Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 .9 Vinnuveitendur um lágmarkslaunin: „Erfitt að breyta launastrúktúmum " ,,Okkur finnast kröfur Alþýðusambandsins afar fjar- stæðukenndar,“ sagði Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, í viðtali við DB í gær. Hann taldi erfitt að spá hvort til verkfalla kæmi Hvað um 100 þúsund króna lágmarkslaun? Ólafur sagði að ákaflega erfitt væri að breyta launa,,strúktúrnum“ í landinu svo að varla væri hægt að tala um þessa kröfu um lágmarks- launin út af f.vrir sig. Málið væri flóknara en svo. Hann áleit eðlilegt að stjórn- völd kæmu inn í samninga- málin eins og fram kæmi í ályktun Vinnuveitendasam- bandsins nú. Vinnuveitenda- sambandið harmar kröfugerð Alþýðusambandsins og segir: „Kjaraákvarðanir, sem ekki tækju mið af efnahagshorfum og afkomu atvinnuvega, mundu kalla yfir þjóðina í vaxandi mæli víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds, aukinn viðskipta- halla og gengislækkanir. rekstrarörðugleika og óvissu í atvinnumálum. Því ber að harma, að tillögur nýafstaðinn- ar kjaramálaráðstefnu Alþýðu- sambands Islands skuli þessu marki brenndar, auk þess sem boðuð er frekari kröfugerð Al- þýðusambandsins, landssam- banda og einstakra stettar- félaga,“ segja vinnuveitendur. Þeir segjast reiðubúnir til að taka þátt í þríhliða viðræðum við verkalýðshreyfinguna og ríkisvaldið. -HH Fjör á Sand- gerðisbryggiu ..Torgsala er stranglega bönnuð stjóri á mb. Valþóri, 11 tonna þil- hér á Sandgerðisbryggjunni," farsbáti, þegar ein aðkomufrú svaraði Óskar Hermannsson, skip- vildi fá keypta eina ýsu. „Aumt er Ásmundur Böðvarsson teygir sig eftir „stroffunni" sem er næstum að springa undan ýsutonninu, sem fer rakleitt í herziuna — og verður innan tiðar komið í plastpokana sem úrvals harðfiskur. Ljósm. emm. Góður gestur á árshátíð ísl.- ameríska félagsins Valdimar Björnsson fyrrum fjármálaráðherra Minnesota- ríkis hefur þegið boð íslenzk- ameríska félagsins að vera heiðursgestur á árshátið félags- ins sem haldin verður í Vík- ingasal Hótel Loftleiða næst- komandi laugardag, 5. marz. Valdimar mun auk þess halda aðalræðu á árshátíðinni og Sigurður Björnsson óperu- söngvari syngur einsöng með undirleik Carls Billich. Verða aðgöngumiðar afhentir í dag að Neshaga 15. Sæljónið með 662tonn —frááramótum Sæljónið kom til Eskifjarðar í gærmorgun með 35 tonn og leggur upp hjá f.vrirtæki sínu Friðþjófi hf. Aflinn var að niestu þorskur nema 8 tonn af ýsu. Tvær harðfiskverkunar- stöðvar eru á Eskifirði, Sæberg og Sporður, og kaupa þær alla ýsu sem berst á land. Sæljónið, sem er 142 brúttó- lestir. stálskip smíðað á Akur- eyri 1974. fiskaði í fvrravetur frá áramótum til 10. mai 662 tonn. Regína Th./ahj. „Hún hefði getað fengið þennan,“ segir Öskar Hermannsson og lyftir upp golþorskinum sem um margra ára skeið hefur tekizt að sleppa við öll veiðarfæri — þar til hann lét ginnast af ætilegri beitunni hjá þeim á Vaiþóri — þar með voru dagar hans taldir. það orðið, ekki lengur hægt að fá svo sem eina bröndu í soðið," sagði hún heldur stutt í spuna og strunsaði á brott áður en Öskar, sem var nú meira að gera að gamni sínu, gat gefið henni upp raunverulega ástæðu — hver ýsu- uggi var nefnilega þegar kominn eitthvað áleiöis í harðfiskpakk- ana, — á vörubílspalli í áttina til Kópavogs. „Annars hefði hún getað fengið þennan," sagði Óskar og lyfti upp golþorski sem lá efstur í hólfinu þar sem þorsktonnið var. „Frysti- húsin gleypa við öllu þessu,“ hélt Öskar áfram þegar hann sá augu okkar beinast frá þorskinum að hólfi þar sem greina mátti stein- bít, karfa, löngu, keilu og ýmsa skrímslfiska sem venjulegur landkrabbi ber ekki kennsl á. Óskar sagðist vera suðurfluttur Hríse.vingur og hafa róið frá Sandgerði síðan í haust, á línu. Við spurðum hvort hann ætti einn þennan snyrtilega bát. „Nei, eig- endurnir eru eiginlega tveir.