Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 24
r Ingólfur Jónsson st jórnarmaður í nýju fyrirtæki og stjórnarformaður Framkvæmdasjóðs: N Sótti um styrk og veitti hann sjálfur kannaðir möguleikar á jarðefnaiðnaði á Suðurlandi Nýlega var stofnað athyglis vert fyrirtæki á Suðurlandi með þann tilgang fyrir augum að kanna og rannsaka arðvæn- legan iðnrekstur í héraðinu, sem byggður yrði á jarðefnum og orku héraðsins, jafnframt því að undirbúa stofnun rekstrarfyrirtækja um slíkan iðnað með hugsanlega eignar- aðild í huga. Heitir fyrirtækið Jarðefnaiðnaður h/f og er stjórnarformaður þess Þór Hagalin, sveitarstjóri á Eyrar- bakka. Hlutafé félagsins er 11,5 milljónir og hluthafar um 190, þ.á m. nær öll sveitarfélög á Suðurlandi. í stjórn auk Þórs eru Ingólfur Jónsson alþingis- maður frá Hellu.Einar Elíasson kaupmaður, gjarnan kenndur við Glit, Jón Helgason alþingis- maður frá Seglbúðum, Guð- bergur Guðnason bóndi að Jaðri í Hrunamannahreppi, Ölafur Haraldsson fulltrúi hjá Utflutningsmiðstöð iðnaðarins og Ölvir Karlsson formaður Sambands sunnlenzkra svcitar- félaga. Nokkru eftir stofnun félags- ins sótti stjórn þess um styrk til Framkvæmdasjóðs ríkisins, en Ingólfur Jónsson er sem fyrr segir einn stjórnarmanna fyrir- tækisins. Sjóðsstjórnin hefur fjallað um umsóknina og fallizt á að veita fyrirtækinu þrjár milljónir króna til rannsókna og markaðs- og hagkvæmnisat- hugana. Fyrirtæki ráð- herra „smaug í gegn” áður en lánskjör- in versnuðu! Fyrtrtæki • sjtvarútvegsráA- herra smaag I gegn með fynr- greidMu r«tt I þvl að Flskveiða- sjöður mtnnkaði fyrirgreiðslu slna við kaupendur fiskiskipa. Tálknfirðingur hf. fékk einn logara með gðmlu kjörunum. en I þvl fyrirtcki er sjávarðt- vegsráðherra einn eigenda. Slðan kom skerðingin Minnkun fyrirgreiðslunnar I lánunum var um sautján af hundraði. Áður hafði sjððurinn lagt fram helming. Eins og kunnugt er hafa kaupendur fiskiskipa fengið miklar opinberar fyrir- greiðalur. sem að undanfðmu hafa vcrið minnkaðar. Togarar frá Japan og vlðar voru keyptir fyrir 90—95 prðaent opinbera fyrirgreiðslu. * Meðan Tálknfirðingur fékk sln kjðr lágu fyrir beiðnlr vlða að. svo sem frá Vestmannaeyj- um. Suðurnesjum og Austfjörð- um. sem urðu að s*ta skerðing- Ingólfur, — skammtar sér fé úr eigin hnefa. DB-mynd Ragnar Sigurjónss. Þad eru ótrúlega margar skemmtilegar tilviljanir i heimi stjórnmála og peninga- mála hér. Nýlega birtist þessi frétt i DB þess efnis að fyrir- tækið Tálknfirðingur h/f, sem sjávarútvegsráðherra á i, slapp naumlega með togaraumsókn sína til samþykkis Fiskveiða- sjóðs áður en sjóðurinn stór- herti lánakjör. Fyrir sjóðnum lágu fyrir fleiri umsóknir þegar Tálknfirðingur var afgreiddur, en þeir umsækj- endur urðu að sæta nýju kjörunum. Einn úr hópi umsækjenda, eða Ingólfur Jónsson, er einnig í hópi sjóðsstjórnar og jafn- framt formaður hennar. Þykir sumum fyrrverandi styrkum- sækjendum hið nýja félag hafa fengið óvenju hraða afgreiðslu á umsókn sinni og telja Ingólf sízt hafa spillt fyrir því. G.S. frfálst, úháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 8. JUNj 1977. Ljótur leikur með neyðarkall Það þykir nú nokkurn veginn víst að um gabb eða óþokkaskap hafi verið að ræða er einhver sæ- farandi sendi út neyðarkall þá er hann var staddur út af Sandgerði. Ekki liggur ljóst fyrir hvort neyðarkallið var sent út á rás 6, sem er samtalsrás, eða á rás 16, sem notuð er til að kalla önnur skip upp. Greinilegt neyðarkall: „Mayday, Mayday...