Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 4
Hreppst jórar með
90 krdnur á tímann
— ílitlum sjávarplássum
Hreppstjóri í sjávarþorpi
meó 250-300 íbúa vinnur líklega
að meðaltali fjóra tíma á dag
við þau embættisstörf og er þá
timakaup hans um 90 krónur.
Þetta kemur fram í greinar-
gerð Steingríms Hermannsson-
ar alþingismanns (F) með
þingsályktunartillögu sem kom
fram í gær. Steingrímur ber
athugulan hreppstjóra í slíku
sjávarþorpi fyrir þessu.
í 250-300 íbúa þorpi er þókn-
un, sem hreppstjóri fékk á síð-
asta ári, um 94.185 krónur eða
1811 krónur á viku. Þetta sam-
svarar um fjögurra tíma kaupi
verkamanns, segir þingmaður-
inn.
Laun hreppstjóra, þóknun,
eru breytileg eftir fólksfjölda i
hreppunum. Árslaunin voru í
fyrra 63.503 krónur fyrir hrepp
með 100 íbúa eða færri en
207.702 krónur á ári í hrepp
með yfir 1000 íbúa.
Þingmaðurinn segir að til
slíkra starfa verði að veljast
hæfir og ábyggilegir menn.
Þótt það hafi í flestum tilfellum
tekizt stuðli þóknunin sem
greidd er ekki að því.
Þingmaðurinn leggur til að
rikisstjórninni verði falið að
láta endurskoða lög og reglur
um launakjör hreppstjóra.
-HH
Casita fellihýsi fer á ferð
Hafnarfirði
Nýtt íslenzkt
Nemendur í 9. bekk i grunn-
skólanum í Vík í Mýrdal heim-
sóttu Oagblaðið í gær og kynntu
sér hvernig blaðið verður til.
Dvóldu þeir um stund á ritstjórn
blaðsins og kynntust lítillega
hvernig fréttaöflun fer fram,
brugðu sér síðar í prentsmiðju
blaðsins og sáu það síðan renna
glóðvolgt úr prentvél Morgun-
blaðsins í Skeifunni.
Víkverjarnir komu í bæinn á
sunnudag ásamt Jóni Inga Einars-
syiíi skólastjóra sínum. Brugðu
þeir sér í Þjóðleikhúsið þá um
kvöldið. í gær fóru þeir í heim-
sókn til Ríkisútvarpsins eftir
heimsóknina til Dagblaðsins og
síðar í gær litu þeir við á þingpöll-
um til að sjá og heyra landsfeð-
urna ræða málin. Létu ungling-
arnir vel yfir þessari Reykjavík-
urheimsókn sinni.
DB-mynd Hörður.
bamaleikrit
frumsýnt í
CASITA
er
framtíðin
Ásíðasta árifórþað
sigurför um allt
landið. Ekki verður
förþess með minni
glæsibragíár.
Þvískaltu tryggja
þér eitt töfrahýsi strax,
þvíþað mun heilla þig ogfalla og nsa eftirþínum eigin
geðþótta d aðeins 30 sekúndum.
Tryggðu þér því eitt fellihýsi strax í dag eða fyrir 20. þ.m.
Hallbjörn J.Hjartarson hf.
\ Skagaströnd. Sími 95-4629
,,Pappírs-Pési“ heitir nýtt ís-
lenzkt barnaleikrit eftir Her-
disi Egilsdóttur sem Leikfélag
Hafnarfjarðar, Barnaleikhúsið,
frumsýndi i Bæjarbíói á laugar-
dag.
Þetta er fyrsta leikrit Herdís-
ar sem flutt er á sviði en hún
hefur skrifað fjölda barna-
sagna og leikþætti fyrir sjón-
varp. 1974 hlaut hún fyrstu
verðlaun í barnaleikritasam-
keppni sem Sumargjöf og Leik-
félag Reykjavíkur efndu til.
Það leikrit hefur ekki verið
sýnt enn.
