Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977. Sjálfsmynd Baltasars á sýningunni, númer 31. Mynd Bjarnleifur. ég varö fyrir hér. Það er alltaf gaman að spila á djúpa tðna, ég mundi t.d. ekki vilja hlusta á sinfðníu án bassa og sellós, það yrði of einhæft tónsvið. H.S.: Nú er sagt að litaskyn norrænna og suðrænna manna sé mjög frábrugðið, þar sem ljósið er svo ólíkt á mismunandi breiddargráðum. Ertu þá kannski farinn að tileinka þér okkar norræna litaskyn? Baltasar: Jafnvel milli katatona og annarra spánverja er um verulegan mun að ræða hvað snertir litaskyn: Það er viss til- finning fyrir birtu meðal kata- lóníumanna,, impressionisminn náði skjótum vinsældum þar, við erum frekar ljóðrænir og melankólskir málarar og lita- gleði og uppleyst og fljótandi form einkenna list okkar. Spán- verjar máluðu myndir með sögulegu og trúarlegu inntaki en katalóniumaðurinn fær fljótt auga fyrir kvenlegri fegurð, málar gjarnan börn og hesta og túlkar sitt frjósama hérað í landslagsmálverkum, sem katalóníumenn eru einna þekktastir fyrir á Spáni. Ég hef gert mér far um að kynnast Islandi og íslendingum, ferðast mikið um á hestum og lýst land- inu fyrst sem ferðamaður og síðar orðið ástfanginn af því og lýst því frá hjartanu eins og maður sem er að reyna að lýsa elskunni sinni. H.S.: Fyrstu árin á íslandi vinnur þú fyrir þér við aug- lýsingateiknun og blaða- og bókaskreytingar og hvílir þig á málverkinu. Nú hefur þú málað svo að segja eingöngu I nokkur ár, ertu eitthvað að hugsa um að fara að sinna aftur teikning- unni? Baltasar: Ég þurfti að vinna fyrir mér og fjölskyldunni og tók það sem mér bauðst, þó það truflaði mig frá málverkinu. Ég er ekki óánægður með þetta tímabil, það var aðeins hluti af mínum listferli, eins konar millibilsástand. Teikningarnar sem ég gerði í Lesbók Morgun- blaðsins lentu í ruslakörfunni á mánudagsmorgni, stundum er ég feginn því að þessar myndir skuli ekki hanga uppi úti í bæ. Nú bíður grafíkpressa eftir mér úti í vinnustofu og næstu mán- uðina ætla ég að einbeita mér að ætingum og öðrum grafísk- um aðferðum og taka til við teikninguna aftur. H.S.: Nú ert þú einn af þeim fáu myndlistarmönnum á íslandi sem lifa á sinni list. Hverju viltu þakka það? Baltasar: Fyrst og fremst þeim sem kaupa myndirnar mínar. H.S.: Nú hefur þú tekið fyrir myndefni sem eru mjög vinsæl meðal almennings, svo sem hesta og báta. Ertu þarna að reyna að koma til móts við óskir kaupendanna eða finnst þér sjálfum þessi myndefni vera girnileg til myndrænnar úr- lausnar? Baltasar: Ég hef ekki beinllnis gert mér far um að lokka til mín væntanlega kaupendur á þennan hátt. Þessar myndir vinn ég einfaldlega eftir inn- blæstri, sjálfur á ég 10 hesta og bý við fjöruborðið svo það er ekki skrýtið þótt ég velji mér þessi myndefni. Eftir útreiðartúra mála ég hestamyndir og báta og fjöru- myndir eftir fallegt sólsetur. myndefnið verður til eftii stund og stað en ekki til að snerta þjóðarstolt islendinga. H.S.: Nú ert þú eftirsóttur portrettmálari hér í bæ. Persónulega finnst mér þér takast betur upp þegar þú velur þér sjálfur fyrirsáta úr vina- og kunningjahópnum, en þegar um er að ræða pöntuð portrett. Notar þú aðra sálfræði þegar þú málar kunningjana en þegar þú málar ókunnugt fólk? Baltasar: Þegar ókunnugur maður pantar hjá mér portrett reyni. ég fyrst að kynnast honum og verð stundum að beita til þess ákveðnum 'brögðum eins og veiðimaður. Ég bið um leyfi til að fá koma heim til hans til að sjá hvaða umhverfi hann lifir í, hvaða myndir og bækur hann hefur í kringum sig, hvernig samband hans er við fjölskylduna, hvernig hann bregst við þegar hann reiðist og svo frv. Það er mikilvægt að hann geti verið algjörlega afslappaður með mér, ef það tekst ekki fæ ég hann til að setja músík á fóninn eða kalla á kunningjana til að spjalla við. Nú, þetta tekst auðvitað misjafnlega, sumir eru þannig að ég þarf að tala við þá stanslaust og það verður á kostnað myndarinnar, hún verður mekanískari því ég get ekki einbeitt mér og næ aldrei að . gleyma mér í myndinni. Stundum viljá þéir tala sjálfir allan tímann og það verður eins konar undirspil fyrir mig og hjálpar mér mikið. H.S.: Nú sýnir þú tvö portrett sem þú hefur snúið yfir í sterkar persónulýsingar og á ég þar við myndir sem þú málar af Sigfúsi Daðasyni og Thor Vil- hjálmssyni sem eru alls óskyldar hinum hefðbundnu portrettunum á sýningunni. Baltasar: Já þarna er um að ræða fólk sem ég þekki vel og ég þarf ekki að byrja á þeirri undirbúningsvinnu