Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1977.
21
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
1
Það var oft erfitt að koma knettinum yfir varnarvegg hávaxinna stúlkna þýzka landsiiðsins eins og sjá má á þessari DB-mynd Sveins
Þormóðssonar.
Stóðu sig betur en
nokkur þorði að vona
— en vestur-þýzku stúlkurnar sigruðu þó í báðum landsleikjunum
við ísland með litlum mun. 11-9 og 12-10
Islenzka kvennalandsiiðið í
handknattleik lék um helgina
gegn hinu v-þýzka hér í Reykjá-
vík —og báðir leikir töpuðust.
Hinn fyrri á laugardag 9-11 — og
síðan í gærkvöld 10-12. Hand-
knattleikurinn sem boðið var
upp á var ákaflega slakur — það
sem helzt kom á óvart var slök
frammistaða v-þýzka liðsins en
fyrirfram var búizt við liðinu
sterkara.
ísland fékk sannkallað óska-
start í fyrri leiknum — íslenzka
liðið komst í 3-0 — en síðan ekki
söguna meir í fyrri hálfleik. V-
þýzka liðið jafnaði 3-3 og komst
síðan yfir 5-3 í leikhléi. Sá munur
hélzt lengst af í síðari hálfleik —
islenzka liðið skorti kraft til að
vinna upp þetta forskot. Þó tókst
að jafna 9-9 — en þýzka liðið átti
síðasta orðið — skoraði tvívegis
og sigraði 11-9. Mörk íslands skor-
u'ðu Hansína Melsted 4 — 3 víti.
Svanhvít Magnúsdóttir 2, Björg
Jónsdóttir, Guðríður Guðjónsdótt-
ir og Katrin Danivalsdóttir 1
mark hver.
Síðari leikurin fór fram í gær-
kvöldi — og aftur þýzkur sigur —
12-10. Þýzka liðið byrjaði mjög vel
— komst í 5-1 en Ísland náði að
ntinnka muninn fyrir leikhlé í 2
mörk — staðan í leikhléi var 3-5.
Þýzku stúlkurnar skoruðu 2
fyrstu mörk síðari hálfleiks —
komust í 7-3 og síðan 9-5 — en*
góður leikkafli Íslands fylgdi í
kjölfarið — og ísland náði að
minnka muninn í eitt mark — 8-9
og síðan 10-11 en þýzka liðið átti
síðasta orðið — 12-10.
Handknattleikurinn sem liðin
buðu var ákaflega slakur — ís-
lenzka liðið vantar illilega skyttur
—og eins var hreyfanleiki á
línunni lítill.
Mörk Islands í síöari leiknum
skoruðu — Ragnheiður Blöndal 5
— 4 víti. Svanhvít Magnúsdóttir
og Hansína Melsted 2 mörk hvor
og Hjördís Gísladóttir 1 mark.
MIKIL SPENNA18. RIÐLI
Rúmenía sigraði Spán í
Búkarest í gær 1-0 í leik landanna
í áttunda riðli heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu — og
það er greinilegt, að það stefnir í
mikla spennu í riðlinum. Auk
þessara tveggja landa er Júgó-
slavía einnig í riðlinum.
Það var strax á sjöttu mín. sem
vinstri útherji Rúmeníu, Zamfir,
skoraði og kom knötturinn við
varnarmann Spánar á leiðinni í
markið. Þetta reyndist eina
markið í leiknum, en Rúmenar
voru lengstum í sókn ákaft
studdir af fjörutíu þúsund áhorf-
endum á Steaua-leikvanginum.
Rúmenar fóru illa með nokkur
góð tækifæri i leiknum, en það
var ekki fyrr en í lokin, sem Spán-
verjar létu eitthvað að sér kveða.
Leal var nærri að skora á 64. mín.
og þremur mín. fyrir leikslok
munaði litlu að Aseni jafnaði.
Staðan í riðlinum er nú þannig:
Rúmenía 110 0 1-02
Spánn 2 10 11-12
Júgósl. 10 0 10-10
Jóhannes skozkur meistari!
Það er gaman að þessu og timi
kominn til að verða meistari. Ég
hef verið í öðru sæti með Val á
Íslandi, Holbæk í Danmörku og
Celtic á Skotlandi, svo þetta er
fyrsti meistaratitill minn í knatt-
spyrnu, sagði Jóhannes Eðvalds-
son, þegar Dagblaðið ræddi við
hann í gær. A laugardag tryggði
Celtic sér skozka meistaratitilinn,
þó svo liðið eigi enn eftir að leika
fjóra leiki í úrvalsdeildinni.
Jóhannes hefur sigrað með Val í
bikarkeppni. Celtic fer í keppnis-
för til Astralíu 4. júlí nk.
