Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 Bætum aðstöðu Valfrelsi — Þjóðar- atkvæðagreiðslu um bjórinn Birgir Jónsson simaói: Mér finnst algert lágmark að menn fái að drekka sterkt öl á íslandi. Það gengur ekki að nokkrir öfgafullir templarar og ráðlausir þingmenn ráði f.vrir heila þjóð í þessu máli. tslendingar eru furðufuglar í áfengismálum í augum útlend- inga. Strax og landinn er kominn í fríhöfnina á Keflavíkurflug- velli á leið úr landi drekkur hann þindarlaust. þennan for- boðna drykk. Farmenn og flugmenn eru einu Islendingarnir sem mega drekka bjór á Islandi lögum samkvæmt, en aðrir mega ekki svo mikið sem taka með sér eina einustu bjórflösku inn í landið. Mér er því spurn: Er þetta réttlæti? Krafan hlýtur að vera valfrelsi, þjóðarat- kvæðagreiðslu um bjórinn. sjomanna — röng veðurspá hef ur kostað þjóðina mörg mannslíf Þann 23. febrúar skrifaði veðurfræðingurinn Páll Berg- þórsson athyglisverða grein í Þjóðviljann, vegna veður- fregnaþjónustu til landsmanna. Hérna er maður eins og Páll á réttum stað og hann kann sitt fag, en hitt er hróplegt, að menn skuli ekki getað notið sín í starfi og skilað verkum sínum til þjóðarinnar vegna hégóma. sérvizku, einstrengingsháttar og stórmennskubrjálæðis ein- staka stjórnsýslumanna i okkar þjóðfélagi. Páll Bergþörsson hefur með þessari grein sinni afhjúpað þá óhugnanlegu staðreynd að stjórnsýslukerfið er svo gallað að það mun hafa mörg sjómannslífin á samvizkunni. Vestfirðingar vita hvað það þýðir ef rétt veðurspá berst ekki á réttum tíma. Það hefur kostað þjóðina mörg mannslíf. A sínum tíma skrifaði ég ádeilu á Veðurstofu íslands vegna þess sem Páll rekur í grein sinni. Var ádeila mín byggð á hörmulegu sjóslysi þegar m/s Sæfari fórst með allri áhöfn, en þá var allan þann dag útvarpað rangri veðurspá. Það eru oft fljót að skipast veður í lofti hérna útaf Vest- f jörðum, enda var brezkt veður- athugunarskip hérna i seinni tið til aðstoðar brezkum sjó- mönnum. Brezka þjóðin litur sjómenn öðrum augum en tslendingar. Það kom berlega í ljós hjá einum þingmannanna okkar á Alþingi fyrir stuttu síðan, en hann taldi það óþarfa að leggja í kostnað til þess að sjómenn nytu þess að sjá sjón- varp. Hann sagði að þetta væru nú svo fáir menn. ef hann telur okkur þá menn. Rétt er að nefna þennan þingmann, sem aldrei hefur migið í saltan sjó, en er fremur vel að sér í leikaraskap með kúlubolta, hann Ellert Schram. Það er staðre.vnd, að sjó- mennirnir eru burðarásinn í ís- lenzku efnahagslifi, það ættu þingmenn að vita, eða gera sér ljóst, ef þeir fara ekki til sjós verður lítið gert i landi en fólk- ið á Reykjavíkursvæðinu gerir sér það ekki ljóst og svo er raunar víðar. Hér eru þvi lágmarkskröfur sjómanna um allt land: 1) Að þeir fái sendar út nýjar veðurfregnir hverju sinni og ef um skyndilegar veðurbreyting- ar er að ræða verði þeim út- varpað strax!! I stað þess að útvarpa röngum fréttum sem geta valdið skipsköðum og manntjóni. 