Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 1
3. ARG. — FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 — 52. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÓLA 12, SÍMl 8332£. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA,. ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022» Furðulegt misræmi íinnheimtuaðgerðum: Sveitarfélög brjóta lög —Dráttarvaxtavextirnir ekki ísamræmi við reglur Seðlabankans Hluti sveitarfélaga á landinu virðist brjóta lög með álagningu dráttarvaxtavaxta, skv. lauslegri athugun sem blaðið hefur gert. Er þetta hugsanlega brot fólgið f því að leggja saman höfuðstól skuld- arinnar og áfalina dráttarvexti og leggja svo dráttarvexti ofan á þá upphæð. Sumstaðar er þetta gert einu sinni á ári eða í Keflavík og á Seltjarnarnesi af þeim stöðum sem blaðið kannaði. í Njarðvíkum er höfuðstóllinn hækkaður mánaðarlega. í Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ og Kópavogi eru vextir hins vegar alltaf reiknaðir á sama höfuðstólinn án tillits til mánaða- eða áramóta, sem er í samræmi við þær reglur, sem Seðlabankinn setur bönkunum. Eiga sveitarfélögin ótvírætt að fara eftir þeim reglum skv. starfsreglum sínum. Ef miðað er við 100 þús. kr. skuld í þrjú ár, er skuldin orðin 46 þús. kr. hærri í Njarðvík en t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði. Á Seltjarnarnesi og í Keflavík er hún 29 þús. kr. hærri en í Reykjavík. Til að gera skuldina upp eftir þrjú ár þarf þannig að greiða 190 þús. í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ, 219 þúsund í Kefla- vík og á Seltjarnarnesi og 236 þús. í Njarðvíkum. í blaðinu kom fyrir skömmu fram að bankarnir leggja aldrei vexti og höfuðstól skuldar sam- an og það var túlkun tveggja lögfræðinga i Seðlabankanum að slíkt mætti ekki gera. Af þessu tilefni talaði blaðið við Magnús Guðmannsson bæjarverkfræðing í Njarðvík, en hann gegnir bæjarstjóra- stöðu í fjarveru Alberts Sanders. Sagði hann að bæjar- stjórnin teldi þetta fullkomlega löglegt þar sem heimilt væri að leggja 2,5% dráttarvexti á gjaldfallnar skuldir. Hún liti svo á að höfuðstóllinn og drátt- arvextirnir, eftir því sem þeir hlæðust upp, væru í einu lagi gjaldfallin skuld, sem heimilt væri að leggja dráttarvexti á. Ekki vildi hann telja gjald- heimtuaðgerðir i Njarðvík harðari en annars staðar. Benti hann á að ef t.d. fyrsti áfangi fyrirframgreiðslu einhvers gjaldenda gjalda félli, fengi hann dráttarvexti á hann en ekki hina fjóra einnig, eins og víða tíðkast, að hans sögn. Blaðið hafði samband við Hallgrím Dalberg, ráðuneytis- stjóra í félagsmálaráðuneytinu, og bar undir hann hvort álagning dráttarvaxtavaxta væri leyfileg. Fljótt á litið taldi hann það ekki, þótt hann vildi ekki segja af eða á um það að svo stöddu. Sagði _ hann ráðuneytið ekki í aðstöðu til að kanna þess háttar að eigin frumkvæði. Engin kæra hafi borizt vegna þessa og því hafi þetta mál ekki verið kannað sérstaklega. -G.S. „Kröfur ASÍeru fjarstæöu- Sjá kenndar” bis.9 fH Sí s? n i *t | Svisslendingar drógu íslend- ingaáasna- eyrunum í Straumsvík Leiðari um mengunarhættu af álverinu Bls. 10 „Útlending anaútfyrir eftirsex mánuði” segir LÍÚ Sjá bls. 4 Lífog f jör við höfnina í Sandgerði Sjábls.9 Þótt mikið rigni á okkar góða landi er það næsta sjaldgæf sjón að sjá fólk með regnhlífar á götum úti. Þessi fullorðna kona er liklega undantekningin sem sannar þá reglu. Þetta er EmelíaJónasdóttirleikkona sem ljósm. DB sá I miðbænum í gær' og var hún hress að vanda. — Borgarbúar voru alls ekki óhressir yfir því að fá svolítinni vind með tilheyrandi skúrum 1 gær eftir allan þurrkinn og frostið undanfarið. Það er engu líkara en vorið sé I nánd. — A.Bj./DB-mynd Hörður Vil- hjálmsson. ^ ........ ............ Mengunin frá álverinu segir til sín: Óstöövandi hósti og blóöuppköst — látil meðferðar Við ræddum við eiginkonu eins starfsmanns álversins sem beðið hefur verulegt tjón á heilsu sinni að undanförnu. Af sérstökum ástæðum er ekki hægt að birta nöfn viðkomandi að svo stöddu. „Þetta byrjaði með slæmum hósta sem síðan ágerðist mikið og hafði í för með sér uppköst og aðra vanlíðan. Loks fór hann að hósta blóði. Hann jafnaði sig stundum í vaktafríum en strax og hann fór til vinnu aftur ágerðist hóstinn svo mjög að stundum varð mér ekki svefn- samt og varð ég þvi að sofa í á Víf ilsstöðum öðru herbergi vegna stöðugra og óhugnanlegra hóstakasta. Læknar gáfu honum einhver lyf þegar hann var hættur að geta sofið á nóttunni. Þegar það bar ekki árangur leitaði hann til Vífilsstaða og fékk þar einnig lyf. Á Vífilsstöðum lá maðurinn minn í þrjár vikur i september sl. en ekki hefur fengizt skýrsla frá Vifilsstöðum um að hér væri um atvinnusjúkdóm að ræða. Þó mun forráðamönnum verksmiðjunnar eitthvað ekki hafa litizt á blikuna, því næst var hann kallaður til trúnaðar- læknis Straumsvíkur og honum ráðlagt að hætta störfum. Er það bar ekki árangur fór lög- fræðingur fyrirtækisins fram á að hann hætti, en skýringar fengust þó ekki hvers vegna. Ekki kom til mála af þeirra hálfu að viðurkenna atvinnu- sjúkdóm. Spurningar vakna um hvort fleiri hafa verið beðnir að hætta og orðið við því. Það liggur í augum uppi að fyrir- tækið forðast i lengstu lög að tala um atvinnusjúkdóma, því það gæti skaðað fjárhag fyrir- tækisins. Hins vegar minnist ég þess aldrei að eiginmaður minn hafi kennt sér nokkurs meins né orðið misdægurt fyrr en matareitranir gerðu vart við sig hvað eftir annað meðal starfs- manna í álverinu fyrir nokkr- um árum.Þá lágu oft heilu vakt- irnar rúmfastar og á þeim tíma kom hann mjög oft heim veikur í maga. Það er rétt aðgeta þess að hann lagði ávallt mikla áherzlu á að forðast mengunina, m.a. með notkun tvöfaldrar grímu til varnar rykinu og yfirleitt var hún bleytt til frekara öryggis.“ -JFM- — sjá bls. 5 \ ✓ A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.