Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 197.7 Erlendar fréttir Omar VALDIMARSSON I REUTER i Bandaríkja- menn herða reykingar Landbúnaöarráðuneytiö bandaríska tilkynnti í gær að reyktir hefðu verið 616 miftjarðar sígarettna í land- inu á síðasta ári. Eitthvað virðist reykingatizkan vera að breiðast út í Bandaríkjun- um, þvi að þessi tala sýnir níu milljarða aukningu. Carter Bandaríkjaforseti Reyndi að stöðva frétt um CIA-fé Husseins I framhaldi af uppljóstrun bandaríska blaðsins Washing- ton Ppst á leynilegum peninga- greiðslum til ýmissa þjóð- höfðingja — þeirra á meðal Husseins Jórdaníukonungs — hefur tvennt komið fram um- fram annað: Carter Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að þessum greiðslum verði haldið áfram fyrir opnum tjöldum til Husseins, og Carter reyndi sjálfur að fá Washington Post til að hætta við að birta fréttina, þar sem fyrst var frá þessu sagt. Að minnsta kosti hluti þess fjár, sem CIA hefur ætlað Huss- ein, verður greitt. Carter sagði eftir uppljóstrun Washington Post að hann hefði stöðvað þessar greiðslur, en ekki fengið séð að þær væru „ólöglegar eða óeðlilegar“. Times í London hefur eftir háttsettum stjórnarembættis- manni í Washington: ,,Ur því að einu sinni er búið að svipta leyndarhulunni af þessum fjár- Húsnæði íboði 220 ferm skrifstofuhúsnæði við Skipholt til leigu. Uppl. í síma 15060 milli kl. 13.30 og 17. Miðbær: 60-70 fm húsnæði óskast til leigu fyrir tannlæknastofu, sem næst mið- bænum. Skrifleg tilboð óskast send Dagblaðinu fyrir 20. marz merkt „Tannlæknastofa.“ Konur íBreiðholti Tízkusýning í Fellahelli fimmtudaginn 3. marz kl. 8.30. Dagskrá: 1. Kynning á Lancomé snyrtivörum og make-up sýning. 2. Módelsamtökin sýna föt undir handleiðslu frú Unnar Arngrímsdóttur. Sýnd verða föt frá Verðlistanum, Laugalæk og Klapparstig og verzluninni Jósefínu og Madam Glæsibæ. 3. Hárkollusýning frá verzluninni Hárprýði. Kaffi og kökur. Konur, mætið allar. Fjallkonurnar Hussein Jórdaníukonungur og Cyrus Vance utanrfkisráðherra ræðast við. Hussein fullyrti að upp- lýsingar Washington Post væru birtar til að eyðiieggja þann fund. greiðslum CIÁ er ekki hægt að leyna því á ný og þess vegna verður að halda áfram fyrir opnum tjöldum, eigi að vernda þjóðarhagsmuni Banda- ríkjanna. t jafneldfimum heimshluta og Miðausturlöndum er augsýni- lega mjög mikilvægt fyrir bandariska leyniþjónustu að hafa aðgang að Jórdaníu- konungi og þeim samgöngu- leiðum, sem hann hefur komið sér upp og heldur við. Einnig hefur verið frá því skýrt, að Bandaríkjamenn hafi gert svipað fjárgreiðslusamkomulag við tsraelsmenn, þótt það hafi að vísu alltaf verið á almennu vitorði. Washington Post hefur einnig skýrt ítarlega frá þvi á hvern hátt Bandaríkjaforseti reyndi að fá fréttina dregna til baka. Carter átti fund í Hvíta húsinu með Ben Bradlee, ritstjóra Washington Post, og bláða- manninum Bob Woodward eftir að hann hafði frétt af væntanlegri birtingu fréttar- innar um Hussein konung. Forsetinn er ekki sagður hafa óskað eftir að fréttinni yrði stungið undir stól í eitt skipti fýrir öll heldur gert þeim ljóst að því yrði hann fegnastur. Hann útskýrði að fréttir af peningagreiðslunum til Husseins, um leið og Cyrus Vance utanríkisráðherra sæti á fundum með honum í Jórdaníu, gætu valdið stór- skaða. Því bað hann um að fá að vita með 'sólarhrings fyrirvara hvenær fréttin ætti að birtast. Blaðið varð ekki við þessari ósk og birti fréttina nokkrum klukkustundum eftir fundinn í Hvíta húsinu. Forsetinn hefur gert leiðtogum þingflokkanna fulla grein fyrir afskiptum sínum af málinu. Lagði hann þunga áherzlu á, að Hussein konungur væri „áreiðanlegasti heimilda- maður Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Vegna frétt- arinnar varð fundur utanríkis- ráðherrans ög Husseins aðeins formsatriði. Haft var eftir Cart- er, að framkoma Washington Post hefði verið „óábyrg“. Þar að auki, sagði forsetinn, voru fréttalekar á borð við þennan til að „spilla stórlega" fyrir upplýsingaöflunargetu bandarískra leyniþjónustu- stofnanna. Fór hann þess á leit við þingmennina, að þeir aðstoðuðu sig við að stöðva slíka leka með strangari reglum um aðgang að leynilegum upp- lýsingum. Þykir Carter með þessu vera að vernda leynilegar — en lög- legar — aðgerðir CIA. Meðal þeirra, sem Carter forseti kallaði fyrir sig var Woodward blaðamaður Washington Post. Dreif ing matvæla Óskum eftir sterkum dreifingaraðila fyrir framleiðslu okkar sem er harðfiskur, saltfiskur, siid í ýmsum kryddlegi, fersk og frosin ýsuflök. Hjallfiskurh.f. Hafnarbraut 6, Kópavogi Sími 40170. ÆTLAÐIAÐ SKJÓTA ROCKEFELLER MEÐ BLÁSÝRUKÚLU Fyrrum frambjóðandi tii full- trúadeildar Bandaríkjaþings í Camden í New Jersey kom fyrir rétt þar í síðustu viku, sakaður um að hafa gert áætlun um að myrða Nelson Rockefeller, þáver- andi varaforseta, árið 1974. Það voru hægrisinnaðir öfga-. menn, sem lögðu á ráðin um að myrða Rockefeller, í þeim til- gangi að koma í veg fyrir að hann ásamt Henry Kissinger utanríkis- ráðherra og „kommúnistunum" tækju öll völd í heiminum. Sakborningurinn heitir Robert Dufalo og er 39 ára. Hann er sagður hafa viðurkennt við yfir- heyrslur hjá leyniþjónustunni að hann væri leiðtogi baráttuflokks innan hægri öfgasamtakanna John Birch Society. Dufalo hefur líka sagt frá því, að morðið hefði átt að fremja í júlí 1974. Hann ætlaði sjálfur að sjá um fram- kvæmdina ásamt þremur öðrum stuðningsmönnum John Birch Society. Ætluðu þeir að skjóta Rocke- feller í höfuðið með blásýrumeng- aðri kúlu. Dufalo bauð sig fram við for- kosningar repúblikana fyrir þing- kosningarnar í fyrra, en féll.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.