„Pappírs-Pési“ fjallar um
strák sem nýlega er fluttur og
er dálítið einmana þar sem
hann hefur ekki eignazt nýja
félaga. Hann tekur sig því til og
teiknar mynd af strákpatta sem
hann talar við frekar en ekkert.
Og sá teiknaði verður sprelllif-
andi. Nærri má geta að pappírs-
strákurinn er skemmtilegur fé-
lagi en þó öðruvísi en aðrir
krakkar, enda hætt við að rifna.i
1 fimm af átta aðalhlutverk-
um eru börn: Esther Auður
Elíasdóttir, Eyþór Arnalds,
Kolbrún Kristjánsdóttir, Guð-
mundur Franklín Jónsson og
Jón Magnússon. Aðrir leikend-
ur eru Guðrfður Guðbjörnsdótt-
ir, Sigriður Eyþórsdóttir og
Kjuregej Alexandra, sem er
jafnfiamt leikstjóri og bún-
ingahöfundur. Þetta er fyrsta
leikstjórnarverkefni hennar.
Tónlist er eftir Herdísi Egils-
dóttur en leikmynd teiknuðu
börn úr Myndlista- og handiða-
skóla tslands.
-ÓV
Tveir ungu leikendanna i
„Pappírs-Pésa“ eftir Herdísi
Egilsdóttur, sem frumsýnt
verður i Bæjarbíói i Hafnar-
firði í dag ki. 14.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MAR7 1977.
Ekki vilji í flokkunum fyrir
grundvallarbreytingum
— rætt við Hannibal
Valdimarsson formann
stjórnarskrárnefndar
„í stjórnarskrárnefnd er
ekki hljómgrunnur fyrir ein-
menningskjördæmum,“ sagði
Hannibal Valdimarsson, for-
maður nefndarinnar, i viðtali
við DB í gær. Hann sagði að
ekki væri í flokkunum vilji
fyrir grundvallarbreytingar á
kosningaskipun. Menn vildu
lagfæra núverandi kerfi eitt-
hvað eftir því hvaða breytingar
hefðu orðið á mannfjöldaskipt-
ingunni milli kjördæma.
Hannibal sagði að mikið
hefði verið fjallað um þessi mál
í nefndinni og hölluðust margir
að vestur-þýzka kerfinu sem er
sambland persónukjörs og
flokkslistakjörs. Einmennings-
kjördæmi væru að mörgu leyti
hreinlegasta kerfið. Um tillög-
ur nefndar ungra manna úr
þremur stjórnmálaflokkum,
sem komu fram í vetur, sagði
Hannibal að það væri góðra
gjalda vert að unga fólkið
myndaði sér skoðanir. Hann
væri þakklátur fyrir þessar til-
lögur. Þær hefðu verið sendar
öllum nefndarmönnum í stjórn-
arskrárnefnd. I tillögum ungu
mannanna er gert ráð fyrir að
framboð verði einstaklings-
bundið. Kjósandi tölusetur
frambjóðendur eftir því sem
honum geðjast að þeim og
stefnu þeirra. Kjósandinn er
óbundinn flokkum við þessa
kosningu. Þetta er tilhögun
sem gildir á Irlandi og er í
tillögum ungu mannanna köll-
uð „persónukjör með valkost-
um“.
Hannibal sagði að stjórnar-
skrárnefnd hefði lítið starfað
um skeið og kæmi þar til að
hann hefði verið bundinn
heima í Selárdal og ekki átt
heimangengt. Ráðsmaður sinn
hefði veikzt. Það væri „sér að
kenna“ hve lítið hefði gengið
um hríð. Övíst væri hvenær
niðurstöðum yrði skilað.
Ágreiningur í nefndinni kæmi
helzt fram þegar farið væri að
fjalla um niðurstöður og gæti
það tafið.
„Eg held mig algerlega frá
stjórnmálum," sagði Hannibal.
Annaðhvort væri að gefa sig
algerlega að þeim eða láta þau
eiga sig.
•HH
Heimsóttu Þjóðleikhúsið, Dag
biaðið, Útvarpið og Alþingi