Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977. Fimm þúsund nemendur fá rétt til menntaskólanáms ,.Menn fara ef til vill frekar í menntaskólanám nú vegna þess hve óvissan er mikil með þau réttindi sem aðrar námsleiðir veita. Það vita allir nákvæm- lega hvaða réttindi stúdents- prófið veitir,“ sagði Guðni Guð- mundsson rektor Menntaskól- ans í Reykjavík þegar við spurðum hann hvort hann byggist við meiri aðsókn að menntaskólunum en áður. Guðni sagði að beðið væri úr- slita könnunar sem gerð hafi verið í 9. og 10. bekk um fram- haldsnám nemenda. Könnunin mun gefa nokkra vísbendingu um það hvaða nám nemendur velja sér eftir skylduna. Það kemur fram í nýjasta fréttabréfi menntamálaráðu- neytisins að 75-80% nemenda í 9. bekk munu öðlast rétt til náms í framhaldsskóla. Ef nem- endur ná ekki lágmarkseink- unn geta þeir setzt í sérstakar deildir í framhaldsskólum til að bæta þekkingu sína í undir- stöðugreinum. Að því loknu geta þeir hafið nám í fram- haldsskólum, ef þeir hafa þá náð tilskildum lágmarkseink- unnum. Nú eru 4200 nemendur í 9. bekk. Að auki eiga rétt til fram- haldsnáms — og þá m.a. í menntaskólunum — nemendur í 10. bekk. Það má því segja að um það bil einn og hálfur ár- gangur nemenda útskrifist í vor og má þá ætla að tæplega 5000 manns hljóti framhalds- einkunn og geti valið hvort framhaldsnámið verði í menntaskóla eða einhverjum öðrum skóla. 1 ár voru um 2400 nemendur í mennta- og fjöl- brautaskólum. Guðni Guðmundsson sagói það skoðuna sína að verið væri að lækka inntökumarkið inn í menntaskólana of mikið. „Hér er um skýrt afmarkað nám að ræða sem þarf vissan undirbún- ing. Grunnskólinn er skemmra á veg kominn en nemendur voru í landsprófinu, t.d. í al- gebru,“ sagði Guðni. Hann tók það fram að menntaskólarnir héldu fast við sínar kröfur um námsárangur nemenda. Þær héldust óbreyttar þrátt fyrir breytingar á inntökuskilyrðun- um. Það er því ljóst að ef aðsókn- in verður mikil t menntaskól- ana næsta vetur verður það í fyrsta bekk sem flestir nem- endur falla á prófunum. Þar verður „síað“ úr. Stefnan er ekki að útskrifa fleiri stúdenta heldur að beina nemendum inn á fjölbreyttara svið en áður hef- ur verið. -KP Lérkonungur „Blóðidrifin „Flagð er fagurt á að líta,“ seg- ir Lér konungur (Rúrik Haralds- son) við dóttur sína, Regan (Önnu Kristínu Arngrímsdóttur) i því að við litum inn i Þjóðleik- húsið í gærdag. Sviðið er svart með drungalegri birtu en það öðl- ast líf, þar sem leikararnir lifa sig hver af öðrum inn í persónurnar sem þeir eiga að túlka. „Þetta er blóðlaust núna, en leiksýningin er blóðidrifin, af því höfum við ekki nóg fyrr en á generalprufunni í kvöld,“ sagði aðstoðarleikstjórinn, Stefán Bald- ursson, þegar við náðum í hann rétt sem snöggvast í matarhléinu. Hann segir okkur að æfingar hafi tekizt vonum framar. Sýningin myndl taka 5-6 tíma í óstyttu formi en leikstjóranum, Hov- hannes I Pilikin, hafi tekizt að stytta hana niður í fjóra. „Jafnvel statistunum leyfist ekki að hugsa um kærustuna sína, þeir verða að vera hluti af verk- inu,“ segir Pilikin. Hann talar með miklum