Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977. 5 Alvariegar ásakanir á hendur slökkviliðs- Efast um að slökkviliðsstjori beri næga umhyggju fyrir heilsu og öryggi slökkviliðsmanna stjóra Slökkviliðsmenn í Reykjavík hafa látið í ljðs „efasemdir um að slökkviliðsstjóri beri næga um- hyggju fyrir heilsu og öryggi slökkviliðsmanna,“ að því er segir i skýrslu Brunamálastofnunar ríkisins til borgarstjðrans í Reykjavík. Rituðu fulltrúar slökkviliðs- manna borgarstjóra, Birgi ísleifi Gunnarssyni, tvö bréf um reyk- köfunarmál Slökkviliðs Reykja- víkur þar sem fram komu þungar ásakanir á slökkviliðsstjórn og stjÓTn slökkviliðsins. Öskaði Birgir ísleifur þá eftir að Bruna- málastofnun ríkisins kannaði til- tekin atriði varðandi reyk- köfunarmál Slökkviliðs Reykja- víkur og skilaði sér skyrslu þar um. Var skýrsla lögð fram á fundi borgarráðs í fyrradag. Æfingarnar „skolialeikur“ Segir m.a. i skýrslunni, sem er undirrituð af Bárði Daníelssyni brunamálastjóra, að æfingar í reykköfun hjá Slökkviliði Reykja- víkur likist fremur skollaleik en alvöru þjálfun og þar við bætist að það virðist nær eingöngu háð geðþótta aðstoðarvarðstjóranna Slökkviliðsmenn í Reykjavík á æfingu með reykköfunartækin. Vonandi verða þeir ekki fyrir slysum, segir Rúnar. hvort þessar svokölluðu æfingar séu haldnar, þar eð þær séu ekki háðar reglubundnu eftirliti. Rúnar Bjarnason slökkviiiðs- stjóri hefur skilað umsögn um skýrslu brunamálastjóra til borg- arstjórans og lýsir Rúnar þar ánægju sinni með skýrsluna. í fyrra bréfi fulltrúa slökkvi- liðsmannanna til borgarstjóra 21. janúar sl. er þess óskað að borg- arráð láti hlutlausan aðila gera könnun á reykköfunartækjum slökkviliðsins svo hægt væri „að fá úr því skorið hvort tækin og meðferð þeirra uppfylli þær öryggiskröfur, sem gera verður til slíkra tækja fyrir atvinnuslökkvi- lið.“ Tœki brugðust „þegar verst gegndi“ Astæðan til þessarar málaleit- unar var sögð vera sú að reykköf- unartæki af gerðinni Mandet Due-3000, sem slökkviliðið tók í notkun 1975, „hafi brugðist þegar verst gegndi". Er þar átt við brun- ann í Æsufelli 2 í vetur. í seinna bréfi slökkviliðsmann- anna koma fram alvarlegar ásak- anir á hendur slökkviliðsstjóra um ástand reykköfunarmála hjá slökkviliðinu. Eru tilfærð dæmi um alvarleg- ar bilanir á reykköfunartækjum, látnar í ljós efasemdir um að loft það sem þjappað er á kúta tækj- anna sé nægilega hreint og hleðsla þeirra sé einnig að öðru leyti handahófskennd, þar sem leiðbeiningar um notkun loft- þjöppu þeirrar sem notuð er við hleðslu kútanna séu ekki tiltæk- ar. Miklir stjórnunargallar ó slökkviliðinu Slökkviliðsmennirnir staðhæfa í þessu bréfi að kvörtunum starfs- manna um bilanir á tækjum hafi iðulega ekki verið sinnt og loks eru látnar í ljós fyrrgreindarefa- semdir um að slökkviliðsstjóri beri næga umhyggju fyrir heilsu og öryggi slökkviliðsmanna. Til dæmis hafi slökkviliðsstjóra lengi verið kunnugt um að ekki væri allt sem skyldi með reykköfunar- tækin. Á fundi sem haldinn var með slökkviliðsmönnum og fulltrúum Brunamálastofnunar ríkisins 24. febrúar komu fram fleiri ásakan- ir' „og ekki síður alvarlegar en hinar fyrri“, að því er segir í skýrslu Bárðar Daníelssonar. Þær eru: „Að öll kennsla og þjálfun reykkafara hjá Slökkvi- liði Reykjavíkur sé og hafi verið i molum allt frá þvi að norskur kennari kenndi hér á reykköfun- arnámskeiði, sem haldið var á vegum SR árið 1967. Að miklir gallar séu á SR stjórnunarlega séð. Til dæmis sé það undir hælinn lagt, hvort kvartanir um galla eða bilanir á tækjum komist til skila. Ennfrem- ur, að skoðaskiptum milli undir- manna og yfirmanna um það, hvernig koma megi í veg fyrir að mistök við slökkvistarf endurtaki sig, hafi ekki verið komið á í nægilega ríkum mæli.