Dagblaðið - 03.03.1977, Side 24

Dagblaðið - 03.03.1977, Side 24
Gríska skipið siglir aftur á bryggjuna á Reyðarfirði Sjólag eins og heiðart jörn — stórtjón á skipi og bryggju Gríska loðnuflutningaskipió olli aftur skemmdum á bryggjunni á Reyðarfirði i gær kl. 17. Rakst stefni þess nú á bryggjuna þar sem loðnunni er landað. Jukust enn skemmdirnar á gríska skipinu. Bráðabirgðaviðgerð á lönd- unarbr.vggjunni kemur í veg fyrr tafir á löndun loðnu. Loðnubáturinn Guðmundur Jónsson frá Sandgerði aðstoðáði gríska skipið með því að keyra á það en allt kom fyrir ekki. Þriðja tilraun til að leggja skipinu að bryggju var gerð. Þegar hún mistókst líka var skipinu siglt út á leguna og liggur það nú þar við festar. Sýslumaðurinn á Eskifirði, Bogi Nilsson, kom til Reyðar- fjarðar í gær til þess að halda sjópróf en ekki varð úr þeim. Gríska skipið, Aliakmon Pro- gress er 10-12 þúsund lesta stórt. Kom það tómt frá Rotter- dam í fyrrakvöld til að lesta 850 tonn af loðnumjöli á Reyðarfirði. Eins og DB skýrði frá í gær rakst skipið þá á bryggjuna. Stórskemmdi það stálþil og olli stórtjóni, sem enn hefurekki verið metið. Gekk bryggjan um 3 metra inn í stefni skipsins þvert. Er þar opið gat á stefninu ofan við sjólínu þegar skipið er tómt. Þegar það hefur verið lestað verður gatið undir yfirborði sjávar eftir því sem bezt verður séð. Er því óhjákvæmilegt að gera við skemmdir skipsins, a.m.k. til bráðabirgða. Auk þeirra skemmda, sem nú hefur verið getið, olli skipið nokkrum skemmdum á Helga- fellinu, sem var að lesta vörur á Reyðarfirði. Brotnaði m.a. grindverk og flaggstöng og dæld kom á skut Helgafells. Ekki eru þessar skemmdir stór- felldar. Sjópróf verða haldin á Eskifirði í dag. -Vigfús/BS. „Utvegsmenn vilja bregðast við vandanum” — segir Jakob Jakobsson fiskifræðingur um tillögur LÍÚ „Mér finnst þetta mjög drengileg afstaða hjá útvegs- mönnum," sagði Jakob Jakobs- son fiskifræðingur í morgun um tillögur Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna um tak- mörkun þorskveiðanna í ár. „Aðalkosturinn við tillögur LÍU er sá, aó útvegsmenn vilja bregðast viö vandanum og tak- marka veiðarnar við þessi 275 þúsund tonn,“ sagði Jakob. „Aðferöin, sem þeir vilja hafa við takmörkunina skiptir ekki öllu máli frá mínum bæjardyr- um séð. Hún skiptir ekki máli, að því er tekur til þorskstofns- ins.“ „Utvegsmenn fara eftir þeim tillögum sem Hafrannsókna- stofnunin hefur lagt fram.“ LÍU vill setja hámark þorsk- veiðarinnar vió 275 þúsund tonn í ár. 260 þúsund komi í hlut íslendinga. Þá verði sagt upp samningum, er veita Fær- eyingum, Norðmönnum og Belgíumönnum veiðiheimildir hér og samningurinn við Vestur-Þjóðverja verði ekki framlengdur eftir að hann rennur út 1. desember næst- komandi. Nánar segir frá tillögunum annars staðar í blaðinu. -HH Einvígi Spasskys og Horts: Þríðja skákin tef Id í dag — Spassky hef ur hvftt Þriðja einvigisskák þeirra Horts og Spasskys verður tefld í dag. Hefst hún kl. 5. Verður skákin sýnd og skýrð fyrir áhorfendum. Jafnframt verða sýndar biðskákir þeirra Larsens og Portisch í Rotterdam og Meckings og Polugajevskis í Luzerne. Larsen og Polugajevski eru taldir hafa einhverja vinnings- möguleika. Ekki eru þeir þó meiri en svo, að skákirnar verða trúlega tvísýnar og spennandi. Aukaútgáfa af tímaritinu Skák kemur væntanlega út í dag. Verða í henni skákskýring- ar á þeim skákum, sem þegar er lokið. Þær annast þeir Smyslov og dr. Alster, aðstoðarmaður Horts. -BS. DB á innbrotsstað í Vöru- markaðnum í morgun: E.vjólfur Jónsson sundkappi með meiru við gluggann, sem farið var inn um. Litla myndin sýnir hluta þeirra skemmda sem unnar voru. DB-myndir: Sv. Þorm. Falsaðir