sem fylgir hinum portrettunum. Ég þekki skap þeirra og sérkenni og það er bara að vona að þeir haldi áfram að vera þeir sjálfir, og þá get ég alveg gleymt mér. Þeir eru með mér eins og lykt, eins og birta eða músík. Þeir eru ekki lengur manneskjur, þeir leysast upp og ég sé þá eins og svip út undan mér. Það mikil- væga er að finna návist þeirra og heyra þá tala, myndin fer að ná það sterkum tökum á mér að ég þarf ekki að horfa á þá lengur. H.S.: Nú vilja auðvitað flestir láta mála sig þannig að myndin líkist þeim sem mest og oft sér maður portrett sem líta út eins og handmálaðar ljósmyndir. Er nú ekki oft erfitt að gera upp við sig hversu mikið smekkur og óskir fyrirsátanna á að ráða án þess að þú slakir á þeim listrænu kröfum sem þú setur sjálfum þér? Baltasar: Vissulega tek ég tillit til óska þeirra sem panta hjá piér portrett, en aðeins að vissu marki, ég áskil mér alltaf visst frjálsræði og misbýð aldrei sjálfum mér. Til þess að sýna að það eru til aðrir möguleikar en hið hefðbundna nákvæma port- rétt sýni ég því þessar tvær myndgerðir saman, síðan getur fólk sjálft dæmt um árangur- inn. Hrafnhildur Schram listfræðingur. — Sjónvarpsstjörnurnar eru ekki auralausar Dennis Weaver er sveita- löggan McCloud. Carroli O’Connor hefur hæstu árslaunin. Teliy Savalas þarf að leika í 22 þáttum á ári. Mary Tyler Moore er hæst iaunaða leikkonan. Peter Falk stóðst ekki kauphækkunina. Rock Hudson leikur McMillan. Nýlega var stofnaður klúbb- ur nokkurra úrvalsleikara í Hollywood — sjónvarps- milljönamæringa. Félagsmenn klúbbsins eru stórstjörnur sem fá hærri laun fyrir einn sjónvarpsþátt en venjulegt fólk vinnur sér inn á heilli mannsævi. Efstir á þessum milljónara- lista eru þeir Peter Falk, Rock Hudson, Dennis Weaver og Carroll O’Connor Aðrir á félagaskránni hafa milljón dollara í árslaun (um 200 millj- ónir ísl. kr.) eða eru að minnsta kosti mjög nærri því. Þessir leikarar eru svo vin- sælir að þeir geta sett kvik- myndaverunum stólinn fyrir dyrnar hvenær sem þeim þókn- ast og geta nánast sjálfir ákveðið hvaða laun þeir taka fyrir myndir sínar. Sjónvarpsstjörnurnar eru nú komnar í sama launaflokk og kvikmyndaleikarar á borð við Robert Redford og Steve McQueen. Við þekkjum Peter Falk úr hlutverki hins ósnyrtilega Columbos. Hann er tekju- hæstur sjónvarpsleikaranna en hann fær hvorki meira né minna en tvær milljónir dollara (um 400 milljóriir ísl. kr.) fyrir fjórar níutíumínútna sjón- varpsmyndir á ári. Hann fær 500 þúsund dollara fyrir hvern þátt. Næstur á eftir Peter F’alk er Rock Hudson í sjónvarpsþætt- inum um lögfræðinginn McMilland. Hann fær 265 þúsund dollara fyrir hvern þátt (53 milljónir ísl. kr.) og árlega leikur hann í sex þáttum. Þriðji maður á listanum er Dennis Weaver sem fær 150 þúsund dollara (um 30 millj. ísl. kr.) fyrir hvern þátt með McCloud. Hann leikur i sex þáttum á ári. Carroll O’Connor er aðal- stjarnan í þætti er nefnist All in the family og nýtur geysi- legra vinsælda. Hann hefur í rauninni hæstu tekjurnar en verður að vinna lengur fyrir þeim. Hann verður að leika í tuttugu og tveimur þáttum á ári og fær 110 þúsund dali fyrir hvern þátt (22 millj. ísl. kr.) sem gefur honum árstekjur upp á hvorki meira né minna en 484 millj. ísl. kr.! Telly Salvalas þarf að hafa heilmikið fyrir sínum tekjum. Hann verður að leika í tuttugu og tveimur þáttum árlega og fær fyrir 1,5 millj. dollara (300 millj. ísl. kr.) Mary Tyler Moore er hæst launaða leikkonan í sjónvarps- heiminum. Hún er með vikuleg- an sjónvarpsþátt og fyrir það hefur hún fengið 45 þúsund dollara (um 9 millj. ísl. kr.). En þar sem hún á sjálf fyrirtækið sem framleiðir þáttinn hefur hún talsvert hærra kaup. Peter Falk var margbúinn að hóta því að hætta að leika Columbo en hann stóðst ekki mátið þegar honum var boðin veruleg kauphækkun því laun hans hækkuðu úr 300 þúsund dollurum í 500 fyrir hvern þátt. Peter Falk er ekki aðeins; ,hæst launaði sjónvarpsleikar- inn heldur er þátturinn um Columbo einhver sá aldýrasti og NBC tapar raunverulega hálfri milljón dollara á hverj- um þætti. Þátturinn kostar í framleiðsiu um 1,2 milljónir dollara en auglýsingarnar gefa frá 600 til 800 þúsund dali í aðra hönd. Fyrirtækið sýnir þáttinn einungis vegna þess að það vill ekki láta spyrjast út að raun- verulega tapi það á þættinum. Áhorfendum Columbos fer allt- af fjölgandi og NBC vonast til þess að auglýsingatekjurnar verði meiri í framtíðinni. Þýtt og endurs.A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.