Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 fijálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdottir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttir, Krístín Lýðs- dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. HaMdórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. 4 asnaeyrunum Ekki verður lengur þolað, að viðy. séum dregnir á asnaeyrunum. ■ Þannig komst einn þingmaður stjórnarliðsins að orði um meng- unarmál álversins í Straumsvík. Upplýsingaþokunni um álverið er óðum að létta, en mengunarþokan er áfram. Mörgum er brugðið, nú þegar í ljós er komið, að atvinnusjúkdóma gætir meðal starfsfólks álversins. Stjórnarliðum á Alþingi var einnig brugðið, þótt sumir þeirra tækju þann kostinn að fara út í aðra sálma. Starfsfólk í Straumsvík hefur verið og er í mikilli hættu vegna meng- unarinnar. Sumir hafa orðið illa veikir. Hættan nær víðar. Athuganir frá 1975 sýndu, að mengunin var komin yfir hættumörk í allt að fimm kílómetra fjarlægð frá álverinu. Það er ekki aðeins, að stjórnendur álversins hafi dregið almenning á asnaeyrunum. íslenzk stjórnvöld hafa tekið þátt í þeim ljóta leik með þeim, Reynt hefur verið og tekizt til þessa að fela sannleikann. Svo hneykslanlegt er fram- ferði stjórnvalda, að eitt aðalatriðið, sem nú er rætt í þingsölum, er skýrsla Heilbrigðiseftirlits- ins frá ellefta ágúst 1972, fjögurra og hálfs árs gamlar upplýsingar. Þar segir, að sjö menn af átta, sem veikzt höfðu í álverinu, hafi verið kallaðir til viðtals, tekin af þeim nákvæm sjúkrasaga og upplýsinga aflað um rannsóknir á þeim frá öðrum læknum og stofnunum. Niðurstöður voru, að þessir menn þjáðust af öndunarsjúkdómum og öðrum sjúkdómum. Öll veikindatilfellin voru flokkuð undir atvinnu- sjúkdóma. Heilbrigðiseftirlitið taldi því, að aðstæður í Straumsvík væru þannig, að hætta væri á atvinnusjúkdómum hjá starfsmönnum. í könnun fyrir þremur árum kom í ljós, að áttatíu og þrjú prósent þeirra starfsmanna, sem athugaðir voru, höfðu skerta heyrn og f jórði hver hafði verulega misst heyrn. Meðan þessar upplýsingar lágu fyrir, var það stefna íslenzkra stjórnvalda að þegja. Sviss- lendingarnir drógu íslendinga á asnaeyrunum, þegar upphaflegi samningurinn var gerður um byggingu álversins og fullyrt var, að mengun frá því yrði hverfandi. Síðan hafa þeir skellt skolleyrum við óskum um uppsetningu hreinsi- tækja. Þeir hafa í fjögur og hálft ár látið hjá líða að beita fullnægjandi mengunarvörnum, þótt fyrir lægi frá Heilbrigðiseftirlitinu, að atvinnusjúkdóma gætti meðal starfsfólks. Þegar tilraunir með íslenzk hreinsitæki mis- tókust, hefði álverið aó sjálfsögðu þegar í stað átt að hefjast handa um uppsetningu betri tækjabúnaðar. Enn í dag er hreinsitækjum aðeins lofað eftir dúk og disk, þótt borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi krafizt skjótra aðgerða. Nú eiga íslenzk stjórnvöld það tækifæri að sýna loks sjálfstæði gagnvart Svisslendingun- um og taka sterklega til athugunar, hvort ekki ætti að loka álverinu, þangað til nægilega full- komin hreinsitæki eru komin. Uganda Idi Amins Dada er svartur harmleikur Daglega er lítið Afríkuríki í heimsfréttunum. Það er Uganda. Þaðan berast skelfi- legar fréttir — ógnaröld, bylt- ingartilraunir, morð á tugum þúsunda, einnig biskupum og ráðherrum. Hvernig hefur þetta skelfilega ríki orðið til og hvað er það sem rekur áfram lífstíðarforsetann Idi Amin Dada? Reynum að svara nokkrum einföldum spurningum á ein- faldan hátt. — Er Idi Amin raunverulega jafngrimmur og hann virðist