Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1977.
23
(i
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I)
Fram efst eftir
sigur gegn Þrótti
—1-0 ígær í Reykjavíkurmótinu íknattspyrnu
Fram skauzt i efsta sæti
Reykjavíkurmótsins er liðið sigr-
aði 2. deildarlið Þróttar 1-0 á
Melavellinum í gær. Þar með
hefur Fram unnið tvo fyrstu leiki
sina í Reykjavíkurmótinu —
fyrst sigur gegn íslandsmeistur-
um Vals — og nú Þróttur að velli
lagður.
Hitt er svo, að knattspyrnan
sem F’ram og Þróttur buðu upp á
var ákaflega slök — mikil barátta
í miðjunni en samleikur hins veg-
ar ákaflega slakur — sannkall-
aður vorbragur yfir liðunum.
Eina mark leiksins kom um
miðjan fyrri hálfleik — og þá var
hinn eldsnöggi Rúnar Gíslason að
verki. Hann skoraði af stuttu færi
eftir fyrirgjöf fyrir mark Þróttar.
F’átt var um opin marktækifæri
— aðallega baráttaá miðjunni.
F'ram saknar ákaflega sterkra
leikmanna — þá einkum lands-
liðsmannanna Jóns Péturssonar
og Ásgeirs Elíassonar. Þegar þeir
verða komnir í slaginn er ljóst að
F’ram verður erfitt viðureignar
öðrum liðum i 1. deild í sumar —
en liðið hafnaði í öðru sæti á
síðasta keppnistímabili og flest
bendir til að F’ram berjist einnig á
toppnum í sumar.
Þróttur féll í 2. deild síðastliðid
sumar — eftir ár í 1. deild. Þrótt-
ur á góða möguleika á að hreppa
sæti í 1. deild í sumar — liðið er
skipað ungum leikmönnum, sem
með aukinni reynslu munu áreið-
anlega vinna sæti í 1. deild.
Staðan í Reykjavíkurmótinu er
nú: F'ram 2 2 0 0 3-0 4
Víkingur 2 1 1 0 2-1 3
KR 2 1 0 1 3-3 2
Þróttur 2 1 0 1 1-1 2
Valur 2 0 1 1 0-1 1
Ármann 2 0 0 2 1-3 0
Valur 60 mínútum frá
íslandsmeistaratitli
Valur sem nú stendur á þrösk-
uldi Íslandsmeistaratignar eftir
sigur gegn Fram á föstudagskvöld
25-14, fylgdi þeim sigri eftir í
bikarkeppni HSÍ er liðið lék við
Hauka suður í Hafnarfirði i gær-
kvöldi — þá sigraði Valur 27-25.
Valur leikur annað kvöld við
Fram og nægir jafntefli í þeim
leik svo islandsbikarinn hafni i
Hlíðarenda. Staðan i 1. deild er
nú:
Valur 13 11 0 2 293-242 22
Víkingur 14 11 0 3 357-312 22
FH 14 8 2 4 329-313 18
Haukar 14 7 3 4 304-282 17
ÍR 14 5 2 7 311-325 12
Fram 13 4 2 7 266-293 10
Þróttur 14 2 4 8 273-308 8
Grótta 14 0 1 13 285-336 1
I kvöld fer fram einn leikur —
íslandsmeistarar Vals mæta þá
KR á Melavellinum og hefst leik-
urinn kl. 19.
Haukaríl.deild
Haukar tryggðu sér sigur í 2.
deiid íslandsmótsins í kvenna-
handknattleik er liðið vann
Grindavík örugglega í úrslitum
20-7. Haukar hafa afar efniiegui
handknattleiksliði á að skipa í
kvennaflokknum — og nú hefur
liðið tryggt sér sæti í 1. deild.
