Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 24
Það kemur dagur eftir þennan dag Samkvæmt náttúrulögmálinu þessa mynd átti ekki að vera hægt að taka dag skín Reykjavik í gær. I sólin ekki á höfuðborgarbúa: 4-6 stiga hiti verður með vindstrekkingi á austan. En — það kemur dagur eftir þennan dag.... DB-mynd: Hörður. Flugfargjöld á Norður-Atlants- hafsleiðinni hækka um 7% — Flugleiðir hækka sín gjöld til samræmis Bandaríska farþegaflugráðið samþykkti nýlega að levfa flug- félögum á Norður- Atlantshafsflugleiðinni að hækka fargjöld sín um allt að 25%, en mcðalhækkunin mun verða um 7 prósent. Þá hefur kerfinu um vor-, sumar-, haust- og vetrarfargjöld verið breytt og það einfaldað nokkuð. Einnig hefur daga- fjölda dvalartíma, miðað við ferðir fram og til baka, verið breytt í vissum tilvikum. 1 haust varð ljóst að hækk- anir væru í vændum og hafa þær nú verið ákveðnar 1. apríl nk. Var það ekki gert fyrr til að riðla ekki áætlun fólks um vor- fargjöld nú. Blaðið hafði samband við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, og sagði hann að félagið myndi einnig hækka sin fargjöld til samræmis við þetta. Eftir sem áður yrðu þau lægri á þessari leið en gerist hjá öðrum. Varðandi kerfisbreytingar sagði hann að Flugleiðir hefðu hingað til notað sitt eigið kerfi, sem væri ekki alveg eins byggt upp og hjá hinum félögunum á leiðinni. Smávægilegar breytingar á því kæmu nú .einnig til framkvæmda 1. apríl nk. -G.S. Smygl fannst íDísarfelli: Einn tollvörð- urinn ölvaður —að sögn vélst jóra skipsins „Einn tollvarðanna, sem leitaði í Dísarfellinu, var áberandi ölv- aður og er ég sagði honum að mér þætti það óviðeigandi og spurði hann hverju þetta sætti, sagði hann það vera hluta af starfi sinu að taka glas með skipverjum í þeim tilgangi. að blanda við þá geði, er kynni að leiða til éin- hverra upplýsinga," sagði Haf- steinn Valgarðsson, vélstjóri á • Dísarfelli í viðtali við DB í morgun. Er Hafsteinn var spurður hvort hann mundi kæra þessa fram- komu tollvarðarins, sagðist hann ekki vera ákveðinn enn, enda hefði hann t.d. ekki blóðprufu af honum frá því á laugardagskvöld- ið. Hins vegar drægi hann ekki til baka að maðurinn hafi verið ölv- aður. Tollverðir fundu 108 flöskur af áfengi i skipinu, 14 kassa af bjór, 9200 vindlinga og nokkuð magn af niðursoðnu svínakjöti. Kl. langt gengin tíu í morgun hafði ekki náðst í fulltrúa toll- gæzlustjóra, en tollgæzlustjóri er fjarverandi. Stóð til að kanna við- brögð Tollgæzlunnar við þessu, en í viðtali sem Tíminn átti við fulltrúann í gær, telur hann fulla ástæðu til að vélstjórinn snúi sér til embættisins með þessa frásögn þar sem um sé að ræða brot í starfi hjá tollverðinum, reynist þetta rétt. -G.S. „Vinsamlegar” viðræður ASÍog ríkisstjórnar: KRAFIZT ÚTSPILS RÍKISSTJÓRNAR STRAX Á FYRSTU STIGUM SAMNINGA Viðræður ríkisstjórnarinnar og samningamanna Alþýðusam- bandsins í gær voru „vinsam- legar“, að sögn samningamanna. Björn Jónsson, forseti ASl, Tagði þar áherzlu á, að oftast hefðu ríkisstjórnir komið inn í sámningaviðræður á síðustu stigum þeirra en nú væru litlar líkur til, að samningar við at- vinnurekendur færu verulega af stað, fyrr en ríkisstjórnin hefði tekið á hlutunum. Björn fór yfir kröfur ASÍ og pólitísku ,,ábendingar“. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra svaraði og ræddi nokkuð almennt um málin. Samningamenn töldu, að svar forsætisráðherra hefði verið fremur „jákvætt". Menn voru á því, að viðræður kæmust lítið, fyrr en fram hefðu komið sérkröfur verkalýðs- félaganna, sem nú eru í smíðum. Mættir voru á fundinum ráðherrarnir Geir Hallgrímsson, Matthías Á. Mathiesen, Gunnar Thoroddsen, Olafur Jóhannesson og Halldór E. Sigurðsson, ásamt nokkrum aðstoðarmönnum og sér- fræðingum. Þar voru Torfi Hjart- arson sáttasemjari: Frá ASl voru yfir 20 manns. Rætt var um, að Torfi þyrfti fleiri menn í lið sáttasemjara. Ekki var ákveðið, hvenær næsti fundur yrði. -HH. frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977. Stakkaffrá árekstursstað Allharður árekstur varð í Borgartúni á föstudags- kvöldið og stakk sá er ákeyrslunni olli af frá slys- stað. Er hans nú leitað og skorað er á hann að gefa sig fram. Austin Mini var ekið austur Borgartúnið og möts við vörubílstöðina kom vöru- bíll á móti bifreiðinni og hélt í vesturátt. Framúr vörubílnum skauzt ljós- leit Moskvitch-bifreið. Slóst hún utan í Austin-bílinn og skemmdi. Af árekstrinum varð bæði högg og hávaði svo bílstjóri rússneska bílsins hefur ekki komizt hjá því að verða var við atvikið. En samt hvarf hann. Sjónarvottar og bíl- stórinn sem stakk af eru beðnir að hafa samband við lögregluna. B. Bardot íReykjavík ígær: Á leið í átök við kanadíska selveiði- menn? Lítil frönsk einkaþota af gerð- inni Corvette, með einkennisstaf- ina F-BTTL, lenti á Reykjavíkur- flugvelli síðdegis í gær og renndi upp undir Loftleiðahótelið, sem ekki þykir tíðindum sæta. En það varð uppi fótur og fit um allan „rampinn" þegar sjálf Birgitte Bardot steig út úr vélinni ásamt föruneyti átta til tíu manna og hélt inn í Loftleiðahótelið. Koma vélarinnar hingað var vel skipulögð, eldsneytisbílar komu þegar að þotunni og flugmenn- irnir höfðu fyrirfram unnið ferða- áætlun áfram og skilað til flug- stjórnar og voru hröð handtök við allar framkvæmdir. Sem kunnugt er, hefur Bardot nýlega lýst því yfir að hún sé hætt öllum kvikmyndaleik og hefur hún snúið sér að fatahönnun sem starfi en dýraverndun er hennar aðaláhugamál. Hún og fylgdariið hennar var fámált um ferðir sinar í gær, en fólkið kom frá Frakklandi og ætlaði næst til Syðri Straum- fjarðar í Grænlandi, þar sem þotan þurfti aftur að taka elds- neyti. Eftir að Bardot hafði hringt til Parísar á Loftleiðahótelinu hélt hún og hennar lið út í þotuna aftur sem tafarlaust lagði af stað. Ymsir, bæði starfsfólk á Loft- leiðum og aðrir þar staddir, náðu tali af mönnum úr fylgdarliðinu og kvisaðist þar út að þetta leyni- ferðalag hennar stæði í sambandi við andóf gegn seladrápi i Kanada, en það mun vera að hefjast um þessar mundir. Hefur margt frægt fólk tekið þátt í andófi því og m.a. margir auðkýfingar boðizt til að leggja saman í andvirði selskinnanna handa veiðimönnunum, ef þeir vilja þyrma selunum, en allt hefur komið fyrir ekki. Þota Bardot komin á á að giska 200 km hraða á Reykjavikurflugvelli i gær, rétt fvrir flugtak. DB-mynd: Hörður. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.