Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 n — Er Amin, sem svona hefur haldið um stjórntaumana og m.vrt svo gengdarlausl, kol- brjálaður? An þess að hafa lækna- skýrslur til að vitna í er ómögu- legt að gefa hiklaust svar við þessu. Allt bendir þó til þess að svo sé. Hann er margbreyti- legur maður, vel þjálfaður her- maður en skortir almenna þekkingu. Hann hefur gífurlegt sjálfstraust og er framagjarnari en nokkur annar. Hann er ótrú- legur nautnabelgur. Hann hefur töluverða kímnigáfu en um grimmd hans þarf heldur ekkert að efast.Læknir, sem verið hefur í þjónustu Samein- uðu þjóða\ina i Uganda, segir að allt hátterni Amins komi h’eim og saman við að hann þjáist af sýfilis á 3. stigi — í heilanum. — Hve lengi getur Amin haldið völdum? Aðeins bylting eða opið stríð við nágrannaríki getur komið honum frá. Amin, sem nú er fimmtugur, hefur lifað af margar uppreisnartilraunir og banatilræði. Hann á eftir að lifa af fleiri. Meðan hann sér her- mönnum sínum fyrir hitling- um og útvegar þeim góð vopn kaupir hann sér tryggð þeirra og svigrúm til athafna. V.-'-Ny- — I ' Arua» Métz YDfZU \ /C/Z/ST/VI& mUGANDA ZAIRE /Í/C/A/ / I mm 4/ZA//R £/f>/ ^TAXZANIA ___________________________^_________ VAKNIÐ AF SVEFNINUM Olíunotkun þjóðarinnar á stóran þátt í því efnahagsöng- þveiti sem þjóðin er nú I. Talið er að olíuskuld okkar við Rússa sé um sjö milljarðar. Hver millj- ónasamningurinn eftir annan er gerður við þetta eitt- hvert stærsta herveldi heims, sem vinnur markvisst að því að leggja undir sig heiminn og géra hann að andlegu og efna- hagslegu fangelsi, eins og þegar blasir við austan stærstu fang- elsismúra heims (járntjalds- ins). En þrátt fyrir alla sölu- samninga grynnist ekkert á olíuskuldunum. Afturhaldið sér blóðhlaupnum augum eftir því fjármagni sem fer í orku- beizlun og stóriðju, en það sér ekkert athugavert við þessa stórhættulegu olíuskuld. Og yfirleitt er það ekkert að amast við óhófeyðslu þjóðarinnar og forystumanna hennar á flestum sviðum. Það er til dæmis ekkert fjas- að yfir hinni geysilegu fjár- magnseyðslu og þeirri siðferðis- og heilsufarslegu upplausn sem áfengisneyzlan leiðir yfir þjóðina. Ég held að það hafi komið fram á Alþingi að það þyrfti yfir fimm hundruð sjúkrarúm fyrir geðsjúklinga. Hvert rúm kostar yfir tuttugu þúsund krónur á dag, ætli það verði ekki yfir sjö til átta milljarða á ári. Þessi mikla geð- veila þjóðarinnar stafar af lang- mestu leyti af ofnautn áfengis og eiturlyfja. Hvað kostar Geirfinnsmálið og hin fjölmörgu afbrotamál sem framin eru undir áhrifum áfengis? Eg held að engin ríkisstofn- un valdi eins miklu andlegu og 'efnahagslegu böli og Áfengis og tóbaksverzlun ríkisins. Það má með sanni líkja henni við illkynjað krabbamein og dulbúna eiturlyfjamiðstöð eins og Gísli Sveinbjörnsson benti á í Dagblaðinu þann 24. febrúgr sl. Það er sannarlega ömurleg staðreynd að aTIir forráðamenn þjóðarinnar ( úr öllum flokk- um) skuli ekkert sjá athuga- Kjallarinn IngjaldurTómasson vert við þessa óhugnanlegu ríkisófreskju, sem veldur meira heimilis- og þjóðarböli en tárum taki. Spörum olíuskaðvaldinn Það er engu líkara en nokkur hluti tslendinga sækist í að sitja fastur í olíumengun, líkt og sjófuglar sem fljúga í olíu- lygnur (samanber „þangað er klárinn fúsastur sem hann er kvaldastur“). Afturhaldsliðið gegn virkjunum og stóriðju heldur