Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 18. APRtL 1977.
fijálst, óháð dagblað
Utgefandi OagblaðiA hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas krístjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjórí ritstjómar:
Jóhannes Reykdal. Íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jórt
Sssvar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson.
Blaóamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur
*SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Péísdóttír, Krístin Lýfis-
djóttir, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lér. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson,
iHörfiur Vilhjólmsson, Sveinn Þormófisson.
Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróinn '+orleifsson. Dreifingarstjórí: Mór E. M
HaUdórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mónufti innanlands. t lausasölu 60 kr. eintakifi.
Ritstjóm Sífiumúla 12, sími 83322, auglýsingar, óskríftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hff., Ármúla 5.
Mynda-og plötugorfi: Hilmirhf., Sifiumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Umboðsmenn án sambands
í hinni nýju gagnrýni á það,
sem aflaga fer í þjóðfélaginu, felst
ýmislegt, sem ekki er alltaf sagt
berum orðum. Meðal annars felst í
henni árás á ráðamenn þjóðarinn-
ar síðustu áratugina.
Auðvitað eru það stjórnmálamennirnir, al-
þingismennirnir og einkum flokkaleiðtogarnir,
sem ráða kerfinu og hafa ýtt því í þá mynd, sem
menn eru nú að skoða og þykir óhugnanleg í
meira lagi.
Kerfið felur í sér jafna og þétta útþenslu
ríkisins á kostnað annarra þátta þjóðlífsins.
Það felur í sér yfirtöku stjórnmálamanna á
fjármálum landsins og tilsvarandi skömmt-
unarstefnu, byggða á vísvitandi mögnun verð-
bólgunnar. Það felur í sér gjafafé til gæðinga í
formi svokallaðra lána.
Með þessiim aðgerðum og öðrum slíkum eru
stjórnmálamennirnir smám saman að magna
tök sín á kerfinu. í meira mæli en í nokkru
nálægu ríki segja þeir fólki og fyrirtækjum að
sitja og standa að geðþótta stjórnmálamann-
anna.
Þessir sameiginlegu hagsmunir stjórnmála-
mannanna hafa leitt til hins fræga samtrygg-
ingarkerfis þeirra, sem ekki á sinn líka í nálæg-
um ríkjum. Þetta kerfi hafa þeir getað eflt í
skjóli samsæris þagnarinnar, sem byggðist á
einokun þeirra á fjölmiðlum þjóðarinnar allt
fram til haustsins 1975.
Þegar talað er á þennan hátt um stjórnmála-
menn, er fyrst og fremst átt við leiðtoga flokk-
anna og hirðmenn þeirra, en einnig við al-
menna alþingismenn, sem hafa aðstöðu til að
lagfæra ástandið, en gera það ekki. í stað þess
styðja þeir kerfið, stundum í von um bita af
borði þess, sæti í bankaráði, sjóðsstjórn eða
Framkvæmdastofnun.
Athyglisvert er, hversu lítið þingmenn hafa
tjáð sig um gagnrýnina á spillinguna, sem
grefur um sig í skjóli samtryggingarkerfisins.
Hafa þó menn úr öllum áttum beint að þeim
spjótum á undanförnum misserum.
Þingmenn hafa ekki einu sinni haft fyrir því
að nudda stírurnar úr augunum í þingsölum.
Sjaldan hefur verið eins lítið að gera á alþingi
og einmitt á þessum vetri. Þar hefur verið
snakkað um ýmis smámál, meðan stóru málin
hafa koðnað niður.
Svo virðist sem alþingismenn telji þetta í
lagi. Þeir líta ef til vill á gagnrýnina sem öldu,
er muni hníga. Jámenn þeirra reyna sjálfsagt
að telja þeim trú um þetta þægilega sjónarmið.
Hins vegar sýndi nýleg skoðanakönnun Dag-
blaðsins, að fjórðungur kjósenda er óánægður
með stjórnmálaflokkana og að fjó.rðungur að
auki veit ekki, hvaða flokk hann á að styðja.
Aðeins helmingur kjósenda veitir flokkunum
fylgi.
