Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977. 5 Handtökumálið: Telur aöra „huldumeyna” hafa oröið skotna í sér —nýjasta vitnið, Pétur Hoffmann Salómonsson, kom fyrir réttinn ígær Pétur Hoffmann Salómons- son kom fyrir rétt í Hafnarfirði í gær þegar framhaldið var rannsókn handtökumálsins. Gaf Pétur skýrslu þess efnis að hann hefði hitt Guðbjart Páls- son á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis um kl. 16.30 hinn 6. desember sl. (sama dag og Guðbjartur var handtekinn í Vogum) og átt við hann stutt spjall um daginn og veginn. Pétur sagði fyrir réttinum að í bílnum með Guðbjarti hefði verið bifreiðarstjóri og tvær stúlkur sem sátu aftur í. Hefði hann tekið mun betur eftir þeirri sem sat „bakborðsmeg- in“ og taldi hann síður en svo útilokað að hún hefði orðið skotin í sér. Væri það engin furða því alkunna væri að hann væri hraustmenni og glæsi- menni. Lýsti Pétur stúlkunni — sem er önnur „huldumeyjanna" svo- kölluðu — sem glaðlegri, dökkri yfirlitum og á hár, „meðalkonu" að því er virtist, rúmlega þrítugri. Hina stúlk- una kvað kempan Pétur hafa verið ljósari yfirlitum og ung- legri, þótt hann hefði ekki tekið eins vel eftir henni. Lagðar voru 30-40 ljósmyndir af stúlkum af öllum stærðum og gerðum fyrir Pétur. Hafði hann orð að hann væri „auga- steinalaus á báðum augum en ég sé vel fyrir það“. Þegar hann hafði skoðað myndirnar gaum- gæfilega kvað hann upp með að hann treysti sér ekki til að þekkja á þeim aftur stúlkurnar tvær sem hefðu verið í bíl Guð- bjarts; hins vegar taldi hann engan vafa leika á að hann myndi þekkja þær aftur sæi hann þær á götu. Það kom fram við yfirheýrsl- ur Steingríms Gauts Kristjáns- sonar umboðsdómara að Pétur tók ákvörðun um að bera vitni i málinu eftir að hann hitti Guð- bjart nýlega og þeir ræddu um hvenær þeir hefðu hitzt síðast. „Það var kvöldið sem þú lentir í ævintýrinu," sagðist Pétur hafa sagt við Guðbjart. Kærandinn í málinu, Karl Guðmundsson ökumaður Guð- bjarts 6. desember sl„ kom ekki fyrir réttinn og var það í þriðja skipti sepa hann lét það hjá líða. Hafði dómarinn við orð að ef til vill reyndist nauðsynlegt að tryggja með „effektífum að- ferðum" að Karl mætti í næsta þinghald. Þegar Pétur Hoffmann Salómonsson kvaddi þinghaldið með virktum bauðst hann til þess að taka málið að sér og fara með það á sama hátt og Vestfirðingar fóru með Hrafn- kel Freysgoða forðum þegar hann var hengdur upp á löpp- unum. Boði hans var ekki tekið. -ÓV Ljósmyndasýning íGalleríSólon íslandus: Þar mætast andstæðurnar, Grjótaþorp og New York Rúnar Gunnarsson hefur opnað ljósmyndasýningu í Gallerí Sólon íslandus. Eru á sýningunni myndir sem hann hefur tekið í Grjóta- þorpinu og heimsborginni New York. Hann hefur sjálfur unnið myndir sínar sem eru allar risastórar. Rúnar hélt áður ljósmynda- sýningu árið 1969. Hefur hann unnið bæði sem blaðaljósmyndari og kvikmynda- gerðarmaður hjá sjónvarpinu og þar er hann nú dagskrárgerðar- maður. Rúnar Gunnarsson stundaði nám í iðngrein sinni í Stokk- hólmi. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. '------------------------------- Atvinnulýðræði íkirkjugörðunum: „Dagaspursmál um framkvæmd” „Það er dagaspursmál hvenær atvinnulýðræði hér kemst í framkvæmd,“ sagði Friðrik Vigfússon, forstöðu- maður Kirkjugarða Reykjavík- ur, í viðtali við DB í gær. Hann taldi að innan fárra daga yrðu allir starfsmenn boðaðir á fund og kosnir fulltrúar í samstarfs- nefnd starfsfólk og stjórnar. Dagblaðið skýrði fyrir skömmu frá atvinnulýðræði í kirkjugörðunum. Síðan hafa nokkrir starfsmenn hringt og sagt að þeir hafi ekki séð nein merki um þetta. Friðrik sagði að verið væri að vinna að skipulagningu vænt- anlegs atvinnulýðræðis og verk- sviði samstarfsnefndar. Þetta væri gert í samráði við trúnað- armann. Tillaga væri um að samstarfsnefndina skipuðu sex menn, þrír frá starfsfólki og jafnmargir frá stjórn. Kjör- tímabil þeirra yrði þrjú ár, þeg- ar fram í sækti, en þó yrðu fyrst í stað kosnir tveir til eins árs og tveir til tveggja ára Endurkjör yrði heimilt. Kosningin færi \ —segir forstöðu- maðurinn fram um leið og trúnaðarmaður yrði kjörinn. Fast starfsfólk kirkjugarðanna, úti og inni, er samtals 20-30 manns. í samningi Starfsmannaf’é- lags ríkisstofnana og Kirkju- garða Reykjavíkur segir að samstarfsnefndin skuli vera tengiliður milli stjórnar og starfsliðs um hvaðeina sem lýt- ur að vinnuskilyrðum, starfs- háttum, vinnuhagræðingu, öryggisráðstöfunum og miðlun upplýsinga milli starfsmanna og stjórnar. -HH Dagvistunar- fundur Félags einstæðra foreldra Ráðstefna um dagvistunar- mál verður haldin að Hótel Esju annáð kvöld á vegum Fé- lags einstæðra foreldra. Mar- grét Sigurðardóttir, starfs- maður hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, Svandís Skúla- dóttir, fulltrúi í menntamála- 'ráðuneytinu, og Bergur Felix- son, framkvæmdastjóri Sumar- gjafar, munu halda ræður. Einnig koma nokkrir einstæðir foreldrar og skýra frá reynslu sinni af dagheimilum og heimafóstri. Félagið hefur sent boð til borgarfulltrúa um að sitja fundinn. Þriðja spilakeppni félagsins hefst á fimmtudagskvöldið og verður spilað á Hallveigarstöð- um fimmtudagana 17., 24. og 31. marz. A.Bj. CALIFORNIA ARTS GALLERIES ÓLÍUMÁLVERK Sólarhringssigling til þessaðlanda loðnu Víkingur frá Akranesi land- aði hér á Eskifirði 700 tonnum af loðnu á laugardaginn. Hann kom siglandi með hana alla leið frá Snæfellsnesi og var hátt í sólarhring í ferðinni. Heldur gekk illa að landa úr skipinu því að þegar loðnan hefur verið lengi um borð þéttist hún mikið og verður eins og plokkfiskur neðst, mestallur sjór farinn úr henni. Þuijfti því að setja sjó saman við þegar henni var dælt upp úr skipinu. Regína MEMBER Höfum fengið sendingu eftir unga, vióur- kennda. erlenda listamenn. Glæsileg innrömmun og ótrúlegt verð fyrir „orginal" mjög falleg olíumálverk. Lítið inn á meðan nrval er nóg og gerið góð kaup. Goddi sf Fellsmúla 24

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.