Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977.
I
Útvarp
23
Sjónvarp
Grunnskólinn — og hvað
svo? nefnist umræðuþáttur sem
er á dagskrá sjónvarpsins í
kvöld kl. 21.15. Umræðunum
stýrir Hinrik Bjarnason. Við
hringdum í hann.
„Nafnið á þáttinr.valdiég m.a.
af því að ég tel að almenningur
viti ekki nægilega vel hvað
stendur til boða eftir að grunn-
skóla lýkur. 1 þættinum ætla ég
að fá fram umfjöllun um það.
Einnig um það hvað gerist frá
lokum grunnskóla til byrjunar
háskóla.
Síðan ætla ég að koma
inn á upplýsingamiðlunina
þarna á milli og hvort þetta
upphlaup vegna prófanna, sem
ýmislegt var athugavert við,
hafi verið vegna þess að fólk sé
ekki nógu visst í sinni sök og
hafi notað tækifæri til þess að
atast út í kerfið, sem það þekkir
ekki nógu vel.
Að öðru leyti verður farið á
kostum um lendur grunnskól-
ans og þess svæðis sem við
tekur af honum,“ sagði Hinrik
Bjarnason.
Þeir sem ræða saman í þætt-
inum verða Stefán Olafur
Jónsson og Hörður Lárusson
deildarstjórar, Óli Þ. Guðbjarts-
son skólastjóri á Selfossi og
Baldur Sveinsson kennari í
Hlíðaskóla.
— Ertu kominn aftur að sjón-
varpinu, Hinrik?
„Nei, ekki get ég nú sagt það.
Ég komst að samkomulagi við
sjónvarpið um tvo þætti, þenn-
an í kvöld og um daginn um
bjórinn. Samkomulagið nær
Sjónvarp f kvöld
kl. 21.15:
Umræðuþáttur:
Farið á
kostum
um
lendur
grunn-
skólans
<..— m.
Nemendur grunnskólans gerðu
mikið „uppþot" bæði vegna
fyrirkomulags samræmdra
prófa og eins vegna einkunnar-
gjafar, sem enginn botnar í.
ekki nema til þessara tveggja
þátta, og ég get ekki sagt neitt
um framhaid þess máls að svo
stöddu,“ sagði Hinrik.
Eins og menn muna var Hin-
rik éinn af fyrstu starfsmönn-
um sjónvarpsins og var hann
með Stundina okkar. Atti hann
m.a. hugmyndina að Krumma,
sem naut mikilla vinsælda hjá
börnum. A.Bj.
§ Útvarp
Þriðjudagur
15. marz
14.25 Frá Norogi og Qanmorku. a. Norsk
leikhúsmál í doiglunni. Ingólfur Mar-
geirsson flytur ásamt Berki Karlssyni
og Steinunni Hjartardóttur. b. Þorra-
blót á Austurveggil 2. óttar Einarsson
kennari bregóur upp svipmyndum
með upplestri. eftirhermum og ál-
mennum söng frá samkomu Islend-
ingafélagsins i Kaupmannahöfn. sem
haldin var í Jónshúsi 19. f.m.
15.00 Miðdegistónleikar. Kornél
Zempléni og Ungverska ríkishljóm-
sveitin leika Tilbrigði um barnalag
fyrir píanó og hljómsveit op. 25 eftir
Dohnányi; György Lehel stjómar. Ot-
varpshljómsveitin í Berlín leikur
„Skýþíu-«vitu“ fyrir hljómsveit op. 20
eftir Prokofjeff; Rolf Kleinert
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15
Veðurfregnir.
16.20 Popp.
17.30 Litli bamatíminn. Finnborg Schev-
ing stjórnar timanum.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Vinnumél. Lögfræðingarnir Arn-
mundur Backman og Gunnar Eydal
sjá um þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins. Ásta R. Jóhann-
esdóttir kynnir.
20.45 Að skoða og skilgreina. Kristján E.
Guðmundsson og Erlendur S. Baldurs-
son sjá um þáti fyrir unglinga.
21.30 Fré orgeltónleikum Martins Hasel-
böcks í kirkju Filadelfiusafnaðarins i
september sl. a. Sónata í A-dúr eftir
Mendelssohn. b. Tveir þættir úr
„Fæöingu frelsarans" eftir Messiaen.
c. Danstokkata eftir Heiller. d. Hug-
leiðing um „Island, farsælda frón",
leikin af fingrum fram.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma
(32).
22.25 Kvöldsagan: „Sögukaflar af sjálfum
mór'* eftir Matthías Jochumsson. Gils
Guðmundsson les úr sjálfsævisögu
hans og bréfum (7).
22.45 Harmonikulög. Garðar Olgeirsson
leikur.
23.00 A hljóðbergi. Lesið og sungið úr
Ijóðum Roberts Burns. Meðal flytj-
enda eru Ian Gilmour. Duncan
Robertson og Margaret Fraser.
23.30 Fréttir. Einvígi Horts og Spasskýs.
Jón Þ. Þór rekur 8. skák. Dagskrárlok
um kl. 23.50.
