst á loft — en vindurinn greip
hann. Fór í sveig og beint í ntark
Celtic — efst í markhornið, sagói
Jóhannes og hló við.
— Þetta var ágætur leikur hjá
Celtic-liðinu framan af og langt
síðan skozki landsliðsmarkvörður-
inn Rough í marki Partick Thistle
hefur fengið á sig fjögur mörk.
Ég skoraði það fyrsta — eins og
ég sagði áðan — en síðan skoruðu
þeir Joe Craig og George Aitken.
Staðan í leikhléi var 3-0 fyrir
Celtic. Síðan bætti Aitken við
fjórða markinu áður en Partick
skoraði sitt fyrsta mark. Það kom
vegna mikils misskilnings milli
Latchford markvarðar og Pat
Stanton. Pat vissi ekki af Peter í
úthlaupi og knötturinn hrökk af
öxl hans, en Peter Latchford datt
í drullusvaðinu. Markið opið qg
Partick skoraði. í lokin svo
óheppni mín, sagði Jóhannes að
lokum.
Eftir þennan góða sigur hefur
Celtic nú sjö stiga forskot í aðal-
deildinni skozku og stefnir greini-
lega beint i skozka meistaratitil-
inn. Næsta sunnudag leikur
Celtic á heimavelli gegn Airdrie í
skozku bikarkeppninni.
Staða efstu liða
inni er nú þannig:
Celtic 22 15 4 2
Rangers 23 11 7 5
Dundee U. 21 12 4 5
Aberdeen 22 10 8 4
úrvalsdeild-
Stærsti sigur Sund-
erland í tuttugu ár!
, Það er heldur betur kominn
skriður á Sunderland í 1. deild-
inni ensku. í gærkvöld sigraði
Sunderl.W.BromwichAlbion fi-i á
Roker Park í Sunderland og það
er stærsti sigur Sunderland í 20
ár. Við sigurinn komst liðið loks
úr neðsta sæti deildarinnar.
Skauzt uppfvrir Lundúnaliðin
West Ham og Tottenham. Hefur
sama stigafjöida, en betri marka-
tölu.
Það var Bob Lee. sem kom
Sunderland á sporið í gær.
Skoraði fyrsta markið eftir aðeins
27 sekúndur. Síðan bætti hann
við tveimur mörkum á 33. og 85.
mín. Hin þrjú mörk Sunderland
skoruðu Shaun Elliott. Mel Hold-
en og Gary Rowell.
Þessi sigur Sunderland er mjög
athyglisverður. Liðið hefur nú
skorað 11 mörk í þremur síðustu
leikjunum, og sigrað í þeim
öllum. en í 25 leikjum áður hafði
liðið aðeins skorað 13 mörk.
Aðeins fimm mörk áður á heima-
velli áður en sigurgangan hófst.
Nú 11 í þremur leikjum og Sund-
erland hefur hlotið sjö stig af
síðustu átta mögulegum.
Staða liðsins er þó enn mjög
slæm. Það sést bezt, þegar litið er
á töpuð stig. Sunderland hefur
tapað 39 stigum í 1. deilHinni.
West Ilam og Tottenham 22 og
Derby og Bristol City 28 stigum.
Sunderland hefur leikið talsvert
fleiri leiki en önnur lið, sem skipa
neðstu sætin í 1. deild. Staðan þar
er nú þannig:
Bristol C.
Derby
Sunderland
West Ham
Tottenham
23 6 6
23 6 6
28 5 7
25 6 5
25 6 5
11 22-26
11 28-34
16 24-37 17
14 24-39 17
14 31-50 17
Heimsóknartíma lokið og Bommi er
einn með hugsanir sínar...
vegna þess að ég
Kannski eru þau hrædd um að meiðsli
mín séu alvarlegri en læknarnir segja.
Kannski
S
f Jæja, hvernig líður 'X’
' þér? Er verkurinn /
Get ég leikið
aftur, læknir?
