Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.03.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 31, MARZ 1977. 2 Abyrgðarleysi Katrín Oddgeirsdóttir skrifar: Á tímabilinu 1.-15. apríl nk. munu langflestir hjúkrunar- fræðingar á Landakoti, Borg- arspítalanum og Vífilsstaða- spítala hætta störfum. Hér er um að ræða helming starfandi hjúkrunarfræðinga á stór- Reykjavíkursvæðinu. Tilgangurinn er að vekja athygli á launastríði hjúkrunar- fræðinga við hið opinbera. Ennfremur virðist gæta mikillar óánægju og öfundar, að háskólalærðir hjúkrunar- fræðingar skuli vera í hærri launaflokki en þeir sem útskrif- ast frá öðrum hjúkrunar- skólum. Jafnbreitt er bilið milli sjúkraliða og hjúkrunar- fræðinga annars vegar og hjúkrunarfræðinga og háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga hins vegar hvað snertir launa- flokka og menntun. í síðasta tölublaði Verka- lýðsblaðsins (15. marz) skýra tveir hinna óánægðu hj.kr.fræðinga m.a. frá mátt- leysi félags þeirra við að gæta hagsmuna félaganna. Jafn- framt er þess getið að stjórn Hjúkrunarfélagsins sé ekki sammála fjöldauppsögnunum. FjÖldauppsögn hjúkrunar- fræðinga leiðir til þess að öll slysavakt færist yfir á Land- spítalann. Starf á öðrum spítulum leggst að mestu leyti niður. Slysavarðstofa Borg- arspítalans tekur aðeins á móti alvarlegustu slysum. Ekki þarf að hugsa lengi til að sjá að hér er um stóralvarlegt mál ac ræða. Það er óhrjálegt hlut- skipti að vera sjúklingur þegar hluti sjúkrahússtarfsmanna getur lamað heilbrigðis- þjónustuna á þennan hátt. Erfitt á ég með að trúa því sem segir í áðurnefndri grein í Verkalýðsblaðinu að læknar Landakots og Borgarspítalans styðji aðgerðir hjúkrunar- fræðinga. (Er ekki kominn tími til að stöðva þessa skriðu af frekju og hamagang’i og lita örlítið í kringum sig.) Ég segi ekki :meira að sinni en furðu lftil umræða finnst mér hafa orðið um þetta mikilvæga mál. Jakob Hálfdánarson hefur verið Jóni Viðis til aðstoðar að setja upp hringsjár víðs vegar um landið. Hér sést hann við uppsetningu á hringsjánni á Kambabrún, sem þvi miður hefur þegar orðið fyrir eyðileggingu af mannavöldum, þótt vel hafi verið vandað til hennar. Örnefni á „Högg undir belti” segir Sigurgeir bæjarfógeti ritstjóri Jónas Kristjáns- Hr. son. Eins og kemur fram í athuga- semd þeirri, sem ég fékk birta I Morgunblaðinu hinn 22. þ.m., og blað yðar birti að efni til óumbeðið sama dag, ætla ég ekki að taka frekari þátt í þvargi því, sem blað yðar hefur haldið uppi gegn mér í einar 3 vikur út af því að lögreglu- maður undir minni stjórn lógaði einum hundi, sem var á flækingi á almannafæri í Kópa- vogskaupstað í sl. mánuði. Nú hefur blað yðar breytt aðferð og veitist að mér í gær með þeim hætti, að ég tel óhjá- kvæmilegt að láta frá mér heyra. Er þvíhaldiðfram, að því er segir í símasamtali við „dýra- vin“, að ég leyfi mági mínum að hafa hund hér í umdæmi, þó að ég standi fyrir slátrun á hund- um annarra borgara hér í bæn- um. Með þessu er mér borið á brýn eitt hið versta brot, sem hent getur mann, sem gegnir trúnaðarstöðu I dómgæslu- og lögreglustjórn. Því miður er það rétt að systir mín og mágur eru meðal þeirra mörgu borgara hér í bæ, sem gerst hafa lögbrjótar að þessu leyti, en eins og kom fram í grein minni frá 22. þ.m., — svo ekki varð um villst — þá hefur því miður nánast engri löggæslu verið haldið uppi í þessum málum I nærri 8 ár, annarri en þeirri, sem felst í töku og lógun hunda, sem náðst hefur til á flækingi. Ég hef ekki látið ryðjast inn á heimili systur minnar til þess að taka hund þeirra hjóna á meðan aðrir Kópavogsbúar, sem hafa haft hunda sína í vörslu.hafa verið óáreittir (af ástæðum, sem ég ber ekki ábyrgð