Miðvikudagur
16. marz
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og
forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00.
Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðni
Kolbcinsson endar lestur þýðingar
sinnar á „Briggskipinu Blálilju", sögu
eftir Olle Mattson (31). Tilkýnningar
kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög
milli atriða. Guðsmyndabók kl. 10.25:
Séra Gunnar Björnsson les þýðingu
sína á predikunum út frá dæmisögum
Jesú eftir Helmut Thielicke; VI:
Dæmisagan af illgresinu meðal hveit-
isins. Morguntónleikar kl. 11.00:
Fílharmoníusveit Berlínar leikur
Sinfóniu nr. 2 í C-dúr op. 61 eftir
Robert Schumann; Rafael Kubelik
stjórnar / Fílharmoníusveit Vínar-
borgar leikur Tilbrigði op. 56 eftir
Brahms um stef eftir Haydn; Sir John
Barbirolli stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónlcikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynn-
ingar. Viðvinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Ben Húr", uga frá
Krísts dögum eftir Lewis Wallace.
Sigurbjörn Einarsson þýddi. Ástráður
Sigursteindórsson les (2).
15.00 Miðdegistónleikar. Colonne hljóm-
sveitin í París leikur „Karnival dýr-
anna“, hljómsveitarsvítu eftir
Saint'Saéns; George Sebastian
stjómar. Ulrich Lehmann og
Kammersveitin i Zilrich leika Fiðlu-
konsert í B-dúr op. 21 eftir Othmar
Schöck; Edmond Stoutzstjómár.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphom. Halldór Gunnarsson
kynnir.
17.30 Útvarpssaga bamanna: „Systumar í
Sunnuhlíð" eftir Jóhönnu Guðmunds-
dóttur. Ingunn Jensdóttir leikkona les
(2).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
&£ Sjónwarp
Þriðjudagur
i)
15. mars
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Skákeinvígið.
20.45 Reykingar. Skaðsemi reykinga.
Fyrsta myndjn af þremur um ógn-
vekjandi áfleiðingar sígarettu-
reykinga. I Bretlandi deyja árlega
meira en 50.000 manns af völdum
reykinga, eða sex sinnum fleiri en
farast í umferðarslysum. Meðal
annars er rætt við rúmlega fertugan
mann, sem haldinn er ólæknandi
lungnakrabba. Hinar myndirnar tvær
verða sýndar næstu þriðjudaga.
Þýðandi og þulur Jón O. Edwald.
21.15 Grunnskólinn og hvað svo?
Umræðuþáttur um grunnskólann og
tengsl hans við menntakerfið.
Umræðunum stýrir Hinrik Bjarnason.
og meðal þátttakenda eru Óli Þ.
Guðbjartsson skólastjóri og Stefá:;
ólafur Jónsson, fulltrúi í mennta
málaráðuneytinu.
21.55 Colditz Bresk-bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur. Fyllsta öryggi.
Þýðandi Jón Thor liaraldsson.
22.45 Dagskrárlok.
Sjónvarp íkvöld kl. 21.55:
Barizt um yfirráðin
yfir fangelsinu
Colditz er á dagskrá
sjónvarps í kvöld kl. 21.55. Er
þetta fimmti þátturinn og
nefnist hann Fyllsta öryggi.
Þýðandi er Jón Thor Haralds-
son.
„Það kemur nýr maður til
sögunnar í kvöld, nýr öryggis-
foringi, sem á að gæta öryggis-
mála fanganna," sagði Jón
Thor er við hringdum í hann til
að forvitnast um hvað gerðist í
þættinum.
„Sá er úr hernum, sem
stjórnar fangabúðunum í
Colditz, en í gegnum allan
myndaflokkinn gengur eins og
rauður þráður togstreita milli
hersins og Gestapo eða SS-
sveitanna vegna fangabúðanna.
Nýi foringinn heitir Ullmann
og er mjög hæfur maður.
Fangarnir fá veður af því að
halda á ráðstefnu um öryggis-
mál og setja þeir allt á annan
endann til þess að fá upplýsing-
ar um hvað fram fer á
ráðstefnunni.
Deilurnar snúast aðallega um
að Gestapo vill yfirtaka fanga-
búðirnar, en herinn, sem
gerður er sæmilega mannlegur,
berst fyrir því að halda fanga-
búðunum áfram undir sinni
stjórn.
Það kemur einnig nýr fangi
til sögunnar og er það banda-
ríski leikarinn Robert Wagner,
sem fer með hlutverk hans,“
sagði Jón Thor.
-A.Bj.
Gleðileg tíðindi
Spil Muggs
komin aftur
Guðmundur Thorsteinsson, Muggur
teiknaði fyrstu íslenzku spilin árið 1922,
og seldust þau fljótt upp.
Nú hafa þessi afbragðs skemmtilegu og
listrænu spil verið endurútgefin.
Verð kr. 975.- og 1950.- (Tvennspilíkassa).
Sendum í póstkröfu, burðargjald kr. 320.-
FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN
Skólavörðustíg 21A - sími 21170