Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977. Kaupfélag Austur-Ska<fifétfTng'^'^ HÖFN [ HORNAFIRÐI S -S ^ ^ /52i »7; Afgr.: á Krónur % /é> /<* édJt — 6 Á /?u ‘j % — /ftJ-, , //-y //O — 6 C& . 'j/ t/7 ' /7S,? ' /Á. r /i/o - ^ík/j Jét'j/ 7JÍ J>o/2 - 0 /fo/V — f, /érrU&O Á & , 4/0 9 -r u//— tr ~ / /tf/dÁÍ' s/ Mr. 27 24-578 50000x3 1569 PuntEdda Af flt A þessari nótu má sjá umrætt vörugjald neðst á blaðinu. Okrað á matvælum til loðnuskipa —hugsjönirnar gleymdar og graf nar á Hornaf irði Matsveinninn á Óskari Hall- dórssyni hafði samband: Ég get ekki orða bundizt yfir svívirðilegu okri kaupfélagsins á Hornafirði á vörum til skipa. Ég pantaði nýlega mat fyrir 14 þúsund krónur og fékk reikn- ing upp á 18 þúsund. 4 þúsundin umfram eru skil- greind sem „afgreiðslugjald". Þarna er kaupfélagið að not- færa sér einokun sína á staðnum, og í skjóli þess að ekki sé matvörur annars staðar að hafa á þessum slóðum leyfa þeir sér svona lagað. Við höfum tekið kost á öllum stöðum á landinu á hvaða tíma sólarhringsins sem er og yfir- leitt keppa búðirnar um að ná viðskiptum við skipin. Athæfi kaupfélagsins á Höfn á Horna- firði er hins vegar einsdæmi og varla trúi ég, að þarna séu fagrar samvinnuhugsjónir í hávegum hafðar. Ég skýri frá þessu öðrum tiL viðvörunar þvi svona lagað lætur enginn bjóða sér nema einu sinni. Óli blaðasali beitir nfflAffiS ~ telursighafa einkaréttá vissum UlDvIUl svæöum ímiðbænum Helgi Helgason skrifar: Astæðan fyrir þessari grein er atburður einn, sem undirrit- aður varð vitni að á horni Austurstrætis og Pósthússtræt- is. Ég ætlaði að kaupa mér Dag- blaðið af blaðsölustrákunum og var að leita að peningum í vös- unum, þegar ég heyrði þessi ógurlegu öskur og læti. Sá ég þá hvar einn „blaðsölustrákur- inn“, nánar tiltekið hinn þekkti Óli blaðasali, var að reka tvo smástráka í burtu með þeim ummælum að þeir væru að selja á „hans svæði“. Veit ég ekki til þess að byrjað væri að veita einkaleyfi fyrir ákvéöin svæði í borginni til þessara at- hafna, en ef svo er þá þykir mér það miður. Annar strákurinn hörfaði strax burtu, en hinn var ekki á því að gefa sig og reyndi að skýra sitt mál: að enginn hefði rétt til að eigna sér ákveðinn stað eða svæði. Þá rauk Óli að strák með krepptan hnefa og sló hann nokkuð fast i andlitið um leið og hann sagði: „Já, ég slæ þig bara á kjaftinn. Farðu bara til ritstjórans.“ Strákgreyið var gráti næst en harkaði þó af sér, þó önnur kinnin væri farin að blána. Rak hann þá síðan alla leið út í Hafnarstræti. Ég var svo hissa Óli við störf á „einkasvæði" sínu. að ég kom varla upp orði. Að horfa á fullorðinn mann beita saklausan og varnarlausan krakkann slíku ofbeldi; það er eitt af því sem ég get ekki þolað. Ég hef oft heyrt um viðskipti strákanna við Óla og hafa margir orðið vitni að þeim. En þetta gengur þó full langt. Hann ætti frekar að fá sér mannsæmandi vinnu, en vera ekki að taka hlut af þeim eina pening, sem þessir ungu drengir eru að myndast við að eignast. Hvað hafa Skagfirð- ingar unnið til saka? —fáeinar línur til Steinunnar Eyjólf sdóttur Þú segir í bréfi þínu í DB 8. þ.m. að ekki sé hægt að ljúga á Skagfirðinga. Gerirðu þér fulla grein fyrir því, hvað þessi orð þin geta þýtt? Ég held að þú hafir ekki at- hugað það. Eða