Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 24
m Irjálst, nháð Hagblað B'IMMTUDAGUR 31. MARZ 1977. „Gæti orðið þvælnara en ífyrra” —rætt við samningamenn í kjarasamningum Friðrik í forystunni í Sviss — Helgi eygir alþjóðameistara- titil ÍUSA fyrirfundinnígær „Við undirskrifum í dag,“ sagði einn fulltrúi verkamanna. „Nei, við förum á hausinn, ef við göng- um að ykkar kröfum," svaraði Ölafur Jónsson, . framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands- ins. Þannig var andrúmsloftið létt, áður en samningafundir hófust, nýtt, „einvígi'' í Kristalsal Hótels Loftleiða í gær. „Menn eru að takast í hendur eins og glímumenn í byrjun viður- eignar,“ sagði Geir Gunnarsson alþingismaður, sem situr í sátta- nefnd í kjaradeilu Alþýðusam- bandsins og atvinnurekenda. Dag- blaðsmenn tóku nokkra foringja tali, áður en samningafundur hófst á Hótel Loftleiðum í gær. „Við förum á höfuðið,“ sagði Olafur Jónsson. Smjöríð þrefalt dýrara hér, kjúkl- ingar fimmfalt Verðá ' land- búnaðar- vörum á íslandi og í Danmörku Smjörkílóið kostar nú 551 krónu íslenzka í heildsölu í Danmörku en hér er heildsölu- verðið á smjöri um þrisvar sinnum ' hærra. Verðið á kjúklingum er næstum fimm sinnum hærra hér. Heildsöluverðið á smjöri hér eru 1100 krónur og niður- greiðslur 433 krónur hvert kíló. Niðurgreiðslurnar greiða menn með sköttunum. Hið raunveru- lega heildsöluverð, sem búð- irnar kaupa inn á„ er því 1533 krónur á kílóið hér. Kílóið af kjúklingum, bezti gæðaflokkur, kostar í Dan- mörku sem næst 165 krónur íslenzkar í heildsölu. Hér kaupa búðirnar kílóið á heildsöluverð- inu 765 krónur. Fjörutíu og fimm prósent ostur kostar í Danmörku um 392 krónur kílóið í heildsölu en hér er kílóið á 847 krónur í heildsölu en engin niður- greiðsla. Ostverðið er þvi rúm- lega tvöfalt hér. Kílóið af eggjum kostar 181 krónu í heildsölu í Danmörku en nú mun heildsöluverðið hér vera sem næst 420 krónur kílóið, eða meira en tvöfalt hærra. Svínakjöt í heilum skrokkum er nú í bezta gæðaflokki á um 289 krónur í heildsölu í Dan- mörku en hér kaupa búðirnar það inn fyrir 570 krónur kílóið, sem er um tvöfalt hærra, sam- kvæmt upplýsingum úr verzlunum. Kartöflukílóið er á um 40 krónur í heildsölu í Danmörku en nálægt 103 krónum hér, eða meira en tvöfalt dýrara. Niður- greiðslur eru nú engar á kartöflum. Þrátt fyrir þetta er kaup í Danmörku gjarnan tvöfalt hærra en hér eins og kunnugt er. Miðað við framangreindan samanburð á verði geta menn vissulega íhugað hvort ekki borgaði sig fyrir íslendinga að flytja landbúnaðarvörur þessar inn við ákveðiri skilyrði. Heimildir eru,- í Danmörku, landbúnaðarráðið og hér heima hefur verðið og niður- greiðslurnar verið fengið hjá verzlunum Sláturfélagsins og Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins. —HH Nýtt „einvígi” í Kristalsal Alþingismennirnir Geir Gunnarsson og Karvel Pálmason gegna mismunandi hlutverkum í samning- unum. Geir er i sáttanefndinni og á að „passa“ Karvel og aðra þá, sem eru i sjálfum siagnum. Geir sagði, að þetta gæti orðið þvælnara nú en i fyrra, vegna þess að meira vald væri nú í hönd- um sérsambanda verkalýðsfélag- anna og tiltölulega minna vald hjá ASl. Annars væri þetta mest „pro forma" fundur, taldi Geir. Hann kvaðst að minnsta kosti vonast til, að ekki yrðu eins langar vökur í þessum samningum og voru í sjómannasamningunum, þar sem Geir var einn sáttasemjara í fyrra. „Síðasti fundurinn stóð í 60 tíma,“ sagði Geir. Hann benti á, að tímamunur væri nú milli samninga ASl- félaganna almennt og sjómanna. Samningar ASÍ renna út 1. maí, en sjómannasamningarnir ekki fyrr en 