Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 29
33
DACBLAÐIÐ. MANUDAGUK 18. APKtL 1977.
/..... .........................
Laugarásbíó:
Er maður bilaður ef maður
hef ur gaman af stríðs-
og stórslysamyndum?
Laugarásbió:
Orrustan um Midway.
Aöalhlutverk:
Charlton Heston, Henry Fonda, James Co-
bum, Glenn Ford, Robert Wagner o.fl. o.fl.
Þessi bandaríska stórmynd
sem sýnd er um þessar mundir
í Laugarásbíói er, eins og nafn-
ið bendir til, um einhverja
mestu sjóorrustu mannkynssög-
unnar sem fór fram á Kyrrahaf-
inu í síðari heimsstyrjöldinni.
í myndinni leikur fjöldinn
allur af myndarlegum leikur-
um og eins og nærri má geta,
þar sem þetta er stríðsmynd,
eru þeir karlkyns, með einni
undantekningu, einn kvenmað-
ur kemur við sögu — og hann
er japanskur.
Eftir þá orrustu náðu Banda-
ríkjamenn yfirtökunum yfir
Japönum í Kyrrahafsstyrjöld-
inni.
Charlton Heston leikur
þarna venjulegan- kaptein en
hann er vanari að vera háttsett-
ari í þeim myndum sem hann
hefur leikið. Hann er sjálfum
sér líkur — en f jölskylduvanda-
málum hans er blandað inn í
efnisþráð myndarinnar. Það
leynir sér ekki hvers vegna það
er gert. Framleiðendur mynd-
arinnar (Universal) vilja
greinilega taka fram að þeir
eru búnir að fyrirgefa Japön-
um árásina á Pearl Harbour
eins og hægt er að fyrirgefa
slíkt! Kynþáttamisrétti má ekki
viðgangast í bandarískum bíó-
Bardagarnir í myndinni eru mjög „ekta“ og raunar alveg furðulegt að enginn af leikurunum skuii
siasast þegar svona mikið gengur á. Þarna er verið að skjóta niður eitt af japönsku flugvélamóð-
urskipunum.
myndum og vill stundum
brenna við að hvíti kynstofninn
lúti í lægra haldi fyrir gulum
eða svörtum, þótt ekki sé því
svo farið í þessari mynd.
Ekki veit undirritaður hvort
farið er eftir sögulegum heim-
ildum í myndinni, en öll at-
burðarásin virkar mjög senni-
Kvik
myndir
leg og bardagarnir eru sumir
hverjir ógnvekjandi. Mér hefur
oft dottið í hug hvort þeir sem
leika í svona „stórslysa"-
myndum slasist ekki í átökun-
um.
Myndin er hin prýðilegasta
„skemmtun". Ég hef orðið
skemmtun innan gæsalappa,
því það er undarlegt að nokkur
skuli hafa gaman að því að
horfa upp á menn drepa hvern
annan með köldu blóði. Ef það
væri eitthvað sem mætti finna
að þá væri það kannske helzt að
mér fannst dálítið ósmekklegt
að þegar Bandaríkjamennirnir
voru að ,,plaffa“ Japanana nið-
ur, höfðu þeir um það mörg og
ófögur orð í talstöðvum sínum.
■Japanarnir skutu hins vegar
Bandaríkjamenn niður orða- og
umbúðalaust.
Það er alveg sægur af göml-
um og góðum leikurum í mynd-
inni og að dómi bíóglaðs áhorf-
enda skiluðu þeir sínu hlut-
verki vel.
Dálítið leiðinlegt suð kom
inn í hljóð myndarinnar á köfl-
um en vonandi hefur það bara
verið á þeirri sýningu sem DB
sá. Slíkt er óhemju hvimleitt.