segðu mér hvort upp hafa komið fleiri falsanir, svik og prettir, jafnvel morð, norður í Skagafirði eða hér á Suðurlandi. Svo leyfir þú þér að benda á Jóhann Péturs- son til að leika hér I sjónvarp- inu forynjur og tröll fyrir Norð- lendinga. í fyrsta lagi er Jóhann orðinn gamall og hefur undanfarið legið hér á sjúkrahúsum farinn að heilsu.agþú sem íslendingur ættir ekki að blanda honum inn í ótuktarleg skrif þín um fólk. Allir Islendingar vita, að hann lék í þessari tröllamynd til að geta lifað, því það var ekkert pláss fyrir hann eða neina at- vinnu aðra að fá hér hjá íslendingum sjálfum, og nú mundi hann hvorki hafa vilja né líkamsþrek til þess. Jafnvel ekki fyrir þá fáu tslendinga sem hjálpuðu honum I öllum hans erfiðleikum. Svo vil ég spyrja þig, hvort fram hafa komið í blöðum fleiri kvartanir um sjónvarpsdag- skrána frá Skagfirðingum eða Sunnlendingum. Og eitt enn: Finnst þér ein- hver skömm fyrir föður að koma börnum sínum I svefn á skikkanlegum tíma á kvöldin? Að síðustu: Fáir hafa skrifað meira um dagskrá sjónvarpsins en Aðalsteinn Ingólfsson og þó ég hafi einu sinni sent honum línu 1 blaði, var það ekki vegna gagnrýni hans um sjónvarpið. Þar hef ég oftast verið honum sammála. Og með allri virðingu fyrir þér, Steinunn, þá held ég að sá drengur hafi meira vit á hlutunum en þú. Svo krefst ég svars á eftirfar- andi: Hvað hafa Skagfirðingar gert af sér til þess að ekki sé einu sinni hægt að ljúga upp á þá hvað þá annað? Jóhanna Pétursdóttir, Laugarnesvegi 66. Hljóta aðeins „vinir” og „stéttarbræður” umbun og náð? — raunaleg frásögn íslenzkrar konu sem hugðist flytja heim eftir nokkurra ára Svíþjóðardvöl Rakel Ólafsdóttir hafði sam- band við blaðið: Ég get ekki orða bundizt yfir því óréttlæti og mótlæti sem ég hef orðið fyrir hér á íslandi að undanförnu. Það er eins og maður sé búinn að fyrirgera öllum sínum mannlegu og borgaralegu réttindum vegna þess eins að hafa flutzt til Svíþjóðar i 6 ár, en þangað fórum ég og eiginmaður minn í atvinnuleysinu kringum 1970 til að fá vinnu. Ætlunin í upphafi var þó að koma aftur til Islands eftir 1—2 ár. en þá var maðurinn minn orðinn alvarlega veikur af lömun og varð að leggjast á sjúkrahús. Eftir þessi 6 ár var hann orðinn vinnufær aftur og þá hugsuðum við strax til heim- ferðar. Rétt er að taka það fram að í Svíþjóð var okkur tekið tveim höndum og hjálpað um atvtnnu og húsnæði af hinu opinbera og yfirleitt leið okkur mjög vel þar. Hins vegar töldum við eðlilegt að svo framarlega sem atvinnuleysi eða annar vandi stæði ekki í vegi, flyttumst við aftur til þess lands sem hafði alið okkur og menntað og við verið skatt- greiðendur um árabil. 3 börn okkar eru einnig á skólaaldri og er eðlilegast að þau stundi nám í islenzku umhverfi. Jafnskjótt og maður minn hafði náð sæmilegri heilsu ákváðum við að ég færi til tslands og kannaði möguleika á atvinnu og íbúðarhúsnæði. Hjá Dagsbrún vantaði ekki Ijúfmennskuna og fögur loforð. Eg sótti um kaup á einni af söluibúðum Framkvæmda- nefndar. Sigfús Bjarnason og Guðmundur J. Guðmundsson tóku því vel og hétu mér fyrstu íbúðinni sem losnaði. Magnús L. Sveinsson, sem ég tek fram að kom fram af heiðar- leik og skilningi, bað um að fá læknisvottorð mannsins míns til að auðvelda og hraða gangi