Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 18.04.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 18. APRÍL 1977. 13 Fáar fréttir erlendis frá hafa vakið meiri undrun og athygli en Reutersfréttin nú fyrir nokkrum dögum er sá herra- maður, Gundelach, tilkynnti um ferð sína til íslands til þess að gera fiskveiðisamning við ís- lendinga. Jafnframt var látið fylgja að „samningsviljaleysi íslendinga væri gjörsamlega óþolandi". Það er engu líkara en að danskurinn Gundelach haldi að ísland sé ennþá hluti danska ríkisins og að hann sé sjálfskipaður umboðsmaður konungsvaldsins. Slík hefur framkoma þessa manns verið frá byrjun. Enginn erlendur maður hefur sýnt íslenzka lýð- veldinu aðra eins lítilsvirðingu, fyrr eða siðar, eins og Gunde- lach, sem er ekkert annað en skriffinnur á kaupi hjá Efna- hagsbandalaginu, leyfði sér á blaðamannafundinum eftir seinni sendiför sína fyrir jól. Eftir að íslenzki utanríkisráð- herrann er búinn að lesa upp sameiginlega yfirlýsingu um viðræðurnar, sem báðir aðilar stóðu að, dregur hann fram sína einkayfirlýsingu.s'em gekk mun lengra en sameiginlega yfirlýsingin. Reynt var í ein- hverju fáti að klína einhverjum titli á Gundelach í ákveðnum fjölmiðlum hér til þess að reyna að draga úr hneykslinu en slikt stenzt einfaldlega ekki. Þetta leyfir þessi Gundelach sér eftir að íslenzka rikisstjórn- in hefur í fullri vinsemd látið tvo af ráðherrum sínum vera upptekna dögum saman við að ræða við gjörsamlega umboðs- lausan mann, eins og bent var á þá og komið hefur á daginn síðan. Staðreyndin er að Efna- hagsbandalagið er ekki enn þann dag í dag búið að koma sér niður á neina ákveðna stefnu í fiskveiðimálum og ekki er útlit fyrir á næstunni að sú sameiginlega stefna liggi fyrir. Meira að segja nú frá 10. apríl hafa írar tekið sér 50 mílna einkafiskveiðilögsögu. Þetta skeði með þeim spaugi- lega hætti að írar sendu Gunde- lach og Co í Brussel tilkynn- ingu um að þetta yrði gert eftir margra mánaða þref í Briissel sem ætlaði að ganga í berhögg við óskir íra. Þegar Irar loksins sýna alvöru er einfaldlega skotið á fundi I Brtissel hjá EBE og Gundelach og gefin pt tilkynning um að írar hafi blessun Efnahagsbandalagsins til þessara aðgerða til næstu þriggja mánaða. En meiningin var að pína Ira til þess að opna landhelgi sína fyrir stórum fiskiskipum hinna þróuðu iðnaðarþjóða í Efnahagsbanda- laginu. Vegna fátæktar, ágangs og rányrkju útlendinga, hafa írar ekki náð að byggja upp verulegar fiskveiðar og fiskiðn- Gagnkvæmir fisk- veiðisamningar að. En vegna þróunar í haf- réttarmálum nú, meðal annars fyrir forgöngu Islendinga og vegna þeirrar landfræðilegu staðreyndar að Irar eru i dag stórir landgrunnseigendur, hafa í fyrsta skipti myndazt möguleikar fyrir Ira að byggja upp verulegan sjávarútveg. Irar hafa beðið Gundelach og Co í Brussel um skilning á stöðu sinni en mikið hefur hann látið á sér standa. Því urðu trar að grípa til þess ör- þrifaráðs, alveg eins og við fyrrum, að hóta einhliða að- gerðum sem Gundelach og Co urðu að beygja sig fyrir. Og ennþá eru Efnahags- bandalagið og Gundelach ekki af baki dottin gagnvart íslend- ingum. Vegna þess, er að fram- an greinir um framkomu Gundelachs hér, eiga íslenzk stjórnvöld að afbiðja sér heim- sókn Gundelachs og biðja um annan í hans stað, ef Efnahags- bandalagið vill eitthvað við okkur tala í sambandi við fisk- veiðar. En fyrir liggur sem stað- reynd í dag að gagnkvæmir fiskveiðisamningar milli Is- lendinga og Efnahagsbanda- lagsins eru útilokaðir einfald- lega vegna þess að Efnahags- bandalagið á einfaldlega ekkert að bjóða okkur. Þvert á móti eiga íslendingar inni stóra skuld hjá Efnahagsbandalag- inu þar sem eru þýzku samn- ingarnir sem heimila Þjóðverj- um að taka hér algjörlega án nokkurs gjalds á móti 120.000 tonna afla á tveim árum. Hér urðu Þjóðverjar ofbeldisnautar Breta því útilokað er að nokkur samningur hefði verið við þá gerður, ef þeir í sambandi við samningsstöðuna hefðu ekki notið þess að Islendingar voru í fyrirsjáanlegum átökum við brezka flotann. Islendingar hafa ekki unnið sigur í land- Iielgismálum sinum fyrr en þessir þýzku togarar eru endan- lega á brott. En hvað er Efnahagsbanda- lagið