Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 3
DACBLAÐIÐ. FIMMTL'DACUH 3. MARZ 1977
3
Nií er mælirínn
blind-fullur
—ballett-skaut og Tjalla-spark (staö körfubolta
Garðar Óskar Sverrisson
skrifar:
Síðastliðinn mánudag (28/2)
sló Bjarni Felixson botninn í
íþróttaþátt sinn í sjónvarpinu
með ballett-skauti sem tók
dr.vkklanga stund og síðan
sagðist hann þakka fyrir
kvöldið!!! Sem körfuknattleiks-
áhugamaður bjóst ég að sjálf-
sögðu ekki við miklu feitmeti
frá Bjarna og tók mér því skeið-
klukku í hönd og settist við
skjáinn til að sannre.vna hve
mörgum SEKÚNDUM (því
mælieiningin mínúta hefur
ekki reynzt notadrjúg) Bjarni
m.vndi eyða í hina þrjá körfu-
boltaleiki helgarinnar, sem ég
leyfi mér að fullyrða að voru
viðburðaríkasti þátturinn í yfir-
standandi íslandsmóti það sem
af er. En hvað gerðist? Það var
ekki mér að kenna að klukku-
startið fór forgörðum heldur
Bjarna. Sem sagt ekki eitt ein-
asta orð um stórleikina þrjá.
Sem fréttamaður myndi ég
svo sannarlega þakka fyrir
kvöldið, eins og Bjarni gerir, ef
ég fengi að sinna áhugamálum
mínum á fullu kaupi en sleppa
þvi sem ekki vekti áhuga minn.
Staðreyndin er sú að eftir að
Bjarni tók við sem íþrótta-
fréttaskýrandi, komumst við
sjónvarpsnotendur varla hjá
því að þekkja hvern einasta
kjaft í brezku knattspyrnunni.
Ég vil fara þess á leit við
Bjarna Felixson, ef hann telur
ásakanir um hlutdrægni sina á
sviði fréttamennsku órétt-
mætar. að hann svari hrein-
skilnislega eftirtöldum spurn-
ingum. Að öðrum kosti dragi
hann sig í hlé og skammist sín.
1) Hyggst þú halda áfram að
slá slíka botna sem þú slóst á
mánudaginn var og sniðganga
þannig vinsælustu og mest iðk-
uðu íþrótt í heimi?
2) Eg veit að tími íþróttafrétta
er takmarkaður. En finnst þér
virkilega ekki „Tjalla-
blöðrusparkið“ taka hlutfalls-
lega of mikinn tíma á kostnað
annarra íþróttagreina?
3) Ef þú hefur verið að vinna á
vegum sjónvarpsins sl. laugar-
dag á milli kl. 1 og 5 þegar
þessir topp-leikir fóru fram.
Hvað í heiminum aðhafðist þú
þá?
Það er ótvíræð skylda þín
sem opinbers fréttamanns að
\
Bjarni Felixson
gera hreint fyrir þínum dyrum
því það hefur einatt verið regla
hjá þessum ríkisfjölmiðli að
gæta fyllstu hlutlægni, hvort
sem um íþróttir eða annan
fréttaflutning er að ræða.
Spurning
dagsins
Telurþú
líkurá
verkföllum
r
a
næstunni?
Erlingur Thoroddsen, bllstjóri:
Ég vona ekki, en miðað við
reynslu fyrri ára, má buast við
verkföllum fyrirvaralaust.
Allt í drasli og skít
— harðorð gagnrýni á sambýlið í Sogni
Starfsmaður Heilsuhælisins í
Hveragerði skrifar:
Mig langar að gera nokkrar
athugasemdir við grein sem
birtist í Dagblaðinu laugardag-
inn 26/2 um sambýlið í Sogni í
Ölfusi.
Við starfsmenn Heilsuhælis
NLFÍ hlógum með sjálfum
okkur þegar við lásum þá grein.
A ég þar við tal sambýlisfólks-
ins um að það hafi lítið annað
að géra en að elda í sig og
„ræsta" húsið.
Það vildi nú til að við áttum
leið þangað upp eftir um ára-
mótin vegna bilunar í hitakerfi
hússins. Þurftum við að fara í
öll herbergi hússins en enginn
hafði verið þar síðan fyrir jól.
Allt var í drasli og skít í flest-
um herbergjunum. ekki hafði
verið vaskað upp í eldhúsi og
kjallarinn var fullur af sagi,
hefilspónum, hundaskít og
öðru drasli (leifar af 500
þúsund króna styrknum).
1 herbergjum hafði hvorki
verið búið um né annað lagað
til. í kringum húsið hafði ekki
verið tekið til né sópað síðan í
haust að öllum líkindum. Verst
er hvernig hefur verið farið
með húsið sjálft. Það þurfti að
skipta um tvær rúður á annarri
hæð í desember. Þær höfðu
verið brotnar og engar
skýringar gefnar á því. Nú er
búið að brjóta fjórar rúður við
aðalinngang hússins. Þá hefur
málningu verið hellt niður í
teppi, sparkað í gegnum hurðir
og fleira.
