Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 1
3. ÁRG. — MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1977. — 87. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI2, SÍMI 27022. Taugaspenna íeinvígislokum: HORT: ÞEY! ÞEY! Sjá frásögn af hinni æsispennandi viðureign, þegar Spassky sigraði Hort á tíma ígærkvöldi — bls. 6 Hort bióur um hljóö í salnum þegar í upphafi örlagaskákarinn- ar í gærkvöldi. Nú bíða menn þess að sjá tékkneska stórmeistarann tefla til vinnings á þriðjudaginn á Hótel Loftleiðum. — Ekkert minna dugar honum nú eftir sigur Spasskys í 15. einvígisskák- inni í gær. Gífurleg spenna ríkti i ein- hverri skemmtilegustu skák ein- vigisins sem lauk með sigri SDasskys. Hort lenti í örlagaríku tímahraki og tókst ekki að nýta vinningsstöðu í taflinu. Klukkan féll á hann þegar Spassky hafði leikið þrítugasta og fimmta leik sinn. Spassky tefldi hvasst til vinn- ings og fékk betri stöðu. Eftir slæman 27. leik tók að halla á hann. Tókst honum ekki að bæta úr mistökunum. Hort tefldi af ná- kvæmni en fékk snemma lakari tíma sem varð honum að falli, þrátt fyrir það að hann væri með gjörunna stöðu þegar klukkan féll. Hort virtist næmari en oft áður fyrir utanaðkomandi hljóðum af úmgangi áhorfenda á ganginum fyrir utan keppendasalinn. Voru skákdómararnir, Guðmundur Arnlaugsson og Gunnar Gunnars- son, mjög á varðbergi til að minna menn á nauðsynlega kyrrð. Spassky virtist ekkert afskap- lega glaður yfir sigrinum. Að skáklokum var honum ofar í huga 27. leikurinn en vinningur í tafl- inu. Á honum sást enginn oflát- ungsbragur. Hann var ekki sáttur' við sjálfan sig yfir því að hafa ekki leikið bezta leikinn og þann- ig haldið betri stöðu, sem ef til vill hefði nægt til vinnings hvað sem tímanum leið. Smyslov duldi ekki ánægju sína. Hann lék við hvern fingur og var í sjöunda himni yfir úrslit- unum. BS MARINA, hin fagra eiginkona Spasskys, var að sjálfsögðu í sjö- unda himni eftir tafllokin í gær- kvöldi. Hér er hún að velja minja- gripi um einvigið, ekki er seinna vænna. HORT lyftir fingri og minnir dómara og ahorfendur á að i salnum riki of mikill kliður. Spassky embeitir sér að Dyrjunarleik sinum. (DB- myndir Hörður.) Stöðvast eftirlit NATO hér vegna verkfalla í vor? — baksíða íslenzkir „sölumenn” flúðu Færeyjar: Sök beit seka þegar glæsibíll hvarf í haf ið — baksíða um óvenjulega fjáraflamenn ogótrúlegar hrakfarir þeirra V / v / Kosningar íhaust: Viðreisnarað- gerðirfarifyrir þjóðina íkosn- ingum íhaust — sjá bls. 4 Vanmat á dómgreind kvenna — segir í kjallara- grein Valborgar Bentsdótturá bls. 10-11 > Nýaðferðtil að greiða stöðumæla- sektir Sjá erlendar f réttir á bls. 8-9 Innbrot og skemmdir hjá norska sendi- herranum — bak Jóhannes skozkur meistari — Sjá íþróttir bls. 16,21,22 og 23

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.