Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977. UBIABIÐ [frfálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblafiiö ht Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Afistoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blafiamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurfisson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurfisson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Páisdóttír, Krístín Lýös- dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, iHörfiur Vilhjálmsson, $veinn Þormófisson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn <l»orleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánufii innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakifi. Ritstjóm Sífiumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreifisla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðifi og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerfi: Hilmir hf.. SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Þegar banka er bjargað Tímaritið Frjáls verzlun skýrði nýlega frá því bæði á forsíðu og inni í blaði, að Útvegsbankinn væri um það bil að verða gjald- þrota. Þessar fréttir komu í kjöl- far almennrar vitneskju um, að Útvegsbankinn ætti við ýmsa erfiðleika að etja umfram aðra banka. Dagblaðið kannaði þetta mál mjög rækilega og birti um það forsíðufrétt á föstudaginn var. Komst blaðið að raun um, að bankinn stóð nógu tæpt til þess, að á vegum Seðlabankans er unnið að víðtækum aðgerðum til bjargar honum. Dagblaðið skýrði frá því, að lán Útvegsbank- ans til útgerðarinnar væri helzta vandamál hans. Ennfremur hefði bankanum ekki tekizt að halda hlutdeild sinni í almennum innláns- viðskiptum sparifjáreigenda. Dagblaðið skýrði einnig frá því, að banka- stjórar Seðlabankans hefðu nýlega boðað bankastjóra Útvegsbankans á sinn fund til að gera þeim grein fyrir hinni alvarlegu stöðu bankans gagnvart Seðlabankanum, er yfir- drátturinn var 31. janúar kominn upp í 1,1 milljarð króna. Dagblaðið skýrði loks frá því, að Seðlabank- inn hygðist bjarga bankanum með því að færa aðstöðu milli ríkisbankanna. Yrði Búnaðar- bankinn látinn taka að sér útibú Útvegsbank- ans á Seyðisfirði og Landsbankinn látinn taka Patreksfjörð, en báðir þessir staðir munu hafa verið Útvegsbankanum þungir í skauti. í staðinn hafði Seðlabankinn ákveðið, að Útvegsbankinn fengi tvo og jafnvel þrjá feita bita á Reykjavíkursvæðinu eins og til dæmis Seltjarnarnes og Hafnarfjörð. Síðar hefur komið í ljós, að þriðji bitinn er nýtt útibú bankans í Kópavogi. í Landsbankanum og Búnaðarbankanum eru menn lítt hrifnir af þessum björgunarað- gerðum og hið sama má segja um fórnardýrin á Reykjavíkursvæðinu. Til dæmis hafði um langt skeið verið sameiginlegur vilji bæjarstjórnar Seltjarnarness og Landsbankans, að sá banki setti þar upp útibú, þegar bæjarfélagið væri orðið nógu stórt til þess. En menn geta lítið gert, þegar tilskipanir koma frá þeirri stofnun í þjóðfélaginu, sem er voldugri en sjálf ríkisstjórnin. Munu allir aðilar sennilega láta Seðlabankann kúga sig í þessu máli. Athyglisverð eru viðbrögð ráðherra og þing- manna við þessum upplýsingum Dagblaðsins. Enginn sagði neitt, þegar Frjáls verzlun sagði gjaldþrot Útvegsbankans yfirvofandi. En heilum degi er eytt í umræður á alþingi um svokallaða æsifréttamennsku, þegar Dagblaðið skýrði frá staðreyndum málsins. í umræðum þessum var allt staðfest, sem Dagblaðið hafði sagt um orsakir erfiðleika Útvegsbankans og björgunaraðgerðir Seðla- bankans, svo og allt annað, sem Dagblaöið hafði um málið að segja. Samt leyfa Ólafur Jóhannes- son bankamálaráðherra og nokkrir þingmenn, sem hafa hagsmuna að gæta, sér að tala um „rangar upplýsingar“ og „fjarstæðu“. I þessum marklausu og röklausu fúkyrðum kemur greinilega fram tillitsleysi þessara stjórnmálamanna gagnvart sannleikanum og miðlun hans til fólksins í landinu. Einhvers konar óli Einar Guðmundsson: FLÓTTINN TIL LlFSINS Ófullgerð skáldsaga Reykjavik 1976. 