Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ, MANUDAGUR 18. APRÍL 1977.
15'
N
Lér kóngur og f rú Kaldan
Leiklist
Sjálfstæöu fölki. Eftir það liðu
tuttugu ár þar til Halldór Lax-
ness fór aftur að gefa sig að
leikritun, og þau rit eiga fátt, ef
nokkuð, skylt með Straumrofi.
Það er líka bágt að sjá samband
á milli leiksins og hinna þjóð-
félagslegu og pólitísku verka
hans á fjórða áratugnum, miklu
frekar að leikurinn sé einhvers
konar fráhvarf frá þeim í bili,
að yrkis- og umræðuefnum ára-
tugsins á undan þegar Vefarinn
mikli var á döfinni.
En víst var gaman að fá að
sjá Straumrof á sviðinu, og í
sömu svifum kom leikurinn út
á prenti að nýju, hvort tveggja,
held ég, í tilefni af 75 ára af-
mæli höfundarins sem fer í
hönd, og verður þá væntanlega
meira um dýrðir. Það sannaðist
nú ekki á sýningunni, enda
varla að vænta, að í Straumrofi
lægi í leyni mikilsháttar afrækt
leiksviðsverk. Það er væntan-
lega einkum í-vegna annarra
verka höfundarins að áhugi
beinist nú að nýju að Straum-
rofi. En það var vissulega til-
vinnandi að láta reyna á leikinn
á nýju, og víst sýndi það sig að í
Straumrofi er efni fyrir að fara
sem engan veginn hefur fallið
úr gildi siðan leikurinn kom
fyrst fram.
Efnið í Straumrofi er lýsing
Gæju Kaldan, jarðkonu og dul-
konu í gervi borgaralegrar
frúar, sem vel má vera að eigi
sitthvað skylt með ýmsum
öðrum kvenlýsingum höfundar-
ins, bæði frú Árland og tfu.
Leikurinn lýsir uppreisn
hennar gegn lífsháttum sem
allt í einu eru orðnir óbæri-
legir, borgaralegri siðvenju og
siðferði sem sett hefur lífi
hennar skorður, eða öllu heldur
draumi um uppreisn, líf, frelsi
sem ekki getur átt sér stað í
banvænum faðmi borgarans.
En það er kannski svolítið
önugt að setja þessa kvenlýs-
ingu í samhengi við t.a.m.
seinni tíma umræðu um „stöðu
konunnar", kvenréttindi, kven-
frelsi, á meðal annars af því af
uppreisn Gæju er alfarið kyn-
ferðislegs eðlis og hún fyrst og
síðast kynferðisvera: „Ég er
konan. Ég er fullkomnunin. Ég
er lífið sjálft. Og ég elska þig,‘‘
segir hún undir lok leiksins við
Dag Vestan. Án karlmanns, án
hlutverks ástkonu, eiginkonu,
móður auðnast henni ekkert
frelsi. 1 hlutverkinu ekkert líf.
Og það frelsi og líf sem henni
hlotnast eina óskiljanlega,
undursamlega nótt stafaði
aðeins af straumrofi í sálinni,
eitt andartak eru skefjar hvers-
dagsins rofnar, en lífið óðara
lagt í læðing á ný þegar raf-
magn, útvarp, sími fara aftur í
gang. 1 Straumrofi er borgara-
legu samfélagi og lífsháttum
lýst sem banvænum — í fram-
haldi samfélagslýsingarinnar í
æskuverkum höfundarins, og
eins konar forboði Atómstöðvar-
innar.
Sýningin í Iðnó, sviðsetning
Brynju Benediktsdóttur var
fyrir alla muni ásjáleg. Ótví-
rætt er í Straumrofi, lýsingu
Gæju Kaldan efniviður mikils-
háttar túlkunar á sviði. En í
leiknum gætir líka, líkt og í
seinni leikjum Halldórs, ein-
hvers konar tvískinnungs raun-
sæis og ýkjustíls sem örðugt
reynist að sætta og samræma,
og tókst ekki heldur til hlítar
hér. Svo mikið er samt víst að
þegar fengist er við og fjallað
um leikritun Halldórs Laxness
er óþarfi að gleyma þessari
frumraun hans fyrir leikhúsið.
sjálfsagt sé það skemmtilegt at-
hugunarefni. Þótt til Kotts sé
vitnað I leikskránni sá ég nú
ekki að hugmyndir hans hefðu
orðið Hrafni Gunnlaugssyni
leikstjóra neitt leiðarljós við
sviðsetningu Endatafls í Leik-
húskjallaranum. Og lítið er að
græða á ruglingslegri ritgerð
Hrafns sjálfs um leikinn í sömu
leikskrá: er maður nokkru nær
með því að lita á leikinn sem
einhvers lags allegóríu um
líkama og sál?
