Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 3
DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JUM 1977. N .3 Hvað segir maður svo við frænku Eg held að engin ástæða sé til að ætla Hort eða öðrum velsiðuðum heiðursmönnum eða konum þá yfirsjón að gleyma þakklæti fyrir móttökurnar og klappa dálítið á koilinn á hégómaskap Islendinga segir bréfritari. Geirfugl skrifar: Einu sinni var maður sem vann á fjölmennum vinnustað. Ekki leið sá dagur að maður þessi, sem hvorki var betri né verri en aðrir ;;tarfsmenn, spyrði ekki vinnufélagana að því hvernig þeim iikaði að vinna með sér. Spurninguna ítrekaði hann við hina og þessa nokkrum sinnum á dag. Heldur þótti þetta hvimleitt af vinnu- félögunum þótt þeir fyrir siða- sakir segðu oftast að þeim líkaði ágætlega að vinna með manninum. Aftur á móti var ekki laust við að gert væri grín að honum á bak vegna þessara hégómlegu spurninga. Stundum hefur þessi maður komið í huga minn þegar þekkt- ir erlendir gestir kveðja land og þjóð í útvarps- eða sjónvarps- viðtölum og finnst mér þá stundum fréttamennirnir leika hlutverk mannsins ,,vel- kynnta". Sem betur fer hef ég ástæðu til að ætla að yfirleitt sé tekið vel á móti erlendum gestum og flest gert til að gera þeim dvöl- ina eftirminnilega enda fer það varla fram hjá þeim að gest- gjafarnir telja sig eiga hrós skilið fyrir móttökurnar. Síðasta dæmið sem ég man eftir því til sönnunar, var þegar stór- meistarinn Hort kvaddi okkur í sjónvarpsviðtali í lok sinnar lit- ríku heimsóknar. Eftir nokkrar almennar spurningar fréttamannsins, lagði hann fyrir stórmeistarann spurningu sem hljóðaði eitt- hvað á þá leið hvernig hann kynni nú við okkur Islendinga. Ég beið eftir þessari spurningu, hún er gamall kunningi af vörum fréttamanna þegar kunnir, erlendir menn kveðja okkur landa með slíkum viðtölum. Ef til vill var það ímyndun min, en mér fannst eins og Hort hefði einnig búizt við spurningu af þessu tagi. Það var eins og hann væri að stríða fréttamanninum með því að svara ekki alveg strax og meðan Hort skýrði frá örfáirm atriðum, sem hann vildi koma á framfæri virtist mér frétta- maðurinn fyllast óþolinmæði og tvístíga eins og honum væri mál að pissa. En biðin var ekki löng og svarið kom — jákvætt eins og vænta mátti. Mér datt í hug hvort það hefði verið dag- legt brauð hjá stórmeistaran- um að svara spurningum af þessu tagi. I gamla daga þótti sjálfsagt að gestir þökkuðu fyrir gerðan greiða t.d. með orðunum Guð laun. Enn k'enna allir foreldrar börnum sínum að þakka fyrir sig og ef þau gleyma því er gjarnan sagt i alvarlegum tón: Hvað segir maður svo við frænku. Öll börn skilja þá á- minningu. Hingað tii befur þótt sjálf- sagt að gefa gestum kost á að þakka fyrir sig að eigin frum- kvæði. Eg held að engin ástæða sé til að ætla Ilort, eða öðrum velsiðuðum heiðursmönnum eða konum, þá yfirsjón að gleyina þakklæti fyrir mót- tökurnar og klappa dáiitið á „kollinn“ á hégómaskap okkar íslendinga með því að vikja nokkrum vinalegum orðum að landi og þjóð á kveðjustund- inni. Það er ljóður á starfsháttum okkar ágætu fréttamanna þeg- ar þeir þykjast þurfa að minna gestina á þennan sjálfsagða hlut. Hér er ef til vill verið að gera lítinn hlut að stóru máli, en getur ekki verið að þegar þessir menn eru spurðir um land og þjóð í sínum heimkynn- um ljúki þeir kynningunni t.d. eitthvað á þessa leið: Islendingar eru svo sem ágætis fólk og ef þú ferð til íslands vilja landsmenn vafa- laust allt fyrir þig gera en mundu að þeim þykir ákaflega gott að fá hrós fyrir mót- tökurnar — dálítið þreytandi en kemst upp í vana. Ef þú kemur fram í sjónvarpi eða útvarpi biðja frétta- mennirnir þig alltaf um dálítið hrós og þá er um að gera að hrósa landsmönnum fyrir reglusemi og gjafmildi i allri þjónustu og umfram allt alúð- legar móttökur