stöðugt uppi miklum áróðri gegn mengun álversins í Straumsvik, en þegir. ætið um hina stórhættulegu mengun af oliu, bæði í sjó, landi og lofti. Aldrei er heldur minnzt á mengun frá áburðarverksmiðj- unni eða sementsverksmiðj- unni. Það er allt í lagi ef meng- unin er ríkisrekin (þjóðleg). Við höfum nú í vetur notið óvenjumargra góóviðrisdaga, en þeim hefur fylgt mikil kolsýringsmengun hér i Reykjavík. Allir þeir sem geyma bíla sína úti hafa séð mengunardrulluna setjast blýfast á bílrúðurnar. Það er ekkert talað um hið mikla úrgangsolíumagn, sem islenzki skipaflotinn losar í sjó- inn kringum landið, né heldur um alla eiturmengunina af frá- rennsli Faxaflóasvæðisins. Væri nú ekki ráð að allir ís- lendingar sameinuðust um að spara eins og mögulegt er stærsta mengunarskaðvaldinn, sem bráðleg'a tortímir öllu ef ekkert verður að gert og jafn- framt setja í gang okkar miklu hreinu og mengunarlausu orku og bæta þar með gjaldeyris- stöðuna og tryggja sjálfstæði þjóðarinnar? Eg vil skora á stjórnvöld landsins að gera nú álíka stór- framtak i orkumálum eins og viðreisnarstjórnin gerði með Búrfellsvirkjun og láta ekkert afturhaldsgaul staðnaðra manna hræða sig við endur- reisn þjóðarinnar, sem er tengd opnun hinna miklu auðlindá, sem þjóðin er svo stórrík af. tslendingar, vaknið af hóg- lífis-, eyðslu- og trúleysissvefn- inum og gerið kröfur til ykkar sjálfra og ráðamannanna um nýja sparnaðar og hagsýnis- stefnu á öllum sviðum þjóðlifs- ins. Þá munu núverandi heima- tilbúnir erfiðleikar þjóðarinnar fljótlega hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ingjaldur Tómasson verkamaður * Meðan Rómaborg brennur... Líklega hefur því verið logið upp á Neró keisara að hann hafi kveikt í Rómaborg og síðan leikið a sítar og sungið, meðan logarnir sleiktu hvert hverfið eftir annað. En hvað um það, þessi sögn hefur lengi verið notuð til viðmiðunar þegar rætt hefur verið um svívirðilegt skeytingarleysi á ægilegri ör- lagastund. Mér þykir því vel við hæfi að geta hennar nú þegar um er að ræða hvernig islend- ingar flestin. loka augunum fyrir máli málanna: framtíð barna okk’at* og barnabarna í heimi á'glötunarbarmi. Meðan ægilegur skortur vofir yfir þjóðunum, þar með okkur sjálf- um, rífumst við um hvort rétt sé að leyfa sölu á áfengum bjór eða ekki. Ég segi ekki að bjórinn skipti engu máli. Eg mun koma að því síðar að líta má á hann sem örlítinn anga af vandamálum þjóðarinnar og jafnvel mannkynsins. En ég geymi mér hann þangað til síðast í þessari grein. Á þessu stigi munu flestir hætta að lesa þessa grein og stinga hausnum í sandinn. F.vrir hina sem raunar hafa miklu minni þörf fyrir fræðslu. skal ég rifja upp nokkrar stað- reyndir og framtíðarhorfur ntannkyns. Mannfjölgunin Árið 1650 er talið að mann- fólkið hafi verið hálfur milj- v arður, og fjölgunin var á þeim öldum eitthvað hm 0,1% á ári, sem þýðir rúmlega 10% fjölgun á heilli öld og svö'hæg er þessi fjölgun að hún samsvarar aðeins tvöföldun á 700 árum. Samt væri hún óþolandi til lengdar, því að þetta þýðir þús- undföldun á 7000 árum og það er ekki langur tími í jarðsög- unni. J byrjun átjándu aldar er talið að mannfjölgunin hafi' verið orðin 0,3% á ári og 0,6% um miðja nitjándu öld. Lang- mest var þá fjölgunin hjá Evrópuþjóðum og afkomendum þeirra, einkum vegna fækk- unar dauðsfalla af sjúkdómum sem menn voru smám saman