Grindavík verður hins vegar að
leika við næstneðsta liðið í 1.
deild — Víking um sjöunda sætið
í 1. deild næsta vetur. Þá voru
leiknir úrslitaleikir í yngri flokk-
um íslandsmótsins í handknatt-
leik—og í karlaflokkum tryggðu
Reykjavíkurfélög sér sigur — en
sigurvegarar í einstökum flokk-
um urðu:
3. flokkur — Þróttur.
4. flokkur — Víkingur.
5. fiokkur — Fram.
Þá sigraði Ármann í 2. flokki
kvenna — og Fram í 3. flokki
kvenna. FH tryggði sér íslands-
meistaratitil í 1. flokki karla —
þar léku til úrslita FH og Valur
og sigraði FH 13-12 í mjög jöfn-
um og skemmtilegum leik þar
sem Hjalti Einarsson — sem í
gegn um árin hefur varið mark
íslands og FH af mikilli snilid —
varði mjög vel og var maðurinn á
bak við sigur FH.
Enn eiga eftir að fást úrslit í 2.
flokki karla — en úrslitin fara
fram á Akureyri um næstu helgi.
Fyrirliði Kaiserslautern, Ernst Diehl, til vinstri, brýtur á Herbert
Wimmer framverði Borussia Mönchengladbach, í 1. deildinni.nýlega.
Leiknum lauk með jafntefli án marka.
BAYERN STEINLA
FYRIR BOTNLIÐI
Allt gengur nú á afturfótunum
hjá Bayern Miinchen, Evrópu-
meisturunum í knattspyrnu
siðustu þrjú árin. i 1. deildinni
þýzku um helgina lék Bayern í
Saarbrucken, gegn nýliðum í
deildinni og einu af neðstu liðun-
um, og tapaði mjög illa.
Borussia tapaði einnig, en
úrslit urðu þessi:
Brunswick-Bochum 2-0
Ten. Berlín-Hertha 2-0
Köln-Duisburg 5-2
Hamborg—Karlsruher 2-1
Frankfurt-Bremen 7-1
Schalke-Borussia Mön. 1-0
Saarbrucken-Bayern 6-1
Essen-Kaiserslautern 3-2
Dusseldorf-Dortmund 3-2
CASIO — tölvur og CASI0TR0N — armbandsúr
GASIO CASIO umboðið STÁLTÆKI, Vesturveri Sími 27510
R-16Ö-5
(Dcep Brown)
CiS-l 51.-5
(Dccp Biown)
cAsiatRoiNiST ENN EITT UNDUR FRÁ CASI0
CASIO-LC armbandsúr býð-
ur upp' á:
• Klukkusl., min., 10 sek.,
5 sek., 1 sek.
• Fyrir hádegi/eftii
hádegi.
• Mánuður, dagur, viku-
dagur.
• Sjálfvirk dagatalsleið-
rétting um mánaðamót.
• Nákva-mni + -f 12 sek. á
mánuói.
• Ljóshnappur til aflestrar
í myrkri.
• Rafhlaða sem endist ca
15 mán.
• 15 sek. verk að skipta um
rafhlöðu.
• Ryðfrítt stál.
• 1 árs ábyrgð og viðgerða-
þjónusta.
Póstsendum
Nýjasta töiva með horna-
föllum frá CASIO.
Fljótandi kristall i stafa-
borði. notar aðeins 1 raf-
hlöðu. Þ.vkkt 14 mm. Lengd
128 mm. Breidd 67 mm.
Þyngd 93 g. Smellur í brjóst-
vasann. Verð kr. 12.900.
SKKIUKLUKKA 1/10 sek. millilimar.
DIGITALKLUKKA/DAGATAL Quartz
kristall nákva-mni + + 15 sek/mán. sjálfvirk
dagatalsleiðrétting uni mánaðamót þ.m.t.
hlaupár.
TOLVA allar grunnreikningsaðferðir ásamt
konstant o. fl.
VEKJARAKLUKKA unnt er að stilla 4 mis-
munandi tíma á sóiarhring.
ÞYNGD 148 gr. smeliur í vasann. kr. 20.850.