Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.03.1977, Qupperneq 3

Dagblaðið - 15.03.1977, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977. Hvíldardagurinn /2 Það er alkunna að flestir Is- lendingar grundvalla trú sína á heilagri ritningu. Boðorðin tíu eru mælisnúran, sem notuð er, þegar metin er hollustan við Guð hinn hæsta. Það er því furðulegt, að kristinfræðikenn- arar skuli láta það viðgangast, að landslýðnum sé kennt að brjóta boðorðin, en þetta á sér vissulega stað. Berið saman lög- mál Drottins eins og það er skráð í ritningunni óg boðorðin eins og þau eru sett fram í kennslubókum, sem börnum okkar er ætlað að lesa og læra. Það kemur í ljós mikill munur á þessu tvennu. Það vita kann- ski ekki allir að páfavaldið stóð fyrir breytingum þeim, sem hér um ræðir. Ritningin segir að maður syndarinnar muni hafa i hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum. Hann gat ekki falsað ritninguna sjálfa. Guð gætir hennar. En í kver sin og bækur setti hann óværuna. Þetta 'skemmdarverk samþykkja ríkiskirkjurnar og prestarnir kenna samkvæmt þessu. Hverju hefur þá verið breyt? Annað boðorðið var strikað út, fjórða boðorðið einnig að mestu leyti. Tiunda boðorðinu skipt i tvennt. Nú geta menn tilbeðið skurðgoðin að vild sinni, en það bannaði annað boðorðið. Þriðja boðorðið sem samanstendur af rúmlega sextíu orðum, býður öllum mönnum að halda sjöunda daginn heilagan. Sá dagur er hvíldardagur bæði nú og að eilífu. Jesú hvíldist á þeim degi, sömuleiðis postul- arnir allir. Allur Israel heldur þann dag allt til þessa. I kennslubókunum stendur aðeins: Halda skaltu hvíldar- daginn heilagan. Og svo er skipt um dag að boði páfans í Róm. Prestarnir kalla sunnu- daginn drottinsdag, þótt enginn vafi leiki á því, að sjöundi dagurinn á það heiti með réttu. Aðeins einu sinni er þetta heiti notað í biblíunni, nefnilega í opinberun Jóhannesar 1. kap. 10. versi. Jóhannes sat við hafið á eyjunni Patmos, hann var i útlegð sakir þess að hann var ávallt að tala um krossfestingu frelsarans og boða hið komandi Guðsríki. Þetta þoldu prest- arnir ekki þá, rétt eins og þeir ekki þola í dag allan sannleik- ann, sem Guð hefir sett fram í orði sínu. Jóhannes segir: Ég var hrifinn í anda á drottins- degi og heyrði að baki mér raust mikla o.s.frv. Þar sem sjöundi dagurinn var hans hvíldardagur, má telja víst, að þarna sé átt við hann. Fyrsti dagurinn fékk þetta nýja heiti þegar Nimrod Kússon Kams- sonar Nóasonar hafði reist babeiturninn á Sinearsléttunni. Turninn var sjö hæðir, þar var hátt til lofts og vítt til veggja. Á efstu hæðinni var sólin tilbeðin og henni færðar fórnir af heiðingjunum. Á sjöttu hæð var tunglið tilbeðið. Þannig fengu þessir dagar sólar og mána nöfnin. Á fyrstu öldunum voru dag- arnir aðeins nefndir fyrsti, annar, þriðji, fjórði, fimmti, sjötti og sjöundi dagur. Páfa- valdið tók sig svo til á miðöld- unum og lýsti því yfir, að öllum mönnum bæri að heiðra dag sólarinnar með því að gera hann að hvíldardegi, þetta varð svo smám saman að venju og varð svo fyrsti dagurinn að því tákni. sem hann er i dag, hjá ENN UM ENTEBBE- FLUGVÖLLINN — svartil „ÖHÁÐS n Vegna ummæla manns, sem kallar sig ,,einn óháður“ í blaðinu fyrir skömmu, um grein mína um kvikmyndina Árásin á Entebbeflugvöllinn, Palestínunefndina og f 1., seir birtist 23. febrúar síðastliðinn, langar mig til að koma eftirfar- andi á framfæri: I fvrri hluta greinar sinnar álítur „óháður" að ég hafi sofið á umræddri mynd vegna þess að ég tók ekki eftir þvi við myndina sem hann virðist hafa séð, það er að segja að hún ræki áróður. Fólk hefur ’ mjög skiptar skoðanir á því hvað sé áróður og hvað ekki, og að halda því fram að ég hafi sofið vegna þess að ég lít öðrum augum á áróður en hann. þykir mér undarlegt. í seinni hlutanum heldur „óháður" enn að ég hafi sofið á myndinni, og nú vegna þess að Við erum hér nokkrir bindindismenn sem erum mjög óánægdir nteð skrif Braga Sigurðssonar um skákmótið i DB. Þessir sífelldu nafnalistar eru fáránlegir. Við teljum það ekki DB samboðið að vera að birta nöfn þekktra manna sem eru aðeins Iítill liluti áhorf- enda. Þetta er eina blaðið sem leggur sig niður við svona lagað og við teljum þetta algeran oþarfa. Við viljum koma því á framfæri við Braga að liann láti þetta vera framvegis. Ölafur Sveinsson Jóhann 0. Hauksson Ilaldvin Magnússon. Raddir lesenda þeim mönnum, sem una því að Guðs eilffa ráðstöfun sé lítils- virt. Undanfarið hefur mátt heyra i útvarpinu áskoranir frá prestunum: Munið að halda.- hvíldardaginn heilagan. Ef þeir væru hreinskilnir, kæmust þeir öðruvísi að orði og segðu: Munið að brjóta þriðja boð- orðið. Þeir vita vel, að óhugs- andi er að þeir geti mótmælt þessum upplýsingum. Þess vegna segja þeir: Kristur reis upp frá dauðum á sunnudegi, því höfum við skipt um dag. Eg skora á fólkið að taka rögg á.sig og ganga til hlýðni við þriðja boðorðið, þá hafa menn von um að fá að njóta þeirrar helgihvíldar, sem tilheyrir aðeins hinum rétta hvildardegi, og kennimenn hafa snuðað þá um svo lengi. Þetta eru þau at- riði, sem hafa verið færð úr skorðum. Það er aðkallandi nú að kippa þessu í lag, áður en frelsarinn kemur til að sækja alla þá, sem borið hafa virðingu fyrir lögum skaparans. Merki hans hefur nú sézt á himninum í mörg ár. Allir vita, að tákn mannssonarins er kross. Lítið upp, og þér sjáið flugvélarnar, þær eru krosslaga. Á vængi þeirra og bol eru ntálaðir nagl- arnir, sem þjáðu hendur og fætur Krists. Loftskrúfan myndar geislabaugyfirkrossin- um. Smíði hverrar orustuflug- vélar myndar kross á loftið og er raunveruleg krossfesting. Nú er Sjónvarpið tilbúið að sýna Endurkomu Jesú um alla jörðina, því rætast hlýtur orðið, sem segir: Hvert auga mun sjá hann. Sjöundi dagurinn var kjörinn af Guði til að vera hvíldardagur um tíma og eilífð, á morgni lífsins, þegar Guð skapaði heiminn, blessaði hann og helgaði hinn sjöunda dag, síðan rifjaði hann upp þetta atriði oft og mörgum sinnum með stuttu millibili. Ætíð var þess gætt að varpa frá sér áhyggjum daganna við sólarlag hinn sjötta dag þar til ísraels- menn voru gerðir að þrælum á Egyptalandi. Þá féll helgi- haldið niður um tíma vegna þess að þeir voru forfallaðir, en þegar Móses hafði leitt þá út af Egyptalandi og þeir komu að Sínaí-fjalli, birti