“ Rúnar kennir um peningaleysi Þann 3. marz var haldinn annar fundur um málin þar sem voru m.a. slökkviliðsstjóri og Tryggvi Ólafsson eftirlitsmaður reykköf- unartækja. Komu þar fram stað- festingar á meginatriðum gagn- rýni slökkviliðsmannanna, en „skilja mátti slökkviliðsstjórann á þann veg, að vöntun á aðstöðu til reykköfunaræfinga stafaði m.a. af því, hversu þröngur stakkur slökkviliðinu hafði alla tió verið skorinn fjárhagslega,“ eins og segir í skýrslunni til borgarstjóra. Itarleg könnun hefur verið gerð, bæði af hálfu Slökkviliðs Reykjavíkur og Brunamálastofn- unar ríkisins, á þeim reykköfun- artækjum sem SR hefur yfir að ráða. Segir í niðurstöðum Bruna- málastofnunarinnar að „yfir- gnæfandi líkur (séu) á þvi, að bilanir þær, sem fram hafa komið í tækjunum, stafi af ónákvæmri stillingu þeirra og ófullkomnu viðhaldi. Sá hættulegi misskiln- ingur virðist hafa rikt á slökkvistöðinni, að þá fyrst þyrfti að gera við tæki, er bilun hefði komið fram.“ „Enginn flugmaður myndi fljúga vél upp ó þau bítti...“ Er vísað til bandarískra, sænskra og v-þýzkra reglna um viðhald reykköfunartækja og seg- ir að meginreglan sé sú, að við- hald tækja sé fyrirbyggjandi. Brunamálastjóri gerir samlikingu og segir: „Enginn flugmaður myndi fást til að fljúga vél upp á þau bítti, að þá fyrst yrði gert við hana, er hún bilaði. Störf reyk- kafara og flugmanns eru að því leyti hliðstæð, að báðir geta átt líf sitt undir því, að tæki þeirra bili ekki.“ Gerðar eru ákveðnar tillögur um úrbætur. I umsögn Rúnars Bjarnasonar slökkviliðsstjóra um skýrslu Brunamálastofnunarinn- ar kemur fram að þær tillögur hafa verið teknar til greina og hrundið í framkvæmd að nokkru leyti. Ábyggjur Brunamála- stofnunar rlkisins Lokaorð skýrslu brunamála- stjóra eru á þá leið, að „að sjálf- sögðu ætti að leysa mál sem þetta innan veggja slökkvistöðvarinn- ar. Sú staðreynd, að það tókst ekki, bendir til stjórnunarlegs veikleika... Brunamálastofnun ríkisins hefir áhyggjur af þvi, hvernig þessi mál hafa þróast og væntir þess, að sem fyrst dragi saman með mönnum á ný.“ Slökkviliðsstjóri vísar aftur á móti í umsögn sinni til fundar- gerðar frá fundinum 24. febrúar þar sem frám hafi komið að aliar ástæður fyrir ásökunum á hendur ■sér væru tengdar reykköfunar- málum. Síðan segir Rúnar Bjarna- Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri: Efasemdir um að hann beri „næga umhyggju fyrir heilsu og öryggi slökkviliðsmanna". son: „Er þess að vænta, að þetta eina ádeilumál skuli nú leysast farsællega, og vona ég að hér eftir sem í öll þau tfu ár, sem hefur verið unnið að reykköfunarmál- um hér f liðinu, verði reykkafarar ekki fyrir slysum í sinu hættulega starfi...." -ÓV. Ný sending af loftljósum i i böð og eldhús Ennfremur hentug í ganga. svefnherDergi. stofur og utan dyra LJOS & ORKA Suóurlandsbraut 12 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.