Þetta stafar af því, að daglega átta nýir og
nýir kjósendur sig á því, að þeir hafa verið
blekktir og sviknir af umboðsmönnum sínum á
alþingi og hirðmönnum þeirra. Þetta stafar af
því, að rofin hefur verið einokunin á fjölmiðl-
um og þar með rofið samsæri þagnarinnar.
Værö þingmanna stafar ekki af skarpari sýn
þeirra en gagnrýnendanna. Hún stafar bara af
sambandsleysi.
Skattabyrðin
í blýhólknum
I des. sl. var lagt fram á hinu
háa Alþingi fruinvarp til laga
um tekjuskatt og eignaskatt, rit-
smíö, sem er ásamt með grein-
argerð yfir 70 bls. á lengd. Sið-
an frumvarpið kom fram hefur
mikið verið um það skrafað og
skrifað og telja fáir það gott
nema e.t.v. höfundar og ein-
staka stjórnmálamenn. Ætla
mætti, eftir alla þá prentsvertu
og málgleði, sem er búið að
eyða á nefnt frumvarp, að yfir
alla lækjarbakka væri tekið að
flæða og láta mætti staðar num-
ið.
En umræðum um þetta
frumvarp á ekki að ljúka fyrr
en það hefur verið dregið til
baka og hafist handa um að
smiða annað skárra.
Ef gera ætti þessu frumvarpi
verðug skil og taka til umfjöll-
unar marga galla þess og fáa
kosti þyrfti a.m.k. að skrifa
smábækling.
Ég mun því aðeins dvelja við
nokkur atriði, sem mesta undr-
un vekja við að kynna sér frum-
varpið og blaðaskrif um það.
Svo sem í hvaða átt frumvarpið
virðist vilja beina frjálsu starfs-
vali kvenna.
Það er að mæla fagurt, en
ekki hyggja, að gæta þess
vendilega, að kyngreina hvergi
í frumvarpinu, en gera það
þannig úr garði, að það borgi
sig nánast best fyrir giftar kon-
ur, með tekjuháa eiginmenn, að
hafa litlar eða helst engar tekj-
ur. Slík ábending hvetur ekki
til dugnaðar í atvinnulífinu. En
einn ágætur alþingismaður
(T.Á.) lét hafa það eftir sér að
skattalög ættu að hvetja til
dugnaðar. En þrátt fyrir jafn-
réttislög og önnur hagstæð lög
er enn því miður langt í land,
að fullkomin jafnstaða sé milli
kynja á borði, þó það sé í orði.
Og meðan svo er, er frumvarp
. eins og þetta hnefahögg í andlit
þeirra, sem vilja gera kvenrétt-
indahugsjónina að öðru og
meira en fallegu orðagjálfri.
Og þeir, sem muna 24. okt.
1975, ættu að gera sér grein
fyrir því, að þátttaka kvenna í
atvinnulífi okkar fámennu
þjóðar er lífsnauðsyn, ef hjólin
eiga að geta snúist. Og allt sem
vinnur gegn þeirri þróun sem
verið hefur til að auka þátttöku
kvenna á vinnumarkaði vinnur
gegn hagsmunum þjóðarheild-
arinnar.
„Traustir skulu
hornsteinar“
Sú árátta, sem einkennir
þessa spakmæla glöðu þjóð, er
að nota í tíma og ótíma orðtök,
sem einhvern tíma hafa haft
við rök að styðjast, en eru löngu
hætt að hafa sitt gamla gildi. I
skálaræðum, afmælis- og minn-
ingagreinum svo og í þingræð-
um eru notuð glamuryrði, sem
láta allvel í eyrum. Það orðtak,
sem oft hefur heyrst og sést á
prenti undanfarið er um þann
dýrmæta, og þá líklega jafn-
framt trausta hornstein, sem
heimilið á að vera. Þessi full-
yrðing hefur sjálfsagt átt rétt á
sér meðan stórheimili bænda-
samfélagsins voru að sumu
leyti burðarás þjóðfélagsins. Þá
fór enginn í grafgötur um hvað
væri heimili. En nú er svo kom-
ið, að það vefst fyrir að svara,
þegar spurt er: Hvað er heim-
ili? Hvenær hefst heimilis-
stofnun og hvenær leggst heim-
ili niður? Heimili er hjón með
börn, svara sumir. Hættir heim-
ili þá að vera til ef annað for-
eldri hverfur af heimilinu.