á). Því er nefnilega þannig varið í mínum augum, að jafnframt því að vinir eða skyldmenni yfirvalda eða dómara eiga ekki að njóta þess að vera vinir eða skyldmenni, þá eiga sömu aðilar ekki heldur að gjalda þess. Ég get rétt hugsað mér hvaða kveðjur ég hefði fengið hjá Dagblaðinu ef ég hefði látið til skarar skríða gegn heimili systur minnar út af lögbroti, sem aðrir fengju að komast upp með. Ég hef ekki á alllöngum ejpb- ættisferli kveinkað mér við að- finnslum og jafnvel árásum. Hef ég eftir bestu getu reynt að svara og gera grein fyrir mál- um frá minni hlið. Um leið og ég svara þessari síðustu árás Dagblaðsins á mig, vil ég leyfa mér að halda því fram, að hún myndi á máli hnefaleikamanna hafa verið kölluð högg undir belti, svo mikið angur og ama hef ég haft af lögbroti því, sem Dagblaðinu þóknaðist að geta um í gær. Bréf þetta er sent yður með ósk um birtingu. Kópavogi, 30. mars 1977 Sigurgeir Jónsson. Smekkleysa af hálf u Skáksambandsins —að bjóða Fischer hingað um leið og Spassky hringsjár - mannanöfn í blöðin Jakob Hálfdánarson skrifar: Mér brá heldur betur í brún, er ég kom við á Kambabrún og skoðaði hringsjána sem þar var sett upp fyrir rúmu ári. En svo sem kunnugt er þá eru hringsjár settar upp víðs vegar á landinu til þess að ferðafólk geti betur glöggvað sig á örnefnum. Þessa setti Vega- gerðin upp og var mjög til hennar vandað. Meðal annars var hún lökkuð til þess að hún yrði ekki græn eins og kopar verður gjarnan með tímanum, en þá verður erfitt að lesa á hana. Lakkið var valið í samráði við efnaverkfræðing með tillili til þess að það þyldi veður og vinda. Engum datt í hug skemmdarverk. Þegar ég kom þar við i janúar.sl. voru einhverjir sem í sviðsljósinu vilja vera, búnir að krota upphafsstafi sina a skífuna. Taldi ég þar 12, sem verið hafa að verki. Mánuði seinna fór ég til þess að laga skífuna og voru þá þrír i viðbót búnir að krota á hana. Ég var í eina 3 tíma að skafa af lakkið til þess að reyna að ná þessu kroti af, það tókst þó ekki að ná af nema 6 merkingum, en eftir urðu 9. Mín von er sú, að nöfnin • hverfi smám saman, þegar skifan verður nú óhjá- kvæmilega græn, þar sem ekk- ert lakk er á henni lengur. Við vitum auðvitað, að mörgum þykir gaman að sjá nafn sitt einhvers staðar á áberandi stað. Sumir eru þó það feimnir að þeir vilja aðeins hafa upphafsstafi stna. Mér finnst auðvitað sjálfsagt, að menn geti veitt sér þetta. Þess vegna leyfi ég mér að stinga upp á þvi við dagblöðin, að þau hafi einn afmarkaðan reit, t.d. hjá lesendadálkunum, þar sem menn gætu fengið að rita eigin hendi nöfn stn og þá jafnvel meó fullu heimilisfangi, ef þeir þurfa enn meiri útrás. Elsa hringdi: í sambandi við hugdettu stjðrnar Skáksambandsins um að bjóða Fischer til íslands meðan Spassky ér hér, vil ég koma á framfæri þeirri skoðun minni að hér sé um algera smekkleýsu að ræða. Það hljóta að vera margar sárar minning- ar tengdar siðustu íslandsdvöl Spasskys og vart á það bætandi að fara að bjóða Fischer hingað einmitt núna. Ég skil ekki hverni'g mennirnir láta sér detta svona lagað í hug og að engar raddir hafi heyrzt gegn þessu enn sem komið er. Þá finnst mér og smekklaust að vera að sýna þessa mynd af skákeinvíginu 1972 og láta Spasský horfa á þetta með konu sinni og fleiri áhorfendum. Þð að Spassky sé hógvær maður og stilltur þá mátti lesa það úr viðtalinu við hann í Mbl. að honum sárnaði þó hann segði annað. Dyntött og hrokafull fram- koma Bobby Fischers á skák- mótinu hefur vafalaust átt sinn stóra þátt í því hvernig fór. Spassky ræðir við Sæmund Pálsson lífvörð Fischers hér á landi 1972. i baksýn er Guðmundur G Þórarinsson, skákfrömuóur. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.