152 bls. Skyldu einhverjar nýjungar, verideg nýmæli, vera að ske í íslenskum bókmenntum þessa dagana og árin? Slíkt er ekki allténd gott að greina í fljótu bragði. Og ekki allténd víst hvar eigi að gá að nýjungunum. Kannski einhvers lags nýstefna í ljóðagerð sé að koma fram í og meó stóraukinni ljóðaútgáfu á seinni árum, ódýrri einka- útgáfu ungra og oft kornungra höfunda, utan venjulegs bók- sölukerfis. En hver hefur lesið öll þau hefti og kver til hlítar? Og vera má að á popp- markaðnum gæti líka að sínu leyti einhverra viðlíka nýmæla eða nýsköpunar innan um og saman við verslunarvöruna. Svo ekki sé talaó um skáldið Megas og hljómplötur hans. A þessum markaði, ofan eða neðanjarðar í bókmenntunum, hefur hins vegar lítið farið fyrir nýjungum í sagnagerð eða skáldsagnaútgáfu þótt stöku bók í lausu máli hafi komið út í fjölrituðum einka-útgáfum. Samt er uppi á meðal vor skáld- sagnahöfundur sem semur og gefur sjálfur út harla nýstár- legar sögur, ólíkar flestöllu sem við er að venjast í bókum. Einar Guðmundsson heitir höfundur- inn, og saga hans frá í haust er að minnsta kosti önnur bók hans. í fyrra kom sem sé út bók sem allténd mátti taka eftir nafnsins vegna, Lablaða hérgula hét hún — skáldsaga eða skúlptúr að sögn höfundar í formála fyrir bókinni. Báðar eru bækurnar fjölritaðar, gefnar út á kostnað höfundar i 300 eintökum hvor um sig. Og þetta eru reyndar báðar skrýtn- ar og skemmtilegar bækur, ef menn taka þeim eins og .þær koma fyrir, hvort sem rétt er að kalla þær sögur eða eitthvað annað. í formála sínum í fyrra lýsti höfundur í stuttu máli vinnu- brögðum sínum: sagan var, sagði hann, sundurklippt og samanskeytt upp úr ritverkum hans undanfarin þrjú eóa fjög- ur ár. „Langaði mig sumpart til að gefa mynd af eðlisfari dag- blaðs, sem gerir hvort tveggja í senn: að herma eftir lífinu og reyna að móta það.“ Nú er ekki Nýting raforku til húshitunar Inngangur Þann 10. þ.m. ritaði Berg- steinn (iizurarson byggingar- verkfræðingur grein i Dagblað- ið er bar yfirskriftina ,,Er raf- orkuverð til rafhitunar niður- greitt?". Í upphafi greinar- innar er getið skrifa minna um raforkuverð til stóriðju og enn- fremur starfa minna að rafhit- un húsa. Greinarhöfundur heldur þvi fram að áhuga á nýtingu raforku til húshitunar megi að nokkru leyti rekja til „pólitiskrar gagnrýni á raf- orkusölu og raforkuverð til álverksmiðjunnar". Hvað störf min að rafhitunarmálum varðar visa ég fullyrðingu þess- ari algjörlega á bug. Á það skal bent að upphaf greinar Berg- steins ber það greinilega með sér að kveikjan að skrifum hans um rafhitun er grein min um raforkuverð til stóriðju er birt var i Dagblaðinu þann 3. febrúar sl. Skrifum Bergsteins unt afskipti min af rafhitunar- málum er ofaukið i umræóum um það hvort raforka til húshit- unar sé seld undir kostnaðar- verði eða ekki og geri ég þvi þann hluta greinar hans ekki að frekara umræðuefni. Rangar forsendur útreikninga Með töflu, sem Bergsteinn birtir í grein sinni, telur hann sig sýna fram á að raforkuverð tií húshitunar sé niðurgreitt. Því miður eru útreikningar hans gerðir af vanþekkingu á eðli sölu og dreifingar raforku og byggðir á röngum forsend- um. Það er fráleitt að einangra rafhitunarmarkaðinn frá ann- arri raforkunotkun og hugsa sér að orkuver sé rekið einung- is til að framleiða raforku til húshitunar. Líta verður á raf- hitanotkun sem viðbót við al- menna notkun. Raunverulegur kostnaður raforku til húshit- unar verður þá kostnaður vegna viðbótarmarkaðarins. Sá nýtingartími, 3500 klst/ári. sem Bergsteinn reiknar með við stöðvar.vegg, er nýtingartíminn sem reikna má meö að sé við húsvegg. Vegna samlögunar er nýtingartíminn hærri við stöðvarvegg raforkuvers. Enn- fremui' skal á það bent að Berg- steinn er að ræða um núver- andi sölu raforku til húshit- unar sem byggð er á rof- heimild. Nýtingartími slíkrar hitunár er miklu hærri en hit- unar án nokkurra takmarkana. Rafhitun, sem með rofi er haldið utan toppálags í aðveitu- stöð, hefur þar óendanlegan nýtingartíma þar sem hann er hlutfallið rnilli orkunotkunar og aflnotkunar. Nýtingartimi heildarnotkunar rafveitu, sem selur raforku til almennra nota án húshitunar, er á bilinu 4000 til 5000 klst/ári. Hvernig skyldi Rafveitu Hafnarfjarðar hafa tekist að ná um 6000 klst. nýtingartíma með raforkusölu til húshitunar ef sú notkun hefði 3500 klst. nýtingartíma? Af þvi sem nú hefur verið rakið er ljóst að heildasölukostnaður sá, sem Bergsteinn birti i þriðja dálki töflu sinnar, er hrein fjar- stæða og þar með einnig töl- urnar í fjórða dálki og þrjár efstu tölurnar í sjöunda og síðasta dálki. Utreikningar Norðmanna Arið 1972 var gerð á vegum tiekniháskólans NTH í Þránd- heimi í santvinnu við rann-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.