Skyldmenni halda saman
heimili. Aldraðír foreldrar eru
á framfæri einhleypra barna
sinna. Svo mætti lengi telja. Og
í þeim smábúskap, sem nú tíðk-
ast, getum við, sem búum ein,
haldið þvi fram að við eigum
heimili. Og þá fer hornsteinun
um heldur að fjölga. Á þá ekki
að hygla öllum þessum heimil-
um, hver sem sefur hjá hverj-
um? Þð blýhólkarnir í þessum
hornsteinum séu e.t.v. misjafn-
ir að innihaldi eru þeir þó sjálf-
sagt allir dýrmætir til að bera
uppi „hina marggylltu mannfé-
lagshöll“
En í umræðum um skatta-
lagafrumvarpið margumtalaða
er þess getið, að vegna horn-
steinshlutverks heimilanna
þurfi sérstaklega að gera þeim
skattabyrðina léttari.
En þá er spurningin. Ef allir
landsmenn eru aðilar að heim-
ili á þá ekki jafnt yfir öll heim-
ili að ganga?
Að hlynna að börnum á heim-
ili getur sparað okkur dagvist-
unarstofnanir, sem við höfum
ekki efni á að byggja nógu
margar. Að hlynna að gömlu
fólki á heimili er líka til að
spara stdfnanir, sem eru enn of
fáar. Eru síðari heimilin nokk-
uð verri hornsteinar í þessari
umtöluðu byggingu, sem hefur
svo mörg horn?
Vinnutekjur á heimili
Ég verð að viðurkenna, að
það ergir mig ævinlega, þegar
þvl er haldið fram, að það sé
vanmat á vinnu kvenna, sem
vinná eingöngu á eigin heimili,
og óvirðing þeim sýnd, að þær
skuli ekki vera skattþegnar.
Hvað er unnið við að vera skatt-
þegn? Er ekki neitt í það varið
að hafa vinnu sina skattfrjálsa?
Er það vanmat á vinnu þjóð'-
höfðingja að hann skuli ekki
greiða skatt?
Vinna heimakvenna er mis-
jafnlega dýrmæt, og fer það oft
eftir barnafjölda, og svo eftir
því, hve notinvirk konan er. 1
vetur las ég i DB viðtal við
konu, sem komst af með ótrú-
lega lítið fé til heimilishalds, þó
hún léti fjölskyldu sína hafa
sæmilegt viðurværi. Ég er þess
fullviss að þessi kona sagði satt,
fyrst og fremst vegna þess, að i
mínum ungu dögum voru til
margar konur, sem öfluðu
tekna handa heimilum sínum á
þennan hátt. En þessar ðskráðu
tekjur hafa alltaf verið skatt-
frjálsar, en vill nokkur neita
því, að þær séu mikilla peninga
virði? Én heimilishættir okkar
hafa breyst svo ört síðasta
mannsaldur, og nú eru konur
að miklu leyti hættar að vera
framleiðendur á heimili. En þá
þurfa heimilin að afla tekna til
að greiða þá þjónustu, sem áður
var framkvæmd heima fyrir.
Þegar konurnar færa vinnu
sína út af heimilunum kemur
skattabyrðin með öllum sínum
þunga. Allar vinnutekjur giftu
konunnar fara í hæsta skatta-
þrep. Það er á þessum breyt-
ingaárum, sem 50%reglan
verður til. Hún átti aðeins að
vera til bráðabirgða, á meðan
sú þróun gengi yfir, að sérskött-
un af eigin aflafé yrði almenn,
en heimild til þess gekk i gildi
með sömu skattalagabreytingu.
50%reglan var tilraun til að
meta það vinnutap (óbeinar
tekjur), sem heimilið yrði fyrir
þegar húsmóðir verði tíma sín-
um að einhverju leyti til vinnu
utan heimilis. Þess vegna var
hún miðuð við konur. Þ.e.a.s.