A.Bj.
r
Monsieur Verdeoux:
Séntilmaður og morðingi
Verdeoux og hann er leiddur
fyrir lög og dóm. Það sem hann
segir sér ti) varnar er einvörð-
ungu það að ríkið, sem höfðar
mál á hendur honum, drepur
mörgum sinnum fleiri en Ver-
deoux gat dottið í hug. Enda er
það svo að ef þú drepur einn
ertu fúlmenni en drepirðu
milljón verðurðu hetja segir
Verdeoux. Fjöldinn breytir eðli
hlutanna. Því koma lokaorð
Verdeoux fyrir réttinum lík-
lega til með að rætast: „Ég hitti
ykkur öll mjög bráðlega. Mjög
bráðlega." Fjöldamorð stríðsins
koma til með að sjá til þess.
Chaplin, sem er höfundur,
framleiðandi og leikstjóri
myndarinnar um Verdeoux,
hefur sjálfur sagt hana vera
beztu mynd sína. Leikmanni
virðist þó myndirnar Nútíminn
og Einræðisherrann fullt eins
góðar ef ekki betri. Gagnrýnis-
broddur þeirra er ekki vafinn í
silkipappír eins og i myndinni
um Verdeoux. Aðalgalli síðast-
töldu myndarinnar er að hún er
ekki nógu skýr og samfelld.
Hvernig fór t.d. Verdeoux að
því að útvega sér skilríki fyrir
hinar ýmsu giftingar? Þetta er
þó minni háttar atriði og mynd-
in í heild er mjög skemmtileg
og verulega spennandi á köfl-
um.
-DS
Hafnarbió: Monsieur Vordeoux
Höfundur — leikstjóri og aÖalleikari:
CHARLES CHAPLIN.
Hvers vegna myrtirðu konur
var Verdeoux spurður. Það var
atvinna mín svaraði hann.
Hvernig stendur á því að venju-
legur og mjög heiðvirður mað-
ur, sem þar að auki er góðum
gáfum gæddur, hefur slíka at-
vinnu?
Verdeoux hafði í rúm 30 ár
unnið sem bankagjaldkeri en í
kreppunni var hann einna
fyrstur til að fá pokann sinn.
Enginn virtist vilja fá hann í
vinnu svo hann neyddist til að
fara út í sjálfstæðan atvinnu-
rekstur eins og hann orðaði
það. Óneitanlega þurfti þessi
atvinnurekstur mikla skipu-
lagningu og góða hæfileika.
Hann fékk miðaldra ekkjur til
að giftast sér, undir fölsku!
nafni, gabbaði þær til að taka
út þá peninga sem þær áttu og
drap þær síðan. Peningana not-
aði hann til að fjárfesta í hluta-
bréfum sem flest urðu svo verð-
laus.
Allt þetta gerir Verdeoux í
þeim tilgangi einum að sjá lam-
aðri konu sinni og syni fyrir
lifibrauði.
En allt tekur enda um síðir.
Að lokum kemst upp um
Monsieur Verdeoux undirbýr morgunverð handa sér eftir að hafa
flýtt för einnar af eiginkonum sínum yfir Iandamæri lífs og dauða.
Kvik
myndir
NILFISK
sterka ryksugan.„ #
Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga,
stillanlega og sparneytna
mótors, staðsetning
hans oghámarks
orkunýting, vegna
lágmarks loft-
mótstöðu í
stóru ryksíunni,
stóra, ódýra
pappírspokanum
og nýju kónísku
slöngunni,
afbragðs sog-
stykki og varan-
legt efni, ál og
stál. Svona er
NILFISK:
Vönduð og
tæknilega ósvik-
in. gerð til að
vinna sitt verk
fljótt og vel. ár
eftir ár. með lág-
marks truflunum
og tilkostnaði
Varanleg: til lengdar
ódvrust.
Nýr hljóð-
deyfir:
Hljóðlótasta
ryksugan.
Traust þjonusta
Afborgunarskilmólar
ETnMHY HÁTÚN 6A
lUlllA SÍMI 24420
Raftækjaúrval — Næg bflastæði