15. maí. Olafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands- ins, sagði, að fundir væru á morgun og hinn daginn um sér- kröfur. Því væri nú töluvert unnið, enda mundi ekki af veita. Það gæti verið erfiðara að semja nú en í fyrra, vegna þess að meira vald væri í höndum sérsamband- anna. Menn flýttu sér að taka niður í Kristalsal Hótel Loftleiða og afmá merkin um skákeinvígið en búa allt í haginn fyrir samningafund- inn í gær. Þar var komið fjöl- menni frá báðum aðilum. HH Eftir skákirnar 1 Sviss í gær- kvöldi deilir Friðrik Ólafsson nú efsta sætinu með Dezind- zinchasmili frá ísrael og Pach- man frá Vestur-Þýzkalandi, en skák Friðriks og hins fyrr- nefnda endaði með jafntefli í gærkvöldi. Guðmundur Sigur- jónsson, sem setið hefur hjá í einni umferð er eftir fjórar umferðir með tvo vinninga og eina biðskák síðan í gærkvöldi við Liberzon. Hann er talinn hafa heldur lakari stöðu. Hinn ungi skákmaður okkar, Helgi Ölafsson, sem um þessar mundir teflir í Lone Pine í Bandaríkjunum, tapaði bið- skák sinni í gær við Mayer en vann hins vegar skák sina við Tisdall síðar um daginn. Er nú alþjóðameistaratitill hans í sjónmáli og vinni þann í níundu og síðustu skákinni sem eftir er, er titillinn raun- veruleiki. Öljóst er enn við hvern hann teflir. Af áskorendaeinvígjunum er það að frétta að Polu- gajevski er með 5Yi vinning á móti 4'A vinningi Meckings og eiga þeir eina biðskák. Kortsnoj þarf nú bara að halda jöfnu til að sigra Petrosjan en sá fyrrnefndi hefur nú sex vinninga á móti fimm. Eina von Petrosjans er að sigra í síðustu skákinni og fá þannig framlengingu. Sem kunnugt er hefur Larsen nú tapað fyrir Portisch, og Hort og Spassky tefla ekki í Reykjavík fyrr en eftir tæpa viku. G.S. Tillaga þingmanna úröllum flokkum: Bernhöftstorfa verð/ vemduö hætt við stjórnarráðshús þar Nær óf ært á Húsavík 1 nótt kyngdi niður snjó á Húsavík og þar um kring. Var svo komið í morgun að fólks- bilum var ekki fært nenia um einstakar götur i bænum. Þrátt fyrir þetta gekk lífið á Húsavfk sinn vanagang. Húsvíkingar eru ýmsu vanir þegar um snjó er að ræða á þessum tíma árs. ASt. „Erfiðar og strangar viðrœður“ „Þetta verða vafalaust erfiðar og strangar viðræður," sagði Karvel Pálmason alþingismaður, sem er í samninganefnd Alþýðu- sambandsmanna. „Ég get á þessu stigi ósköp lítið sagt um viðbrögð atvinnurekenda, en óttast, að þeir séu ekki tilbúnir að ganga eins langt og hægt er," sagði Karvel. „Eg vil heldur ekki á þessu stigi segja neitt um verkföll." Þórir Danielsson, Verkamanna- sambandinu, kvaðst ekki búast við neinum útspilum í þetta sinn Þingmenn úr öllum flokkum báru í gær fram tillögu um verndun Bernhöftstorfunnar. Þar er lagt til að Alþingi skori á ríkisstjórnina að hverfa frá þeirri ákvörðun að reist skuli ný stjórnarráðsbygging á spildunni við Bankastræti, Skólastræti og Amtmannsstíg í Reykjavík. Með því að hætta við þetta skuli stuðlað að því að endurbygging og lagfæring á Bernhöftstorfu geti hafizt þegar í stað. Flutningsmenn eru Ellert B. Schram (S), Ingvar Gíslason (F), Magnús Torfi Olafsson (Samtökunum), Eðvarð Sigurðsson (AB) og Gylfi Þ. Gíslason (A). Þeir minna á að fyrir liggur tuttugu ára gömul ákvörðun um að stjórnarráðsbygging skuli reist á þessu svæði. Á síðustu árum hafi andstaðan gegn því vaxið. Þar komi hvort tveggja til: I fyrsta lagi, að til þess þyrfti að rífa eða fjarlægja húsin á Bernhöftstorfu, og í öðru lagi leyfi skipulag og aðstæður ekki svo stóra bygg- ingu sem gert er ráð fyrir að nýtt stjórnarráðshús verði, segja þingmennirnir. -HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.