Þar fyrir horfði ég á sýning-
una mér til ánægju, fannst
henni takast að miðla trúlega
texta Becketts, hinu afkára
leikljóði um mannlega einangr-
un, útkulnun og formyrkvun
lífs og tilfinninga, sem þó getur
aldrei með öllu dáið út og
þráast við að lifa í eyðimörk-
inni, kjallaranum, öskutunn-
unni.
Um ást og frygð
íslensku verkefnin þessa
frumsýningaviku í mars voru
sitt með hverju mótinu enda
langt í milli þeirra. Og þó. Bæði
fjalla þau um ást og frygð, um
bældar tilfinningar sem að lok-
um sprengja af sér skel hvers-
dagslífs svo til skelfinga leiðir,
manndrápa í báðum tilfellum. í
Morðsögu drepur kona mann-
inn sinn sem var í þeim svifum
<ið nauðga döttur þeirra, móðir
banar dóttur sinni í Straumrofi
og hafði um nóttina á undan
sofið hjá kærasta hennar.
Morðsaga mun hafa fengið
vinsamlegar viðtökur þegar
myndin var frumsýnd, og ekki
hefur víst staðið á aðsókn að
henni þær vikur sem síðan eru
liðnar. En forvitni sem myndin
vekur og vingjarnleg ummæli
um hana stafa kannski sumpart
af því að menn séu enn að undr-
ast og dást að því að íslendingar
skuli geta tekið lifandi myndir
og leikið á mynd eins og annar-
staðar gerist. Það er líka kann-
ski undrunar- og aðdáunarefni:
kvikmyndagerð hefur verið
sannarlegt olnbogabarn á
meðal listgreina hér á landi.
Það er svo annað mál og önnur
saga hvort nokkur fótur er
fyrir kvikmyndagerð án innan-
lands-markaðar, sem megni að
bera til frambúðar megin-
kostnað af framleiðslunni. Því
hefur aldrei verið til að dreifa
hér á landi, og ekki að sjá að
nein breyting hafi orðið sjón-
varpsins vegna á framgangi eða
framavonum listrænnar kvik-
myndagerðar.
Þurfi menn að komast yfir
undrun og aðdáun vegna Morð-
sögu hygg ég að einföld hugs-
unaræfing hrökkvi til: bara að
hugsa sér að þetta væri dönsk
eða frönsk, ensk eða sænsk, eða
amerísk, reyfarasaga. Mundi
manni þá ekki brátt býsna vit-
leysan? Það er eiginlega raun
að því, svo vel sem myndin
hefur tekist tækniiega, að ekki
skuli hafa fyrirfundist nýtileg
leiksaga, neinar efnislegar hug-
myndir til að nýta við tækni
myndatöku og leiks. Og undur
má það heita að gera slíka
mynd sem á vist að gerast í
Reykjavík og nú á dögum án
þess að þar sjái snefil af reyk-
vísku umhverfi né mannlífi. En
Morðsaga gerist alfarið í heimi
úrkynjaðra vikublaða — svo
manni krossbregður að sjá
undir lok myndarinnar
óbrjálað landslag.
Konan og borgarinn
Vísast má segja það um
Straumrof líka að leikurinn
beri ekki mikinn keim af sam-
tíð sinni, reykvísku umhverfi
og mannlífi á kreppuárunum.
Leikurinn gerist i stöðluðu
borgaralegu umhverfi sem
varla á að gera annað né meir
en láta í té umgerð um sálfræði-
legt og siðferðislegt efni hans
og gæti víst þess vegna átt sér
stað hvar sem vera skyldi.
Straumrof var samið og sýnt
árið 1934 — höfundinum til
hvíldar og upplyftingar, að
manni skilst, frá vinnu hans að
Vorsalan ’77
MIKILL AFSLÁTTUR
Á MOKKAFATNAÐI,
LEÐURJÖKKUM,
REGNKÁPUM
OG RYKFRÖKKUM
^ GREIÐSLUSKILMÁLAR
ÞINGHOLTSSTRÆTI2
SÍMI: 26540
REYKJAVÍK ÍSLAND
GRAFELDUR HE
101
AFRIT
af skjölum, bokum o.s.frv.
GLJERIIR
fyrir myndvarpa
SKRIFSTOFIIVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 sími 20560