2) Að ríkið sjái sjómönnum Stór hópur manna kann að stjórna gerðum sínum Lokunargjald bæjarsíman en hækkaði um sl. áramd fyrir fyllsta öryggi í þessum efnum, með því að hafa veður- athugunarskip út af Vest- fjörðum yfir verstu vertíðar- mánuðina og breyti veður- fréttaútsendingu í samráði við Veðurstofu Islands. 3) . Öll fjarskiptaþjónusta verði bætt. Það er ekki nóg að setja á öryggisvakt eins og á Patreks- firði yfir ónýtum tæk.jum!! 4) Þessi atriði eiga öll forgang áður en sjónvarpsaðstaða til handa sjómönnum er bætt. 5) Vakt verði hjá Ríkisút- varpinu allan sólarhringinn yfir vetrarmánuðina og út- varpað léttu efni yfir nóttina, en sjómenn vinna allan sólar- hringinn. Skal þetta vera öryggisvakt til handa sjó- mönnum. 6) Sjónvarpsaðstaða handa sjó- mönnum bætt. Ég vil geta þess að sjómanns- konur á Patreksfirði sendu áskorun til forráðamanna þjóðarinnar um bætta öryggis- þjónustu til handa sjómönnum, en þeir hafa daufheyrzt við þeirri áskorun — eða hvað hef- ur verið gert?? Að lokum, sjómenn munu taka til sinna ráða ef þessum málum verður ekki sinnt. Magnús Guðmundsson sjómaður, Patreksfirði. tvær skoðanir á málinu, vand- inn er bara sá að þora að takast á við málið og gera það þá þann- ig að einhver stjórn sé á hlutun- um, en sleppa ekki öllu lausu út í tóma vitleysu. Það er nefni- lega þannig að það er mjög stór hópur manna sem „kann“ að stjórna gerðum sínum og þessir þegnar eiga heimtingu á því að tekið sé tillit til þeirra. Hvað verðið snertir ætti ekki að vera vandi að finna út úr því. Smygl- ararnir þekkja það og „ýmsir fleiri", en að geta ekki fengið sér b.jór án þess að brjóta lög er okkur til skammar. Eg skora á ykkur, alþingismenn, að láta ekki þá sem sjá málið innan mjög takmarkaðs skilnings, klúðra þessu máli einu sinni enn. Sigurður Eliasson hringdi: Mig langar til þess að fá upp- lýsingar varðandi lokunargjald það sem síminn bætir við reikn- inginn ef menn gleyma að borga á tilsettum tíma. Ég man ekki til þess að hafa séð birta reglugerð um þetta en einhvern veginn kann maður betur við að sjá slíkt áður en farið er að rukka gjöldin inn. Annars er þetta meistaralega vel til fundin skattheimta sem símanum er í lófa lagið að inn- heimta. Svar: A bls. 631 í símaskránni, sem gefin var út 1976, stendur m.a. í kaflanum er nefnist Almennir skilmálar. XIII. kafla. 2. Greiðsluskilmálar; grein 2.2: „Sé eitthvert g.jald til símans Jean Jensen skrifar: Þar sem nú liggur fyrir Alþingi fruntvarp, svokallað bjórfrumvarp, vil ég nota tæki- færið og leggja þar orð í belg. Ég hef lesið margar greinar í blöðum undanfarið, með og móti frumvarpinu. Vegna þess langar mig að varpa því fram hér hvort þeir sem eru á móti geti fallizt á það að le.vfð sé sala á bjór i Áfengisverzlun ríkisins með ákveðnum skil.vrðum til reynslu í 1 ár. Ég fæ ekki betur séð en að bann til þeirra sem sækjast mikið eftir að geta fengið sér b.jór geri annað en þjóna hags- munum smyglara. Nú, ef menn tre.vsta ekki Áfengisverzlun rikisins fyrir þessu, þá væri kannski bezt að láta smyglar- ana um áfengissöluna líka? Nei, ég held að menn verði að skil.ja það, hvort sent þeim líkar betur eða verr. að þarna eru V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.