Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 18. APRÍL 1977. Hvers vegna sunnudagurinn? Hvers vegna halda kristnir menn helgan sunnudaginn, fyrsta dag vikunnar, en ekki hinn sjöunda, laugardaginn, eins og ísraelsmenn gjöróu og ísraelar gera raunar enn á vor- um tímum? Hver breytti þessu og hvers vegna var það gert? í grein í Dagblaðinu 15.3. ’77 eftir Friðbjörn F. Hólm er því haldið fram að páfavaldið hafi verið hér að verki. En sannleik- urinn er sá að þegar í frum- kristni er fyrsti dagur vikunnar hátíðisdagur meðal kristinna manna. Þann dag reis Drottinn frá dauðum og sunnudagurinn var helgur haldinn sem dagur upprisunnar þegar áður en Páll postuli kom fram á sjónar- sviðið. Á fyrsta degi vikunnar birtist hinn upprisni í fyrsta sinn og frá upphafi kristins siðar var upprisan og fyrsti dagur vikunnar saman tengt í vitund kristinna manna. Það jók á helgi sunnudagsins að heilagur andi kom yfir læri- sveinana á sunnudegi (hvíta- sunnudegi). Þann dag varð kirkjan til og hin kristna pré- dikun hófst. í frumkristni væntu menn skjótt komu Drott- ins og trúðu því að hann mundi koma aftur á sama degi og hann reis upp frá dauðum, á sunnu- degi, degi Drottins, en það nafn var ekki aðeins haft um sunnu- daginn heldur einnig hinn efsta dag. Hver sunnudagur var kristnum mönnum eins konar páskadagur er þeir litu til baka til krossins og upprisunnar en jafnframt horfðu þeir fram er þeir neyttu máltíðar Drottins sem var þeim forsmekkur hátíðamáltíðarinnar í guðsríki. Kristnum mönnum kom aldrei til hugar að nota nafn sabbats- ins (hvíldardagsins, hins 7. dags vikunnar) um sunnudag- inn og þeim var það framandi að líta á sunnudaginn sem ein- hvers konar framhald eða upp- bót fyrir sabbatinn. Þeim kom heldur ekki til hugar að heim- færa ákvæði sabbatsins upp á sunnudaginn, Drottins dag. Samkvæmt skilningi hinna Tökum fram í dag glæsilegt úrval af kápum og jökkum Belgíu, Hollandi og Danmörku þcrnhard lax^al KJÖRGARÐI HREVRLL Sími 8-55-22 frumkristnu var sunnudagur- inn ekki í raun hvíldardagur heldur dagur helgrar sam- komu, dagur guðsþjónustunn- Ástæðan fyrir því að menn tóku sér leyfi frá störfum á sunnudögum var því fyrst og fremst vegna messunnar en ekki vegna ákvæða Gamla testamentisins um sabbatinn. Mjög snemma heyrast að vísu áminningar um að láta ekki vinnu koma í veg fyrir þátttöku í guðsþjónustu safnaðarins en kristnir menn voru andvígir því að banna alla vinnu á sunnudögum. Hið fánýta iðju- leysi, sem einkenndi hvíldar- daginn hjá gyðingum, var kristnum mönnum sérstakur þyrnir í augum. Það var kristn- um mönnum framandi að líta svo á að óleyfilegt væri að ferðast á sunnudegi, undirbúa máltíðir, vinna nauðsynjaverk heima fyrir eða á akrinum, sbr. orð Jesú í Matt. 12.11-12 o.v. Þessi frjálsa afstaða til sunnudagsins hélst lengi í kirkjunni. Einn af kirkjufeðr- unum, Hieronymus (d. 420), segir að sunnudagur og sabbat sé tvennt ólíkt. Kristnum manni sé hver dagur hátíðis- dagur, já, páska- og hvítasunnu- dagur, en kirkjan hafi til þess að auka á gleðina i samfélagi hinna kristnu og vegna hinna veiku í trúnni og vegna al- mennrar reglu innleitt ákveðna hvíldardaga, ekki af því að einn dagur væri öðrum dýrlegri heldur til að veita þá gleði sem samfélag trúaðra veitir. — Kirkjan forðaðist í lengstu lög að banna vissa hluti á sunnu- dögum, svo sem sérstök störf, enda talið slíkt bera keim af lögmálsþrælkun. En þróunin verður sú að sabbatsreglurnar færast yfir á sunnudaginn sem „sabbat hins nýja sáttmála“. Hinn frumkristni skilningur á sunnudeginum vaknar ekki til lífs að nýju í kirkjunni fyrr en með siðbótinni en heldur ekki velli i evangeliskri kirkju nema þá helst í Bræðrasöfnuðinum. Vissulega heldur Jesús sabbatinn hátíðlegan á hér- vistardögum sínum, sbr. Lúk. 4,16, en hann viðurkennir ekki