50%reglan.sem nú fer svo mjög
í taugarnar a vandla'turum, var
tilraun til að sýna frdm á að
konan væri einhvers virði, ef
hún væri heima við vinnu sína
allan daginn. Sökum þess að
það var almennt á þessum árum
að konur ynnu ekki fulla vinnu
utan heimilis, var talið rétt að
miðað væri við hundraðshluta
af tekjum.
Sérstakir útreikningar voru
gerðir með það fyrir augum að
athuga, hver útkoman yrði.
Hún varð nánast sú, að tekjur
giftra kvenna skiluðu jafnmikl-
um skatti, eftir að 50% afslátt-
ur var veittur og ef um ein-
stakling væri að ræða með jafn-
háar skattatekjur. Meiri voru
nú fríðindin ekki til að byfja
með. í sömu skattabreytingu
var heimilum einstæðra for-
eldra veittur tvöfaldur per-
sónufrádráttur, eins og um
heimili væri að ræða, þar sem
tveir voru um framfærslu. En
misvitrir alþingismenn breyttu
þessu ákvæði á þann veg að
breyta viðmiðun í beinar tölur,
sem vegna óðaverðbólgu gerðu
þessi fríðindi nánast að engu.
„Verra beirra réttlœti“
Ég skal fúslega viðurkenna,
að ég var í stjórnskipaðri
nefnd, sem undirbjó frumvarp
um skattalagabreytinguna
1958, þegar lögleidd var sú um-
rædda 50%regla, sem nú virð-
ist ganga þeim mjög til hjarta,
sem réttlætinu vilja þjóna. Ég
er líka fús til að viðurkenna,
að hún er orðin úrelt fyrir
nokkru, enda.var henni, eins og
fyrr er sagt, ekki ætlað að vera
nema bráðabirgðalausn. En
hún gerði sitt gagn á sínum
tíma. Þeir sem nenna að lesa
blaðaskrif þessara ára geta
komist að raun um hvernig
ástandið var orðið.
En ég skil ekki þær konur,
sem eru að tala um að þær
skammist sín fyrir að nota
50%regluna. Hvers vegna í
ósköpunum töldu þær ekki sér-
staklega fram til skatts, sú
heimild var til allan tímann?
En það er eitt sem vill gleym-
ast, þegar talað er um fríðindi
þau, sem talin eru fylgja
50%reglunni. Það er skattapró-
sentan. Dæmið, sem er svo ein-
staklega vinsælt, að því er virð-
ist til að koma inn öfund, er um
ekkjuna, sem vinnur í fiski með
giftu konunni, sem fær 50%
„skattfrjáls“. En ekkjan greiðir
af öllu sínu, segja menn. En
laun ffiskvinnu eru ekki hærri
en það, að einhleypt stúlka, sem
kæmi inn í dæmið, myndi trú-
lega greiða sömu skattapró-
sentu og ekkjan. Er ekkert við
það að athuga? En gifta konan,
sem trúlega á mann með tekjur
greiðir þá tvöfalda skattapró-
sentu á við þær fyrr nefndu og
útkoman yrði nákvæmlega
sami skattur af þessum skatta-
tekjum. Nú yrði gifta konan
trúlega einhverju til að kosta
auk skattsins og mér er til efs
að hún bæri mikið úr býtum ef
hún ætti að greiða miklu meiri
skatt en einhleypa stúlkan. Og
færi hún yfirleitt í vinnu bara
til að borga af því kostnað?
En það er önnur saga að hlut-
ur einstæðra foreldra er svo
slæmur í þessu frumvarpi, að
það er átakanlegt, og kem ég að
því síðar.
En þégar að kemur að hin
svokallaða 50%regla verður af-
numin, á síst að koma önnur, í
staðinn, sem er hálfu verri en
sú fyrri er orðin. En svo mikið
virðist nú liggja við að ná þeim
aukakrónum, sem láðst hefur
undanfarin ár að innheimta hjá
þeim fáu heimilum, þar sem sá
sem launanna aflaði annað-
hvort einn eða við annan mann
var kvenkynshátekjumaður, að
í staðinn skal ívilna öllum karl-