Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977. 13 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Unglingalandsliðsmennirnir á æfingu í hádeginu í gær ásamt þjálfara sínum. Jóhanni Inga Gunnarssyni. DB-mynd Bjarnieifur. Landslið Islands u-21 árs til Þýzkalands! -leikur þar við V-Þýzkaland á föstudag og laugardag og síðan væntanlega við Dani „Við förum á fimmtudag til Þýzkalands og leikum 2 leiki á föstudag og laugardag við iands- lið Þýzkalands undir 21 árs og síðan spilum við væntanlega einn leik við Dani,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjáifari landsliðs tslands 21 árs og yngri en liðið Góður sigur Ástralíu Astralía sigraði Taiwan 3-0 í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Fijieyjum í Kyrrahafi — miðja vegu milli Taiwan og Astralíu. Astralíumenn tóku ieikinn þegar í sínar hendur og maðurinn á bak við sóknar- lotur þeirra var HM-maðurinn frá Munchen, Jimmy Rooney, en hann skoraði sjáifur tvö mörk. Rooney skoraði fyrra mark sitt á 8. mínútu og á 16. mínútu skoraði Abonyi skemmtiiegt mark með hjólhestaspyrnu. Astralia skoraði þriðja mark sitt þegar í upphafi síðari hálfleiks en í raun hefði Astralía átt að skora að minnsta kosti þrjú mörk í viðbót. Asamt Astraiíu og Taiwan er Nýja- Sjáland í riðiinum. Hong Kong sigraði Singapore 1-0 í undankeppni heims- meistarakeppninnar og skoruðu leikmenn Hong Kong mark sitt á 32. mínútu. Lið Hong Kong komst því upp úr riðlinum og mætir sigurvegurunum úr hinum þrem- ur riðlum Asíu. Síðan munu sigurvegararnir mæta sigur- vegurunumúr riðli Eyjaálfu — en þar leika einmitt Astralía, Taiwan og Nýja-Sjáland. hóf æfingar seinni partinn í janúar og hafa piltarnir æft stöðugt síðan. „Það er mjög góður andi í liðinu.og ég lít á þetta lið sem ákaflega mikilvægan lið í upp- byggingu landsliðs framtíðar- innar. Það verða jú þessir piltar sem taka við i framtíðinni og því er mikilvægt að búa þá undir það. Hins vegar fann ég fljótt að grunnþjálfun og agi í félögunum er alls ekki nógii góður. Það vildi brenna við að leikmenn mættu of seint en þeir voru fljótir að átta sig á breyttum aðstæðum og hafa lagt sig vel fram. Eg tel að það hafi verið mikil mistök, ófyrirgefanleg mistök, að senda ekki lið til þátttöku í heims- meistarakeppni landsliða undir 21 árs í Svíþjóð nú í apríl. Þar hefðu leikmenn öðlazt dýrmæta reynslu, sem þegar fram í hefði sótt hefði áreiðanlega skilað sér. Eins tel ég að við höfum haft of stuttan tíma til æfinga en við erum staðráðnir í að gera okkar bezta. Við höfum undanfarið leikið æfingaleiki og síðastliðinn föstu- dag lékum við við 1. deildarlið Fram og sigruðum með 9 marka mun, 26-17. Það var góður sigur og skoruðum við ein 15 mörk úr hraðaupphlaupum en á þau hef ég lagt mikla áherzlu." Landslið íslands undir 21 árs sem heldur til Þýzkalands á fimmtudag er þannig skipað: Markverðir: Sigurður Marteinsson Þrótti Örn Guðmundsson ÍR Aðrir leikmenn: Steindór Gunnarsson Val Bjarni Guðmundsson Val Jóhannes Stefánsson Val Þorbergur Aðalsteinsson Víking Friðrik Jóhannsson Ármanni Ingi Steinn KR Símon Unndórsson KR Konráð Jónsson Þrótti Gústaf Björnsson Fram Sigurður Gíslason ÍR og loks Hannes Leifsson sem nú leikur i Vestmannaeyjum. Ekki er að efa að leikirnir ytra verða mjög erfiðir en bæði Danir og Þjóðverjar hafa lagt mikla áherzlu á landslið sín sem í fram- tíðinni taka við af þeim mönnum. er nú standa í eldlínunni. Tveir leikmenn voru með liðinu í Austurríki en það voru þeir Þor- bergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson. Lœkkað verð á HP tómatsósa íflestöllum matvöruverslunum til að auðvelda þér að kynnast hinum sérstæðu vörugœðum. Hafðu HP vöru heim með þér, strax í dag. r’™'° Ketch £*Porfqila,Ml n HP HP Stefnir íúrslit Celtic og Rangers Enn stefnir í úrsiitaleik Celtic og Rangers í skozku bikarkeppn- inni. í gær var dregið í undanúr- slit keppninnar og mætir Ceitic 1. deildarliði Dundee og fer leikur- inn fram á Hampden Park. Rangers verður hins vegar að bíða og sjá hverjir mótherjarnir verða, því East Fife, sem nú er neðarlega í 1. deild, gerði sér lítið fyrir síðastliðinn laugardag og náði jafntefli gegn Hearts í Edin- borg. Rangers mætir því annað- hvort Hearts eða East Fife. Telja verður því iíklegt að Rangers og Celtic mætist enn í úrsiitaieik á Hampden Park í vor — rétt einu sinni uppgjör þessara erfðafjenda en síðastliðið vor bar Rangers hærra hlut er Rangers sigraði Hearts í úrslitum. Baráttan harðnar á Spáni Baráttan um spánska meistara- titiiinn í knattspyrnu harðnar með hverri viku og virðast Atletico Madrid og Barceiona ein að bítast um titiiinn. Bæði iið misstu stig um helgina — Atletico tapaði og Barceiona gerði jafntefli. Nú skilja aðeins tvö stig þessa andstæðinga en áður en við höldum lengra skulum við líta á úrslti leikja um helgina: Real Betis—Sociedad 2-1 Real Madrid—Celta 0-0 Maiaga — Valencia 0-1 Saiamanca—R.Zaragoza 0-0 Atletico Bilbao — Burgos 3-0 Barcelona—Sevilla 3-3 Hercules—Atl. Madrid 2-1 Staðan eftir 26 umferðir er nú: Atietico Madrid hefur hlotið 35 stig — Barcelona 33. Síðan kemur Valencia í þriðja sæti með 30 stig, Atletico Bilbao hefur hiotið 29 stig og Real Sociedad 28 stig. Real Madrid gengur nú illa — er um miðja deild. Stórsigur Perú! Perú og Chile berjast nú harðri baráttu um að komast í milliriðil í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu en eins og gefur að skilja þá er það S- Ameríkuþjóðum mjög mikilvægt að komast i úrslitakeppnina í Argentínu ’78. Perú sigraði um hclgina Ecuador 4-0 í Lima og náði þar með Chile að stigum. Perú hefur hlotið fjögur stig úr þremur leikjum — og Chile hefur alveg jafnmörg stig úr tveimur leikjum. Með þessum stórsigri sínum um heigina hafa möguleikar Perú aukizt mjög þar sem þjóðirnar eiga eftir að mætast í Lima og verður sá úr- slttaleikur 26. marz. Sigur- vegarinn heldur áfram í milliriðli — mætir þar væntan- lega Brazilíu og Kolumbiu. Perú skoraði fyrsta mark sitt á 19. mínútu þegar Jose Velazques skoraði með skaila. Síðan bættu Oblitas 2 og Lucas við mörkum í síðari hálfleik, og hinir 43 þúsund áhorfendur í Lima voru sannarlega með á nótunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.