sabbatshelgina eins og hún var túlkuð af faríseum. Jesús neitar að hvíld Guðs á 7. degi hafi varanlegt gildi sem rök fyrir sabbatshelginni. Orð Jesú og framkoma á hvíldardegi gyðinga, en hvort tveggja gekk í berhögg við viðteknar venjur og kenningar, og síðan tilfærsla helgidagsins frá laugardegi til sunnudags var að dómi gyðinga tilræði við sjálfan grundvöll Israels því að í þeirra augum var sabbatinn ekki aðeins horn- steinn vikunnar og alls tíma- tals, sabbatinn var ímynd sátt- mála Guðs við ísraelsmenn. Þessi tilfærsla helgihaldsins frá laugardegi til sunnudags var eitt þeirra fræja sem hafði í sér fólgið aðskilnað gyðing- dóms og kristindóms. Að breyta þessu var vissulega bylting og slíkt gengur ekki átakalaust fyrir sig. En var þessi tilfærsla helgihaldsins þá samantekin ráð kristinna manna til að vera í svo veigamiklu atriði á móti gyðingdómnum? Nei, síður en svo. En það reyndist óhjá- kvæmilegt fyrir rás viðburð- anna, umfram allt vegna upp- risunnar sem varð kristnum mönnum eins og fyrsti dagur hinnar nýju sköpunar þegar Guð sagði á ný sitt máttuga orð „verði ljós“ í þessum heimi. Það var þessi volduga stað- reynd sem leiddi til þess að kristnir menn söfnuðust saman til guðsþjónustu á fyrsta degi vikunnar eins og berlega sést ai Post. 20,7 og I. Kor. 16,2. Og í Op. Jóhs. 1,10 er talað um Drottins dag, sem er hið kristna nafn sunnudagsins frá upphafi, en nefndur hinn fyrsti dagur vikunnar að gyðinglegri venju Magniís Guðmundsson og sunnudagur að rómversk- austurlenskum hætti. Á þeim degi — Drottins degi — var hinn útlægi, kristni þjónn, sem heldur á penna f Opinberunar- bókinni, staddur í anda með söfnuði sínum sem kemur sam- an í dögun til helgrar guðsþjón- ustu og tilbiður hinn upprisna með upplyftum höndum. Þetta heiti — Drottins dagur — kemur aðeins fyrir á þessum eina stað í Nýja testamentinu og er þá að sjálfsögðu átt við fyrsta dag vikunnar sem kristnir menn nefndu ávallt Drottins dag. Sabbat er það orð sem hefði verið notað hér ef höfundur Opinberunarbókar- innar hefði átt við 7. dag vik- unnar, hvíldardag gyðinga. Vissulega virtu kristnir menn sabbatinn og á fyrstu öld- um kristninnar var hann haldinn hátíðlegur í gyðing- kristnum söfnuðum en sabbat- inn var aldrei kallaður Drottins dagur og 7. dagur vikunnar hlaut að blikna fyrir hinum mikla sigurdegi kristinnar kirkju. Kristnir menn litu svo á að hinir ýmsu helgisiðir gyðinga, svo sem umskurn og sabbat, hefðu ekki gildi fyrir þá. Athyglisvert er að í 15. kapítula Postulasögunnar, þar sem sagt er frá postulafundin- um, hinu fyrsta uppgjöri krist- inna manna um ágreiningsmál sín, er ekki minnst á hvíldar- dagsboðorðið en aðeins vikið aó 1. og 6. boðorðinu (skurðgoða- fórnum og saurlifnaði). Hinir gyðirigkristnu sögðu fyrir post- ulafundinn um hina heiðin- kristnu: „Þá ber að umskera og bjóða þeim að halda lögmál Móse.“ En Pétur postuli svaraði þeim: „Hvað eruð þér að freista Guðs með því að leggja ok á háls lærisveinanna er hvorki feður vorir né vér megnuðum að bera?“ Og þegar lögmáls- menn reyna að þvinga heiðin- kristinn söfnuð til að halda sabbatinn hátiðlegan í stað dags Drottins þá rís Páll postuli öndverður gegn því (Kól. 2.16). í upphafi 2. aldarinnar segir Ignatíus, biskup í Antíokkíu, frá því að kristnir menn haldi ekki lengur sabbatinn hátíðleg- an heldur einungis dag Drott- ins. Þó mun sabbatinn hafa notið fornrar hefðar í gyðing- kristnum söfnuðum og verið haldinn hátíðlegur enn um sinn og jafnvel eftir að sá siður var formlega aftekinn á hinu fræga kirkjuþingi í Níkeu árið 325. Þótt sabbatinn væri þannig við lýði í frumkirkjunni þá voru þó kristnir menn á þeirri tíð sammála um að sabbat og drottinsdagur væri sitthvað sem ekki mætti rugla saman. Sunnudagur var ekki í eiginlegum skilningi hvíldar- dagur heldur helgidagur safnaðarins, dagur messunnar. Ekki einu sinni hin ströngu lög Þeódósíusar hins mikla, keisara í Róm 379-395, um helgihald sunnudagsins eru byggð á hvíldardagsboðorðinu heldur á þeirri kröfu að kristin guðs- þjónusta geti farið fram ótrufl- uð. Siðbótarfrömuðirnir Lúther og Kalvín kenndu að hvildar- dagsboðorðið væri samkvæmt ytri orðanna hljóðan afnumið í Kristi. En sérstaða sunnudags- ins byggist á nauðsyn ákveðins messudags og auk þess er vísað til þess að þeir sem vinni erfiðisvinnu þurfi á vikulegum hvíldardegi að halda. 