Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1977. __ Stjórnvöld tóku ekki „Ljóst er að stjórnvöld ætla ekki að taka tillit til þess að algert neyðarástand á sjúkra- húsum á höfuðborgarsvæðinu hefði skapazt hefðu hjúkrunar- fræðingar gengið út 1. og 15. apríl nk.“ segir í fréttatilkynn- ingu sem hjúkrunarfræðingar á Borgarspítalanum, Landakots- spítalanum og Vífilsstöðum sendu frá sér. Hjúkrunarfræðingarnir hafa því tekið þá ákvörðun að beiðni stjórnar Hjúkrunarfélags Is- lands að fresta framkvæmd uppsagna fram yfir gildistöku sérkjarasamnings Hjúkrunar- félagsins og fjármálaráðuneyt- isins og Reykjavíkurborgar og til þess að sjá hverjar efndir verða á þeim loforðum sem bor- izt hafa skriflega frá fjármála- ráðherra og borgarstjóra, um að mál þeirra hljóti sérstaka meðferð í komandi samningum. Þá segir m.a. áfram í frétta- tilkynningunni: „Orsök upp- sagna var úrskurður kjara- dóms, sl. haust, en þar fengu hjúkrunarfræðingar eins launaflokks hækkun — sem samsvarar kr. 3.113 — Þetta olli almennri óánægju og reiði og hófust uppsagnir strax og kjaradómur hafði verið birtur. Aðeins u.þ.b. helmingur hjúkrunarfræðinga eru í starfi 1 dag. Ljóst er af þessu að erfitt er að fá hjúkrunarfræðinga til starfa og skapast því mjög auk- ið álag á þá sem eru í starfi. Segja má að á fæstum deild- um sé skipað í þær stöður hjúkrunarfræðinga sem leyfi er fyrir. Veldur þetta alvarleg- um vandræðum einkum yfir sumarmánuðina. Hjúkrunar- fræðingar fá oft ekki samfelld sumarleyfi, auk þess sem nýt- ing sjúkrarúma verður ekki sem skyldi. 102.440. Eftir 4 ára starf hækka laun í 109.148 kr. eru það hæstu laun sem hjúkrunarfræðingar geta fengið, nema stunda næt- ur- kvöld og helgidagavinnu, sem er mjög erfið bæði líkam-. lega og félagslega. Það leiðir til þess að hjúkrunarfræðingar endast stutt í starfi. Fyrir hverja unna klukkustund í kvöld-, nætur og helgidaga- vinnu bætist við álag, kr. 217 á tímann, þannig fær hjúkrunar- fræðingur fyrir unnið laugar- dagskvöld álag' sem nemur kr. 1.736 kr. Kaffitimar sem sífellt eru eins vaktavinnufólki I fullu starfi. Hvað barnaheimilum stofn- ana ríkis og borgar viðvíkur skal það tekið fram að þau eru opin á tímabilinu 7.20 til 17.30 og 19 og nýtast því vaktavinnu- fólki ekki sem skyldi. Gjald fyr- ir hvert barn er kr. 14 þús. á mánuði og er hið sama og á barnaheimilum Sumargjafar. Þess skal getið að stofnanirnar reka barnaheimili i eigin þágu og veita forgang þeim starfs- mönnum sem mest þörf er fyrir á hverjum tíma.“ EVI KÖKUVEITINGAHUS VIÐ AUSTURVÖLL —er ítengslum við 9 samliggjandi fyrirtæki físafoldarhúsinu Isafoldarhúsið í Austurstræti hefur tekið óhemju breytingum að undanförnu auk þess sem hús- ið hefur meira og minna verið endurbyggt og hafa níu fyrirtæki nú komið sér þar fyrir. Er þetta hugsað sem yfirbyggð göngugata með öllu tilheyrandi þ.á.m. konditori, eða kökuveit- ingahús, sem þekktari eru t.d. í Danmörku, Þýzkalandi og Frakk- landi en hér. Ungur bakarameistari, Birgir Páll Jónsson, hefur komið því upp og hefur vinna á staðnum ekki tekið nema tvo mánuði. Eftir að hafa dvalizt erlendis fannst honum þess háttar veitingastað vanta hér. Að loknu námi stofnsetti hann Nýja Kökuhúsið við Fálkagötu og nú hefur hann hrint veitingahús- hugmyndinni í framkvæmd. Litla teiknistofan í Hafnarfirði, sem innanhússarkitektarnir Óli G.H. Þórðarson og Lovísa Chrjstiansen reka, teiknuðu innréttingar og skipulögðu verkið. I sumar verða nokkur bílastæði aflögð við Austurvöll og skapast þá aðstaða til útiveitinga sem fyr- irhugaðar eru. Veðursælt er þar í horninu. Til þess að kynna sér nánar svona rekstur fór Birgir Páll til Danmerkur og Þýzkalands en að þeirri ferð lokinni sendi hann annan bakara sinn til Kaup- mannahafnar til að fullnema sig í bakstri fyrir svona veitingahús. Fyrirhugað er að gera tilraun til að hafa opið eitthvað fram eftir kvöldum i sumar. -G.S. Hvers konar gómsætar kökur verða á boðstólum og sér danskmeimt- aður bakari um gerð þeirra. DB-mynd llörður. Arkitektarnir Óli G.H. Þórðarson og Lovísa Christiansen ásamt eigandanum, Birgi Páii Jónssyni. DB-mynd Hörður. Sýningar á Fjalla-Eyvindi íFæreyjum: „Innihaldið er ógvuliga álvarsamt” — segja f æreysku blöðin um leikritið Frá sýningu ungmennafélagsins Sólarris á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar. Nei, tað hevði hann ikki sæð fyrr. Soleiðis var orðalagið teirra millum ikki „fyrr“.“ Svo segir i færeyska blaðinu, sem að lokum hvetur fólk til að fara og sjá sýninguna, það sé vel þess virði. -ÓV Nýjasta tölva með hornaföll- um frá CASIO Fljótandi kristall í stafa- borði, notar aðeins 1 raf- hlöðu. Þykkt 14 mm. Lengd 128 mm. Breidd 67 mm. Þyngd 93 g. Smellur í brjóst- vasann. Verð kr. 12.900. CASI0 umboðið STÁLTÆKI Vesturveri. S. 27510. „Innihaldið er ógvuliga ál- varsamt," segir færeyska blaðið 14. septemberum Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjónssonar sem verið er að sýna í Færeyjum um þessar mundir. Undirtektir hafa verið mjög góðar, nær 3000 manns hafa séð leikinn. Það er ungmennafélagið Sól- arris í Húsavík í Færeyjum sem sýnir Fjalla-Eyvind þar ytra. Hefur leikurinn verið sýndur bæði I Húsavík og Þórshöfn og hefur komið til tals, að sögn 14. september, að sýna víðar. Leikarar eru allir færeyskir og leikstjórinn sömuleiðis. Petra Djuurhus þýddi leikritið á færeysku árið 1941. Til gamans skal gripið niður i frásögn 14. septembers af leiknum: „I fjórða og seinastaparti síggja vit Eivind og Hallu aftur. Tey eru nógv broytt bæði likamliga og sálarliga. Pínd af svongd, kulda og allari neyð sita tey og kutast um, millum annað, hvör hefur skuldina. Tey eru ónd hvört við annað. Já, Halla spyr Eivind: „Hvör var tað, sum stjól? Var tað eg?“ Og Eivindur aftur ímóti: „Tú ert ljót. Aldri havi eg sæð fyrr, hvussu ljót tú ert...“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.