Dagblaðið - 15.03.1977, Side 10

Dagblaðið - 15.03.1977, Side 10
10 MMBIAÐW frfálst, úháð dagblað Utgefandi DagblaAið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjansson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjómar: Johannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Handrit: Asgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttir. Krístín Lýös- dóttir, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri. Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E. M. 'falldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiö. Ritstjóm Siðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskríftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Persónulegar kosningar Misráðin og ranglát lög um kosningar og kjördæmaskipun eru ein af undirstöðum spill- ingar og annarra vandræða í ís- lenzkum stjórnmálum. Það kann ekki góðri lukku að stýra, er annar kjósandinn hefur fimm- faldan atkvæðisrétt á við hinn. Það kann ekki hefdur góðri lukku að stýra, er alþingi fyllist af litlausum andlitum úr öruggum sætum á flokkslistum. Samstarfshópur fulltrúa æskulýðssamtaka flestra stjórnmálaflokkanna hefur lagt fram skynsamlegar tillögur um endurbætur á lögunum um kosningar og kjördæmaskipun. Þessar tillögur vöktu nokkra athygli, þegar þær litu dagsins ljós í fyrra. En því miður hefur verið allt of hljótt um þær að undanförnu. Eitt hið athyglisverðasta við tillögurnar var, aðungirframsóknarmennstóðu að þeim. Er það raunar alveg nýtt, að þar í flokki sé ekki barizt með kjafti og klóm gegn afnámi ójöfnuðar í kosningarétti. En í þátttöku ungu framsóknar- mannanna kemur einmitt fram skilningur á því, að óbærilegt ástand á þessu sviði getur ekki haldizt til eilífðarnóns. Eins og einn þeirra sagði í blaðagreinnýlega: „Framsóknarmenn hafa áður orðið að sæta því að vera settir hjá, þegar þessi málefni hafa verið til umræðu og ákvörðunar. Það er á okkar valdi sjálfra, að svo verði ekki einu sinni enn.“ Tvö meginatriði fólust í tillögunum. Annað var, að atkvæðisréttur eftir landshlutum yrði jafnari en hann er nú. Hitt var, að kjör þing- manna yrði persónulegt. Ungu mennirnir vildu taka upp kosningakerfi íra og Ástralíu- manna. Þeir mæltu ekki með einmenningskjör- dæmum Breta og Bandaríkjamanna og ekki heldur með hinu blandaða kerfi í Vestur- Þýzkalandi og Danmörku. írska kerfið hefur líka þann kost, að það krefst ekki umfangs- mikilla breytinga á sjálfri kjördæma- skipuninni. írska kerfið felur það í sér, að kosningin er um leið prófkjör innan flokkanna. Kjósendur setja sjálfir númer fyrir framan nöfn fram- bjóðenda flokks þess, sem þeir vilja styðja. Flokksvélarnar geta ekki troðið óvinsælum flokksómögum í örugg sæti, því að þeir einir ná kosningu, sem kjósendur setja fremst í númeraröðina. Þetta kerfi felur það líka í sér, að kjósendur geta að vild sett frambjóðendur úr öðrum flokkum inn í þessa númeraröð. Sterk þing- mannsefni geta á þennan hátt fengið fleiri atkvæði en fylgi flokks þeirra segir til um. Sérstök reikningsaðferð á að tryggja, að þingsæti skiptist jafnt milli stjórnmálaflokka eftir fylgi þeirra, þótt kosningin sjálf sé per- sónuleg. Og helzti gallinn við þetta annars ágæta kerfi er, að það gerir ekki ráð fyrir neinu sérstöku prósentulágmarki, er flokkur þurfi að ná'til að komast á blað. Þótt margt sé í ólagi hjá okkur, þurfum við þó sízt á fjölgun stjórnmála- flokka að halda. Ástæða er til að ætla, að kosningakerfið megi byggja upp á þann hátt, að ekki myndist ótal smáflokkar. Með fyrirvara um það mælir Dag- blaðið með tillögum ungu mannanna. _______________DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977 ENGINN VEIT HVENÆR KÚBII- MENN HVERFA ÁBROTT Kúbanskir hermenn með alvæpni eru algeng sjón á götum úti í Sovézkir og kúbanskir liðs- foringjar, sem snæddu kvöld- verð í húsi fyrrum landstjóra Portúgala í Bie í Angóla, lyftu glösum og skáluðu: „Morte ao imperialismo" („Heimsveldis- stefna líði undir lok“). Segja má, að þessi mynd minni á hversu stjórnvöld í Angóla eru háð erlendri aðstoð við það, sem þau vonast til að geti orðið varnarveggur marx- ista á vesturströnd Afríku, þar