Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1977. Eldra fólk truflar leiksýningu i Iðnó Tvær stallsystur skrifa: Rétt fyrir páska fórum viö i leikhús, nánar tiltekið í Iðnó. Við érum fastagestir og höfðum hlakkað mikið til að fara á þessa sýningu. En þvílik von- brigði er leið á sýninguna. Ekki var það leikritinu né leikend- unum að kenna, við vorum ánægðar með leikritið og leik- urinn var frábær. En það voru nokkrir gestir í salnum sem eyðilögðu alveg alla stemmn- ingu og ánægju af leiknum. Er út var komið sáum við rútu svo þetta hefur greinilega verið hópferð. En fólkið í þessari hópferð hefur að meðaltali ver- ið á aldrinum 60-70 ára. Þegar leikritið var hálfnað og spenna farin að færast í leikinn varð vart líft í salnum fyrir upp- hrópunum svo sem: „Guð minn almáttugur“, „þetta er ekkert stykki“, „það er bara framhjá- hald eins og að drekka kalt vatn“ og svo lá við að söguþráð- urinn væri rakinn í háværu hjali, sjálfsagt vegna einhvers heyrnardaufs sessunautar. Við spyrjum eins og ein frú spurði forðum daga „er hægt að bjóða fólki upp á þetta"? Við viljum ekki loka leikhúsunum fyrir eldra fólki, þvert á móti, en við gátum bara ekki á okkur setið eftir að hafa lesið grein eftir fyrrnefnda frú er hún kvartaði yfir skólasýningu. Við erum báðar að ljúka námi við einn framhaldsskóla hér í borg og höfum þess vegna átt kost á allmörgum skólasýningum und- anfarin ár. Aldrei áður höfum við orðið varar við truflanir af nokkru tagi. En þessi sýning sem fullsetin var virðulegum eldri borgurum var vægast sagt ákaflega ergjandi og hávaðinn eyðilagði nánast alla ánægju af leiknum. Raddir lesenda Hríngiö í síma 83322 kl. 13-15 eða skrífíð Hávaði er f fólkinu. Hótel ísland, jarðhæð Inn á hallærisplan þjóðar skríður ung mey og spjölluð. „Hvað er að þér, góða mín?“ spyr fávís þjóðin. „Ég hef fengið reiðarslag, ég er orðin ófrísk af tiðarandanum,“ svarar ungmeyjan — sk'elkuð. Tór Breiðholt. Athugasemd Guðmundur Páll Bergsson brunavörðurhringdtog lét þess getið að hann hefði ekki skrifað greinina um Torfuhneykslið sem birtist í DB 15. apríl sl. Hann kvaðst þó sammála nafna sínum í flestum atriðum. Til lesenda Enn einu sinni þurfum við að minna þá á, sem senda okkur línu, að hafa fulít nafn og heimilisfang eða símanúmer með bréfumsín um. Nú er svo komið að við höfum hér á ritstjórninni alls konar bréf frá Jónum og Guðmundum, en það er bara ekki nóg. Ef þið viljið a~ð greinar ykkar birtist þá verður fullt nafn og heimilisfang að fylgja. Hægt. er að skrifa undir dulnefni, ef þes . jr óskað sérstaklega. Þeir, sem hafa ekki séð greinar sínar hér á slðunum, vlta hér með ástæðilna. r j Neísho! Það eru komnar spánýjar mussur og skyrtur í Pophúsið. Spurning dagsins Veröur verkfall ívor? Ólafur Hjálmarsson vélstjórl: Já I mánuð eða lengur. Ingimundur Þorkelsson vélstjóri: Já ég býst ekki við neinu góðu, það verður minnst í 5 vikur. Sigurður H. Sigurðsson, vinnur á lyftara: Já, ég held það, liklega í 2 til 3 vikur. Þórarinn Jónsson skrifari við hoThina: Mér finnst margt benda til þess en vonandi verður ekki af því. Jóhannes Guðmundsson bilstjóri: Ég reikna fastlega með því en vona að það verði stutt. Ragnar Jónasson bílstjóri og verkamaður: Ég vona ekki. — Ég held að það sé sameiginlegt með einstaklingum og ríkinu að það tapa allir á'verkföllum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.