“ heyrðist í bát í Reykjavíkurhöfn, í talstöð báts út af Akranesi og hins þriðja út af Krísuvíkurbergi. Skip og bátar þustu á vettvang svo og Syn, vél Gæzlunnar. Flaug hún vítt og breitt við staðinn, sem neyðarkall- ið var miðað út á svo og víðs vegar um Faxaflóa. Hannes Hafstein hjá SVFl sagði hér um ljótan leik að ræða, því þegar neyðarkall jafngreini- legt og þetta heyrist á jafnmörg- um stöðum og nú gerðist, fer allt leitar- og eftirlitskerfið í gang á örskammri stund. - ASt. Verkfall rafvirkja: Hætta á raf- magnsleysi Mikil rafmagnsbilun . gæti orsakað langvarandi rafmagns- leysi vegna verkfalls rafvirkja hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem staðið hefur síðan um helg- ina. Rúmlega 20 rafvirkjar eru í verkfalli út af sérkröfum. Aðal- krafan er að borgin semji við félag línumanna en aðrir atvinnu- rekendur hafa gert það að sögn rafvirkjanna. Þá vilja rafvirkj- arnir 15% flokksstjóraálag fyrir svokallaða gengisformenn. Sér- kröfurnar eru fleiri. Verkfallið nær eingöngu til Rafmagnsveitu Reykjavíkur. - HH Dagsverkf allið á Vesturlandi — tvö félög ekki með, annað fyrir hrein mistök nær algjört Dagsverkfallið á Vesturlandi i dag er nær algjört, að sögn Gunnars Más Kristóferssonar, formanns Alþýðusambands Veturlands i morgun. Taldi hann að 3-4000 manns að minnsta kosti tækju þátt í verk- fallinu. „Okkur háfa engar fregnir borizt af verkfallsbrotum," sagði Gunnar Már í samtali við fréttamann DB í morgun, „og ég á ekki von á því, stemningin á félagssvæðinu er þannig." Að minnsta kosti tvö verka- lýðsfélög í kjördæminu, Trésmlðafélag Akraness og Iðnsveinafélag Stykkishólms, taka ekki þátt í verkfallinu í dag, þrátt fyrir samþ.vkktir ASI og trúnaðarmannaráða félaganna þar um. Samkvæmt upplýsingum sem DB aflaðisér á Akranesi í morgun var það fyrir hrein mistök að ekki var boðað til verkfalls Trésmiða- félagsins. A Akranesi hefur verið véitt undanþága fyrir ferðir Akraborgar á milli Akraness og ReykjaviKur, a sama hátt og Herjólfi var veitt undanþága til ferða milli lands og Eyja í Suðurlandsverkfallinu. Þá eru örfáir menn við vinnu í Semtensverksmiðju ríkisins, þar sem ekki þykir forsvaran- legt að kæla niður múrsteins- hlaðinn sementsofn fyrir einn dag, enda tekur liðlega sólar- hring að slökkva á honum. Á Vesturlandi hafa þannig í dag verið veittar örfáar undan- þágur, svo sem fyrir sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar. -ÖV. Málningarbað íNóatúni Nærstaddir bilar fengu á sig málningarslettur og gatnamót Nóatúns og Hátúns voru ötuð málningu eftir haröan árekstur í morgun. Það var Moskvitehbíll sem ók austur Hátún sem flutti þennan málningarfarm. Var bif- reiðinni ekið inn yfir gatnamót Nóatúns og stöðvunarskyldu- merki engu sinnt. Að bar VW- rúgbrauð og við höggið velti sá. síðarnefndi bílnum með, málninguna. Ökumenn voru einir i í bílunum og voru báðir fluttir i slysadeild. Ökumaður rúg- brauðsins var barnshafandi. (DB-mvnd Sv.Þ.) Mölbrutu bíl og sumarbústað —og sváf u svo brennivínssvefni er lögreglan kom að Þeir voru heldur lúpulegir ná- ungarnir tveir sem lögréglumenn vöktu í gærdag, þar sem þeir sváfu í sumarbústaö hér ofan við Revkjavík. Þar höfðu þeir brotið sér leið inn með því að taka eina rúðu úr og brjóta aðra. Sofnuðu þeir síðan á góðum beðum enda var þá lokið litríku ævintýri. Það var í fyrrinótt sem tilkynnt var að bíl hefði verið stolið af Grettisgötu. I gær bárust fréttir af bílnum skammt frá Jaðri. Er lögreglumenn komu á staðinn var aðkoman ljót. Allar rúður bílsins voru brotnar, mælaborð tætt I sundur, speglar afsnúnir og brotnir svo og lugtir bllsins og hraunhnullungar lágu í sæturrrog á góífi. Einnig var olíuhólf vélar- innar fyllt af rauðamöl. Er helzt talið að bíllinn hafi verið leikinn svona illa vegna þess að hann varð bensínlaús. Er farið var að skoða nágrennið kom í ljós að sumarbústaður Brian Holts sendifulltrúa hafði fengið svipaða útreið og billinn, rúður brotnar og flest skemmt. I bústað þar skammt frá fundust svo sökudóigarnir sof- andi, tveir menn um tvítugt. Þeir voru ekki jafn herskáir í fram- komu og svip, er lögreglan vakti þá, og þeir hljóta að hafa verið nóttina áður. - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.