Ég vil taka það fram að húsið
var í fyrsta flokks ástandi
þegar þetta fólk kom. Það hafði
áður verið leigt Styrktarfélagi
vangefinna í tvö sumur og var
umgengni þeirra óaðfinnanleg.
Ég held að það sé alveg mis-
heppnað að ætla að reka sam-
býli sem þetta ef enginn agi og
reglusemi á að vera á neinu
sviði, eins og þarna er hafður
háttur á. Þetta fólk nennir ekki
að gera nokkurn skapaðan hlut.
Raddir
lesenda
Það eina sem kemst að hjá því,
er að geta náð peningum út úr
því opinbera svo það geti haft
það gott sjálft.
1 sambandi við húsaleigu sem
sagt er að stillt sé í hóf: hún er í
svo góðu hófi að þau hafa ekki
borgað eina einustu krónu svo
ég viti til. En orsökin liggur að
einhverju leyti hjá NLFÍ.
Þetta hús hefur verið hálf-
gerður baggi á NLFÍ frá því'
það var byggt og þessi hug-
mynd hefur líklega verið gripin
í góðri von um að fá eitthvað
upp í kostnað við rekstur húss-
ins. Svo minnist annar forkólf-
urinn (þessi með skeggið) á að
þau langi til að hefja einhverja
ræktun í landi Sogns næsta
sumar. Um það er það eitt að
segja að hann var með ræktun
fyrir sjálfan sig þarna sl. sumar
og upp úr því kom ekkert nema
arfi.
Að lokum viljum við koma
því áleiðs til stjórnar NLFÍ að
betur verði hugað að meðferð
hússins í Sogni.
F.h. tveggja starfsmanna
Heilsuhælisins
Heimir Konráðsson
s er löglegtT
t um 100 kr.
ekki greitt í síðasta lagi 10 dög-
um eftir gjalddaga, má slíta tal-
símasambandinu við þá síma,
er skuldunautur er skráður fyr-
ir en skuldunautur er samt
skvldur tii að greiða gjaidið tu
þess tima. er hann hefði löglega
getað sagt upp sambandinu, og
er það þá þegar fallið í gjald-
daga. Skuldunautur á því
aðeins rétt til að fá aftur tal-
símasambandið. að hann greiði
hið áfallna gjald innan þriggja
daga eftir að santbandinu er
slitið. svo og að viðbættum kr.
500.00 fyrir lokun og enduropn-
un. Séu simagjöld eigi greidd á
réttum tíma má taka þau lög-
taki samkvæmt 1. gr. laga nr.
29. 16. desember 1885."
H.já innheimtu bæjarsímans
fengust ennfremur þær upplýs-
ingar.að þetta g.jald hefði verið
hækkað um sl. áramót upp í 600
kr.
Hríngið
i sinid
83322
U. 13-15
eða skrifíð
28644 HT.'mH 28645
AFDREP
Fasteignasalan sem eríydar þjónustu.
A th. Ef þér feliö okkur einum aö
annastsöluá eignyöar, bjóöum
viöyöurlækkun á söluþóknun.
MÓABARÐ HAFNARFIRÐI
3ja herb. 98 ferm íbúð á jarðhœð í
tvíbýlishúsi, allt sér. Verð 7 millj.
HRAUNBÆR
3ja herb. 90 ferm íbúð, mikið skápa-
rými. Verð 8,5 til 9 millj.
Okkur vantar allar tegundir
fasteigna á skrá.
Nýsöluskrá væntanleg
um mánaöamótin.
ÁSBRAUT KÓPAV0GI
3ja herb. 96 ferm íbúð á jarðhœð.
Íbúðin er öll teppalögð, tvöfalt gler,
nýleg eldhúsinnrétting.
Verð 7.5 til 8 millj.
í sama húsi 4ra herb. endaíbúð á
annarri hœð.
Bílskúr fylgir. Verð 9,5 til 10 millj.
dfdlPOp f asteignasala Solumaður
Öldugötu 8 Fmnur Karlsson heimasími 434 70
, símar: 28644 : 28645 Valgardur Sigurdsson logfr
Birgir Breiðdal: Já, ég tel það
líklegt, því miður.
Ragnhildur Smith: Já, ég held
það megi búast við verkföllum er
líða tekur að vori.
Sólborg Þorláksdóttir, húsfreyja:
Þvi geri ég fastlega ráð fyrir.
Ingibjörn Hafsteinsson, verzl-
unarstjóri: Ég vil ekkert um það
segja. Ég vona ekki.
Halldór Björnsson, lagermaður:
Já, það gæti allt eins orðið verk-
fall, a.m.k. reikna ég með því.