Guð þeim lög- málið á ný. Síðan hafa ísraels- menn haldið helgan hinn sjö- unda dag. Hafið því mín ráð, íslend- ingar, og kastið burt úr bókum yðar og hjarta hinum ranga hvíldardegi og kjósið hinn rétta dag. Að síðustu vil ég benda prestunum og öllum, sem málið varðar, á orð Jesú: Hver sem brýtur eitt af þessum minnstu boðorðum og kennir öðrum það, hann mun verða kallaður minnstur í himnaríki. Hér rita ég að lokum þriðja boðorðið: Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Guð himin og jörð, hafði og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn, fyrir því blessaði drottinn hvíldardaginn og helgaði hann. (2. Mósebók 8-11). Friðbjörn F. Hólm. hann heldur að ég hafi ekki tekið eftir því að fram kom í myndinni að hluti af flug- ræningjunum voru Palestínu- menn. Því tók ég vissulega eftir, enda veit alþjóð að flestir flugræningjanna sem skotnir voru á Entebbe í sumar voru einmitt Palestínumenn. Mis- skilningur „óháðs" virðist vera fólginn í því, að hann telur að allir Palestínumenn séu hluti af PLO (frelsissamtök Palestinu). Þetta er alrangt, PLO eru aðeins samtök innan þjóðflokks Palestínumanna. Eftir að hafa séð m.vndina gat ég á engan hátt séð að í henni (myndinni) sé PLO á nokkurn hátt bendlað við flugránið. Það eina sem fram kemur er sann- leikurinn um þjóðerni þorra ræningjanna, það er að segja þeir voru Palestínumenii. Karl A. Karlsson. Óánægðir með nafnalistana 28644 afdrep 28645 AFDREP Fasteignasalan sem er íyöar þjónustu. Ath. Efþér feliö okkur einum að annast sölu á eign yðar, bjóðum viðyður lækkun á söluþóknun. Hraunbœr Höfum til sölu eftirtaldar íbúðir: 3ja herb. 90 ferm íbúð á 1. hæð, teppi á gólfum, gott skáparými, flísalagt bað, mikil og góð sameign. Verð 8 til 8,5 millj. 4ra herb. 110 ferm íbúð á 1. hæð, 3 svefnherb., stofa, teppi á gólfum, gott skáparými, mikil og snyrtileg sameign. Eignaskipti Bragagata 3ja herb. 80 ferm íbúð á annarri hæð, íbúðin er öll nýstandsett. Skipti óskast á stærri íbúð, helzt í gamla bænum eða Hliðunum. Þö kemur margt annað til greina. Okkur vantar allar tegundir fasteignaáskrá. Seltjarnarnes Járnklætt timburhús, einbýli, á 1000 ferm eignarlóð. Húsið er kjallari, hæð og ris, mikið endurnýjað. Skipti á 5 herb. íbúð í Langholtshverfi eða Heimahverfi. Opið á laugardag frá kl. 10 til 3, sunnudag frá kl. 1 til 5. dfdrCp fasteignasala Öldugötu 8 símar: 28644 : 28645 Solumaður Finnur Karlsson heimasimi 434 70 Valgarður Sigurdsson logfr Spurning dagsins Hvaða íslenzkum leikarahafið þérmest dálætiá? Sigrún Haraldsdóttir húsfreyja: Róbert Arnfinnssyni að sjálf- sögðu. Guðmundur Jónsson skrifstofu- maður: Mér finnst Róbert ágætur. En þeir eru fleiri góðir þó mér finnist hann skara fram úr. Halldór Halldórsson, 9 ára: Minn uppáhaldsleikari er nú hann Bessi Bjarnason. Erla Haraldsdóttir: Bessi og Róbert eru beztir að mínu viti. Asgrimur Egilsson iðnaðar- maður: Gunnar Eyjólfsson og Róbert Arnfinnsson eru mínir menn. Þóra Haraldsdóttir afgreiðslu- mær: Sá íslenzkur leikari sem ég dái mest er nú ekki lengur í tölu lifenda. Hann hét Brvnjólfur Jóhannesson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.