tilþrifum. Leikhúsið á hug hans og hann gleymir að fara að borða. Eins náið samband og barns við naflastreng Hann segir að leikararnir verði að vera eins nánir hverjir öðrum í þeim vprkum, sem hann leikstýr- ír, eins og barn við naflastreng. Rúrik, Róbert, Bessi og Laur- ence Olivier eru dásamlegir lista- menn en þeir sýna sjálfstæða túlkun á hlutverkum sinum. Hér eru allir fyrir einn, einn fyrir alla,“ segir Pilikin. Hann segist hafa.verið kvíðinn í upphafi, ekki vegna leikaranna heldur vegna tæknilegra atriða, nú er allt að komast í lag. „Þetta verður afar góð sýning á Lé konungi, betri en sú sem ég leikstýrði í Englandi. Ralp Koltai er líka bezti leikmyndateiknari á þessari öld.“ „Það er stórkostlegt að taka þátt í svona leiksýningu," segja tvær ungar leikkonur frá Selfossi, Kristín og Sigríður. Þær eru stat- istar í leiknum og þar með hluti af honum. „Þetta er afar merkileg leik- stjórn," segir Steinunn Jóhannes- dóttir sem leikur Cordelíu, dóttur Lés. Hún bætir við að eftir svona tækifæri til þess að leika í slíku stykki hefði hún beðið lengi. „Þetta er frábær leikstjóri.“ Algjör toppur — ekki bara sýning Sveinn Einarsson leikhússtjóri segir okkur að það hafi verið vit- að frá upphafi að slíkt bákn sem Lér konungur myndi verða dýrt. Ekki væri óalgengt að frumsýn- ingum væri frestað á verkum eins og þessu, en dregizt hefði í eina viku að sýna Lé konung. Aðsókn að Þjóðleikhúsinu hefur verið gríðarlega mikil á þessu leikári, því nær uppselt á stóra sviðið nema á 16 leiksýningum. Fjögur leikrit hafa gengið sérlega vel, Sólarferðin, Gullna hliðið, Dýrin i Hálsaskógi og ímyndunarveikin. Leikhúsið er þvi vel undir það búið að taka til sýningar Shakes- peare-leikrit, sem væri alltaf gert öðru hverju. Þá myndi og ýmis kostnaður skila sér aftur, eins og ljósabúnaður og hallandi svið, sem ekki hefði verið til áður. „Ég vona líka að þetta verði lærdómsríkt. Þetta er algjör topp- ur, ekki bara sýning," sagði Sveinn. EVI Lér konungur (Rúrik Ilaraldsson) og Cordelía (Steinunn Jóhannesdóttir) dóttir hans í einu atriðinu hinu blóði drifna stykki. DB-mvndir Bjarnleifur. Erlingur Gíslason sést hér í htutverki sínu með útstungin augu. Háseta vantar á 75 lesta bát sem er að hefja neta- veiðar frá Grindavík. Uppl. í síma 92-8035 eða 92-8062 á kvöldin. BÍLASALAN BÍLVANGUR Tangarhöfða 15. Sími 85810 Cortina 1300 árg. 1971 Datsun 140J árg. 1974 Mazda 616 árg. 1974 Mercury Comet ’74 Opel Olympia ’70 Peugeot 304 ’72 Taunus 17 m ’71 Toyota Corolla '74 og ’72 Volvo 144 de luxe ’74 sjálf- skiptur sölu Volvo 144 de luxe ’71 Ilatsun 1200 árg. ’73, falleg- ur bill. Escort árg. ’75 Mazda 818 árg. 1974 Morris Clubman ’74 Opel Commander ’70 Skoda Pardus ’74 Taunus 17 m ’72, skipti Volkswagen 1303 ’73 Jeppar: Bronco '74 8 cyl. Will.vs '65, fallegur bíll Bronco '70 8 cyl. Mazda 929 ’75 Mazda 616 '76 Sendibílar: Henschel Hanomac 314-4 tonn, góður bíll. Ford dísil 910 ’71 Benz 406 '68 Vantar: Mazda 929 station Volvo 244, '76 Glœsilegur sýningarsalur. Gott útisvœði. Bílar í salnum auglýstir sérstaklega.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.