Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977_ 5 „Tækið verður að nota — annars erum við í klípu” — rætt við starfsmenn álversins um afstöðu yfirmanna, mengun, öryggismál o.fl. Skálarnir hriplekir og henta ekki fslenzkri veðráttu. „Þetta lýsir sér með sleni og þreytu, einkum á milli vakta,“ segir Sigurður Jón Ólafsson starfsmaður álversins í Straumsvík er DB leitaði álits starfsmanna þar vegna mengunarhættu, öryggisráð- stafana og ástands almennt á verksmiðjusvæðinu. „Þó ekki séu gerðar rannsóknir á heilsu manna hvað þessu viðvíkur er þetta augljóst, auk þess sem maður þekkir þetta af eigin raun,“ en Sigurður hefur starfað u.þ.b. 5 ár í Straumsvík. „Asmi og bronkítis hefur gert mjög vart við sig og maður hefur horft á félaga sína engjast sundur og saman af hósta og öðrum öndunarfæra- kvillum, stundum jafnvel kasta upp blóði. t slikum tilfellum hafa menn verið fluttir á aðra deild eða annan stað innan svæðisins. í mesta lagi hafa menn fengið nokkufra daga hvíld frá störfum.“ — Hafa yíirmenn í álverinu ekki sýnt þessum málum skiln- ing? „Verkstjórarnir eru notaðir sem f^ins konar svipur á verka- menmna af mönnum á æðri stöðum. Þrýstingur á verkstjór- ana af hálfu yfirboðaranna setur hagsmuni fyrirtækisins í fyrsta sæti en líf og limi starfs- manna þar á eftir.“ „Það leiðir hugann að öryggismálunum sem þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar og loforð út á við eru í mesta ólestri," segir Guðmundur Þor- steinsson sem einnig starfar við álverið. „Sem dæmi um það vann ég á stóru lyftitæki sem var orðið mjög illa farið og lé- legt. Er ég varð var við stóra sprungu í lyftigálganum og sá að hann gat látið undan hinum gífurlega þunga hvenær sem var, neitaði ég að vinna á tæk- inu. Ég var beinlínis að stefna lífi fjölda manna í hættu með því -að lyfta fleiri tonna þunga með ónýtri vél. Starfsbræður mínir voru þessu sammála en verkstjörarnir skömmuðu okkur og sögðu: „Tækið verður að nota, annars erum við í klípu". Mér var hótað brott- rekstri ef ég héldi ekki áfram á tækinu og þetta endaði með sameiginlegum fundi starfs- manna og yfirmanna. Við vitn- uðum í öryggisákvæðin en það vildu verkstjórarnir og fulltrú- arnir ekki hlusta á. Einn verk- stjórinn hafði sagt að ef dauðs- fall yrði af þessum völdum væri það á sína ábyrgð en ekki mína en trúnaðarmaður starfsfólks benti á að tækið væri stórgall- að. Þá kom öryggisfulltrúinn með málamiðlunartillögu þess efnis, að tækið skyldi notað í fjóra daga í stað sjö þar til nýtt tæki fengist. Hann lét þannig hagsmuni fyrirtækisins sitja í fyrirrúmi fyrir öryggi starfs- manna. Öryggi okkar á vinnu- stað byggist fyrst og fremst á eigin árvekni." „Þá má og benda á að skál- arnir eru alls ekki byggðir fyrir íslenzka veðráttu því í óveðrum hriplega þeir,“ segir Sigurður, „og á jafn rafmögnuðu svæði og í kerskálunum hlýtur vatn að vera stórhættulegt vegna leiðni sinnar. T.d. valda blaut verk- færi í raftengdum kerjum sprengingu og í stað þess að fyrirbyggja lekann er mönnum gert að forhita verkfærin." — Hvers vegna hafa starfs- menn í Straumsvík ekki tjáð sig um þetta fyrr? „Vegna hræðslu um að verða reknir,“ segir Guðmundur. „Það er fullur hugur í mönn- um um að fá úrbætur á stærstu vandamálunum og mikið rætt á vinnustað. Starfsmannafélagið gefur út blað með helztu bar- áttumálunum og það sem ber á góma í viðskiptum starfsmanna og yfirboðara. En það er óttinn við uppsögn sem letur menn til að framfylgja sínum málum. Einkum er hættan mikil fyrir samninga, en þá hefur mönnum verið hótað uppsögnum án skýringa en síðan hafa þær hótanir verið dregnar til baka eða bældar niður með samstöðu starfsmanna. Það er skoðun okkar að til að einhverjar úr- bætur fáist, verði að ná virki- legri samstöðu meðal starfs- manna. Eitt er það sem oft vill eyðiieggja samstöðuna en það er hin svokallaða slysakeppni eða öryggiskeppni sem yfir- menn álversins hafa komið á. Keppnin stendur milli deilda um að hafa sem fæst slys og vinningurinn var lengi Græn- landsferð en er nú úttektar- miðar í verzlunum. Þess vegna var það alltaf þaggað niður ef einhver slasaðist eða reynt að láta ekki á neinu bera ef ein- hver veiktist illa. Menn voru litnir hornauga ef þeir slös- uðust eða veiktust og minnk- uðu þannig möguleika