sem kapitalisminn er alls ráð- andi í flestum landann. Dvöl erlendra hermanna i landinu hófst, er kúbanskir hermenn vopnaðir sovézkum vopnum, aðstoðuðu hersveitir Netos forseta úr MPLA (Þjóð- frelsishreyfingu Angóla) við að brjóta á bak aftur hersveitir keppinautanna um völdin eftir að sjálfstæði var lýst yfir. Þeir nutu aðstoðar Kfnverja, Suður- Afríku og margra ríkja í vestur Afríku. En afleiðingar borgarastyrj- aldarinnar árið 1975, bæði brottflutningur meira en fjöru- tíu þúsund Portúgala og eyði- legging iðnaðar við olíu og dem- antavinnslu, eru meiri en svo, að Angólabúar þurfi aðeins á hernaðaraðstoð að halda. Sérfræðingar frá Austur- Evrópuríkjum, Kúbu og Norður-Kóreu eru nú mættir til leiks við að endurbyggja þjóð- lífið í lándinu, þar sem meira en 90% af þjóðinni eru ólæsir. Dvöl og aðstoð Sovétmanna í landinu hefur orðið til þess, að leiðtogar vestrænna ríkja telja þarna vera á ferðinni kommún- ískan fleyg inn á milli stjórna svartra og hvitra Tnanna í álf- unni. En leiðtogar MPLA líta allt öðrum augum á málið, eins og við var að búast. „Við megum ekki gleyma því, að Sovétmenn komu okkur til aðstoðar, þegar mest á reyndi og að vesturveldin studdu keppinauta okkar,“ segir hátt- settur ráðamaður innan MPLA. Hersveitir MPLA nutu aðstoðar kúbanskra hermanna er borgin Bie var tekin úr höndum hersveita UNITA, sjálfstæðishreyfingar Angóla, fyrir einu ári. „Kúbanarnir eru vinir okkar, sem komu okkur til aðstoðar, er við þurftum þess með,“ segir einn hermanna MPLA. Talsmenn stjórnvalda í Angóla harðneita, að útlending- arnir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu. Þeir eru þarna fyrst og fremst vegna alþjóða aðstoðarhreyfingar til þess að berjast gegn útbreiðslu heims- valdastefnu og kapitálisma. „Kúbanarnir ætla ekki að hernema land vort,“ segir einn ráðamanna MPLA. „Við ákváðum, hvað gera skyldi og þeir koma til þess að aðstoða okkur. Kúbönsku hermennirnir fara þegar að því kemur. Ilernaðar- aðstoð er ekki lengur nauðsyn- leg. Hins vegar er nauðsynlegt að hraða uppbyggingunni eftir styrjöldina.“ Segja ráðamenn, að nú sé reynt að brúa það bil í almennri tækniþekkingu, serri varð er Portúgalarnir fluttu frá landinu. „Það má til dæmis taka mið af samstarfi okkar við Sovétrík- in,“ segir einn ráðamanna MPLA. „Þegar þeir hafa unnið sitt verk við kennslu, munu Angóla. v£&7 þeim verða greidd sín laun og þá fara þeir til síns heima. Hvers vegna ættu þeir að vera hér um kyrrt?“ Ungur' liðsforingi í her- sveitum MPLA segir að dvöl kúbanskra hermanna í hálendi landsins sé einungis vegna þjálfunar. „Þeir eru aðeins að þjálfa okkur og aðstoða okkur við að koma á fót skipulegum varnarsveitum.“ Stefna hersins er að berjast gegn öllu sem talizt getur „heimsvalda- stefna“. „Það er 1 rauninni ekki dvöl Sovétmanna og Kúbana, sem gerir Bandaríkjamönnunum gramt í geði,“ segir hann. „Það er hið marxíska kerfi, sem kemur 1 veg fyrir, að þeir geti arðrænt okkur. Vegna demantanna og olí- unnar erum við ríkt land og það er enginn vafi á því, að heims- valdastefnunni verður beitt gegn okkur.“ Hermenn MPLA hafa her- tekið vopn skæruliða Unita og þau hafa verið sýnd frétta- mönnum. Flest eru þau banda- rísk eða frönsk og nefna stjórn- völd þetta dæmi um tilraunir viðkomandi ríkja til þess að steypa stjórn Netos forseta. Hins vegar er til þess tekið, að fyrir skömmu hitti Neto Andrew Young, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, og hefur það orðið til þess, að menn telja, að ríkin tvö tali jafnvel um nánara sam- band. Segja ráðamenn í Angóla, að brátt líði að því, að landið geti staðið á eigin fótum og þurfi ekki að njóta utanaðkomandi aðstoðar. „Komið aftur eftir tvö ár og þá verða engir kúbanskir eða erlendir sérfræðingar hér,“ sagði einn ráðamanna MPLA við fréttamenn nýverið. Enn er ekki vitað, hversu margir kúbanskir hermenn eru í landinu og ekki er vitað, hve- nær þeir eiga að hverfa á brott. Grænir búningar þeirra falla hins vegar auðveldlega inn i skóga landsins, þar sem vopn eru enn borin og hermenn eru algeng sjón á götum bæja og borga.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.