flugvélavarahlutir í umferð í Evröpu: ALDREIFUNDIZT FALSAÐUR HLUTUR IFLUGVELHER — segir Grétar Óskarsson, frkvstj. Loftferðaeftirlitsins „Ég hef aldrei orðið var við falska varahluti eða „Bogus Parts", eins og þeir eru kallaði, við skoðanir mínar á flugvélum hér," sagði Grétar Öskarsson, framkvæmdastjóri Loftferða- eftirlitsins í viðtali við DB í gær. Fyrir nokkru skýrði blaóið frá því að upp hefði komizt um mikið magn falskra eða óviður- kenndra varahluta í umferð i Bell þyrlum i Evrópu. Það sama hefur síðan komið í ljós með varahluti í Boeing 727. Oft standast þessir hlutir ekki þær kröfur, sem verksmiðjurnar gera til þeirra og geta þvi verið hættulegir. Grétar sagði að stóru flug- félögin hér og Landhelgisgæzi- an skiptu aðeins við mjög viður- kennda aðiia og sama væri að segja um smáflugfélögin og eig- endur smærri véla hér. Eftir flugslys eru vissir hlutir hinnar brotlentu flug- vélar rannsakaðir. Við slíkar rannsóknir hefur ekki komið fram falsaður hlutur hingað til, að sögn Gretars. Annars sagði hann að þetta varahlutafals væri gamall draugur í fiugrekstri, af og til sk.vti upp málum af þessu tagi, misjafnlega alvarlegum. -G.S. Innbrota- faraldur í nótt — farið inn í6 fyrirtæki — Tveir handteknir í nótt voru innbrots- þjófar heldur betur á ferðinni t höfuðborginni, en alls var brotizt inn á sex stöðum. Voru þetta allt fyrirtæki. Brotizt var inn í Lysta- dún, Billjardstofuna í Einholti, Vörumarkaðinn, Ármúla, Tré- smíðaverkstæðið, Ármúla 5 og verzlunina Adam. Tveir menn voru handsamaðir grunaðir um innbrotið í Adam. Öll þessi innbrotsmál voru í rannsókn hjá lögreglunni og ekki hægt að fá frekari upplýsingar um þau í ntorgun. fijálst,aháð dagblað FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 Samræmdu prófin: Grunnskóla- nemar fylkja liði á f und ráðherrans Mikill urgur hefur verið I nemendum i 9. bekk grunn- skólans vegna fyrirkomulags nýafstaðinna prófa. Efna nemendur flestra skólanna í Reykjavík til hópgöngu á morgun. Safnazt verður saman kl. 13.30 á Hlemmtorgi og er ætl- unin að ganga að Alþingishús- inu. Þar munu einn fulltrúi úr hverjum skóla fara á fund menntamálaráðherra, sem' verður staddur í Alþingis- húsinu til þess að ræða vió hann. Vilja þeir sem fyrir göng- unni standa hvetja göngu- menn til þess að hafa ekki í frammi ólæti eða óspektir og vilja jafnframt hvetja sem flesta nemendur til þess að mæta til göngunnar. A.Bj. Loðnan: Bátarnir aðtínastút — óveðurá miðunum „Bátarnir eru að byrja að tínast út en þeir hafa flestir legið í höfn í Vestmannaeyjum, vegna veðurs,“ sagði Andrés Finnboga- son hjá Loðnunefnd I morgun. Það voru um 11 vindstig við Vest- mannaeyjar í gær og skipin þurftu að leita hafnar vegna óveðurs á miðunum. Nokkrir bátar voru með slatta þegar þeir leituðu í var. Andrés sagði að þetta hefði verið dálítil hvíld hjá áhöfnunum en eins og flestir vissu hefði veiðin verið stórkostleg undanfarið. Vonandi verður hún það enn um sinn. -KP Skjálftafjðldi við Kröflu i gær og nátt: Nær þreföld- un á einum sólarhring — sterkasti skjálftinn ínótt2.5stig Skjálftatíðni á Kröflusvæð- inu eykst nú mjög hratt, en búizt er við að hún nái há- marki alveg næstu daga. Frá kl. 15 í gær til 8.30 í morgun mældust 47 skjálftar, en á sama tíma sólarhringinn á; undan mældust 17. I nótt var sterkasti skjálftinn 2,5 stig en fjórir skjálftar mældust á bilinu 2 til 2,5 stig á Richterskvarða. Skv. upplýsingum skjálftavaktar- innar í morgun. Ekki munu þeir þó hafa fundizt. Miðað við þessa þróun taldi jarðskjálftafræðingurinn á vaktinni ekki ósennilegt að skjálftarnir yrðu 60 næsta sólarhring. -G.S. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.