máia. Þá fer ég til Svíþjóðar aftur til að undirbúa heimferðina, við seldum ágæta íbúð sem við höfðum eignazt, létum pakka saman allri búslóðinni og síðan kem ég aftur heim með börnin til að ganga endanlega frá íbúðakaupunum, en maðurinn minn bíður með búslóðina úti. Eg fer beint niður i Dagsbrún með læknisvottorðið umbeðna en það var upp á 36 síður samtals. Fyrir utan skrif- stofuna hitti ég Sigfús Bjarna- son en hann vill ekki taka við læknisskýrslunni sjálfur en bendir mér á að fara með hana inn á skrifstofu til ljósritunar. Þar tók við henni kona Guð- mundar J. Guðmundssonar sem þar vinnur og merkir hún skýrsluna Sigfúsi. Síðan líður og bíður og aldrei er haft samband vegna íbúðar og mér er stöðugt talin trú um að ekkert hafi losnað. En einn góðan veðurdag frétti ég af íbúð sem losnar og bíð spennt en ekkert gerist. Þá hringi ég i Sigfús til að athuga sannleik- ann og hann viðurkennir að íbúð hafi losnað. Hins vegar segir hann að „stéttarbróðir" sinn eigi að fá hana. En hvað um fyrri loforð og „fyrstu fbúð sem losnar"? „Ja, þetta er stéttarbróðir sem er á götunni." Síðan fékk ég hverja afsökun- ina og útskýringuna annarri fáráttlegri um að vegna 6 ára í Svíþjóð hefði ég fyrirgert rétti mínum og glatað honum og ef það er raunin, þá þykir mér stór munur á tslandi og Svíþjóð þar sem allt var gert til hjálpar einstaklingnum. Síðan kom í ljós að þessi „stéttarbróðir á götunni“ var ekkert á götunni heldur bjó í nýlegu leiguhús- næði hjá borginni. Eg hringdi í Guðmund J. og hann þóttist ekki kannast við að neinni ibúð hefði verið ráð- stafað þó hann hafi vel vitað af þessu. Því næst er haldinn fundur um úthlutunina sem endan- lega skyldi ákveða hana. Magnús L. Sveinsson reyndi þar að halda á minum málum sem bezt hann gat, krafðist þess m.a. að læknisskýrslan yrði sýnd fundinum en þá kannaðist enginn við neina læknis- skýrslu. Loks var fundinum .frestað um viku þar til skýrslan væri fundin. En nú bregður svo við að enginn þykist hafa Veitt skýrsl- unni móttöku og kona Guð- mundar J. gengur svo langt að varpa mér á dyr fyrir að krefjast þessara mikilvægu gagna sem hún sjálf veitti mót- töku og merkti Sigfúsi. Loks er mér tilkynnt að skýrslan sé ekki hjá Dagsbrún og „stéttar- bróðirinn" hafi fengið hús- næðið sem mér var lofað. Sama dag berst mér fréttin um að maðurinn hafi verið lagður aftur inn á sjúkrahús í Svíþjóð. Nú verð ég að hrökklast út aftur með börnin eftir að hafa mætt algeru skilnings-, samúðar- og réttleysi af hálfu þessara aðila, sem þó höfðu með fögrum loforðum gefið mér kjark til að selja ofan af okkur í Svíþjóð, pakka og koma heim. Manni kemur ýmislegt til hugar eftir svona reynslu, en ekki skil ég hvernig Guð- mundur J. getur setið þarna árum saman. Er þetta sá maður sem verkalýðurinn þarf að treysta fyrir sínum málum? Það stóðst ekki orð af því sem hann og Sigfús lofuðu. Magnús L. Sveinsson var eini maðurinn sem vildi nota lögin og mína pappíra við þessa úthlutun. Mér virðist sem maður standi uppi algerlega réttlaus, líkt og manni hafi verið úthýst fyrir að hafa leitað annað eftir tíma- bundinni atvinnu. Eða er það virkilega svo að einungis „vinir“ og „stéttarbræður" hljóti umbun og náð þessara herra?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.