Það.var ekki fyrr en rétt i lok-
in, aö Joe Craig skoraði eina
markið í leiknum gegn Hibernian
í Edinborg á laugardag. Það
nægði — og gífurlegur fögnuður
varð meðal 28 þúsund áhorfenda
á leikvellinum, sem flestir voru á
bandi Celtic-liðsins. Það var
skálað eftir leikinn í búningsher-
bergjum Celtic-leikmannana, en
síðan hélt hver til síns heima.
Sigrinum verður fagnað síðar —,
en framundan eru margir leikir.
Þar á meðal úrslitaleikurinn við
Rangers í skozku bikarkeppninni
7. maí á Hampden Park. Allra
augu beinast að honum, sagði
Jóhannes ennfremur. Hann var
varamaður á laugardag. Var
byrjaður að hita upp undir lokin,
en kom ekki inn á.
Celtic varð skozkur meistari í
knattspyrnu í 30. sinn og þetta
var mikill sigur fyrir fram-
kvæmdastjórann, Jock Stein. 1
tíunda sinn, sem hann gerir Celtic
að meisturum í þau 12 leiktima-
bil, sem hann hefur verið með
liðið. Úrslit á laugardag urðu
annars þessi:
Aberdeen-Partick 0-2
Hibernian-Celtic 0-1
Kilmarn.-Hearts 2-2
Motherw.-Dundee U. 4-0
Rangers-Ayr 5-1
Hearts féll þar með niður í 1.
deild. í fyrsta sinn í sögu
félagsins, sem það leikur ekki í
beztu deild Skotlands. Af sem
áður var hjá þessu fræga Edin-
borgarliði. Þá má geta þess, að
Dixie Deans skoraði bæði mörk
Partick. Hann var nýlega keyptur
frá Luton, en lék um Iangt árabil
áður með Celtic. Staðan er nú
þannig:
Staðan er þannig — leiknar 36.
umferðir. Celtic 32 21 7 4 70-35 49
Rangers 33 16 10 7 56-34 42
Aberd. 33 14 11 8 50-36 39
Dundee U. 32 15 8 9 50-40 38
Hibernian 33 7 17 9 32-34 31
Motherw. 31 10 10 11 50-47 30
Partick 33 9 12 12 35-42 30
Ayr 33 11 7 15 43-63 29
Hearts 33 5 12 16 43-62 22
Kilmarn. 33 4 7 22 30-66 16
England
sigraði
tvívegis
ísland og England léku tvo
unglingalandsleiki í körfuknatt-
leik um heigina og sigraði Eng-
land í þeim báðum — hinum fyrri
örugglega 92-69 — en í hinum
síðari sem fram fór í Njarðvíkum
í gær sigraði England naumt —
84-78 eftir að ísland hafði lengst,
af haft forustu í ieiknum — en
England seig framúr á lokasprett-
inum og sigraði.
62. sigur
Nicklaus
Gullbjörninn Jack Nicklaus
renndi kúlunni í holuna með 10
feta pútti ognáðiþarmeð „birdie“
á þriðju aukaholunni i keppni við
Bruce Lietzke í Carsbad í Kali-
forníu í gær. Sigraði þar með í
„keppni meistaranna“, þar sem
verðlaun námu 225 þúsund doll-
urum, en þeir Nicklaus og
Lietzke voru efstir og jafnir eftir
72 hoiur með 281 högg hvor.
Síðustu 18 holurnar iék Nicklaus
á 71 höggi, en Lietzke var heldur
betur í stuði þá og jafnaði við
Nicklaus með þvi að leika á 66
höggum. Það gerði einnig Astra-
líumaðurinn Graham Marsh og
varð þriðji með 283 högg, ásamt
Johnny Miller og Tom Purtzer.
Síðan kom Rik Massengala í
sjötta sæti með 284 högg.
Nicklaus hlaut 45 þúsund doll-
ara í verðiaun fyrir sigurinn á
mótinu. Þetta var 62. sigur hans i
keppni atvinnumannanna í
Bandaríkjunum, en Nicklaus hóf
þar keppni 1961. Þar með jafnaði
hann við Ben Hogan, þann kunna
kappa, en flesta sigra er Sam
Snead með, 84.
Eftir keppnina sagðist
Nicklaus hafa verið heppinn að
komast í úrslit við Lietzke, því
hann hefði ekki ieikið vel. Langt
frá þvi. Lietzke hlaut 26 þúsund
dollara í önnur verðlaun, en þeir
Marsh, Miiler og Purtzer 11.949
dollara fyrir þriðja sætið hver.
Valur áfram
Valur sigraði Hauka 27-25 í
bikarkeppni Handknattleikssam-
bands tslands í Hafnarfirði í gær-
kvöld. Með sigrinum er Valur
kominn i átta-liða úrslit i bikar-
keppninni.
pumn
íþróttatöskur
Sportvöruverzlun
Ingólf s
Óskarssonar
Hólagarði Breiðholti
Sími 75020
Klapparstíg 44
Sími 11783