Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977. Islenzk kvikmynd i litum og breiðtjaldi. Aðalhlutverk: Guðrún Ásmundsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Þóra Sigurþórsdóttir. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Hækkað verð. Miðasala frá kl. 5. STJÖRNUBÍÓ Rúmstokkurinn er þarfaþing Ný, djörf, dönsk gamanmynd og tvímælalaust skemmtilegasta ,,rúmstokksmyndin‘‘ til þessa. tslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. IAUGARÁSBÍÓ I Dagur Sjakalans Endursýnum þessa framúrskar- andi bandarísku kvikmynd sem alls staðar hefur hlotið metað- sókn. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð börnum innan 12 ára. I HAFNARBÍO I Þjónn sem segir sex Sprenghlægileg og djör'f ný ensk gamanm.vnd i litum með Jack Wild og Diana Dors. Islenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 1-3-5-7-9 og 11. BÆJARBÍÓ Rauði sjórœninginn Ný m.vnd frá Universal-. Ein stærsta og mest spennandi sjó- ræningjamynd sem framleidd hefur verið síðari árin íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. lslenzk kvikmynd i litum og breiðtjaldi. Aðalhlutverk: Ciuðrún Asmundsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Þóra Sigurþórsdóttir. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hækkað verð. Miðasala frá kl. 4. HÁSKÓLABÍÓ I) Ein stórmyndin enn: • THE SHOOTIST” Alveg ný amerísk litmynd, þar sem hin gámla kempa John Wayne leikur aðalhlutverkið ásamt Lauren Bacall. Islenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þessi mynd hefur hvarvetna hlotið gífurlegar vinsældir. Örfáar sýningar eftir. /--------------;—> AUSTURBÆJARBÍÓ L. A ISLENZKUR TEXTI Lögregla með lausa skrúfu (Freebie and the Bean) Hörkuleg og mjög hlægileg ný, bandarísk kvikmynd í litum og Panavision. Aðalhlutverk: Alan Arkin, James Caan. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Horfinn ó 60 sekúndum (Gone in 60 seconds) Það tók 7 mánuði að kvikmynda hinn 40 mínútna langa bíla- eltingaleik í myndinni, 93 hílar voru gjöreyðilagðir fyrir sem svarar 1.000.000 dollara. Einn mesti áreksturinn í myndinni var raunverulegur og þar voru tveir aðalleikarar mynd- arinnar aðeitis hársbreidd frá dauðanum. Aðalhlutverk: H.B. Halicki, Mari- on Busia. Leikstjóri: H.B. Halicki. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5. 7 og 9. Akureyri Umboðsmaður: Ásgeir Rafn Bjarnason Áskriftarsími 22789 Útvarp íkvöld kl. 19.35: Vinnumál vinnu? Útvarpið í kvöld kl. 20.50: Áð skoða og skilgreina Gnmnskóíapmfín og einkunnagjöfín ‘iri £> Krakkarnir sem tóku þátt í mótmæiagöngunni á dögunum vegna próffyrirkomulags í grunnskólanum verða teknir tali í þættinum Að skoða og skilgreina. DB-mynd Hörður. „Við munum taka fyrir eitt af þeim málum, sem hefur verið efst á baugi núna undan- farið, grunnskólaprófin og einkunnagjöfina,", sagði Kristján E. Guðmundsson sem sér um þáttinn Að skoða og skilgreina ásamt Erlendi S. Baldurssyni. t fyrsta lagi ræða þeir félagar við krakka sem tóku þátt í mót- rnælagöngunni á dögunum og hlusta á gagnrýni þeirra. Þá er forvitnilegt að heyra um reynslu og viðhorf þeirra, sem bjuggu til þessi próf. Talað er við Guðmund Inga Leifsson deildarstjóra I menntamála- ráðuneytinu þótt ekki sé hann beint í prófanefnd, heldur er hann yfir allri samfélagsfræði- kennslu á grunnskólastiginu. Heyrt er álit hans á prófunum sérstaklega í sambandi við normalkúrfuna og nýja próf- fyrirkomulagið. Þá verður einnig rætt um ýmsar breytingar í samfélags- kennslu i grunnskólanum en einmitt nú er verið að taka upp ýmsar nýjungar. Til dæmis er það í bígerð að bæta inn í skylduna almennri félagsmála- fræðslu. Verða nemendur látnir koma fram og halda ræðu Kennslutilhögun í landafræði hefur verið breytt. Áherzla er ekki lengur lögð á að nemendur muni hvað margir íbúar búi í hverju landi eða hvar árnar heiti heldur er miðað meira að heilstæðum menningum. Til dæmis hvernig þróun í Suður- Ameríku allri hefur átt sér stað. -EVI. Hvernig gengur öryrkjum aðfá Margir ör.vrkjar hafa unnið á vegum ör.vrkjabandalagsins og fvrir- tækisins Iðnta>kni við að setja saman gjaldmæla fyrir leiguhila. DB-mynd Ragnar Th. I þættinum Vinnumál, sem er á dagskrá útvarpsins kl. 19.35 i kvöld, verða atvinnumál öryrkja á dagskrá. í lögum um endurhæfingu er gert ráð fyrir að öryrkjar sem notið hafa endurhæfingar gangi fyrir um atvinnu í opin- ber störf. I lögum um vinnu- miðlun segir að öryrkjar eigi að njóta forgangs til vinnu og er það sérstakt viðfangsefni vinnumiðlunar aó koma öryrkj- um i vinnu. „Vaknar sú spurning hvernig þessu fólki gengur að fá vinnu. Maður heyrir oft að á íslandi sé nóg að gera fyrir alla vinnu- færa.“ sagði Arnmundur Back- mann lögfræðingur. annar af stjornendum þáttarins. „Við munum fá til viðtals nokkra ör.vrkja og biðja þá að lýsa sinni reynslu. Einnig verður rætt við endurhæfingar- ráð um þessi málefni," sagði Arnmundur. / Gunnar Eydal lögfræðingur annast stjórn þáttarins með Arnmundi. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.