að vilja í sambandi við beiðni um viðræður? Það vita allir Islendingar að ekkert býr hér undir annað en að reyna að koma hér inn aftur brezkum togurum. Efnahagsbandalagið verður einfaldlega að skilja að tímar erlendra togara á Islands- miðum eru liðnir í eitt skipti fyrir öll. íslendingar ætla héðan í frá einir að nýta þessa helgustu auðlind sína og ætlast til þess að fá að gera það í friði fyrir öðrum. Öll rök sem sett voru fram fyrir jól I umræðun- um um hugsanlega samninga við Efnahagsbandalagið hafa reynzt falsrök, og þaó þó þeirra verst, sem viðkom Grænlandi. Þegar að var gáð er Grænland nú komið inn í dauða ísaldar í bolfisklegu tilliti. Átt hefur sér stað algjört hrun á þorskstofn- inum. Það litla sem eftir er dugir ekki til undirstöðu þjóð- lífs þessarar nágrannaþjóðar okkar. Því eru allir samningar í sambandi við fiskveiðar við Grænland í dag ekkert annað en niðurskurður á heilbrigðri lífsafkomu þessarar grann- þjóðar okkar og frumstæðustu þjóðar i evrópsku ríki. Ef svo hörmulega vildi til að Græn- landsmiðum yrði fórnað af Efnahagsbandalaginu fyrir hagsmuni stórfyrirtækja i þró- uðustu iðnaðarlöndum Evrópu þá væri þar um að ræða endur- tekningu á einum ógeðfelldasta hluta Islandssögunnar sem tslendingum öðrum þjóðum fremur væri forboðið að eiga hlutdeild að. Fyrir Danmörku væri það þjóðarhneyksli og fyrir Efnahagsbandalagið sam- evrópskt hneyksli sem fylgja mundi því sem erfðasynd. Pétur Guðjónsson Og því allt þetta þegar Bretar, sem eru stærstu land- grunns- og fiskistofnaeigendur í Efnahagsbandalaginu, hafa aðstöðu til þess að semja um fiskveiðiaðstöðu fyrir úthafs- flota sinn iá gagnkvæmnis- grundvelli? Rússar fiskuðu við Bretlandsstrendur á árinu 1975 milli 320.000 og 340.000 tonn af fiski. Rússar eiga sjálfir mikil þorsk- og ýsumið i Barentshafi og Hvítahafi, fiskimið sem brezkir togarar hafa stundað nú í meira en hálfa öld. Hér eru fyrir hendi aðstæður til gagn- kvæmra skipta á fiskveiðirétt- indum. Það er því með öllu óskiljanlegt þegar aðilar, sem svona aðstöðu eiga, eru að heimta fiskveiðiréttindi hjá ís- lendingum sem eiga ekkert til handa útlendingum í fiskveiði- réttindum. Það er komið nóg af skilningsleysi, ofbeldi og frekju af hendi útlendinga í okkar garð í okkar landhelgis- málum, þeir eru búnir að fyrir- gera öllum rétti og velvild hér á landi í þessum málum. En það er hart ef við ennþá einu sinni þurfum að taka að okkur að hafa vit fyrir Bretum og jafnvel r.eyða þá til að skilja hvar þeirra eigin'’ raunverulegu þjóðarhagsmunir liggja, eins og við höfum ávallt þurft að gera í sambandi við landhelgismál. Það var enginn smáhöfuð- verkur fyrir Breta að gera sér allt í einu ljósa þá staðreynd að Bretlandseyjum tilheyrðu 56% af öllu landgrunni og fiski- miðum Efnahagsbandalagsins en fyrir snarvitlausa stefnu rlkisstjórnar Bretlands stóðu nú allar fiskveiðiauðlindir þess- ara stóru Bretlandseyjasvæða galopnar fyrir öllum fiskiskipa- skara allra Efnahagsbandalags- ríkjanna. Bretar tala sjálfir í dag um þetta ástand eins og það þýði endalok brezkra fiskveiða. Svo vitnað sé I orð Breta sjálfra er hér um sjálfsmorð Breta á fiskveiðum sínum að ræða. Þeim mönnum, sem þannig hafa staðið að aðstöðu sinna eigin fiskveiða, er ekki sjálfrátt ef þeir nú ennþá einu sinni í gegnum Efnahagsbandalagið ætla að krefjast fiskveiðiréttinda af Is- lendingum á sama tíma og þeir eru búnir að ofurselja til auðnar sín eigin heimamið í hendur útlendingum. Maður fer að halda að þekkingarleysið á eigin hag og óbilgirni í ann- arra garð eigi sér engin tak- mörk. Pétur Guðjónsson forstjóri. Sama á hverju Viö þofum cié óby rojo/l þjónu/tu okkar >g bjóðum auk þess hagstæðasta verðið myndiðjan KASTÞÓRf Hafnarstræti 17 — Suðurlandsbraut 20 Þar sem mikið er gengið, hef- ur BYKO jafnan gólfklæðninguna, sem endist bezt. Þar sem minna geng- ur á, hefur BYKO það, sem ódýrast er. Hverju, sem þú stefnir að, hefur BYKO það rétta undir iljarnar, gólf- dúka eða flísar, fjölbreytt úrval efnis og lita. Þar sem fagmennirnir verzla, er yöur óhætt gengur? BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO KÓPAV0GS SF NÝBÝLAVEGI8 SÍMI:41000 'ULS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.