Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977. 15 Frægt fólk á skídum Ekki er ósennilegt að þú getir rekizt á mjög þekkta skíðadýrkendur ef þú færir í skíðaferðalag til Alpanna. Þar eru jafnan margir sem gaman væri að rekast á, þótt ekki væri i bókstaflegum skilningi. Þarna eru bæði leikarar og kóngafólk víðs vegar að úr álfunni. Að sjálfsögðu eru Anna Maria drottning með Konstantin sinn og Beatrix með prins Ciaus á skíðum ásamt börnum sínum. Sylvia og Carl Gustav hafa komið við í Alpa- fjöllunum og sömuleiðis Juan Carlos og Sophia drottning hans. Söngkonan Shirley Bassey eyddi 29. afmæiisdegi sínum í Gstaad. u Konungarnir Konstantín og Juan Carlos, drottningarnar Sophia og Anne Marie ásamt börnum sínum. Hollenzka prinsessan Margriet með systurbörnum sfnum þrem, þeim Johan Frisco, 8 ára. Wiilem Alexander, 9 ára, og Constantijn, 7 ára. Hér eru sænsku konungshjónin, Siivia og Carl Gustaf stödd i Kiosters. Myndin er tekin skömmu áður en þau héldu heim og tilkynntu umheiminum um væntaniegan erfingja. r|h?!i . ' Iji : m M 1 í; s • j 1 |I... ph ieSIB A þremur hjólum Þessi nýi bíll, sem hlotið hefur nafnið Phantom, var nýlega á mikilli bílasýningu í Chicago. Sá sem á heiðurinn af uppfinníngu bílsins, Ronald Wills, stendur þarna hjá. Bíllinn tekur aðeins einn far- þega (fyrir utan ökumanninn) og undir vagninum eru aðeins þrjú hjól. Phantom hefur Hondu-vél, sem hefur þúsund rúmsentimetra sprengirúm, til samanburðar má geta þess að venjulegur Volkswagen hefur 12 og 1300 rúmsentimetra sprengirúm. Bíllinn er úr trefjaefni og er ætlunin að framjeiða tólf bíla af þessari gerð næsta sumar. Aætlað verð er á bilinu frá 10 þúsund dölum upp í 15 þúsund (2 - 3 milljónir ísl. kr.)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.