deildar- innar á vinningnum. Þetta gekk svo langt að menn mættu oft fárveikir til vinnu og dæmi eru til um að liðið hafi yfir menn á leið til vinnu af þessum orsökum." — Víkjum aftur að mengunarhættunni. Teljið þið að hreinsitækin muni leysa þann vanda? „Einn trúnaðarmanna okkar fór til Noregs að skoða þar álver. Af þremur sem hann skoðaði voru tvö með mun betra fyrirkomulagi en við eigum að venjast. Þar var loftið í skálunum bætt verulega með loftstreymi úr kjallara sem var stjórnað af hreyfanlegum blöðk um utan á skálunum. Þetta er ódýr og einfaldur útbúnaður en mjög áhrifaríkur. Þriðja álverið sem hann skoðaði var í eigu systurfyrirtækis Isal, og þar virtist loftið mjög álíka og hjá okkur. Er betur var að gáð reyndust hreinsunartækin i kjallar ryðguð föst. I öllum verksmiðjunum voru fastráðnir læknar og hjúkrunarkonur alla daga vikunnar. Hins végar er fáránlegt að vera að tala um varnir gegn mengun þegar hér er beinlínis verið að stórauka mengun og hættu á heilsu- tjóni.“ — Hvað eigið þið við? „Það hefur áður verið rætt um úrgang úr gömlum kerjum sem eitt sinn var keyrt út að sjó. Nú er hins vegar þessi úr- gangur malaður og keyrður aftur inn í skálann og sturtað ofan í kerin. Þetta hefur valdið gífurlegri aukningu á rykinu og meiri óþægindum en nokkuð sem fyrr var aðhafzt. Það er verið að tala um hreinsitæki og mengunarvarnir um leið og svona er viðhaft. Það hefur líka oft verið sagt að I rauninni séu næg hreinsitæki þarna til staðar, þ.e.a.s. starfsmennirnir sjálfir.“ -JFM- V Sigurður Jón Olafsson og Guðmundur Þorstelnsson, starfsmenn álversins i Straumsvik ásamt barni Sigurðar. Jónas í Garðinum Hin nýstofnaði félagsskapur áhugamanna um leiklist í Garðinum, Litla leikfélagið, frumsýndi Drottins dýrðar koppalögn eftir Jónas Arnason fyrir nokkru. Auk þess fór fram kynning á höfundinum. Helgi Seljan flutti erindi um Jónas en Auður Sigurðardóttir las smásöguna Forstandis. Bóthildartríóið söng ljóð eftir Jónas af mikilli list. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Suður- nesjamenn flytja verk eftir Jónas Árnason í sérstakri dag- skrá, enda heiðraði höfundurinn þá með nærveru sinni í Samkomuhúsinu í Gerðum sem var troðfullt áhorfendum. Jónas tróð upp sjálfur af sínu alkunna sviðs- öryggi og skemmti með söng og upplestri. Átti Jónas salinn, ef svo má taka til orða, ekki sízt eftir að hann fékk yngri kyn- slóðina í lið með sér á sviðinu. Var „telpnatríóið" sem hann stofnaði þarna klappað marg- sinnis upp. Fyrir ungt félag í litlu byggðarlagi er Koppalognið mjög heppilegt verkefni og Iík- legt til vinsælda. Leikurinn gerist í sjávarþorpi og þar koma við sögu helztu embættis- menn sveitarfélagsins og sókn- ar. Og þótl efnið sé sót't svolítið aftur í tímann hittir margt í mark samtíðarinnar sem örvar hláturkirtlana. Sóknar- presturinn, síra Konráð, er leikinn af Kjartani Ásgeirssyni, Georg oddviti af Jóhanni Jóns- syni. Jakob hreppstjóra leikur Hreinn Guðbjartsson, Unn- stéinnKristinsson, Davíð skóla- stjóra og Kristbjörg Hallsdóttir leikur Kristínu, fulltrúa kvenna í hreppsnefnd. Eru þetta stærstu hlutverkin en auk þeirra eru nokkur litil hlut- verk, — og ekki verður annað sagt en að þau séu yfirleitt vel af hendi leyst. Leikstjórinn, Sævar Helga- son, á stærstan þáttinn í vel- heppnaðri sýningu, góðri frammistöðu leikara, og skemmtilegri leikmynd, sem hann vann og þykir með af- brigðum góð. Litla leikfélagið hefur nú sýnt Koppalognið og haft kynningu á Jónasi Árna- syni.þrisvar sinnum, auk barna- sýningar, en hyggst nú hleypa heimdraganum og sýna i Félagsbíói í Keflavík, á föstudag (4. mars). Höfundurinn, Jónas Árna- son, hefur sýnt Litla leik- félaginu þann hlýhug og velvilja að koma fram á hverri sýningu og það gerir hann einnig í Keflavík og víðar. En hann þarf víðar að koma fram á frumsýningum verka sinna en á Suðurhesjum. Um miðjan mánuðinn heldur hann til Mid- land i Texas til að vera við- staddur frumsýningu á Skjald- hömrum þar í borg. -emm. Jónas Arnason vakti mikla hrifningu i Garðinum, þegar hann tróð þar upp og skemmti leikhúsgestum með upplestri og söng. Einnig fékk hann yngra fólkið í lið með sér í sönginn,— þarna eru tvær litlar telpur að taka lagið með honum. -Ljósm. emm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.