Ungur piltur
sigraði tvo
landsliðsmenn
Hið árlega Unglingamót Boró-
tennisdeildar KR fór fram sunnu-
daginn 13. feb. í íþróttahúsi
Seltjarnarness. Mótið var mjög;
fjölmennt. Þátttakendur um 70
frá 7 félögum. Keppt var í 2
fiokkum, sveinaflokki 13-15 ára
og drengjaflokki 15-17 ára.
í drengjaflokki tóku þátt 4
leikmenn, sem eru í 2. flokki skv.
punktum BTÍ og kom það þvt
ekki á óvart að þeir uróu í 4 efstu
sætunum. Annars varð röð efstu
manna:
1. Tómas Guðjónsson KR
Vann Hjálmtý 20-22, 21-14, 23-
21
2. Hjálmtýr Hafsteinsson KR
3. Sveinbjörn Arnarson, Erninum
Vann Oskar 21-17, 13-21, 21-19
4. Öskar Bragason KR
I sveinaflokki var um mjögj
skemmtilega keppni að ræða,
en þátttakendur í honum voru um
50. Þar kom á óvart ungur piltur
úr KR, Tómas Sölvason. Hann
hefur tekið miklum framförum í
vetur og sigraði hann landsliðs-
menn, sem 2 dögum áður þreyttu
landskeppni við Færeyjar. Sigur
hans var enginn heppnissigur þvt
fyrst vann hann Þorvald Jónssorl
Erninum í 8-liða úrslitum 21-11 og
21-10. Síðan vann hann Bjarna
Kristjánsson í 4-liða úrslitum 21-
16 og 21-11. Hann réð síðan ekki
við Gylfa Pálsson í úrslitaleik.
Þessi helgi hefur verið erfið en
árangursrík hjá Gylfa, fyrst
landsleikur við Færeyjar á
föstudag, þá opið mót á Akranesi
á laugardag en þar vann hann 3
flokk og loks sigur í Unglingamóti
KR á sunnuag.
Annars varð röð efstu manna
þessi:
1. Gylfi Pálsson
Vann Tómas 21-9 og 21-12
2. Tómas Sölvason KR
3. Bjarni Kristjánsson
Vann Hermann 21-16, 18-21 og
21-6
4. Hermann Kristjánsson.
Nantes vann
Fejenoord!
Franska knattspyrnuliðið
Nantes — liðið, sem Albert
Guðmundsson gerðist fyrst at-
vinnumaður hjá í knattspyrnunni
— lék í gær vináttuleik við
hollenzka liðið Fejenoord, Rotter-
dam, í gær. Leikið var í Lorient í
Frakklandi. Nantes er nú í efsta
sæti í 1. deildinni frönsku, og átti
ekki í erfiðleikum með að sigra
hið fræga, hollenzka lið. Úrslit 2-0
eftir 1-0 í hálfleik.
Reykjavíkur-
mót í
borðtennis
Reykjavikurmeistaramótið í
borðtennis verður haldið í Laug-
ardalshöllinni sunnudaginn 27.
febrúar n.k. og hefst kl. 13.
Keppt verður í öllum aldurs-
flokkum (old boys, 13 ára og
yngri 13-15 ára og 15-17 ára svo og
fullorðinna).
Keppt veróur í einliða-, tvíliða-
og tvenndarkeppni.
Þátttaka tilkynnist formönnum
horðtennisdeilda félaganna í
Re.vkjavik eða í síma 81810 fyrir
föstudagskvöld.
A undan leik KA og Stjörnunn-
ar léku UMSE og ÍS i 1. deild í
blaki. Stúdentar unnu þennan
leik með 3-0. F.vrstu hrinuna
unnu þeir með 15-11, aðra hrinu
með 15-12 og þá siðustu með 15
10. Samanlagt unnu þeir því með
45-33. Leikur þessi var nokkuð
góður á köflum en datt ofan i
meðalmennskuna á milli. Dómari
var Gísli Ilaraldsson og skilaði
því hlutverki vel.