vera? Já, líklega verri. Hann hefur nú greinilega sett í gang nýja morðöldu sem krefst mörg þús- und fórnardýra. A sex ára valdaferli hans hefur hann og hermenn hans myrt tugi — ef ekki hundruð — þúsunda manna. Gizkað er á tölur allt frá 30 þúsund manns og upp í 300 þúsund. Líkin hafa flotið í blóði litaðri ánni Níl. — Er andstaða við Amin í iandinu sem gæti re.vnzt hættu- leg? Örugglega. Við norðanvert Viktoríuvatn hefur um margra alda skeið veriðtiltölulegaþróað konungdæmi. Þegar Uganda losnaði undan nýlenduþrælkun Breta 1962 voru það ættbálkar á þeim slóðum sem réðu mestu um gang mála. Þeir eru yfir- leitt kristnir. — Er trúarbragðastyrjöid í landinu? Það er varla hægt að lýsa því þannig. Amin sjálfur, sem rændi völdum 1971, er ættaður úr vanþróuðu héraði í norð- vestur horni landsins þar sem nær ekkert samband var við höfuðborgina Kampala. 1 þessu héraði eru flestir múhameðs- trúar. Baráttan virðist hafa verið á milli ættbálka sem nánast fyrir tilviljun lentu með sínum trúbræðrum. Hinir kristnu eru betur menntaðir og eru sjálfsögð stjórnarandstaða þegar þeir hafa horft upp á ringulreiðina eyðileggja landið. — Nýtur þessi stjórnarand- staða stuðnings frá útlöndum? Að minnsta kosti siðferðilegs stuðnins. Nær allir aðrir þjóðarleiðtogar í Afríku telja Amin vera álfunni til hinnar mestu skammar. Fyrrum for- seti landsins, Milton Obote, er í útlegð í nágrannaríkinu Tanzaníu og dreymir að sjálf- sögðu um að snúa heim og taka við völdum á ný. Stórveldin eru sammála um nauðsyn þess að steypa Amin — svo þau geti nýtt náttúruauðlindirnar í landinu. — Er Uganda ríkt land? Það liggur hátt við miðbaug og er eitthvert gróðursælasta ríki jarðarinnar. Það gæti verið leiðandi í kaffi- og tefram- leiðslu fyrir allan heiminn. Með gnótt maíss, sykurs, banana og fleiri ávaxta og gróðursældinni gæti Uganda verið trjágarður og kornforðabúr fyrir mörg Afríkuríki. Landið getur gefið af sér allt sem þarf mörgum sinnum. Þegar nýlendutíminn gekk í garð á þessum slóðum á síðari hluta síðustu aldar sótt- ust stórveldin einkum eftir Uganda. Aftur á móti var Kenya talin einskis virði. — Hvað hefur orsakað ringul- reiðina i landinu? Amin og stjórn hans. Fávizka, hrottaskapur, lögleysi og spilling hefur sett allt á ann- an endann. Til að tryggja sér stuðning hermanna sinna lætur hann þá herja að vild. Þeir mega taka hvað sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Þeir sem áður héldu hjólum efna- hagslífsins gangandi voru fimmtíu þúsund asískir inn- flytjendur sem komu til Uganda um síðustu aldamót. Þeir voru stjórnendur, verzlunarmenn og hand- iðnaðarmenn. Gloppurnar, sem þeir skildu eftir sig þegar Amin rak þá úr landi 1972, hefur ekki verið hægt að fylla. Það má með sanni segja, að ekkert virkar í Uganda. — Hvernig kemst fólk af í efnahagshruninu? Uganda er nær 146 þúsund ferkílómetrar, eða helmingi stærra en Island. íbúar eru tæpar tólf milljónir þannig að ekki er mjög þröngt um lands- menn. Langflestir búa í dreif- býlinu — t.d. er íbúafjöldi höfuðborgarinnar Kampala aðeins um hundrað þúsund manns. Fólk hefur verið fljótt að aðlagast hinu breytta ástandi. I stað þess að rækta kaffi og sykur til útflutnings ræktar það maís, hirsi og banana. Það hefur meira að borða nú en nokkru sinni fyrr. En það hefur enga peninga milli handanna. Það þýðir að þegar ekkert er flutt út eru ekki til peningar til að flytja inn. Afleiðingin er sú, að verð- lag á svörtum markaði er fárán- legra en nokkru tali taki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.