að ná tökum á. Nú hefur þessi þróun mála breiðst til fátækari þjóða. svo að fjölgunin þar er orðin 2—3% á ári, en 0,5—1% í iðnaðarlöndunum. Meðaltalið er talið um 2%. Það þýðir tvö- földuh á 35 árum, en þúsund- földun á 350 árum, ef ekkert verður að gert. Árið 2000 verður mannkynið þannig orðið meira en 6 miljarðar, móti fjórum miljörðum, sem það er nú. Hvað sem öllu öðru liður, getur þetta auðvitað ekki geng- ið tii lengdar. En jafnvel þótt á þessum vanda væri ráðin bót, svo að fólkinu hætti að fjölga. er margs annars að gæta. Þurrð nóttúrugœða Langmest af orkugjöfum mannkynsins er þess eðlis að þeir þrjóta á tiltölulega skömm- um tíma, jafnvel þótt mann- fjöldinn standi í stað. Olía, kol og jarðgas nema samtals nærri 98% af frumorkugjöfum í heiminum og allt eru þetta efni sem endurnýja sig ekki, þegar af þeim er tekið. Olían er talin geta enst í 20 eða 30 ár, en jarðgasið í 20—40 ár, kolin hins vegar svo öldum skiptir. Sá vandi að finna orkugjafa í staðinn er ef til vill leysanlegur en til þess þarf gífurlega snör handtök og umfram allt þarf að hugsa áður en hafist er handa. Fjöldamargir málmar og önnur efni taka að þrjóta álíka fljótt eða litlu seinna en þeir orku- gjafar sem hér voru nefndir. Gróðurmold og gjafmildi hennar eru líka takmörk sett, einnig sjávaraflanum. Til að bregðast við þessum vanda verða þjóðirnar að verða sér meðvitandi um að þær eru eins og áhöfn á skipi í sjávar- háska og hafvillum. Ef nokkur mannslund er í skipsfélögum, reyna þeir að skipta sem bróðurlegast birgðunum og hjálpást að til þess að leita sér lífsbjargar. Endurskoða þarf alla sambýlishætti manna og þjóða, stöðva óþarfa sóun sem meðal annars fylgir hinum ómennsku stórborgum, stöðva mengunina sem kemur fram í ólíklegustu myndum, jafnvel í Kjallarinn Páll Bergþörsson afrennsli áburðarefna. Þó er sennilegt að mengunin, eins og hún er vanalega skilgreind, sé viðráðanlegri en margt annað. En hvað ér mengun? Mér er hugstætt að hún stafar ekki ein- ungis af iðnaðarreyk og eitúr- efnum í afrennsli, heldur er hún iðulega fólgin í sjálfvilj- ugri spillingu eigin líkama. Vissulega hefur fikniefna- neysla lengi viðgengist en hún má þó heita að vera komin á nýtt stig. Margfaldar sam- göngur á við það sem áður var og skefjalaus áróður fjölmiðla auðvelda dreifingu þessara eiturefna um alla útkima mannabyggðar. Aulafyndni róðsettra borgara Það er dálítið mótsagnakennt þegar fólk sem hneykslast á verksmiðjuréyk, er í þeim töí- uðum orðum að dæla heitum og eitruðum reyk ofan í sín eigin titrandi lungu.Milli reykjarsog- anna er svo borin á borð aula- fyndni, ef ekki um síðasta fyllirí, þá um það næsta. Enn óklæðilegra er þó það þegar rosknir og ráðsettir borgarar gerast þátttakendur i þessari aulafyndni, eins og umræður um bjórfrumvörpin sýna. Hvorki íslenska þjóðin né aðrar þjóðir eru þurfandi fyrir forsjá slíkra manna. Við. þurfum nýjan hugs- unarhátt, sniðinn eftir þeim stórkostlegu, en um leið heill- andi, vandamálum sem mann- fólkið stendur frammi fyrir. Þetta nýja hugarfar er for- senda þess, að eitthvað skyn- samlegt verði gert. En ef svo verður ekki, mun núlifandi kynslóð fá enn ljótari eftirmæli en Neró keisari. Það sem verra er, sá harði dómur eftirkom- endanna þarf ekki að byggjast á neinum slúðursögum, heldur á köldum staðreyndum. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.