1 því skyni hefði vitanlega mátt velja hvaða dag vikunnar sem væri en engin ástæða sé til að breyta gömlum kirkjusið þar sem sunnudagurinn sé einnig upp- risudagur Krists. En þessi frjálsa evangeliska afstaða til sunnudagsins vék fljótt fyrir lögmálsáþján alls konar fyrirmæla um hvað væri leyfilegt og óleyfilegt á degi Drottins. Sagt hefur verið með réttu að sunnudagurinn sé gjöf en ekki lagaboð. Hann á að vera helgur dagur, dagur messunnar og um leið gleðidagur sem veitir styrk og endurnæringu. Gott er að standa vörð um helgi- daginn — að messutíminn sé í heiðri hafður — en lögmáls- bundinn skilningur í þessum efnum ætti að vera kristnum mönnum framandi. Slíkt við- horf er í samræmi við hina frjálsu afstöðu sem Jesús tók til hvíldardagsboðorðsins og kirkjan tók í arf. Vilji hins vegar einhverjir eins og sjöundadags-aðventistar bók- staflega fylgja fyrirmælum hvíldardagsboðorðsins þá er þeim það að sjálfsögðu heimilt en ekki þurfa þeir að leggja það sem lögmál á annarra herðar. Og það er rangnefni þegar aðventistar kalla laugardaginn drottinsdag. Laugardagurinn hefur aldrei haft annað nafn en sabbat (7. dagur vikunnar, hvíldardagur) en drottinsdagur er kristið réttnefni á sunnudeg- inum (1. degi vikunnar, upp- risudegi Jesú Krists) og hefur hann heitið svo frá upphafi kristins siðar. Það er að sjálfsögðu ekkert höfuðatriði hvaða dagur er hvíldardagur eða guðsþjónustu- dagur. Það er fráleitt að halda því fram i kristnu samfélagi að menn verði að haldavissan dag helgan (laugardaginn) til þess „að hafa von um að fá að njóta þeirrar helgihvíldar sem til- heyrir aðeins hinum rétta hvíldardegi.... Þetta eru þau at- riði sem hafa verið færð úr skorðum. Það er aðkallandi nú að kippa þessu í lag áður en frelsarinn kemur...“ (Friðbjörn F. Hólm 15.3. ’77). Ég veit ekki betur en laugardagurinn sé frí- dagur á landi hér og þeir sem vilja geti notið helgihvíldar þann dag en að gera þann dag að „hinum rétta hvíldardegi“ og að koma á réttri röðun boð- orðanna (að hvíldardagsboð- orðið sé 4. boðorðið) séu þau meginatriði sem kippa þurfi í lag áður en frelsarinn kemur finnst mér vera fánýtt hjal. Ég hélt að annað væri mikilvægara hjá kristnum mönnum, svo sem að boða fagnaðarerindið um Drottin og upprisuna meðan enn er tími til, í stað þess að deila um rétta helgidaga. Mætt- um vér ekki minnast orða Páls postula til galatamanna: Þér hafið gætur á dögum og mánuð- um og tíðum og árum. Ég er hræddur um að ég kunni að hafa haft erfiði fyrir yður til ónýtis (Gal. 4.10-11). Ég neita því ekki að ég óska þess heitt og innilega að vegur sunnudagsins vaxi, virðingin fyrir messuhelginni aukist vor á meðal en ég er alveg ásáttur með það að þeir kristnir menn sem það vilja haldi helgan laugardaginn og gangi þá til kirkju. Sannleikurinn er sá að á þessum tímum vaktavinnu í svo mörgum greinum atvinnulífs- ins eru ýmsir starfshópar sem ekki geta sótt kirkju á sunnu- dögum og verða að eiga aðra hvíldardaga. Til þess að koma til móts við þetta fólk og raunar fleiri verður kirkjan í æ ríkari mæli að hafa messur og helgi- stundir ekki aðeins á hátíðum og drottinsdögum heldur einnig á virkum dögum. Magnús Guðmundsson fv. sóknarprestur, Grundarfirði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.