sem landsmenn, í hógværð sinni, gera sér ekki ljóst hvað eru dásamlegar. Ólukkans vegarspott- ann vantar slitlag Að vísu geta þeir það, farið á holóttan veg í gegn um Blesu- grófina og inn á Reykjanes- braut. Allmiklu styttri vega- lengd og notuð af mörgum. En vegurinn er ákaflega holóttur og varasamur. Því spyr ég þig, borgarstjóri, á ekki að lagfæra „Birgisbraut" hafa ýmsir kallað vegai spottann gegnum Biesu- grófina. Af mynd Harðar Vilháimssonar má sjá hve holóttur vegurinn er. þennan ólukkans vegarspotta og leggja á hann varanlegt slit- lag? DB hafði samband við borgarstjóra, Birgi Isleif Gunnarsson, og tjáði hann blaðinu að enn væri ekki búið- að taka ákvörðun um varanlegt slitlag. Gerðar yrðu lag- færingar á veginum og borgar- ráð myndi fljótlega taka ákvörðun um varanlegt slitlag á umræddan vegarspotta. íbúi i Hólahverfi i Breiðholti hringdi: Það er kunnara en frá þurfi að segja að íbúar Breiðholts hafa á mörgum sviðum þjón- ustu orðið afskiptir af hálfu borgaryfirvalda. Þetta á ekki hvað sizt við í samgöngu- málum Breiðholts. Þaú hafa frá fyrstu tíð verið í miklum ólestri, þó nokkuð hafi batnað siðastliðið haust með tilkomu tengingar milli Vesturhóla og Stekkjarbakka. Þetta var ákaflega þörf sam göngubót — einkum og sér í lagi fyrir ibúa Hólahverfis. Áður höfðu íbúar Hólahverfis orðið að taka á síg mikinn krók — aka suður Vesturhóla, áfram suður Vesturberg þá Norður- fellið áður en þeir loks eftir mikla króka komust á Breið- holtsbraut. Þar var ekinn drjúgur spotti í vestur þá loks beygt til norðurs og komu á Reykjanesbraut. Já, ágæti borgarstjóri, þetta urðu ibúar Hólahverfis að sætta sig við. Þeir urðu því ákaflega fegnir þegar vegar- spottinn milli Vesturhóla og Stekkjarbakka var tekinn í notkun. I beinu franthaldi af því álitu íbúar Hólahverfis að ekki yrði þar við látið sitja. Ekki yrðu fleiri leiðindakrókar settir á leiðina í bæinn. En aldeilis ekki, nú var þeim gert að aka Stekkjabakka til vesturs og síðan suður að þeir loks komust á Álfabakka. Þá gátu þeir beygt til vesturs — og inn á Reykja- nesbraut. Krókur vissulega þó ekki stór sé — en það hlýtur að teljast ákaflega vafasamt að sameina umferð úr Hólahverfi og Breiðholti 1 á einn ákaflega stuttan vegarspotta — sér í lagi á veturna. Ibúar Hólahverfis bjuggust sem sé við að þurfa ekki að aka vegarspottann til suðurs áður en þeir komu á Álfabakka. Þeir vildu komast beint án allra út- úrsnúninga inn á Reykjanes- braut. Holóttur vegur, stendur á skilti frá Reykjavikurborg og vegfar- endur varaðir við hinum slæma vegarkafla sem ibúum Breiðholts er gert að aka um. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Hlustar þú ó Keflavíkurútvarpið? Agústa Hallsdóttir vinnur i Bók- bindaranum. Nei, það geri ég ekki. Eg hef ekki tíma til að hlusta á það, en ég held þó að það sé ágætt. Sigurveig Björnsdóttur vinnur f sparisjóði. Stundum. Mér finnst íslenzka útvarpið svo leiðinlegt. Það er dauf músik þar og leiðin- leg. Aftur á móti er góð músik í Kananum. Friðrik Sigurgeirsson bilstjóri. Já, þegar dagskráin I Ríkisútvarp- inu er ekki það góð, þá hlusta ég á Keflavík. Helzt er það nú á sunnudögum. Þess utan hlusta ég mikið á Ríkisútvarpið. Halldóra Karlsdóttir húsmóðir. Nei, ég geri ákaflega litið af þvi. Hef litla ánægju af þvi. Mér finnst þetta vera mest hávaði auk þess sem þeir tala of mikið. Carl Möller hljóðfæraleikari. Nei, ég hef ekki gert það lengi. Efnið í Ríkisútvarpinu hefur skánað mikið um miðjan daginn og á kvöldin starfa ég við hljóð- færaleik og hef þvi ekki tima til útvarpshlustunar. Kristjana Þorsteinsdóttir vinnur á skrifstofu á Keflavíkurflug- velli. Já. — Af því að ég vinn á Kefla- vikurflugvelli. Annars er það ekkert sérstaklega gott. Það er alitaf sama músíkin í því.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.