Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 1
„Stjórnunariegur veikleikí” Brunamálastjóri gagnrýnir slökkviliðið harðlega: RUNAR BJARNASON, slökkviliðsstjóri í Reykjavík. 3. ARG. — FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977 — 76. TBL. ' RITSTJÓRN SÍÐUltfU.LA 12, SlMl 83322. AUGLVSINGAR OG AFCTREIÐSLA, ÞVERHÖLTI 2, SÍMI 27022 fijálst óháð dagblað „Eins og á kreppuárunum" —sagði einn gesta þegar hann sá þröngina íslenzk matvælakynning: 97 daga í fangelsi að ósekju: Ríkið sýknað — bls.8 Stjórnvöld tóku ekki tillit tilneyðar- ástandsins — segja hjúkrunar- fræðingar — bls. 9 • Deilur um hvort raforkatil húshitunar sé niðurgreidd Gísli Jónsson prófessor svarar — sjá kjallaragrein abls. 10-11 Veðrið „Fyrst það átti að koma kuldi á annað borð er alveg eins gott að fá hann strax áður en gróður er kominn lengra á leið en nú er,“ sagði Markús Einarsson veður- fræðingur í samtali við DB Það er aðallega á Norður- landi sem ríkir verulegt vetrarveður því þar snjóar. Það er nokkuð öruggt að það verði norðanátt að minnsta kosti næstu tvo daga,“ sagði Markús. Otlit er fyrir að frost verði á norðan og vestanverðu landinu í dag, 5-9 stig. Heldur hlýrra verður á suð- austanverðu landinu en þar verður víðast hvar 2ja stiga frost. t nótt varð kaldast í Reykjavík 5 stiga frost. Kl. 6 í morgun var kaldast á land- inu 9 stiga frost i Æðey. 5 stiga frost á Akureyri kl. 6 í morgun. A.Bj. „Þetta er nú eins og á kreppuárunum, ef allir eru komnir hingað tíl að fá sér í svanginn," sagði einn gesturinn á íslenzku matvælakynning- unni, sem nú er í Iðnaðar- mannahúsinu við Hallveigar- stíg. Þegar DB leit þar inn í gær var fullt út úr dyrum. Við hitt- um Pétur Sveinbjarnarson framkvæmdasijóra íslenzkrar iðnkynningar meðai gesta. Hann sagði að aðsóknin hefði verið miklu betri en menn hefðu þorað að vona. Búizt hafði verið við um 500 manns á dag að meðaltali, en í gær var útlit fyrir að gestir yrðu hátt á fjórða þúsund þann daginn. Daginn áður urðu gestir um 2100 talsins. Hver dagur sýningarinnar er helgaður ákveðinni vöru- tegund. í gær var dagur lag- metis. Þeir sem koma í heim- sókn í dag í Iðnaðarmanna- húsið geta gætt sér á kræsing- um sælgætisframleiðenda. Nemendum Öskjuhlíðarskólans er samt sérstaklega boðið og þeir fá allir sælgætispoka þegar farið er út. Á stalli frammi við inngang- inn voru alls konar lagmetis- vörur. Þær voru vinningur dagsins, sem einhver heppinn fer með heim til sín. Það eru 25 fyrirtæki sem sýna framleiðslu sína í 15 básum. Sýningin verður opnuð klukkan 12 og er til klukkan 22. Hún verður opin fram á sunnu- dag. KP. Guðmundur REmeð 200 tonn Guðmundur RE krækti sér i 20(1 tonn af loðnu í nótt og var að leggja að hjá Krossanes- verksmiðjunni utan við Akur- eyri snemma i morgun. Loðn- una fékk Guðmundur RE á miðunum sem Eggert á Gisla Arna fann um síðustu helgi, yzt í Olafsfirði. 200 tonn þóttu ekki mikið er vertíðin stóð sem hæst en eru brúkleg núna þegar litið sem ekkert fæst. ASt Ölf usferð í leyfisleysi Sjúklingur af Kleppsspítala tók sér bessaleyfi tii brottfarar af spítalanum í gær og hóf „flóttann" með því að stela bifreið útí fyrir húsinu. Var tekin upp allvíðtæk leit að stolna bílnum. Bar hún lengi vel ekki árangur en svo fór að ökumaður á sjúkraflutningabíl á leið frá Þorlákshöfn varð var við eftirlýsta bílinn á Hellis- heiði við Þrengslaveg. Var sjúklingurinn þá á Ieið i bæinn aftur, en hafði ekið austur í Ölfus. Talst ðvarbilar aðstoðuðu tögreglu við að króa bíl sjúklingsins af við Rauða- vatn en varasamt þótti að elta hann uppi með sírenur á. Bíll- inn sem tekinn var er óskemmdur og allt fékk þetta mál rólegan og happasælan endi. ASt. I skinnjakka blaðakonunnar Ein af blaðakonum borgar- innar varð skinnjakka fátækari eftir að hún sat blaðamannafund á Hótel Borg í gær. Var hvarf jakkans til- kynnt lögreglunni. 1 nótt fannst svo skinnjakkinn og skýldi hann þá og vermdi herðar eins af útigangsmönn- um borgarinnar. Þaðan var jakkinn snarlega tekinn og er nú í höndum rétts eiganda. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.