“ Við litum á hinn skipverjann, Ásmund Böðvarsson, sem tók á móti „stroffunni" upp á vörubíls- pallinum, töldum víst að hann væri hinn eigandinn. „Nei, það er ekki hann,“ sagði Oskar, og hló við, „við Jóhannes Nordal eigum bátinn saman." Þótt mest allt snúist um loðn- una um þessar mundir er vel þess vert að gefa smábátunum gaum. Þeir draga að landi eftirsóttan og verðmætan fisk. Daglegur afli mælist kannski ekki í hundruðum lesta eins og loðnuskipanna sem komu hvert af öðru inn í höfnina alveg á „nösunum“, en sáfnast þegar saman kemur. Þeir Asmundur og Óskar sögðust hafa reitt þetta 3-4 tgnn í róðri, frá áramótum — tveir á, af ágætis fiski. Róið væri upp á hvern éinasta dag, enda veður- sæld mikil, logn og blíða, svo að elztu menn muna ekki annað eins. „Aðstaðan fyrir smábátana mætti vera betri,“ sagði Asmundur, „til dæmis vantar til- finnanlega annan löndunarkrana, einn er allt of lítið þegar allir aðkomubátarnir landa hérna líka. Láttu það fylgja með að við erum . þeirrar skoðunar að ekki væri neinn fisk að fá á þeim miðum sem við róum nú á — ef dragnótin hefði verið leyfð.“ emm Auglýstu í Haf narf irði eftir fólki til Ytri- HÍahAu 3L, ■ ■ m* — skortur á „heilsdags”- NjarOVIKUr fólkiáSuðurnesjum Allóvenjulega auglýsingu gaf að líta í Dagblaðinu sl. laugardag. Þá auglýsti frystihúsið Saltver í Ytri-Njarðvík eftir starfsfólki úr Hafnarfirði. F.vlgdi það í auglýs- ingunni að fólkið yrði keyrt á milli. Þá var tekið fram að um loðnufrystingu væri að ræða. Dagblaðið forvitnaðist um til- drög þessarar óvenjulegu auglýs- ingar, sem um leið gefur til kynna að sízt muni atvinnuleysi hrjá Njarðvíkurbúa þessa dagana. Hjá verkstjóranum í Saltveri fengum við þær upplýsingar að auglýst hefði verið eftir heilsdags starfsfólki oftar en einu sinni i blöðum og innan Njarðvíkur en engir hefðu gefið sig fram. Því hefóu forráðamenn Saltvers brugðið á það ráð að auglýsa eftir hafnfirzku vinnuafli og hefði það borið góðan árangur. Svo vel vill til að einn af föstum starfsmönnum Saltvers hefur ver- ið búsettur í Hafnarfirði um ára- bil og ekur því hvort eð er til Ytri-Njarðvíkur á degi hverjum og nú fær nýja starfsfólkið að fljóta með. Þannig leysti Saltver úr vinnu- aflsskorti á skjótan og hagkvæm- an hátt. Mikil loðna hefur borizt til Ytri-Njarðvíkur frá þvi um miðja síðustu viku. Okkur var tjáð að yfirleitt hefði verið unnið til miðnættís og væri nær eingöngu um loðnu að ræða, þó svo einstaka þorskfarmur slæbdist með inn á milli. -JFM- Yfir 20 þúsund tonn af loðnu á Reyðarfirði Nú hafa borizt yfir 20 þúsund tonn af loðnu til bræðslu á Reyðarfirði. Verksmiðjan bræðir um það bil 600 tonn á sólarhring. Löndunarbúnaður er mjög góður en bátarnir geta dælt beint í tankana með af- kastamiklum dælum. Hægt er að dæla 250 tonnum á klukku- stund. A miðvikudagsmorgun komu hingað Þórður Jónasson og Guðmundur Jónsson og lönd- uðu loðnu. Meira hefur verið unnið í frystihúsinu hér í vetur því að samkomulag hefur verið um að frystihúsið taki á móti 40% af afla Eskifjarðartogaranna til vinnslu en loðnufrystingin hefur öll verið á Eskifirði. Vigfús/abj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.